Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 24
Morgunblaðið/Kristján Fjölmenni: Foreldrar barna á leikskólanum Klöppum og fulltrúar flokkanna í bæjarstjórn fjölmenntu á fundinn. mál ekki verið á dagskrá. Gunnar Svanbergsson úr hópi foreldra fór yfir stefnu Akureyrarbæjar í fjöl- skyldumálum og þótti margt sem þar er að finna ekki samræmast ákvörðun um lokun Klappa. Her- mann Karlsson, einnig úr hópi for- eldra, fór yfir ferli leikskólamála á Brekkunni síðustu 5 árin, en þegar árið 1999 hafi verið ákveðið að byggja leikskóla á lóð við Helga- magrastræti, en málið hafi velkst um á milli nefnda í kerfinu upp frá því. Frá því starfshópur um leikskóla á neðri Brekkunni hóf störf snemma árs 2003 hefði lítið gerst, „þar til skólanefnd varpaði sprengjunni á mánudag“, eins og hann orðaði það. „Maður hélt fyrst að þetta væri eitt- ar ástæður væru fyrir lokuninni. Leik- skólinn hefði í 11 ár verið í bráðabirgðahúsnæði og það hefði öll- um verið ljóst. Aðstaðan sem þar byð- ist væri mun lakari en á nýjum leik- skólum. Gert er ráð fyrir að sparnaður við lokun leikskólans nemi um 35 milljónum króna á tveggja ára tíma- bili. Jón sagði að óhagræði foreldra yrði mætt sem kostur væri, starfsfólki og börnum yrði boðið að flytja sig yfir í nýjan leikskóla í Tröllagili, en þeir sem ekki þekktust það boð gætu valið aðra leikskóla í bænum fyrir börn sín. Fulltrúar minnihlutans í bæjar- stjórn, Þorlákur Axel Jónsson, Sam- fylkingu, og Valgerður H. Bjarnadótt- ir, Vinstri grænum, tóku til máls á fundinum og sagðist Þorlákur vonast til að ákvörðun um lokun yrði dregin til baka á bæjarstjórnarfundi á þriðju- dag. „Mér finnst þessi ákvörðun ófag- leg og lýsa stefnuleysi,“ sagði Þorlák- ur. Valgerður lýsti yfir undrun á vinnubrögðum varðandi málið og nefndi að þegar gengið var frá fjár- hagsáætlun fyrir þetta ár hefði þetta FORELDRAR barna á leikskólanum Klöppum hafa lýst yfir undrun sinni og áhyggjum með að loka eigi leikskól- anum og afhenti formaður Hólmasól- ar, foreldrafélags leikskólans Klappa, Sigrún Óladóttir, bæjarstjóranum á Akureyri, Kristjáni Þór Júlíussyni undirskriftalista þar sem lokuninni er mótmælt. Listinn var afhentur á fundi sem félagið efndi til með fulltrúum úr skólanefnd á fimmtudagskvöld. Meirihluti skólanefndar ákvað á fundi í byrjun vikunnar að loka Klöpp- um næsta haust og flytja starfsemina í nýjan leikskóla í Tröllagili sem þá verður tilbúinn. Klappir eru við Brekkugötu, í húsi sem áður var íbúð- arhús og þar er rými fyrir 37 börn. Á Tröllagili verður rými fyrir 90 börn á fjögurra deilda leikskóla. Foreldrar eru afar óánægðir með þessa ákvörð- un og létu það berlega í ljós á fundi með bæjarstjóra og skólanefndar- mönnum. Segja ákvörðunina hafa ver- ið tekna í skyndi og hún sé vanhugsuð. Jón Kr. Sólnes, formaður skóla- nefndar, sagði að fag- og fjárhagsleg- hvað öskudagsgrín,“ bætti hann við en sagði að mönnum væri nú orðið ljóst að svo væri ekki. Njáll Trausti Friðbertsson for- eldri fór yfir kostnaðarhlið málsins og taldi Klappir ekki jafn óhag- kvæma rekstareiningu og af væri látið. Þá taldi hann stjórnmálamenn sýna forræðishyggju í þessum máli, þeir þættust geta sagt til um hvað væri nógu gott fyrir börnin. „Þetta er gerræðisleg ákvörðun og ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði hann. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagðist skilja viðbrögð foreldra við snöggri afgreiðslu skólanefndar í málinu nú í vikunni, en benti á að umræðan væri ekki ný af nálinni. Lengi hefði legið ljóst fyrir að Klöppum yrði lokað, en vissulega hefðu tafir orðið á byggingu leik- skóla á neðri Brekkunni, sem leysa átti leikskólann af hólmi. Þar hefði m.a. komið til að skiptar skoðanir hefðu verið um staðsetninguna við Helgamagrastræti innan síðasta meirihluta, Sjálfstæðisflokks og Ak- ureyrarlista, sem og einnig skipu- lagsmál. Kristján Þór sagði að nú væri stefnt að því að nýr leikskóli yrði opnaður á umræddu svæði árið 2006. Vissulega myndi veruleiki barna og foreldra þeirra raskast á meðan og það væri miður. Bæjar- stjóri vonaðist til að hægt yrði að lenda málinu með vitlegum hætti, að lausn fyndist sem menn sættu sig við. Hætt verði við að loka leikskólanum Faglegar og fjárhagslegar ástæður að baki, segir formaður skólanefndar Foreldrar leikskólabarna á Klöppum við Brekkugötu eru óánægðir með yfirvofandi lokun AKUREYRI 24 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ verður haldin í Reiðhöll Gusts Kópavogi dagana 24.-25. apríl nk. Heimilishundaflokkurinn vinsæli (hundar án ættbókar) verður á sínum stað. Síðasti skráningardagur er 2. apríl nk. MUNIÐ EFTIR HEILSUFARSBÓKUM. Sýningarþjálfun er í Reiðhöll Gusts dagana 1. 14. 15. og 20. apríl nk. kl 20.00-21.00 HUNDAR MEÐ ÆTTBÓK FRÁ HRFÍ VELKOMNIR. Allar nánari uppl. á skrifstofu Íshunda, Fosshálsi 17-25, sími 577 2474 eða á ishundar.is. ALÞJÓÐLEG HUNDARÆKTUNARSÝNING ÍSHUNDA Skrifstofan er opin öll þriðju- og fimmtudagskvöld frá kl. 18-20. Magnús Geir Þórðarsonhefur verið ráðinn leik-hússtjóri Leikfélags Ak-ureyrar til næstu þriggja ára. Hann tekur við starfinu 1. apríl nk. af fráfarandi leik- hússtjóra, Þorsteini Bachmann, sem sagði nýverið upp stöðu sinni eftir þriggja ára starf hjá félaginu. Magn- ús Geir er Reykvíkingur að uppruna, fæddur 1973 og lauk stúdentsprófi frá MR. Hann nam leikstjórn við The Bristol Old Vic Theatre School og er MA í leikhúsfræðum frá The Uni- versity of Wales – Aberystwyth. Hann hefur verið afkastamikill leik- stjóri og leikstýrt fjölda leiksýninga á síðustu árum. Magnús Geir hefur reynslu af störfum leikhússtjóra því um sex ára skeið var hann leik- hússtjóri Leikfélags Íslands, en auk þess hefur hann sinnt ýmsum öðrum stjórnunarstörfum á sviði leiklistar. Hann stundar nú MBA-nám við Há- skólann í Reykjavík samhliða starfi. Að sögn Sigmundar Ernis Rúnars- sonar, formanns leikhúsráðs Leik- félags Akureyrar, var ákveðið að auglýsa ekki stöðuna að þessu sinni. „Okkur fannst mikilvægt að ganga hratt til verks og fá nýjan mann sem fyrst til starfa svo viðkomandi gæfist góður tími til að undirbúa nýtt leikár, auk þess sem okkur ber ekki skylda til að auglýsa stöðuna.“ Sigmundur segir fjölda efnilegra einstaklinga hafa sett sig í samband við leikfélagið þegar ljóst var að fráfarandi leik- hússtjóri hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu. „Við höfðum því úr mjög góðum hópi að velja, en okkur fannst Magnús Geir einfaldlega mest spennandi kandídatinn. Hann hefur mikla reynslu, bæði af rekstri og leikstjórn. Magnús hefur mótaðar hugmyndir um framtíð leikfélagsins og er líka mjög markaðslega þenkj- andi og það er ljóst að við viljum á næstum árum gera leikfélagið mark- aðslegra,“ segir Sigmundur og legg- ur áherslu á að stefnan á næstu miss- erum sé að fjölga leikhúsgestum með því að tryggja bæði faglegan og markaðslegan metnað leikfélagsins á sama tíma og reksturinn verði tryggður. Aðspurður segir Magnús Geir ráðninguna leggjast afskaplega vel í sig. „Ég er fullur tilhlökkunnar að takast á við þetta krefjandi verkefni á spennandi tímum. Nýverið var leik- húsið opnað á aftur eftir endurbætur og nú er komið að því að byggja starfsemi leikfélagsins upp til fram- tíðar.“ Inntur eftir því hverju leik- húsgestir megi eiga von á næstu misserum segir Magnús Geir að boð- ið muni verða upp á kraftmikið, metnaðarfullt og gott leikhús fyrir Akureyringa og gesti þeirra. „Við ætlum okkur að reka leikhús fyrir breiðan hóp áhorfenda og viljum hafa það ferskt og áhrifamikið.“ Magnús Geir Þórðarson ráðinn leikhússtjóri Magnús Geir Þórðarson: Fullur til- hlökkunar að takast á við krefjandi verkefni á spennandi tímum. Kaffitónleikar | Hinir árlegu Kaffitónleikar Kórs Akureyr- arkirkju verða haldnir í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 13. mars, kl. 15 að lokinni hátíðarmessu kl. 14 þar sem kórinn syngur einnig. Á tónleikunum ætlar kórinn að flytja útsetningar á íslenskum þjóð- lögum, en einnig munu félagar úr kórnum syngja einsöng. Þá verður að venju boðið upp á glæsilegt kaffi- hlaðborð.    Akureyrarkirkja Listhlaup | Íslandsmót barna og unglinga í listhlaupi á skautum verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri nú um helgina, 13.–14. mars. Keppt verður í tveimur getu- skiptum flokkum, A og B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.