Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 9

Morgunblaðið - 06.02.2004, Side 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2004 9 „ÞETTA er í raun ákaflega lítill þakkar- vottur til að endur- gjalda þá vináttu og þá velvild sem mér hefur hlotnast hjá starfsfólki Árnastofnunar í gegn- um árin,“ segir Jenny Jochens, fræðimaður og fyrrum prófessor í miðaldasögu frá Balti- more í Bandaríkjunum, þegar hún er spurð um 35 milljóna króna framlag sem hún og eiginmaður hennar, John Baldwin, gáfu Árnastofnun nýlega til að efla bókakost stofnunarinnar. Jenny, sem oftsinnis hefur heim- sótt Ísland og stundað hér fræði- störf á liðnum árum, dvaldi á Íslandi veturinn 1995-96 og hefur frá þeim tíma komið til Íslands á hverju hausti. „Ég hef oft hugsað um það þegar ég hef verið við vinnu á Árnastofnun, að þar eru margar bækur en oft á tíðum ekki nægi- lega margar. Ég myndi vilja sjá bóka- safnið efla bókakost sinn og þess vegna fékk ég þessa hug- mynd,“ segir hún. Stofna sjóð Með fénu, sem feng- ið er með tilstyrk son- ar þeirra Peter Baldw- in og tengdadóttur Lisbet Rausing, verður stofnaður sjóður til minningar um dóttur Jenny og Johns, Birgit Baldwin (1960-88) sem lést í bílslysi. Verður ávöxtun sjóðs- ins varið til að efla bókakost Árna- stofnunar, sem fyrr segir. Jenny er dönsk en hefur dvalist í Bandaríkjunum alla starfsævina. Hún var prófessor í sagnfræði við Towson ríkisháskólann í Baltimore og hefur skrifað fjölda greina um norræna sögu og bókmenntir og bækurnar Women in Old Norse Society 1995 og Old Norse Images of Women 1996. Hún er nú komin á eftirlaun og dvelur hálft árið í París og og hálft árið í Baltimore. Eig- inmaður hennar, John Baldwin, hef- ur gegnt stöðu prófessors við John Hopkins háskólann í Bandaríkjun- um. Að sögn Jenny dvelur hún hér á landi í tvær vikur í september á hverju ári og hefur á þeim tíma eignast mikið af góðum vinum. Á Ís- landi sinnir hún jafnan fræðastörf- um á Árnastofnun og hyggst halda því áfram. „Er í raun ákaflega lítill þakkarvottur“ Fræðimaður sem stundað hefur rannsóknir á Árna- stofnun gaf 35 milljónir króna til að efla bókakostinn Jenny Jochens REKSTUR á þriðju kynslóðar far- símaþjónustu í Svíþjóð og Dan- mörku hefur farið heldur rólega af stað en Ericsson og Nokia stefna bæði að því að setja á markað sína fyrstu far- síma fyrir þriðjukynslóðar- tækni síðar á þessu ári. Að sögn Ólafs Magnússonar verkfræðings, sem starfar hjá fjarskiptafyrirtæk- inu Tre í Stokkhólmi sem vinnur að uppsetningu þjónustunnar í Sví- þjóð og Danmörku, má rekja ró- lega byrjun til þess að fyrirtækið er fyrst á markað og margir þekkja ekki muninn á hefðbundinni gsm- tækni og þriðju kynslóðinni, 3G símaþjónustu, sem svo er nefnd, sem byggist á háum gagnaflutn- ingshraða sem flytur upplýsingar á rauntíma. Þá hafa eingöngu Mot- orola og NEC boðið upp á 3G síma en vörumerkin eru lítt þekkt í Skandinavíu sem hefur torveldað markaðssetningu. Tre er í eigu Hutchison fjar- skiptafyrirtækisins frá Hong Kong, þeirra sömu og settu á stofn Orange og seldu síðar til France Telecom, og Investor sem er í eigu Wallenberg-fjölskyldunnar. Ólafur starfar í upplýsingatæknideild en allri þjónustu í Danmörku og Sví- þjóð er stýrt frá Stokkhólmi. Unnið er að uppsetningu farsímakerfisins og stefnt að því að hún nái til rúm- lega 98% þjóðarinnar á næstu ár- um en það er samkvæmt þeim skil- yrðum sem sænska póst- og símamálastofnunin, PTS, setti þeg- ar leyfum var úthlutað árið 2000. Í Danmörku eru skilyrði fyrir leyf- inu þau að a.m.k. 60% þjóðarinnar geti nýtt sér 3G þjónustu en fyr- irtækið stefnir á að ná til fleiri. Engar ákvarðanir um uppsetningu í N-Evrópu Þá hefur Tre tryggt sér leyfi til að koma upp þriðju kynslóðar far- símaþjónustu í Noregi en engar ákvarðanir hafa verið teknar um framhaldið eða frekara strandhögg í Norður Evrópu. En hvað kostar svo hefðbundinn 3G sími? Að sögn Ólafs er raunvirði símans u.þ.b. 50 þúsund krónur í Svíþjóð en kaupi fólk áskrift fær það símann endurgjaldslaust og greiðir tvö þúsund krónur á mán- uði í fastagjald. Innifalin í verðinu er klukkustundar notkun á daginn og 1.000 mínútna notkun um helgar auk ótakmarkaðrar myndsíma- notkunar. Þá er greitt aukalega fyrir ýmsa þjónustu, s.s. íþróttir, tónlist og GPS staðsetningar, sem menn geta keypt í gegnum símann. Undirbýr þjónustu við þriðju kyn- slóðar farsíma í Danmörku og Svíþjóð Mikill hraði við gagnaflutning Ólafur Magnússon Svörtu PAMELA buxurnar komnar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Bankastræti 14, sími 552 1555 Nýjar vörur frá Einnig útsala Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–16.00. Engjateigi 5, sími 581 2141. Algjört verðhrun Útsala Hverfisgötu 6, Reykjavík, s. 562 2862 30-70% afsláttur Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Nú er kalt úti Vegna veðurs gefum við góðan afslátt af völdum minkapelsum Nýtt ár - Nýir möguleikar Volare er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á hágæða hár-, húð- og heilsuvörum. Fyrirtækið hefur stækkað mikið undanfarna mánuði og nú vantar okkur sölufólk um allt land til að kynna okkar frábæru vöru. Ef þú ert jákvæð/ur, vilt ráða þínum vinnutíma sjálf/ur og auka tekjur þínar þá áttu samleið með okkur. Hlökkum til að heyra frá þér. Eydís Björk s. 462 7791 - 869 5226 netfang: eydis@nett.is Lilja Dóra s. 587 5658 - 865 7036 netfang: fiol@simnet.is Glæsibæ – Sími 562 5110 - Opið virka daga 10-18.00 og laugardaga 10-16.00 Síðustu dagar útsölunnar Ótrúlegt verð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.