Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 61 Í UPPHAFI spyr höfundur og þul- ur, Hannes Hólmsteinn Gissurarson undirstöðuspurninga um skáldjöfur- inn Halldór Kiljan Laxness: Hver var hann, hvað rak hann áfram, hvert fór hann? Leitast síðan við að svara og sannast þá hið fornkveðna: „Þegar stórt er spurt er fátt um svör.“ Í heimildarmyndinni Í leit að Lax- ness, sem mun hafa orðið til meðfram heimildasöfnun höfundar í þriggja binda verk sitt um skáldið, aflar Hannes fanga á hefðbundnum slóð- um í frétta-, heimilda- og kvikmynd- um en langmestur tími myndarinnar er rand á milli landa og stórborga þar sem meistarinn dvaldi á löngum og farsælum ferli. Myndavélin eltir síð- an Hannes til Evrópu og Ameríku. Staðnæmist á torgum og kaffihúsum, utan við hótel og heimili þar sem Halldór áði á ferðum sínum. Hefur þeytinginn í Kóngsins Kaupmanna- höfn, þar sem Halldór vann sinn fyrsta sigur á erlendri grund; seldi dagblaði smásöguna Den tusindaa- rige islending, aðeins 17 ára ungling- ur. Þaðan haldið til Þýskalands; Leipzig, Berlínar, Róm, komið við í klausturgarðinum á Sikiley áður en haldið er vestur um haf. Þá taka við áningarstaðir Halldórs í Manitoba, Hollywood, á Langasandi og San Francisco. Aftur er haldið til Evrópu um Ísland, London, Moskvu, Stokkhólm ... Hannes í forgrunni, ýmist með fet milli handa eða fingur saman. Fléttar inn í reisubókarkorn- in gamalkunnum viðtölum og bætir við tveim, þrem kímnisögum. Eflaust skemmtilegasta ferðalag fyrir þátttakendur en spurningunum ósvarað og lítið bólar á Laxness um- fram það sem áður er vitað. Á slóðum meistar- ans SJÓNVARP Sjónvarpið Íslensk heimildarmynd. Handrit og þulur: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Tónlist- arval og klipping: Sigurgeir Orri Sig- urgeirsson. Kvikmyndataka og hljóðsetn- ing: Guðmundur Bergkvist. Sýningartími 49 mín. BF útgáfa 2003. RUV í des. 2003. Í LEIT AÐ LAXNESS Sæbjörn Valdimarsson DÁNARBÚ Georges Harrisons hefur höfðað mál á hendur einum læknanna sem annaðist Harrison þegar hann lá banaleguna fyrir rúm- um tveimur árum en læknirinn er sagður hafa nánast neytt bítilinn fyrrverandi til að árita gítar. Í málsskjölunum segir að Harrison hafi færst undan og sagt: „Ég er ekki viss um að ég muni lengur hvernig nafn mitt er stafað.“ En læknirinn á að hafa svarað: „Svona, svona, þú getur gert þetta,“ og stýrt síðan hönd Harr- isons meðan hann skrifaði nafn sitt á gítarinn með erfiðismunum. Dánarbúið vill fá í hendur gítarinn og tvö spjöld, sem það segir að Harrison hafi áritað fyrir Gilbert Lederman, sem er krabbameins- sérfræðingur sem veitti Harrison geisla- meðferð vegna tveggja stórra krabbameins- æxla. Harrison lést í nóvember árið 2001 af völdum lungnakrabbameins og heilaæxlis. Wayne Roth, lögmaður Ledesmans segir að málshöfðunin sé fáránleg og skjólstæðingur sinn hafi ekki beitt Harrison neinum þving- unum. Lögmaður dánarbúsins segir, að ekkja og sonur Harrisons telji, að frétt sem birtist í slúðurblaðinu National Enquirer sé rétt um að læknirinn hafi fengið Harrison til að árita gít- arinn til að auka verðgildi hans. Með fréttinni birtist mynd af syni Ledermans með gítarinn. Læknir fékk Harrison til að árita gítarinn á dánarbeðinum Reuters Minjagripir er tengjast George Harrison fengu margfalt verðgildi eftir að hann féll frá. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Útsala 30-40% afsláttur af stígvélum og vetrar- skóm Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Útsala ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 32 55 0 1/ 20 04 www.utilif.is afsláttur 30% 70% til ... núna á þremur stöðum Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 Nýtt kortatímabil hefst í dag!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.