Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.02.2004, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 2004 43 HALLDÓR Ingólfsson, fyrirliði Íslandsmeistara Hauka, stýrði Haukunum á æfingu liðsins á Ásvöll- um í gærkvöld en eins og fram kemur annars staðar á síðunni er Viggó Sig- urðsson hættur. Í fjarveru Viggós og Páls Ólafs- sonar, sem gegnt hefur starfi aðstoðarþjálfara, óskaði stjórn handknatt- leiksdeildar Hauka eftir því að Halldór stjórnaði æfingunni og svo getur reyndar farið að Halldór verði ráðinn til að stýra Haukaliðinu út leiktíðina. Vandræði Haukanna hvað þjálf- aramálin snertir eru ekki þau einu sem hafa gert vart við sig í þeirra herbúðum upp á síðkastið en Haukar mæta HK í 1. umferð úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöld. Litháinn Dalius Racikevicius hefur leikið sinn síðasta leik fyr- ir Hauka en hann er á leið til Partizan Belgrad í Serbíu, landi hans, Rober- tas Pauzuoliz, er meiddur í baki og öxl og óvíst hve- nær hann verður klár í slaginn og þá hefur línu- maðurinn Aliaksandr Shamkuts ekkert mætt á æfingar og hafa Haukarnir engar spurnir haft af honum síðustu dagana. Ekki náðist í forráðamenn Hauka í gærkvöld þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Halldór fyrirliði stjórnaði æfingu meistaranna SHAQUILLE O’Neal, mið- herji NBA-liðsins Los Angel- es Lakers, lét allt flakka í sjónvarpsviðtali eftir sig- urleik liðsins í Toronto á sunnudag, í beinni útsend- ingu. Þar sagði O’Neal að dómarar deildarinnar ættu að einbeita sér að aðal- atriðum leiksins og hann var ekki sáttur við þá meðferð sem hann fær frá andstæð- ingum sínum í hverjum leik. O’Neal telur að dómarinn Scott Foster sé ekki hæfur til þess að dæma leiki hjá Lakers, notaði hann notaði ljótt orðbragð til þess að lýsa tilfinningum sínum. NBA-deildin hefur brugð- ist við ummælum O’Neal og í gær var hann úrskurðaður í eins leiks bann og að auki fær hann 21 millj. kr. sekt. En það er sama upphæð og hann fær greitt fyrir hvern leik miðað við árslaun hans sem eru rúmir 1,5 millj- arðar. Shaq O’Neal sektaður um 21 millj. kr. FÓLK  ÍSLENDIGALIÐIÐ Tvis Holste- bro tapaði fyrir Esbjerg, 29:22, í vest- urhluta dönsku 1. deildarinnar í hand- knattleik í fyrrakvöld og þar með dvínuðu mjög möguleikar Holstebro á að komast í efstu deild. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 3 mörk fyrir Holstebro, Hanna G. Stefánsdóttir 2 og Inga Fríða Tryggvadóttir 1. Es- bjerg er með 28 stig í efsta sæti en Tvis Holstebro hefur 22 stig.  SEX íslenskir skíðamenn tóku þátt í FIS-svigkeppni karla í Hurdal í Noregi á mánudaginn. Kristinn Ingi Valsson stóð sig best, varð í sjöunda sæti með tímann 1.48,51 mín. og fékk hann 42,37 FIS-punkta.  SNORRI Páll Guðbjörnsson varð í 37. sæti í sama móti á 1.59,47 mín. og 100,70 FIS-stig. Guðjón Ólafur Guð- jónsson varð 54. og í neðsta sæti á 2.08,73 mín. og fékk 149,99-punkta.  ÞRÍR keppendur, Óðinn Guð- mundsson, Karl Friðrik Jörgensen og Kári Brynjólfsson, heltust úr lest- inni í fyrri ferð.  ELÍN Arnardóttir stóð sig best af íslensku stúlkunum sem kepptu í svigi á sama stað. Hún varð í tíunda sæti á 2.02,58 mín. og fékk 83,77 FIS- stig fyrir það.  AGLA G. Björnsdóttir varð í 17. sæti á 2.06,95 mín. og fékk 105,65 punkta. Áslaug Eva Björnsdóttir varð í 21. sæti á 2.08,29 mín. og fékk 112,36 punkta. Aldís Axelsdóttir varð í 24. sæti og fékk 117,62 punkta fyrir að fara brautina á 2.09,34 mín., en 36 stúlkur luku keppni.  HREFNA Dagbjartsdóttir og Ásta Björg Ingadóttir féllu úr keppni í fyrri ferð, Guðrún Arinbjarnardóttir féll úr keppni í síðari ferð og Salome Tómasdóttir var dæmd úr leik í síðari ferðinni.  GYLFI Einarsson skoraði eitt marka Lilleström sem sigraði Tromsö, 4:2, í æfingaleik norsku úr- valsdeildarliðanna í knattspyrnu sem fram fór í Ósló í gær.  MOSHEN Salah, landsliðsþjálfari Egyptalands í knattspyrnu, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að liðinu mistókst að komast áfram úr riðla- keppni Afríkukeppninnar í knatt- spyrnu. Þetta er í annað sinn sem hann hættir með liðið en hann var landsliðsþjálfari um tíma árið 1995. Egyptar hafa fjórum sinnum fagnað sigri í keppni Afríkuríkja, en að þessu sinni gerði liðið markalaust jafntefli við Kamerún, tapai 2:1 fyrir Alsír en eini leikurinn sem liðið vann var gegn Zimbabwe, 2:1.  BAKVÖRÐUR NBA-liðsins Houst- on Rockets, Steve Francis, missti af flugi liðsins frá Houston til Phoenix sl. sunnudag og var úrskurðaður í leikbann af þeim sökum af forsvars- mönnum liðsins. Hann lék því ekki með liðinu í nótt en Francis er stiga- hæsti leikmaður liðsins með 16,6 stig í leik og 5,9 stoðsendingar að meðtali. Eiður Arnarson, formaður hand-knattleiksdeildar Hauka, til- kynnti mér skyndilega að þeim fyndist nóg komið með mig í starfi og þeir ætluðu að segja upp samn- ingi mínum eftir tímabilið. Ég varð gjörsamlega forviða þegar ég heyrði þetta og ég spurði á móti; nóg af hverju? Af titlum? Vel- gengni? Haukar hafa unnið níu titla undir minni stjórn, liðið hefur stað- ið sig geysilega vel í Evrópukeppn- inni og ég held að það sé varla hægt að gera betur,“ sagði Viggó við Morgunblaðið í gær. „Formaðurinn bar vantraust á mig frá stjórninni og hann sagði að einhverjir leikmenn hefðu kvartað undan mér. Ég hef hins vegar kvartað undan leikmönnum sem hafa að mínu viti verið með vinnu- svik.“ „Glæsilegur afmælispakki sem ég get ekki opnað“ Viggó sagði að ekki hefði komið til greina hjá sér að að stýra liðinu út tímabilið og því hefði hann óskað eftir því að gerður yrði starfsloka- samningur við sig. „Ég sagði við formanninn að þau rök sem hann hefði borið við gerðu það að verkum að hann gæti ekki ætlast til þess að ég sæti áfram við stjórnvölinn eins og ekkert væri að og að ég ætti að draga liðið áfram sem deildar- og Íslandsmeistari en vera svo kvaddur með það að ég væri orðinn svo þreyttur. Ég gat ekki tekið þessi rök gild og því átti ég ekki annarra kosta völ en óska eftir starfslokasamningi. Þetta er glæsilegur afmælispakki sem ég fæ frá Haukum en málið er að ég get ekki opnað hann,“ sagði Viggó sem heldur upp á 50 ára afmæli sitt miðvikudaginn 11. febrúar. Viggó skilur við Hauka með glæsilegan árangur en undir hans stjórn hafa Haukarnir unnið níu titla. Íslandsmeistaratitlarnir eru tveir, 2001 og 2003, bikarmeistara- titlarnir tveir, 2001 og 2002, deild- armeistaratitlarnir tveir, 2002 og 2003, og þrívegis hafa Haukar orðið meistarar meistaranna. Þá er óupp- talinn frábær árangur liðsins í Evr- ópukeppninni undanfarin ár þar sem hæst ber að liðið komst í und- anúrslit í EHF-keppninni fyrir tveimur árum og í vetur gerðu Haukarnir mjög góða hluti í Meist- aradeildinni þar sem þeim tókst meðal annars að ná stigi gegn Barcelona á útivelli og leggja Var- dar Skopje frá Makedóníu í tví- gang. Páll Ólafsson hefur verið aðstoð- armaður Viggós undanfarin þrjú ár og þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöldi vildi hann sem minnst tjá sig um málið en taldi af- ar ólíklegt að hann yrði áfram við störf hjá Haukum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viggó Sigurðsson hefur náð mjög góðum árangri með Hauka frá því hann tók við liðinu fyrir fjórum árum. Viggó hefur nú sagt skilið við liðið sem hann gerði að Íslandsmeisturum á síðustu leiktíð. Viggó er hættur með Haukana VIGGÓ Sigurðsson er hættur sem þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handknattleik aðeins tveimur dögum áður en flautað verður til leiks í úrvalsdeildinni þar sem Haukar hefja titilvörn sína gegn bik- armeisturum HK. Viggó, sem tók við þjálfun Hauka af Guðmundi Karlssyni árið 2000, var samningsbundinn Haukum til ársins 2005 en Eiður Arnarson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, til- kynnti Viggó að stjórnin hefði ákveðið að nýta sér uppsagn- arákvæði í samningnum og að hann hætti eftir tímabilið. Viggó ætl- ar hins vegar að láta af störfum strax og hefur óskað eftir starfslokasamningi við félagið. Íslandsmeistararnir í handknattleik karla þjálfaralausir Halldór Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.