Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 39

Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 39
Laugardagur 14. nóvember 1981 39 Astma- og olnæmis- námskeiO vísm vonlaust að fiytja verðbólguna úr landl - seglr í sampykklum Fiskfbings Samtök gegn astma og ofnæmi og Samband islenskra berkla- og brjóstholssjúklinga gangast fyrir ókeypis námskeiði fyrir börn með astma og ofnæmi og foreldra þeirra laugardaginn 21. nóv. aö Reykjalundi i Mosfells- sveit. Kennt verður m.a. lungna- bank og þátttakendur þjálfaöir i að beita þvi. r Fræðsla verður um sjúkdom- inn, og hvernig megi við honum bregðast. Þá verður dagskrá af léttara taginu, s.s. leikir, iþróttir o.fl. Námskeiðið byrjar fyrir hádegi og lýkur um kvöldmatar- leytið. Séð verður fyrir mat og kaffi, þátttakendum að kostnaðarlausu. Samtök gegn astma og ofnæmi eru deild innan SIBS og er á þeirra vegum rekin upplýsinga- og þjónustumiðstöð að Suðurgötu 10. R. Afgreiðslu- timi er mánudaga og fimmtudaga kl. 14—17, og siminn er 22153. —AKM Mdr Elisson var endurkjörinn fiskimálastjóri skömmu fyrir þingslit fertugasta Fiskiþings i gær. Þingið taldi ekki möguleika á stökkbreytingum á fiskveiði- stefnunni á næsta ári og sam- þykkti að halda sömu stefnu og verið hefur, en þó voru gerðar til- lögur sem miða að þvi að draga úr helstu agnúum á henni. Þar ber hæst að lagt er til að hlutfall þorsks i aflanum á skrapi skuli vera aðeins 5% i'40daga, 15% i 55 daga og 30% i 55 daga, samtals 150 skrapdagar og minnst fjórir i senn. Allmiklar umræður urðu um stjómun fiskveiða og hafði hluti fulltrúa hug á að koma á kvóta- skiptingu aflans, þannig að hvert skip fengi sinn kvdta. Sjávarút- vegsráðherra kæfði slikar hug- myndir nánast i fæðingunni, þar sem hann sagðist i setningarræðu sinni ekki mundu setja þorsk- veiðikvóta á. Annað mál sem mikla umræðu vakti var um endurnýjun fiski- skipastólsins. Þingið komst að þeirri niðurstöðu að sóknarmátt- ur þyrfti að m innka, en gerði ekki ályktun um á hvern hátt skyldi staðið að þvi en gerðar voru til- lögur um hvernig skyldi komið i veg fyrirfrekari stækkun flotans. Hörðust er samþykkt um markaðsmálog sagtm.a. að von- laust sé að flytja verðbólguna út á sifellt hærra markaðsverði til viðskiptaþjóða okkar. Alyktunin endar á þessum orðum: ,,ís- lendingar geta ekki til lengdar verðlagt sig út af einstaka fisk- markaöi. Þeir verða einfaldlega að taka þeim verðum, sem bjóðast og aörar þjóöir selja á. Þjóðin verður þvi að aölaga sig breyttum aöstæðum”. —sv Rússar vilja fá solvallagotu 55 „Það hafa komið inn þrjár um- sóknir frá sendiráðum um kaup á húsum hér i borginni fyrir starfsemi sina. Sænska sendiráð- ið sótti um húsnæði við Lágmúla 7, sem var veitt. Kinverska sendi- ráðið sótti eftir húsnæði viö Fjólu- götu 19 og fékk leyfi. Og Sovéska sendiráðið falaðist eftir húsnæði fyrir verslunarfulltrúa sinn að Sólvallagötu 55, en ekki hefur verið tekin afstaða til þeirrar um- sóknar enn og er ekki vitað hvenær það verður gert”., sagði Ólafur Walter i Dómsmálaráðu- neytinu þegar hann var inntur eftir þvi hvaða sendiráð hefðu á siðustu mánuðum óskað eftirhús- næöi og hvaða aðilar hefðu fengið tilskilin leyfi. Ólafur var spurður að þvi hvaða sjónarmið réðu þvi hvort sendiráð fengi heimild til að kaupa húsnæði. „Það er ekki hægt að segja að það sé fylgt neinni ákveðinni for- múlu við úthlutun þessara leyfa. Þessar þrjárumsóknirkomu eftir að búið var að setja lög um húsa- kaup sendiráðanna á siðasta ári. Aður en þessi lög komu til voru sendiraðin undanskyld að þurfa leyfi til húsakaupa sinna, en nú eru þau sem sagt skyld til þess. Eneinsog égsegiþáeruiþessum lögum engin ákveðin formúla sem segir til um það hvort sendi- ráð eigi að fá leyfi eða ekki. Það er einungis mat hverju sinni, á þvi hvort umsókn er við hæfi og þörfin fyrir hendi hjá viðkomandi sendiráði, hvort það fær leyfið”, sagði Ólafur. —SER iFlóin við Laugaveg I „Það hefur ekki verið lifs- I mark i þessu litla ljóta húsi j hér við Laugaveginn i mörg ár j nú verður bætt úr þvi”, sagði j Gerður Pálmadóttir i Flónni, I hress að vanda. Gerður var að | opna aðra Flóarverslun i vik- | unni, og einmitt i umrædda j litla ljóta húsinu. Hvar er það, ■ spyr einhver, jú, það er númer tuttugu og eitt á horni Lauga- vegs og Klappastigs. „Aður en opnað var hér var tekið til I hendinni og lagað og j snurfusað og siðan verður j húsið endurbætt að utan. Það | verður hleypt lifi i húsið . | sagði Gerður. Hútan fauk j Keflavikurrútan fór út af veg- | inum á Arnarneshæðinni um tvö I leytið i gærdag. Engin slys urðu ■ á mönnum, en einhverjir fengu • þó minniháttar skrámur. ! Geysilega hvasst var á j þessum slóðum i gærdag og ekki ! heyglum hent að halda bil á J vegunum. Ofan á það bættist, að ■ bilun varð i stýri rútunnar og I missti bilstjórinn hana þvi út af. I Vagninn hélst á réttum kili, en I töluverðar skemmdir urðu á I honum. Heilsugæsluslöð i Brelðholtl: j Skorað á Alðingl jað leggja fram fé 1 Visi á fimmtudaginn var þess | getið að enginn heilsugæslustöð ■ yrði byggð i Breiðholti á næst- • unni og var skýrt frá umræðum j i borgarstjórn um stööu máls- J ins. Var þar visað til ummæla J öddu Báru Sigfúsdóttur formanns heilbrigðisráös j borgarinnar vegna fyrir J spurnar Markúsar Arnar An- tonssonar. 1 þessari frásögn féll niður að j skýra frá tillögu Magnúsar L. Sveinssonar, þar sem þvi var I beint til heilbrigðisráðs borgar- I innar, að sem allra fyrst verði I tekin endanleg ákvörðun um I byggingu heilsugæslustöðvar i j Breiðholti I (Mjóddinni) og j skorað á Alþingi að samþykkja j fjárveitingu til byggingarinnar j á fjárlögum 1982. Tillögunni var : visað til borgarráös með 15 J samhljóða atkvæðum. Sðinun fyrir j Pólsku pjóðina ; Hjálparstofnun kirkjunnar, | ASl og kaþólska kirkjan á i tslandi hafa afráðið að gangast • fyrir söfnun Pólverjum til • handa i desember næstkom- ] andi. Fyrirkomulag söfnunarinnar j mun verða kynnt rækilega fyrir J landsmönnum siðar, en það er J von aðstandenda hennar að J tslendingar taki málefni þessu j vel. Greinar biskups j í bókarformi Bókaútgáfan örn og örlygur J hf. hefur sent frá sér bókina J CORAM DEO— Fyrir augliti I Guðs, en bók þessi hefur að I geyma greinasafn eftir Sigur- I björn Einarsson fyrrverandi I biskup. Bókin er gefin út i tilefni I af sjötugs afmæli hans siöastlið- I inn 30. júni. j Það skal tekið fram að upplag j bókarinnar er mjög takmarkað, j en hún er til sölu i bókaversl- j unum og hjá Erni og örlygi hf. i Siðumúla 11.. Meðal gesta voru fru v aia inorooasen, asamt syni sinum Asgeiri Thoroddsen, lögfræðingi og konu hans Sigríði H.SvBinbjörnsdóttur. Gegnt þeim viö borðið sitja Hilmar Ingimundar- son, einnig lögfræðingur og kona hansErla Haflemark, flugfreyja. (Visism.Þ.G.) Það erekki á hverjum degi sem einkakokkar frægra þjóðhöfð- ingja mæta hér upp á tslandi til að malla ofan i saklausan almúg- ann. Einnslikurer þó staddur á veit- ingahúsinu Rán þessa dagana en hann komur alla leið frá Júgó- slaviu. Giril Hudovernik heitir hann og eldaði ofan i Titó sáluga i hvorki meira né minna en 26 ár. A Rán býður hann upp á fjöl- breyttar júgóslavneskan matseðil. Kynning þessi mun standa næstu viku. JÚGÚSLAVNESKIR DAGAR I RAN PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ( REYKJAVÍK 29. nóv - 30. nóv. 1981 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóri SÁÁ gefur kost á sér til setu í borgarstjóm Reykjavíkur. Þangað á hann erindi. Þegar litið er til starfa Vilhjálms, er Ijóst að honum má treysta til ábyrgðarstarfa Við skorum á sjálfstæðisfólk að tryggja honum glæsilega kosningu í prófkjörinu. Við erum þess fullviss, að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson muni verða góður fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur Stuðningsfólk

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.