Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, mun að öllu óbreyttu ganga til liðs við danska úrvalsdeildarliðið AGF í Árósum. Helgi fékk um helgina samnings- tilboð frá liðinu. Sá samningur hljóðar upp á tvö og hálft ár og er áætlað að Helgi gangist undir læknisskoðun hjá félaginu í dag. „Ég hef ekki skoðað mig um hjá AGF en mér líst vel það sem ég hef heyrt um liðið. Aðstaðan er sögð góð og ég býst við því að ganga að tilboði þeirra,“ sagði Helgi við Morgunblaðið í gær. AGF er í sjöunda sæti dönsku úrvals- deildarinnar en aðstoðarþjálfari þess er Ólafur H. Kristjánsson fyrrum leikmaður FH, KR og íslenska landsliðsins. Svíinn Sö- ren Åkeby er þjálfari AGF, tók við liðinu á haustmánuðum eftir að hafa gert Djurg- ården að sænskum meisturum tvö ár í röð, og undir hans stjórn og Ólafs hefur AGF aðeins tapað einum af síðustu sex leikjum. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst að loknu vetrarhléi um miðjan mars en 13 umferðum er ólokið. Helgi Sigurðsson líklega í raðir AGF í Danmörku Helgi Sigurðsson FÓLK Það hafa eflaust fáir reiknað aðekkert markið skyldi líta dags- ins í ljós í viðureign United og New- castle en undanfarin ár hefur verið boðið upp á sannkallaða marka- veislu og mörkin á síðustu leiktíð urðu 16 talsins í leikjum liðanna. Tvö umdeild atvik settu mark sitt á leikinn. Ekki var betur séð en að Alan Shearer hefði átt að fá dæmda vítaspyrnu þegar hann var felldur af Tim Howard markverði United í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik var mark dæmt af heimamönnum þeg- ar Michael Silvestre skoraði af því er virtist löglegt mark. Úrslitin voru hins vegar sanngjörn en liðs- menn Newcastle börðust gífurlega og héldu sóknarmönnum Manchest- er-liðsins algjörlega í skefjum. Paul Durkin dómari viðurkenndi eftir leikinn að Shearer hefði átt að fá dæmda vítaspyrnu og Sir Alex Ferguson, stjóri United, tók í sama streng. „Þetta var vítaspyrna og markið sem Silvestre var fullkomlega lög- legt svo kannski jafnaðist þetta út. Lið Newcastle barðist rosalega og gaf fá færi á sér en mér fannst þó að við hefðum átt að taka öll stigin. Það vantaði hins vegar smá slag- kraft í sóknina,“ sagði Ferguson. Chelsea hristi af sér slyðruorðið og burstaði Leicester á útivelli í gær, 4:0. Jimmy Floyd Hasselbaink þakkaði traustið sem Claudio Rani- eri sýndi honum með því að velja hann í byrjunarliðið. Hollendingur- inn skoraði tvö fyrstu mörkin í fyrri hálfleik og þeir Adrian Mutu og Ce- lestine Babayaro bættu við tveimur mörkum á lokamínútum. Þungu fargi er létt af Mutu en þetta var hans fyrsta mark í 14 leikjum. Mutu kom inná sem varamaður á 72. mín- útu en hann skipti við Eið Smára Guðjohnsen sem sýndi ágæt tilþrif á köflum. „Okkur tókst að yfirstíga press- una sem var á okkur fyrir leikinn og mér fannst við spila mjög góðan fót- bolta og þá einkum og sér í lagi í fyrri hálfleik. Við urðum að sigra til að halda í við Manchester United og Arsenal og það var sérlega mik- ilvægt fyrir Muto og ekki síst liðið að honum skildi takast að skora,“ sagði Hasselbaink eftir leikinn. „Skytturnar“ í góðum gír Arsenal vann örugglega fyrsta leikinn af fjórum í viðureignum sín- um við Middlesborough í þessum mánuði. „Skytturnar“ voru í góðum gír og unnu stórsigur, 4:1. Thierry Henry lét eins og ávallt vel til sín taka í liði Arsenal. Hann skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu, annað markið með skoti sem hafði við- komu í varnarmanni Middles- brough og hann átti þátt í markinu sem Robert Pires skoraði í byrjun síðari hálfleiks. Frederik Ljung- berg skoruði fjórða markið áður en Massimo Maccarone náði að laga stöðu fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu undir lokin. „Þetta var góð frammistaða og mínir menn brugðust hárrétt við eftir slakan leik á móti Everton í síðustu viku,“ sagði Arsene Wen- ger. Frakkinn gaf það sterklega til kynna eftir leikinn að þó svo skörð hafi verið höggvin í lið hans þá ætli hann ekki að kaupa nýja menn. Wil- tord og Dennis Bergkamp eru meiddir, Jeremene Aliadere meidd- ist og verður frá í tvær vikur og Kanu er að fara í Afríkukeppnina með liði Nígeríumanna. „Við virkuðum mjög þreytulegir en það er engin afsökun. Við vörð- umst mjög illa og það má ekki ger- ast á móti liði eins og Arsenal,“ sagði Steve McClaren stjóri Boro. Liverpool vann annan 1:0 sigur sinn í röð, nú á heimavelli gegn Aston Villa og réð sjálfsmark Mark Delanays úrslitunum. „Við lékum ekkert vel en barátt- an var til fyrirmyndar og það var ég ánægður að sjá. Villa liðið veitti okkur kröftuga mótspyrnu og við þurfum svo sannarlega að hafa fyrir því að merja sigur. Það var ánægju- legt að sjá Michael Owen inni á vell- inum á nýjan leik. Hann stóð fyrir sínu og ég vænti mikils af honum í komandi leikjum,“ sagði Gerard Houllier knattspyrnustjóri Liver- pool. Barátta Man. United, Arsenal og Chelsea heldur áfram Mjög óvænt markaleysi á Old Trafford ARSENAL og Chelsea söxuðu á forskot Manchester United á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Lundúnaliðin unnu bæði stórsigra á mótherjum sínum en Englandsmeistararnir urðu að sætta sig við markalaust jafntefli á móti Newcastle á Old Trafford í gær. United hefur eins stigs forskot á Arsenal og til marks um hve jöfn liðin eru hafa þau sömu markatölu. Reuters Ísinn brotinn! Framherji Chelsea Adrian Mutu fagnaði lang- þráðu marki sínu gegn Leicester ásamt félaga sínum Mario Melchiot. Mutu hafði ekki skorað í 13 leikjum í röð fyrir leikinn.  TOTTENHAM virðist eitthvað vera að rétta úr kútnum en sigurinn á Leeds var sá annar í röð hjá liðinu. Robbie Keane skoraði eina mark leiksins en hann vildi ekki fagna því enda fyrrverandi liðsmaður Leeds.  KEVIN Keegan og lærisveinar hans í Manchester City léku 14. leik- inn í röð án sigurs í deildinni þegar þeir töpuðu fyrir nýliðum Portsmo- uth, 4:2. Ísraelski landsliðsmaðurinn Eyal Berkovic sem seldur var frá City til Portsmouth fyrir helgina lék gegn sínum gömlu félögum og hann vandaði ekki Kevin Keegan, stjóra City, kveðjurnar: „Ég var bestur á æfingum liðsins í hálft ár og allir vissu það. Keegan hegðaði sér eins og lítið barn og í mínum huga ætti hann skilið að verða rekinn úr starfi.“  MARK Viduka ástralski framherj- inn í liði Leeds hélt til heimalands síns í gær en þangað fór hann vegna veikinda í fjölskyldu sinni. Ekki er vitað hversu lengi Viduka verður í Ástralíu en honum var skipt útaf í hálfleik í leik Leeds á móti Totten- ham á sunnudaginn þar sem hann kvaðst ekki geta einbeitt sér að leiknum.  VIDUKA er orðaður við lið Tott- enham en heimildir frá White Hard Lane eru þær að félagið vilji fá Ástr- alann í sínar raðir og sé tilbúið að greiða 3,5 millj. punda fyrir hann.  EL-HADJI Diouf leikmaður Liv- erpool nældi sér í sitt tíunda gula spjald á leiktíðinni í sigurleik Liver- pool á Aston Villa. Hadji fer því í tveggja leikja bann og missir af leikj- unum á móti Everton og Newcastle en á sama tíma verður hann upptek- inn með landsliði Senegala í Afríku- keppninni.  GERRY Taggart varnarjaxlinn í liði Stoke hefur heldur betur snúið hlutunum við frá því hann gekk í rað- ir félagsins. Frá því Taggart gekk til liðs við Stoke hefur liðið unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli í síðustu sex leikjum. Taggart var hetja Stok- ara í leiknum við Derby en hann skoraði sigurmarkið í 2:1 sigri þess. Stoke er komið upp í 13. sæti og hef- ur kvatt falldrauginn, alla vega í bili.  HOLLENSKI landsliðsmaðurinn Edgar Davids hefur fengið grænt ljós frá forráðamönnum ítalska liðs- ins Juventus þess efnis að ganga frá samningum við spænska liðið Barce- lona. Leikmaðurinn er í Barcelona þessa stundina að ganga frá sínum málum og gangi allt eftir verður hann leigður frá Juventus út leiktíð- ina en síðan mun hann verða samn- ingsbundinn fram til sumarsins 2005.  SAMNINGUR Davids við Juven- tus rennur út í júlí og hefur hann ekki viljað semja á ný við ítalska lið- ið. Davids er þrítugur að aldri og hefur leikið með Juventus frá árinu 1997 en áður lék hann með AC Milan. EIÐUR Smári Guðjohnsen segir í viðtali við Daily Telegraph að menn skuli ekki afskrifa Chelsea í baráttunni um enska meist- aratitilinn. „Fólk keppist við að segja að í uppsiglingu sé einvígi Man- chester United og Arsenal um titilinn en ég hef fulla trú á að við verðum í baráttunni. Síðustu vikurnar hafa ekki verið góðar hjá okkur en það skyldi enginn afskrifa okkur,“ segir Eiður Smári. Eiður var í byrjunarliði Chelsea í gær en var skipt útaf fyrir Rúmenann Adrian Mutu á 73. mínútu leiksins. Eiður Smári segir að samkeppnin sé hörð um sæti í liðinu og hann gefur ekkert út varðandi fréttir ensku blaðanna um að Sir Bobby Robson, stjóri Newcastle, sé á höttunum eftir honum. „Allt frá því ég kom til Chelsea hef ég þurft að vera í mikilli samkeppni. Ég þurfti að keppa við Gianfranco Zola, einn þann besta sem hefur spilað fyrir Chelsea, Jimmy Floyd Hasselbaink sem keyptur var fyrir 15 milljónir punda og Tore Andre Flo sem var markahæstur í liði Chelsea eitt tímabilið. Ég hef reynt að beina einbeitingunni að sjálfum mér og að sýna knattspyrnu- stjóranum að ég sé besti framherjinn,“ segir Eiður. Ekki afskrifa okkur segir Eiður Smári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.