Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 B 9 Úrval Útsýn í Smáranum stendur fyrir Formúlu 1 ferð til Barcelona í byrjun maí Beint flug til Barcelona með leiguvél Flugleiða á föstu- dagsmorgni og til baka á mánudagskvöldi. Gist á Malgrat við Costa Brava ströndina í 3 nætur á 4* hóteli, fylgst með kappakstrinum bæði laugardag og sunnudag. Ath. stuttar vegalengdir í þessari ferð - frá flugvelli í gist- ingu og frá gistingu á brautina. Aðalfararstjóri í ferðinni verður Olafur Guðmundsson dómari í Formúlu 1. Formúluáhugamenn, stöndum saman, fjölmennum í þessa einstöku ferð og gerum hana að veruleika. Verð 79.500 Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting í 3 nætur með morgunmat, allur akstur erlendis, miðar á tímatökur og keppni, íslensk fararstjórn. * Háð því að lágmarksþátttaka náist fyrir 23. mars. FORMÚLU 1 FERÐ til Barcelona 7.-10. maí 2004 Allar nánari upplýsingar: Úrval-Útsýn í Smáranum sími 585 4100 eða á netinu urvalutsyn.is „ÞAÐ er alveg grátlegt að vinna tíu marka sigur í undanúrslitum í Meistaradeildinni og það skuli ekki duga til að fara áfram. Það voru hrikaleg mistök að leyfa Jeppesen að skjóta undir lokin. Það átti bara að negla hann niður í gólfið og ef það hefði verið gert þá er ég sannfærður um að við hefðum haft þetta,“ sagði Sigfús Sigurðsson, leikmaður Magdeburg, við Morgunblaðið skömmu eftir leikinn við Flensburg í undan- úrslitum Meistaradeildarinnar í handknattleik í gær. Magdeburg sigraði, 36:26, en það dugði ekki til því að Flensburg komst áfram á útimarkareglunni. Spurður hvort skot Pólverjans Tkaczyk hefði ekki verið óyf- irvegað undir lok leiksins sagði Sigfús; „Alls ekki. Hann var í opnu færi en hann var óheppinn. Boltinn fór í stöngina og framhjá í staðinn fyr- ir stöngina og inn. Ég var að vísu í dauða- færi á línunni en ég er samt þeirrar skoð- unar að Tkaczyk hefði átt að skjóta sjálfur.“ „Alfreð gat svo sem lítið sagt við okkur eftir leikinn. Við gerðum allt sem við gátum og meira gat hann ekki beðið um. Það var allur handboltaheimurinn búinn að afskrifa okkur en við spiluðum frábæran leik og það var sárt að það skyldi ekki duga til að komast í úrslitaleikinn. Eins og við spiluðum í dag þá á ekkert lið möguleika í okkur. En draum- urinn um að vinna Evrópukeppnina er úti þetta árið en það eru tveir titlar enn í boði og við ætlum okkur að sjálfsögðu að taka þá. Sigfús lék eins og í síðustu leikjum Magdeburg nánast á annarri löppinni en meiðsli í hné hafa verið að angra kapp- ann. „Ég þarf ekki að fara í neina aðgerð. Ég þarf bara að fá smáfrí og ég verð örugglega hvíldur í leiknum við Stralsunder á mið- vikudaginn. „Jeppesen átti aldrei að fá að skjóta“ Það er rétt sem Júlíus segir: Þettavar alvöru leikur þar sem liðin leyfðu mótherjunum mjög takmark- að að nýta hraðaupphlaup sem eru orðin svo stór hluti af handknattleiknum. Bæði lið léku með framliggjandi varn- ir, gestirnir þó held- ur framar og voru varnir liðanna mjög ágengar og hreyfanlegar. Ef bolti tapaðist voru menn fljótir til baka þannig að hraðaupphlaup nýtt- ust lítt. Einnig flautuðu dómararnir mjög oft til að láta þurrka svita af gólfinu og fyrir vikið varð leikurinn ekki eins hraður og efni stóðu til. Bæði Valur og ÍR töpuðu í síðustu umferð og það var því mikilvægt að endurheimta sjálfstraustið. Eftir þessa þriðju síðustu umferð er allt í hnapp á toppnum. Valur og Haukar með 22 stig og KA og ÍR stigi þar á eftir. „Það þurfti ekki að segja strák- unum hvað þeir voru slakir í síðasta leik, þeir gerðu sér allir grein fyrir því, hver einn og einasti. Þá vantaði alla baráttu, en núna var hún í lagi og það má fara ansi langt á henni. Við vissum hversu mikilvægur leikur þetta var enda er allt í hnút í efri kantinum og þetta datt okkar megin í dag. Vörnin var fín og markvarslan einnig,“ sagði Júlíus eftir leikinn. Það var jafnræði með liðunum nær allan leikinn þó svo að þau skipt- ust á um að skora nokkur mörk í röð án svars frá mótherjanum. Þannig var ÍR tveimur mörkum yfir snemma í fyrri hálfleik en Valur þremur yfir undir lok hálfleiksins og tveimur við upphaf þess síðari. Þá lokaði Ólafur Gíslason, markvörður ÍR, marki sínu með aðstoð varnar- innar og ÍR gerði fjögur mörk í röð og komst 14:12 yfir. Skömmu síðar var einn leikmaður úr hvoru lið sendur út af og leikmað- ur Vals var ekki sáttur við það, braut af sér á ný og fékk rautt spjald. Vals- menn því einum færri en ÍR tókst ekki að nýta það, Valur komst í 18:17, en svo þegar liðin voru full- skipuð á ný gerðu gestirnir þrjú í röð, staðan því 20:18 fyrir ÍR og rúmar tvær mínútur eftir. Sá tími dugði ekki Val því liðin skiptust á um að skora til loka leiks. Enn vantar lykilmenn hjá Val þó það styttist í að þeir geti verið með. Bjarki Sigurðsson verður frá í hálfan mánuð til viðbótar að sögn Óskars Bjarna, þjálfara Vals, og Markús Máni Michaelsson verður frá keppni viku lengur. Pálmar Pétursson átti fínan leik í markinu, Heimir Örn var lunkinn og stjórnaði leik liðsins ágætlega en breiddina vantar hjá lið- inu þannig að stöðug ógnun geti ver- ið úr öllum stöðum. Ólafur, markvörður ÍR, var góður í gær, Bjarni Fritzson átti fínan leik, eins og Hannes Jón Jónsson, sem þó átti óvenju fá skot að marki. Einar Hólmgeirsson var hins vegar óhræddur við að skjóta. Annars háði það ÍR hversu klaufalega sumir leik- menn velja skot sín, alveg úr von- lausum færum. „Hvað segir þú, fannst þér við ekki nægilega vand- virkir við að velja okkur skotfæri? Mér fannst við mun agaðri í sókninni í dag en oftast áður. Annars má alltaf bæta sig, annars væri lítið gaman að þessu,“ sagði Júlíus Jónasson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimir Örn Árnason sækir að marki ÍR en til varnar er Einar Hólmgeirsson sem tekur Heimi ekki neinum vettlingatökum. Annað tap Vals- manna í röð – nú að Hlíðarenda „ÞETTA var alvöru leikur, sterk- ar varnir og markaskorið svipað og fyrir mörgum árum þegar sumir voru ungir,“ sagði Júlíus Jónasson, kampakátur þjálfari ÍR, eftir að lið hans lagði Val, 22:21, að Hlíðarenda í úrvals- deildinni í handknattleik. ÍR- ingar halda því sínu striki í bar- áttunni og Valsmenn eru enn í fyrsta sæti deildarinnar. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Stjörnumenn byrjuðu leikinn afmikilli hörku, börðu á sókn- armönnum Gróttu/KR og fengu margar brottvísanir af þeim sökum. Á fimm mínútum í fyrri hálfleik voru fjórir Stjörnumenn reknir út af í tvær mínútur og komust þá heima- menn sex mörkum yfir. Stjarnan sá aldrei til sólar eftir það og Grótta/KR sigraði sem áður segir, 28:20. Fjórir leikmenn Gróttu/KR sáu um markaskorunina, Konráð Olavsson, Magnús Magnússon, Daði Hafþórsson og Kristinn Björgúlfsson skoruðu allir sex mörk. „Ég er ánægður með mína menn, við gáfum þeim nokkur ódýr mörk en í heildina spiluðum við vel. Nú er okkar fyrsta mark- miði náð, að tryggja okkur í um- spilið, og nú er næsta markmið að sigra HK-menn. Þeir eru á mikilli siglingu og koma vel stemmdir á móti okkur þannig að við eigum erfiðan leik fyrir höndum,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/ KR. Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar, er ekki í öfunds- verðri stöðu. Hann sá þó ljósa punkta í liði sínu. „Það var allt annað að sjá til liðsins, það stóð sig vel þrátt fyrir þennan mikla mun. Við spiluðum okkur í gegnum vörnina en klúðr- uðum mörgum dauðafærum. Það er skiljanlega smástreita í mönn- um eftir marga tapleiki að und- anförnu en þeir börðust vel í kvöld og ég er ánægður með það. Við höldum ótrauðir áfram, berjumst til síðasta manns ef með þarf og reynum allt til að vinna leik,“ sagði Sigurður. GRÓTTA/KR vann öruggan sigur á hrakfaraliði Stjörnunnar, 28:20, á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Stjörnumenn sýndu langtum skárri leik en í síðustu leikjum og héldu í við heimamenn í fyrri hálfleik – staðan í hálfleik 14:10. Heimamenn voru þó fljótir að gera út um leikinn í byrjun þess síðari. Þetta var níundi tapleikur Stjörnunnar í röð og liðið situr sem fastast á botninum en Grótta/KR er einu sæti ofar. Andri Karl skrifar „Fyrsta mark- miði náð“ Sigfús HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.