Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.2001, Blaðsíða 2
M EIRA EN ég gat …“ Dýrð- leg veisla er búin aðdáend- um írska Nóbelsskáldsins Samuels Becketts í sjón- varpinu um þessar mundir, þökk sé okkar blessunarlega klikkuðu frændum í írska sjónvarpinu, sem stóðu að framleiðslunni ásamt sjálfstæðum framleiðendum með Hollywood-fjármagn að bakhjarli. Þarna get- ur að líta yfirburðaleikara, leikstjórn sem oft má teljast afbragð og myndvinnslu sem er fágæt að fegurð. Margvíslegar hugrenningar hafa kviknað af þessu tilefni. Jafnvel um eðli sjónvarpsins. Því flestar myndirnar eru rækilega á skjön við þær væntingar sem nú eru almennt gerðar til sjón- varps. Þarna er það borið á borð sem þessum fjöl- miðli virðist önugt, efni og efnistök af þeirri tegund sem sjá má í verkum Becketts og hefur löngum verið sagt óviðeigandi og lítt vænlegt til að stytta almenningi stundir. Afstaða Becketts sjálfs til sjónvarps var blendin. Honum hraus hugur við því að sjá sviðsverkin sín á tvívíðum og þröngum fleti skjásins. Þessi verk voru ætluð leiksviði, en hann leit svo á að form þeirra og tækið til að miðla þeim, þ.e. leikhúsið sjálft, væru hluti af merkingunni. Að auki gerði hann sér fulla grein fyrir því að sum verka hans væru beinlínis of óaðgengileg og of dökk til að hinn „almenni“ sjón- varpsáhorfandi hefði nokkuð út úr þeim annað en ómengaða skelfingu eða óskaplegan leiða. Hann óttaðist að skilningurinn færi fyrir ofan garð og neðan, en öfugt við það sem margir ætla, var skáld- inu í mun að unnt væri að skilja það sem sýnt var. Ef ekki með höfðinu þá alténd með hjartanu. Þar á móti samdi Beckett allnokkur leikrit sér- staklega fyrir sjónvarp um ævina án þess að slá af listrænum kröfum eða losa tak sitt á tilvistarsýn- inni. Formúluskrif á borð við þau sem myndmiðill- inn heimtar gjarnan af höfundum nú á tímum voru fjarri honum og yfirleitt listamönnum af hans kyn- slóð. Þessi myndvísi höfundur sá fyrir sér sjón- varpsefni sem væri í senn myndlist og nærgöngul athugun á óreiðu sálarlífsins. Til að ná markmiðum sínum í sjónvarpi vildi hann beita myndavélinni nánast eins og hún væri grimm persóna, miskunn- arlaus harðstjóri, yfirheyrandi eða kvalari sem gengi nærri leikpersónunum til að krefja þær um alla þeirra angist. Á bestu stundum í 19 leikrita syrpunni undanfarið hefur ágætlega tekist að upp- fylla þessi markmið skáldsins. Sjónvarpið sem fjöl- miðill hefur bætt alin við hæð sína. Og ekki kæmi mér á óvart þó að fjölgað hefði í hópi aðdáenda skáldsins. Ef sjónvarpsnotendur hafa á annað borð haft þolinmæði til að horfa nógu lengi til að fá notið eftirkeimsins af réttunum. FJÖLMIÐLAR „MEIRA EN ÉG GAT ...“ Anderson. Frekari upplýsingar um þættina, verk- in og skáldið eru á heimasíðu RUV, www.ruv.is IVJoanne Rowling, höfundur Harry Potters,malar gull á sköpunarverki sínu. Sam- kvæmt nýbirtum lista breska dagblaðsins The Sunday Times er Rowling 526. efnaðasti maður Englands og Írlands. Rowling er 35 ára og fyrr- um kennari sem átti varla í sig og á þegar hún skrifaði fyrstu bókina um Potter á kaffihúsi í Ed- inborg fyrir fjórum árum. Vinsældir bókanna hafa aukist með hverri bók, fjórar hafa komið út en Rowling hefur þegar lokið við sjöundu og síð- ustu bókina. Nokkur urgur var í trúarleiðtogum í Bandaríkjunum á síðasta ári við útkomu fjórðu bókarinnar en þeir töldu að Potter predikaði svartagaldur. Eigi að síður seldist bókin í stærra upplagi en þrjár fyrstu bækurnar. Rowling var furðu lostin, að sögn, og taldi vinsældirnar orðn- ar ævintýralegar, jafnvel ógnvekjandi. Útgáfu bókanna hefur verið fylgt eftir með svipuðum hætti og stórmynd frá Hollywood. Tölvuleikir um Potter hafa verið settir á markað, ásamt fatnaði og ýmiss konar varningi sem tengist sögunum. Og auðvitað er bíómyndin á leiðinni. I Ótrúleg gróska er í fræðalífi landsins um þessarmundir sem endurspeglast meðal annars í miklu framboði á ráðstefnum og málþingum af ýmsu tagi. Hefur framboðið sennilega aldrei verið meira, en nú er svo komið að áhugasömum er ómögulegt að fylgjast með öllu því sem til boða stendur. Einstök félög og stofnanir eru til að mynda teknar að halda úti reglulegum málfundum, jafnvel vikulegum, sem gefur fræði- og áhugamönnum á tilteknum sviðum færi á að fylgjast með gerjun fræðanna. Nefna mætti vikulegt rabb á vegum Rannsóknarstofnunar í kvennafræðum og hádegisfundi Sagnfræðinga- félagsins. Ástæða er til þess að benda á viðamikið málþing um bókmenntir og kvikmyndir sem haldið verður í Háskólabíói í dag kl. 13 í tengslum við viku bókarinnar. Þar fjalla nokkrir af okkar áhuga- verðustu rithöfundum og fræðimönnum um tengsl bókmennta og kvikmynda. Til máls taka Ástráður Eysteinsson, Dagný Kristjánsdóttir, Eggert Þór Bernharðsson, Einar Már Guðmundsson, Geir Svansson, Guðni Elísson, Kristján B. Jónasson og Matthías Viðar Sæmundsson. IIJérôme Lindon, stofnandi Miðnæturútgáf-unnar frönsku (Éditions du Minuit), lést í fyrri viku, 75 ára að aldri. Lindon var framsæk- inn og metnaðarfullur útgefandi sem átti kannski ekki hvað minnstan þátt í framgangi frönsku ný- sögunnar á sjötta áratugnum. Lindon gaf út Claude Simon, Alain Robbe-Grillet, Marguerite Duras, Michel Butor og fleiri höfunda þessara ólíkindalegu bókmennta. Einnig ávann Lindon sér virðingu og frægð sem útgefandi verka Sam- uels Becketts sem öðrum útgefendum þóttu í upp- hafi fremur óvænleg til útgáfu. Miðnæturútgáfan gaf út Molloy árið 1951 og var forlag Becketts upp frá því. Þeir sem nú fylgjast með sýningum Ríkissjónvarpsins á nítján verkum írska skálds- ins mega vita að bókmenntanef Lindons var ósvikið. IIIFyrst minnst er á Beckett-veislu sjónvarps-ins skal minnt á að Endatafl verður sýnt á sunnudagskvöld en það skipaði sérstakan sess í huga skáldsins sjálfs og er eitt af allra bestu verk- um hans. Í verkinu, sem er skrifað árið 1957 á frönsku, er dregin upp samlíking milli endatafls- ins á skákborðinu og síðasta skeiðs lífsins. Leik- stjóri er Conor MacPherson og leikendur Michael Gambon, David Thewlis, Charles Simon og Jean NEÐANMÁLS 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. APRÍL 2001 NÝJASTA bók japanska rithöf- undarins Haruki Murakami er komin út í enskri þýðingu. Titill hennar er Sputnik Sweetheart og er hún sjöunda skáldsaga höfund- arins sem kemur fyrir sjónir les- enda á Vesturlöndum. Bókin hlýt- ur jákvæða umsögn á Amazon.com, þar sem bent er á að höfund- urinn vinni í henni með mörg af sínum kunnuglegustu þemum. Sputn- ik Sweetheart er nokkurs konar ástar- saga með dularfullum undirtóni, þar sem sögumaður verður ást- fanginn af skáldkonu, sem hins vegar er heltekin af ást á giftri konu. Haruki Marakami er fæddur árið 1949 og býr í útjaðri Tókýó. Undanfarin ár hafa bækur hans notið sífellt vaxandi hylli utan Japan, eða allt frá því að hann gaf út bókina Hard-Boiled Wonder- land and the End of the World, þar sem höfundurinn tvinnar sam- an nokkurs konar goðsögu og harðsoðnum stíl vísindaskáld- skapar. Í bókum sínum skapar höfundurinn jafnan flókið samspil ólíkra bókmenntastíla í umfjöllun sinni um grundvallarspurningar í veruleika og tilvist nútímamanns- ins. Blómleg útgáfa í byrjun árs MARGIR þekktir rithöfundar sendu frá sér nýjar skáldsögur á fyrstu mánuðum ársins. Einn helsti rithöfundur Breta, Julian Barnes, sendi í febrúar frá sér skáldsöguna Love, Etc. sem fjallar um þanþol ástar og vináttu. Bandaríkjamaðurinn Don DeLillo er frægur fyrir skarpskyggna samfélagsrýni í skáldsögum sín- um. Nýjasta bók hans heitir The Body Artist og segir frá sjálfs- morði eiginmanns aðalpersón- unnar og eftirköstum þess í þess- um heimi og handanheimum. Kínversk-bandaríska skáldkonan Amy Tan á sér marga aðdá- endur hér á landi, en hún er líklega frægust fyrir fjölskyldusög- una The Joy Luck Club. Nýjasta bók Tan, The Bonesetter’s Daughter, er fjórða skáldsaga hennar og segir hún frá banda- rískri framakonu af kínverskum uppruna og sambandi hennar við móður sína. Hin virta breska skáldkona Muriel Spark hefur átt langan og farsælan rithöfundar- feril en frægasta bók hennar er The Prime of Miss Jean Brodie. Spark hefur nú sent frá sér nýja skáldsögu, Aiding and Abetting, og segja gagnrýnendur höfund- inn, sem kominn er á níræðis- aldur, enn skrifa af mikilli snilld. Þá gaf hinn vinsæli höfundur Hel- en Fielding út nýja skáldsögu í janúar sem ber heitið Cause Celeb og er rituð í gamansömum stíl líkt og hinar gríðarvinsælu bækur hennar um Dagbók Bridget Jon- es. Þess má að lokum geta að í byrjun árs kom út skáldsagan Blood Meridian: Or the Evening Redness eftir Cormac McCarthy sem margir telja einn merkasta rithöfund samtímans. Skáldsagan, sem kom upphaflega út árið 1983, er gefin út af Modern Library með inngangsritgerð eftir bókmennta- fræðinginn Harold Bloom. Murakami í enskri þýðingu Haruki Murakami ERLENDAR BÆKUR Amy Tan nær að gefa henni Óskars- verðlaun en skylminga- ósköpunum. Ármann Jakobsson Múrinn www.murinn.is Minningargreinar eða sendibréf Einhver óheyrileg kok- hreysti gagnvart dauðanum hefur löngum legið hér í landi og var best túlkuð af Hallgrími Péturssyni í sálm- inum um blómið, versinu sem sungið er yfir öllum Ís- lendingum: Dauði, eg óttast eigi, / afl þitt né valdið gilt, / í Kristí krafti eg segi / kom þú sæll, þá þú vilt. Sendi- bréfið vitnar um sama virð- ingarleysið gagnvart þessu afli, nema þar er ekki um að ræða nakinn einstaklinginn sjálfan andspænis dauð- anum sem setur, þrátt fyrir syndir sínar margar og mis- jafnar, traust sitt á Jesú Krist sem lét líf sitt svo að iðrandi menn öðluðust eilíft líf – sendibréfið snýst eins og áð- ur segir ekki um þann dauða, heldur um hinn sem lifir og vill ekki horfast í augu við missinn; kýs að láta sem dauðinn sé einfald- lega ekki. Guðmundur Andri Thorsson www.strik.is Morgunblaðið/Jim Smart Alltaf í sambandi. HÚS ÍSLENSKRAR TUNGU Árið 2004 verður þess minnst, að 100 ár eru liðin frá því að heimastjórnin kom til sögunnar og Hannes Hafstein varð ráðherra. Yrði við hæfi að minnast þeirra tímamóta með ákvörðun um að reisa hús íslenskrar tungu við hlið Þjóðarbókhlöð- unnar. Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu er minnisvarði um stórhug heimastjórn- arinnar, reist til varðveislu menningararfsins. Þá var draumurinn um endurheimt handritanna enn fjarlægur. Hann hefur ræst og á nýrri öld skulum við skapa þess- um einstæðu þjóðar- dýrgripum þá ytri umgjörð sem hæfir, samtímis því sem við höldum óumdeildu menningargildi þeirra hátt á loft fyrir okkur sjálf og heim- inn allan. Björn Bjarnason www.centrum.is/bb Traffic stórvirki Kvikmyndin Traffic er í raun og veru stórvirki, inni- haldsrík og marghliða, leik- urinn frábær og engum þarf að leiðast þó að hún sé löng – í stuttu máli bandarísk kvikmynd eins og þær ger- ast bestar. Það hefði verið Sjónvarpið sem fjölmiðill hefur bætt alin við hæð sína. Og ekki kæmi mér á óvart þó að fjölgað hefði í hópi aðdáenda skáldsins. Á R N I I B S E N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.