Vísir - 25.04.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 25.04.1981, Blaðsíða 19
Laugardagur 25.1 ápríl 1981 Wiit Jóhannesarpassían Polifónkórinn Jóhannesarpassian eftir J.S. Bach Flutt á tónleikum I Háskólabiói I april 1981 Flytjendur: Pólýfónkórinn i Reykjavik Kammersveit, konsertmeistari Rut Ingólfsdóttir Helztu einsöngshlutverk: Jón Þorsteinsson (guöspjallamaöur og tenor-arfur) Graham Titus (Kristur), Anne Wilkens (alt-- ariur), Eiisabet Erlingsdóttir (sópran-ariur), Magnús Torfason (Pétur), Hjálmar Kjartansson (Pilatus), Kristinn Sigmundsson (bassa-aríur). Stjórnandi Ingólfur Guöbrands- son Ýmislegt kann að þykja orka tvimælis i sambandi viö þennan glæsilega flutning Jóhannesar- passiunnar. Mönnum kann aö þykja verkiö betur fallið til flutn- ings i kirkju en kvikmyndahúsi. Kórinn var til muna stærri en Bach haföi nokkurn tima á aö skipa, og er raunar vafalaust, að verkiö er hugsað fyrir vel skip- aðan kirkjukór aöeins, en ekki söngsveit, sem skipuö er mikiö á annað hundraö manns. Austur- landabúningarnir, sem söngfólkið skartaöi, heföu einnig væntanlega komiö tónskaldinu „spánskt” fyrir sjónir. Passian er eitt af öndvegis- verkum prótestantlskrar kirkju- tónlistar. Þeim oröum, sem guö- spjalliö hefur eftir tilteknum per- sónum pislarsögunnar, er að visu skipt milli einsöngvara. og upp- hrópanir mannfjöldans lagöar I munn kórnum. En þar meö lýkur „realisma” þessarar tónsetn- ingar. Ariurnar fela i sér hugleið- ingar þýzkra átjándu aldar manna um pislardauöa Jesú. Sálmarnir, sem sungnir eru undir alþekktum kórallögum Lúters- trúarmanna, eru svipaös efnis. Hvort tveggja eru innskot tón- skáldsins i pislarsöguna, sem er buröarás verksins, — innskot dökkklæddra og dálitiö strangtrú- aðra Þjóöverja ekki bakþankar þess Iitklædda tsraelslýös, sem krafðist þess, aö Kristur væri krossfestur, en Barrabas látinn laus. Rökrétt framhald þeirrar hugmyndar, sem hér hlýtur aö liggja að baki, heföi veriö, að kórnum hefði veriö skipt i tvennt, og heföi annar helmingurinn, lit- klæddur, sungiö þau orö, sem mannfjöldanum i Jerúsalem og á Golgata eru eignuö, hinn helm- ingurinn útleggingar siöari tima manna á þeim atburöum, sem þarna eru söguefni. Á sama hátt heföi þá veriö greint á milli sögu- persóna og söguskýrenda I hópi einsöngvara. Pislarsaga Krists, eins og hún er sögö i Jóhannesarguöspjalli (meö stuttum innskotum úr Matt- heusarguöspjalli), er rauöi þráöur þessa verks, eins og fyrr var sagt, og á þann þráö eru þræddar þær tónlistarperlur, ariur og kórsöngvar, sem skapa iistgildi verksins. Texti sumra þeirra er ef til vill ekki mikils veröur, enda telur tónskáldiö sér sýnilega frjálst aö fara meö hann aö vild og láta tónlistina sitja I al- geru fyrirrúmi. En i tónsetningu biblíutextans er þessu öfugt fariö. Þar er þess gætt fyrst og fremst aö sagan komist til skila, tónlistin gefur oröunum aöeins auknar áherzlur og nýjan lit Þessa sögu hafa Islendingar lesið á móöur- máli sinu I nærri fjórar aldir, og fyrir nærri fjórum áratugum var hún fyrst flutt íslendingum I þessu verki, og haföi þýzkumæl- andi maður, dr. Urbancic, sam- hæft tónlistina og islenzkan texta guðspjallsins, látið þýöa textana viö ariurnar, en valiö vers úr Passiusálmum Hallgrims Péturssonar til að syngja viö sálmalögin. Allt þetta held ég aö hafi veriö mjög vel af hendi leyst, þó að ef til vill megi finna á þvi smáhnökra, sem auðvelt væri aö lagfæra. Tvimælalaust tel ég, aö þetta verk eigi aö flytja á móöur- máli I hverju landi, og óneitan- lega er undrunarefni aö heyra Is- lenzkan mann segja Islendingum pislarsöguna á þýzku eins og hér var. Um sumt af þvi, sem hér hefur verið sagt, kunna aö vera deildar meiningar, og er þaö aö vonum. En um stórhug, áræöi, metnaö fórnfýsi og atorku Ingólfs Guð- brandssonar verður ekki deilt. Og allt er þaö af hinu góöa. Kórinn var mjög vel æföur og söngur hans oft glæsilegur, þó aö ef til vill megi segja, aö á einstaka staö hafi um of veriö dvalið viö minni háttar atriði á kostnaö heildar- innar. Hef ég þá i huga t.d. hraöa- val á lokakórnum (Ruht wöhl) sem olli þvi, aö þessi dásamlega tónsmiö virtist allt I einu óhóflega löng og endurtekningasöm. En kórsöngurinn var annars mjög blæfagur og styrkleikahlutföll radda betri en hér er titt I blönd- uöum kórum. Leikur hljóm- sveitarinnar var einnig mjög góöur, þó aö varla geti fariö milli mála, aö Ingólfur er stórum meiri kórstjóri en hljómsveitarstjóri. t hópi einsöngvaranna var hvert rúm vel skipaö. Jón Þor- steinsson skilaöi hinu erfiöa hlut- verki guðspjallamannsins meö þeirri hógværu alúö, sem þar á viö, en náöi sér varla á strik aö sama skapi i ariunum. Þar á viö annar söngstill og erfitt aö sööla um svo snögglega sem hér var þörf á, enda mun mega kalla hlut- verk guðspjallamannsins sæmi- legt dagsverk söngvara. Erlendu söngvararnir, Anne Wilkens og Graham Titus, voru einnig ágætir, og einkum var alt-arian „Es ist vollbracht” (Þaö er full- komnaö) mjög áhrifamikil. Kristinn Sigmundsson fór vel meö bassa-ariurnar tvær, einkum hina siöari, þótt litt reyndur sé I slik- um stórræöum. Hann er mjög vaxandi söngvari. 1 heild voru þessir tónleikar glæsilegir eins og vikiö var aö I upphafi þessara orða, enn eitt mikilsvert framlag Ingólfs Guð- brandssonar og Pólífónkórsins til tónlistarflutnings og kristilegs stórhátíðahalds i landinu, þótt sitt kunni aö sýnast hverjum um framkvæmd þeirra I einstökum atriöum. Jón Þórarinsson Einkunn:i STOR- SLYS Charlotte (Mia Farrow) leitar huggunar hjá dúkkum sfnum í Fellibylnum. Háskólabió: Fellibylur- inn Leikstjóri: JanTroell Aðalhlutverk: Jason Robards/ Mia Farrow og Max Von Sydow Bandarísk/ árgerð<l979. Ekkert viröist hafa veriö sparað til myndarinnar Felli- bylurinn og nær hver einasti maður sem nálægt gerö hennar kom er margrómaður fyrir vel unnin störf i sinni grein. tJtkom- an er hins vegar ekkert nærri þvi aö uppfylla þær vonir sem bundnar eru við slikt einvalalið. Likast til er hægt að kenna handritshöfundi, Lorenzo Semple Jr. um hve illa fer. Sagan um skólastúlkuna Char- lotte (Mia Farrow), ást hennar á Ky rrahafseyjabúanum Matangi, og ást Bruckners föð- ur Charlottu á henni vekur ákaf- lega li'tinn áhuga áhorfandans. Enþaö er eins og fleiri hafiekki veriö I essinu sinu, til dæmis er kvikmyndataka Sven Nykvist ekki i sam a gæöaflokki og búast má viö af hans hálfu. Myndin dregur nafn sitt af voöalegum fellibyl og flóööldu sem ganga yfir eyjuna þar sem ástamálin hafa gerjast. Slikar hamfarir eiga að öðru iöfnu að hræra áhorfandann til annarra tilfinninga en feginleika, en við að horfa á Fellibyl má óneitan- lega finna til nokkurs léttis þegar meiri hluti hrútleiðin- legra persóna hverfur af sjónar- sviðinu. Gallinn er bara sá að sumar leiðindaskjóðurnar kom- ast lifs af. Leikstjóri Fellibylisins, Jan Troell, er þekktastur hér á landi fyrir Vesturfarana, en hann hlaut að vonum mikiö lof fyrir þá. Eitthvaö virðast honum vera mislagðar hendur, þegar Fellibylurinn er borinn saman við Vesturfarana, þvilikur reginmunur er á gæöum þess- arra tveggja mynda. Góöir leik- stjórar hafa svo sem lent i viðlika ógöngum sem Fellibyl- urinn er, svo aö nú er bara aö biöa og vona aö þessi mynd sé einstakt óhapp hjá Jan Troell. — SKJ. hvað, hvar...? Forráöamenn Gamla BIós hafa veriö ólatir viö aö bjóöa yngri kvikmyndahúsgestum jpp á gamanmyndir frá Walt Disney fyrirtækinu. Sýning 3innar slikrar, Geimkattarins, óófst um páskana. Kettir eru semsagt ekki bara úti i mýri, iieldur hafa þeir lagt geiminn andir sig... Áhugaverðasta Billy Kramer. páskamyndin I ár er Kramer vs, Kramer sem sýnd er i Stjörnu- biói. Myndin fjallar um skilnað og deilur hjóna um yfirráöarétt yfir einkasyninum. Helsti galli myndarinnar er sá aö orsakir skilnaöarins fá helst til yfir- boröslega umfjöllun, en afar þung áhersla er lögö á til- finningamálin, svo aö stöku sinnum jaörar viö væmni. Smá- vægilegir gallar breyta þvi ekki aö myndin er ákaflega áhuga- verö... I Regnboganum gefur aö lita Times Square, hressilega mynd um ævintýri ungiingsstelpna og einnig hinn margfræga Ffla- mann, myndina um meöferö mannkynsins á þeim sem fyrir útlitssakir mega kailast viöund- ur... Börn eru einhverjir áhuga- sömustu biógestirnir, og um þessar mundir er séö vel fyrir þörfum þeirra. Tónabió sýnir Húsiö I óbyggöunum (The Wilerness Family) um fjöl- skyldu sem tekur lifiö I óbyggö- unum fram yfir stressiö I stór- borginni... tslenska myndin Punktur punktur komma strik i Laugarásbiói er bæöi viö hæfi barna og fullorðna, og þeir sem ekki hafa séð hana nú þegar ættu aö fara aö hugsa sér til hreyfings þvi allar likur eru á aö sýningum á myndinni I Reykja- vik taki aö fækka... Austur- bæjarbió sýnir geimfantasluna Hclför 2000.. t Nýja bió skylm- iast feögarnir Beau og Lloyd Bridges af kappi I gamanmynd- linni Maöurinn mcð stálgrim- una.. Borgarbióið býður uppá gamanmyndina Smokey and the Judge...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.