Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ V ið sitjum tvær saman í sófanum – nálægðin skap- ar ósjálfrátt trúnað og er líka heppileg þegar tal er tekið upp á band. Anna Pál- ína spjallar óþvingað og ég hlusta, dálítið annars hugar, ég er að hugsa um hve návist fólks er mismunandi – Anna Pálína hefur ótvírætt þægi- lega návist og líka glaða. Hið síð- arnefnda kemur mér nokkuð á óvart, mér er kunnugt um að hún hefur nýlega lokið við að skrifa bók um líf sitt eftir að hún greindist með krabbamein. Enn meira kemur mér á óvart þegar hún segir mér blátt áfram að hún vilji ekki heyra orðið að berjast í sambandi við krabba- mein. „Ég hef lært að lifa með því og líka að láta mér þykja vænt um það líkt og gamla frænku sem er að vísu hvorki viðkunnanleg né skemmtileg en er eigi að síður til staðar. Ég hélt að ég hefði kvatt Kröbbu frænku en hún er komin aftur og ég legg áherslu á að láta hana ekki stjórna lífi mínu. Og nú er ég búin að skrifa bók um samveruna með henni,“ segir Anna Pálína. Það er brosblik í brúnum augum hennar og ávalt andlit hennar er þannig að það er ekki erfitt að sjá hana fyrir sér sem litla stelpu. „Ég fæddist í Hafnarfirði 9. mars 1963 og ólst þar upp,“ segir hún þeg- ar ég spyr um uppruna hennar. „Ég held því fram að ég sé yfir-uppalin,“ bætir Anna Pálína við. „Ég er örverpi foreldra minna og á fimm eldri systkini sem öll voru að verða uppkomin þegar ég fæddist. Það voru því margir með fingurinn á lofti á æskuárum mínum. Ég ólst raunar upp sem einbirni þótt mig rámi í systur mína vera að setja á sig „eyeliner“ fyrir framan spegilinn þegar hún var um það bil að flytja að heiman,“ segir hún hlæjandi. Foreldrar Önnu Pálínu eru Ester Kláusdóttir sem lengi rak versl- unina Búsáhöld og leikföng við Strandgötu í Hafnarfirði og Árni Gíslason sem var framkvæmdastjóri Lýsis og mjöls. „Það var mikið talað um það þeg- ar ég var í skóla að ég ætti gamla mömmu, en mér fannst það ekki leiðinlegt, þvert á móti gaf það mér vissa sérstöðu sem mér líkaði vel. Ég hef alltaf verið montin af móður minni, hún var og er sérlega glæsi- leg kona. Ég fór mikið með henni og vinkonur hennar voru vinkonur mínar. Við bjuggum í húsinu Ásbúðar- tröð 9, sem foreldrar mínir reistu nokkrum árum áður en ég kom til sögunnar. Þetta var fjölskylduhús, amma mín, sem var saumakona, bjó þar heima. Systkini mín tala oft um það hve gott hafi verið að hafa ömmu Pálínu á heimilinu, en hún dó rétt áður en ég fæddist. Ég heiti nafni hennar og Önnu hálfsystur hennar og er mjög ánægð með bæði nöfnin. Í götunni okkar bjó bara eldra fólk – allir krakkarnir voru farnir að heiman. Ég var eina barnið og helsta vinafólk mitt í götunni var hæstaréttarlögmannsfrú og gamall sjómaður sem ég heimsótti til skipt- is sem krakki.“ Mitt eðli er að búa í gömlum húsum Þótt Anna Pálína búi nú við Lauf- ásveg í Reykjavík er hún að eigin sögn enn mikill Hafnfirðingur í sér. „Ég segi stundum að það sé svo sem hægt að sofa í Reykjavík – en ég verð alltaf Hafnfirðingur.“ Það er ekki annað hægt að segja en „svefnstaður“ Önnu Pálínu á þriðju hæð í Þingholtunum sé afar hlýlega innréttaður og fallega hús- gögnum búinn. „Ég kann vel við mig á þessari hæð en samt finnst mér dálítið skrít- ið að búa í svona húsi, mitt eðli er að búa í gömlum einbýlishúsum með „sál“. Við áttum líka þannig hús, fyrst í Hafnarfirði og svo í Reykja- vík en við seldum þau bæði – af ólík- um orsökum þó.“ Vegna þess hve Anna Pálína er mikill Hafnfirðingur í sér fannst henni algjörlega ástæðulaust að sækja framhaldsnám sitt í MR eða Verslunarskólann eins og móðir hennar ýjaði að. „Ég fór í mína Flensborg þar sem ég átti afar skemmtileg ár. Ég var í leikfélaginu og námið sóttist vel – mér leið því vel á menntaskólaárunum. Átján ára fór ég sem skiptinemi til Missouri í Bandaríkjunum og sú dvöl hafði mikil áhrif á líf mitt. Kór- stjórinn í skólanum sem ég gekk í þar tók mig undir sinn verndarvæng og kenndi mér mikið í söng, m.a. túlkun – að láta „streyma frá sér“ og segja frá í söng. Hans kennsla á rík- an þátt í minni sönggleði og mótaði raunar líf mitt á vissan hátt.“ Eins og flestum mun kunnugt hafa þau Anna Pálína og eiginmaður hennar Aðalsteinn Ásberg Sigurðs- son rithöfundur lagt fyrir sig vísna- söng og gefið út margar plötur á þeim vettvangi, um áraraðir hafa þau víða skemmt og komið fram. „Aðalsteinn er sjö árum eldri en ég. Við kynntumst þegar ég var tví- tug og ég man að mér brá aðeins þegar ég spurði hvað hann væri gamall og hann sagði: Tuttugu og sjö ára!“ Aldursmunurinn hindraði Önnu Pálínu þó ekki í að fara með Að- alsteini til Noregs þar sem hún ætl- aði að nema bókmenntafræði. „Ég var ekki nema hálfan mánuð í því námi, þá hætti ég og fór að vinna á elliheimili og læra norsku. Ég náði góðu sambandi við gamla fólkið, enda hafði ég löngum haft mikið samband við eldra fólk. Ekki höfðum við Aðalsteinn verið lengi í Noregi þegar við tókum að „músisera“ saman og mynduðum nokkru síðar kvartett með Guðrúnu Gunnarsdóttur og Norðmanninum Geir Atla Johnsen. Kom sá kvartett víða fram í Noregi, m.a. sungum við á listahátíð í Stavangri við góðan orðstír. Við vorum ekki nema ár í Noregi og það var óneitanlega skemmtileg- ur og viðburðaríkur tími. Það tók þó stundum í – það er talsvert erfitt að aðlagast annarri manneskju eins og við Aðalsteinn vorum að gera á þessum tíma. Hann var þá ekki gef- inn fyrir að ræða um sín tilfinninga- mál en ég vildi ræða allt í botn sem gerðist, þetta féll þó allt vel saman. Ég segi stundum að kannski hefði hann farið heim til mömmu sinnar hefði hann átt fyrir farinu. Gef mig af alhug Þegar við komum heim til Íslands aftur fór ég í Kennaraháskólann. Ég hefði, ef satt skal segja, miklu frek- ar viljað fara í leiklistarskóla en ég lagði ekki í að taka inntökuprófið, óttaðist að ég kæmist ekki inn og var ekki tilbúin að taka slíku. Ég vissi líka að kennaramenntunin er haldgóð almenn menntun – það voru margir í fjölskyldunni kennarar, þar á meðal sum systkina minna. Ég hafði á æskuárunum átt meiri sam- leið með systkinabörnum mínum en eigin systkinum en þetta breyttist þegar ég var orðin uppkomin kona. Ég veit að systkini mín eru stolt af mér og það var mér afar mikilvægt þegar veikindi mín komu upp að eiga svo samheldna og sterka fjöl- skyldu sem ég á. Þá var gott að finna fyrir hinu þéttriðna neti í kringum sig. Konur eru frá Venus, karlar frá Mars – er sagt. Hjá okkur Aðal- steini er þessu öfugt farið. Hann getur haft mörg járn í eldinum en ég er þannig gerð að ég gef mig af al- hug í það sem ég er að gera. Ég var í söngnámi meðfram kenn- aranáminu. Fyrst sótti ég einkatíma og fór svo í nám í FÍH. Löngu síðar fór ég til Svíþjóðar í vísna- og leik- hústónlist. Systkini mín ráðlögðu mér að fara ekki að kenna þegar náminu í Kenn- araháskólanum lauk, þau töldu kennsluna ekki henta mér og reynd- ust það orð að sönnu. Ég fór eigi að síður að kenna og var meira að segja með tvöfalda kennslu. Jafnframt því og söngnáminu varð ég að hugsa um börnin mín tvö, sem eðlilega vildu að ég sinnti þeim og engu öðru þegar ég var ekki að vinna. Þetta allt sam- an varð mér ofviða, „geymirinn tæmdist“ ef svo má segja. Ég varð úrvinda á sál og líkama, fékk tauga- áfall. Það sem fyllti mælinn var senni- lega að vinir mínir misstu barn sitt vöggudauða. Við vorum eina fólkið sem þekkti af eigin raun hvað þau þurftu að líða. Tvíburarnir sem dóu Fyrstu börnin okkar Aðalsteins voru tvíburar sem fæddust eftir 27 vikna meðgöngu. Annar þeirra lifði í sólarhring en hinn var andvana fæddur. Sárið vegna þessa missis rifnaði upp við vöggudauða litla barnsins. Mig tók að iðra að hafa ekki viljað sjá drengina í kistunni. Ég sá að vísu Aron þegar hann var skírður en ég hélt aldrei á honum, hinn var nefndur Ísak, ljósmóðirin, Guðrún Eggertsdóttir, sýndi mér hann en ég vildi ekki taka hann. Ég var bara 22 ára þegar drengirnir fæddust og gat ekki meira en þetta. Um þetta var ég sífellt að hugsa þegar ég fékk taugaáfallið. Lengi vel hélt ég að ég hefði unnið úr þessu áfalli. Ég hafði talað óhikað um þetta og þegar ég eignaðist næsta barn, dreng, ég var hreint ekki að eignast hann í staðinn fyrir drengina sem við misstum. Enn síðar fór ég að tengja þetta áfall við krabbameinið. Lengi vel voru tvíburarnir alltaf í huga mér, mér fannst fólk ekki þekkja mig nema að vita um þá. Svo var það mörgum árum eftir að drengirnir dóu að ég var eitt sinn að þvo upp í eldhúsinu þegar allt í einu kom að mér þessi hugsun: „Ég þarf ekkert að sakna þessara drengja, þeir komu til mín og fóru svo, ég lærði mikið af þessu og ég á gott líf, góðan mann og yndisleg börn. Á þessu andartaki fann ég hvern- ig ég sleppti tvíburunum burt. Þeg- ar ég hafði sleppt þeim leið mér allt í einu vel og gat tekist á við marga hluti sem ég hafði ekki getað áður. Mér varð ljós munurinn á að láta líf- ið stjórna sér – eða stjórna lífi sínu sjálfur. Dauði tvíburanna hafði mikil og dulin áhrif á mig. Þegar drengurinn minn, elsta lifandi barnið mitt, var fæddur varð ég óskaplega hrædd um hann. Ég stóð við vögguna hans og fannst ég ekki geta lifað ef hann dæi. Það sem hjálpaði mér þegar tvíburarnir dóu og hjálpaði mér líka þegar ég óttaðist sem mest um drenginn var hin lifandi trú sem ég hafði alltaf átt og á enn. Nú lít ég svo á að tvíburarnir og ég höfum verið vinir áður en við komum hingað og gert þá með okk- ur samkomulag um að þeir fórnuðu sinni jarðvist til þess m.a. að ég gæti lært. Ég er óskaplega þakklát fyrir þann dýrmæta lærdóm sem fæðing þeirra og missir hafa fært mér. Tví- burarnir eru nú englarnir okkar, við höldum alltaf upp á afmælið þeirra, þá bökum við köku, minnumst þeirra og hugsum til þeirra. Líf mitt hefði orðið allt öðruvísi ef þeir hefðu lifað – svo mikið er víst. Fædd með „vísnagen“ Í þessum sársauka öllum reyndist Aðalsteinn mér eins og klettur. Ég hef oft sagt að án hans væri ég ekk- ert og segi það enn. Mamma var í upphafi ekki sátt við að ég tæki saman við „skáld“. Hún vildi að eiginmaður minn hefði traustari fjárhagslegar forsendur. En í erfiðleikunum sýndi Aðalsteinn að hann er gull af manni. Og ekki nóg með það, eftir því sem árin hafa liðið hefur hann sýnt æ betur að hann er glúrinn í fjármálum. Okkur hefur tekist að fara í gegnum súrt og sætt saman og átt gott líf. Stundum er talað um að lífið sé í sjö ára tímabilum. Þegar ég lít til baka sé ég að fyrstu fullorðinsárin fékk ég „sjokk“ á hverju ári, sum gleðileg en önnur erfið, en öll reyndu þau mikið á. Fyrst fór ég að búa með manni, síðan fór ég til út- landa. Í þriðja lagi missti ég tví- burana. Föður minn missti ég ári síðar og næstu tvö árin þar á eftir Þetta eruspilin sem ég h „Þú þarft að elska krabbameinið“ er inn- tak þess viðhorfs sem Anna Pálína Árnadóttir kynnir í bók sinni Ótuktinni sem er að koma út um þessar mundir. Guðrún Guð- laugsdóttir heimsótti Önnu Pálínu og ræddi við hana um líf hennar og starf fyrir og eftir að hún greindist með krabbamein. Morgunblaðið/Golli Anna Pálína Árnadóttir vísnasöngkona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.