Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. SEPTEMBER 2001 „Öll sköpun heimtar næði, þögn, einbeitingu. Þessi hráefni sem eru orðin svo fáséð í samtím- anum. Þetta sem maðurinn hefur verið að flýja undan í afþreyingunni – kannski á hann eftir að kaupa það dýru verði í framtíðinni. Við sjáum okkur í anda setja geisladisk á fóninn og frá honum streymi þykk, hlý og allt um lykjandi þögn.“ Pétur Gunnarsson rithöfundur í Aldarför (1999. útg. Bjartur). I Umgjörðin: Björk og svanurinn Framhlið disksins sýnir mynd af Björk sam- ofinni teikningu af svani, og nafnið Vespertine. Upp í hugann kemur heiti á gamalli goðsögn: Leda og svanurinn. Hvernig var hún aftur? Vespertine? Framandi orð en samt er einsog ég kannist við það. Ensk-íslenskar orðabækur skýra orðið vespertine sem forskeytið kvöld-, eins og kvöldblóm. „Vespertine flower“ er blóm sem opnast á kvöldin. Sjálf nefnir Björk orðið „vesper“ sem grunn að heiti plötunnar – kvöld- bænir. Þetta gefur strax ákveðnar vísbending- ar um innihaldið, líkt og þar muni fegurð opnast í kyrrð og ró, þegar læti og órói dagsins eru að baki. Einnig hefur Björk sagt að þetta sé tónlist sem fari saman með vetrarþungum dægrum, þegar snjóar og gott sé að sitja inni dögum sam- an með heitt kakó í könnu. Svo er það svanurinn og Björk, en leiðir þeirra lágu fyrst saman, svo eftir væri tekið, á Óskarsverðlaunahátíðinni 2001. Svanur er margslungið tákn. Hann merkir stundum dauð- ann (svanasöngur), langur hálsinn getur verið fallískt (kyn)tákn, svo eru til ótal ævintýri og goðsagnir þar sem svanurinn er í stóru hlut- verki. Í hindúisma er svanur farkostur tónlist- argyðjunnar Sarawati. Ljóti andarunginn var svanur og drengir eru stundum svanir í æv- intýrum, eins og í Villtum svönum eftir H.C. Andersen, og líka stúlkur eins og í Svanameyj- unni. Ég rifjaði upp forngrísku goðsögnina um Ledu og svaninn sem kom upp í hugann þegar ég sá myndina á framhlið disksins. Björk og svanurinn eru að mínu mati sterk tilvísun í þessa sígildu sögn um Ledu og svaninn. Lista- menn eins og Leonardo Da Vinci, Michelang- elo, Correggio, Ammanati og Gerigault túlkuðu söguna á sínum öldum og W.B. Yeats orti ljóðið „Leda and the Swan“. Sagan er um ungu kon- una Ledu sem guðinn Seifur flekaði. Hann kom til hennar í svansham og leitaði á hana varn- arlausa, hann kom í skjóli myrkurs (sem kvöld- dýr), því enginn mátti sjá hann. Leda verpti síð- ar tveimur eggjum, úr öðru braust Helena frá Tróju, sem sögð var fegurst allra kvenna, og systir hennar Clytemnestra, og úr hinu klakst Castor og Pollux. Hægt er að líta á myndina á hulstri disksins sem tilbrigði við tilraunir mál- aranna til að tjá þessa sögu. Ég birti hér eina mynd eftir J.M. Jomain því til stuðnings. Hver er þá hin undirliggjandi túlkun Bjarkar á þessari goðsögn (hugsanlega um guðdómlega neistann sem þarf til sköpunar)? Þegar Björk kom fram á Óskarsverðlaunahátíðinni íklædd svaninum „verpti“ hún þar eggi líkt og Leda gerði í goðsögunni. Björk og svanurinn vöktu heimsathygli saman fyrir tiltækið (sjá: http:// tinyspark.sugarcube.net/awards/). Núna birt- ast þau aftur, bæði á hulstrinu og kynningar- myndum, og Björk hefur verpt egginu: Vesp- ertine. Á blaðamannafundi 22. ágúst í París sagðist Björk hugsa um ímyndaða dóttur sína þegar hún léki tónlist sína. Umslag disksins er svart/hvítt. Hvíti liturinn liggur undir og fín- gerðir stafirnir eru kannski eins og svört brot í skurninni. Tónlistin sem hvílir undir er því hið lifandi afkæmi sem er að brjóta sér leið út í lífið. Á svipaðan hátt „brotnar skurn“ þegar farið er inn á heimasíðu Bjarkar (www.bjork.com) og hvítur flöturinn brotnar í listrænar dökkar rák- ir þegar bendillinn er dreginn yfir. II Textarnir: Samband viðguðlega veru Undir „skurn“ albúmsins, þ.e. framhliðar- myndinni eru textarnir. Þeir standa með 11 af 12 lögum, eitt lag er flutt án söngs. Fyrstu tveir textarnir virðast vera um samband venjulegrar konu við guðdómlega veru. Textinn í Hidden Place er um ást af himnum ofan (Your love was sent to me) og parið fer á felustað. Af hverju þolir þessi ást ekki dagsljósið? Elskhuginn er fegurstur og guðdómlegur (divine) og hann er í leynum (hides himself). Hann hefur hamskipti (invents a charm) sem gerir hann „ósýnilegan“, hann felur sig í hárum og hún spyr sig hvort hún geti einnig falið sig í hári hans. Textinn í lagi tvö, Cocoon (verndarhjúpur), tjáir himneska sælu. Hann er um einskonar andlega reynslu; þar kemur fyrir himnasæla (blisses), feiknafegurð (beauty this immense), helg leiðsla (saintly trance), kraftaverka and- ardráttur (miraculous breath). Drengurinn sem vekur þetta allt er haldinn töfrandi tilfinninga- næmi. Hann leitar til stúlkunnar og leggur blíð- lega (svans)höfuð sitt í barm hennar. Þau hvíla saman í einskonar fullnægingu, milli svefns og vöku. Þegar hún vaknar í annað sinn í örmum hans er hann enn inni í henni. Ef til vill er þetta ástarfundur Seifs og Ledu sem hér er lýst, Þráðurinn um Ledu og svaninn er rakinn áfram í þriðja laginu It’s Not Up To You. Veran í texanum vaknar og finnst dagurinn vera brot- inn. Það minnir á brotna (eggja)skurn. Hún hallar höfði til að sjá út. Síðar í textanum er öðru fólki, sem finnst dagurinn vera brotinn, gefið það ráð að hvíla sig í sprungunni (lean into the crack). Í fjórða textanum eða Undo er minnst á hljóðláta fullnægju/sæluvímu, jafnvel himneska (Quietly ecstatic). Í fimmta textanum, Pagan Poetry, gerir stúlkan greinarmun á guðdómlegum og líkam- legum hneigðum. Hún kveður elskhugann með undarlegu handabandi, og þótt hann hafi vissu- lega blekkt hana (crooked five fingers) í ástum, hefur hann einnig gefið henni eitthvað sem á eftir að koma í ljós (Yet to be matched). Hún játar þrá sína og biður um að vakna af dval- anum, sem hún gerir í sjötta laginu, Frosta, lagi án texta, framið á spiladós. IIIMillispil: Feluveran og dagsljósið Hún ákallar Áróru, eða dagsljósið, hina grísku gyðju dögunarinnar, í sjöunda textanum Aurora, sem kemur yfir jökulinn, fjöllin og býr til ljósaskiptin. Elskhuginn í verkinu þolir ekki dagsljósið. Hann kom að kvöldlagi, og leiddi stúlkuna sína á felustað, íklæddur ham og villti á sér heimildir. (Óskráð (leyni)orð á textablaði „al-semal-dai“ hljómar, má túlka sem vængur/ innsigli/dagur.) Hún biður nú Áróru ásjár, um dagsljósið, um að lýsa upp himininn og flytja sig handan sársaukans. Hún vill bráðna í ljósinu. Hún (Aurora?) snertir hana í næsta texta/ kafla An Echo. A stain og hún vaknar í van- sæmd (a stain) sinni eftir nóttina með elskhug- anum. Ekkó er nefnd en hún er/var grísk gyða sem tærðist upp af ást sinni til Narkissosar uns rödd hennar var ein eftir sem endurhljómur. Ástin bergmálar í vansemdinni. Textinn endar með orðinu „complete“ eða fullkomnað: dagur er risinn. Í Harm of Will er langleggjuð kona lögð nak- in efst í (fjölskyldu)tréð (tré eru táknmál fyrir heiminn í goðafræði; askur yggdrasils), og þar hniprar hún sig saman. Minnst er á samfarirnar við ástmanninn sem enn hefur ekki dregið dul- una frá andliti sínu: „He makes his face known to none, for if he is seen then all will.“ Ef hann sést afhjúpar hann bæði sjálfan sig og hana. Sögulokin í lokatexta plötunnar, Unison, eru almenn en í samræmi við söguna. Þau eru um (sam)einingu. Stúlkan hefur ræktað eigin af- brigði af heimstrénu og hún bjóst ekki við að geta sameinast öðrum. En hún vill ekki slást við aðra, heldur faðma. Hún vill ekki lengur vera án hans og býður sáttargjörð (Let’s unite tonight), verðum eitt í kvöld: Vespertine. Texti níu, Sun In My Mouth, fjallar um sköp- un þar sem sólinni er skotið á loft og tekist er á við myrkrið. Tíundi textinn, Heirloom, er svo um endurtekinn draum um glóandi olíu og ljós röddinni til endurnýjunar. Í báðum þessum textum er jarðsambandið laust í reipunum, eins og í öðrum textum verksins. IV Smáskífur: Verkið er lengra en diskurinn Áhugavert er í þessu samhengi við heildar- stemmningu verksins og umgjörð, að lesa (á vefslóðinni http://bjork.com/specials/vespert- ine/) texta við lög eins og Generous Palmstroke, sem komust ekki á plötuna. Einnig er áhuga- vert að hugsa til þess að Björk og svanurinn muni birtast í myndbandi við lagið Cocoon, og loks að í tónleikaferð hennar er fiðrið notað, sem svífur niður úr loftinu yfir sviðið. Öll ímyndarvinna Vespertine er ávallt merkt svan- inum, egginu, og unganum. Verkið Vespertine er lengra en diskurinn, því Björk hefur gefið út fjögur lög til viðbótar á smáskífum, með sama fólki og vinnur með henni á þeirri stóru: Zeenu Parkins á hörpunni og lögin eru útsett af höfundi og Marius de Vries og blönduð af Mark <Spike> Stent. Textinn í Generous Palmstroke eða Gjöful lóf- stroka vísar eins og flestir textarnir á plötunni til einhverrar guðdómlegrar veru. Hann hefst á dularfullum orðum sem geta merkt m.a. væng (al) og stél (tai). „a l s e m a l a l l f o r t h e s a y“ stendur skráð í textanum á vefsíðunni: http:// bjork.com/specials/vespertine/. Þetta getur þýtt þegar orðinu eru skipt niður í „Al-semal- all-forthe-say“ vængur/innsigli/algjör/styrkur/ bæn. Þetta er tilgáta en megintextinn er um konu sem er sterk í höndum elskhugans og hef- ur komist handan við sjálfan sig, þrátt fyrir að vera mannleg. Hún finnur hann „vætla“ (trick- eling) um sig og hún gefst honum sjálfviljug á vald. Undir sterkum hörpuhljómum fær konan göfugt faðmlag, það mesta af öllum faðmlögum, og um leið og hún syngur umfaðmaðu (em- brace) mig biður hún um að launungunni (undo this privacy) verði svipt af. Tónarnir eru líkt og tjáning á yfirnáttúrulegri reynslu. (Hlustandi getur séð fyrir sér Björk/Ledu og svaninn sam- einast og fljúga á brott inn í himininn, líkt og í Undo). VRöddin: Vespertine er eitt verk Tónlistin styður þema plötunnar, um ein- hverskonar samband mannsins við guðdóminn, og um kvöldkyrrðina.. Hún er mjúk og loft- kennd og fögur en einnig má greina sársauka. Röddin er svo sannarlega í aðalhlutverki og sameinast oft sjálfri sér í margradda kór. Rödd- in sem hljóðfæri er í aðalhlutverki í lögunum, og í ljósi fyrri verka hennar víkja nú önnur fyrir henni. Farið er m.ö.o. sparlega með hljóðfæri á Vespertine. Harpan er í öndvegi, spiladósin, og austræn strengjahljóðfæri, auk ýmissa há- tæknihljóðgjafa. Tónlistin er ekki áþreifanleg, hún líður hjá eins og þoka, og þögnin er grein- anleg. Pétur Gunnarsson rithöfundur sagði í texta sínum: „Við sjáum okkur í anda setja geisladisk á fóninn og frá honum streymi þykk, hlý og allt um lykjandi þögn.“ Á Vespertine má finna þesskonar þögn, mótbáru við áreitið. Og þó rödd keyri upp í hæðir, er undirleikurinn alltaf tempraður og agaður. Ég hallast að því að Vespertine sé í raun eitt verk, fremur en safn nýrra laga, og bilið á milli laga merkir einungis eðlileg kaflaskipti, allt lúti í raun ákveðinni grunnhugsun og pælingu um framvindu. Stemmningar sem hljóðfærin skapa eru (flest)allar af sama meiði, tilheyra sama heimi, sömu sögu. Það er einungis blæbrigða- munur á lögunum. Sami tónninn berst á milli laga í tilbrigðum, en þó án endurtekninga. 12 laga bygging er reist: Skáldsaga en ekki smá- sagnasafn. VI Áhrif: Flokka má (undir)tónlistina Björk lifir í (glamúr)veröld dægurtónlistar- innar. En hún hefur samt ekki farið troðnar slóðir þar, fremur reynt að þenja út landamær- in og eignast sameiginlegan reit með öðrum tónlistarstefnum. Á þessari plötu, sennilega fremur en nokkurri annarri, hefur hún fjar- lægst hinn dæmigerða dægurlagaheim. Hér er ekkert eins grípandi og t.d. Human Behaviour eða Venus As A Boy af Debut, fyrstu sólóplöt- unni hennar frá 1993. Björk hefur ef til vill aldr- ei samið stóra smellinn, en á þessari plötu gerir hún enga alvarlega tilraun til þess og stenst því þá kröfu. Ef til vill hugsaði hún: „Ég geri mitt, hinir gera hit(t).“ Hún býr lögunum fremur framandi andblæ, dulúðlegan. En úr hverju sprettur tónlist Bjarkar? Það blasir ef til vill ekki við, því hún leitar m.a. áhrifa utan alfaraleiðar í raftónlist. Ég hallast að tilteknum tónlistar„merkimiða“, eftir að hafa hlustað á diskinn ~scape / Staedtizism, sem er þýskur raftónlistargripur frá árinu 2000 með ýmsum flytjendum, t.d. lagið „gramm“ með siemens.bioport. (sjá http://www.home- bass.ca/series/s5726.cfm). Þar er að finna áþekkan tónlistarstíl og Björk hefur, þessi stíll fellur undir techno/tækni og er nánar lýst með hugtakinu Inteligent Dans Music eða IDM-tón- list, sem er andstæða við harða tækni (stupid hardcore). Þetta er mjúkur (skynsamlegur) tæknistíll og ef til vill má segja að Björk hafi ræktað sitt afbrigði á því raftónlistartré. Rödd- in er lauf trésins, hennar sterkasta hlið, það sem skilur hana frá öðrum í þessari grein. Enda leggur hún allt í sölurnar fyrir röddina á Vesp- ertine, röddin er alls staðar, allt um lykjandi hljómur. Grunnur byggingarinnar er mjúkur og fínpússningin þar er teknísk. Ofan á þennan grunn byggir Björk með hörpuhljómum, fiðl- um, spiladósum og í efstu hæðum syngja gjarn- an kórar. Söngur hennar ferðast svo um allar hæðir byggingarinnar. VII Strengurinn: Þráðurinn rakinnfrá Debut Debut kom út 1993 og hófst með nýstárleg- um og grípandi takti í Human Behaviour sem fangaði athyglina. Ef til vill má segja að Björk hafi yfirgefið þennan hljóm með Vespertine og valið fremur hljóminn sem birtist í Venus As A Boy með áslættinum og fiðlunum, og hörpunni í Like Someone In Love. Gítarinn er horfinn, og líka orgelið, trommusettið, blásturshljóðfærin. Post kom út árið árið 1995 og byrjar eins og Debut á kröftugu lagi, Army of Me. Á Post er vegurinn sem Björk hefur valið greinanlegur í laginu You’ve Been Flirting Again, en þar er mjúka tæknitónlistin heyranlega undirtónninn. SAGAN AF BJÖRK OG Vespertine barst í búðir í vikunni og fær góðar við- tökur víða um heim. Björk fylgir plötunni eftir með hljómleikaferð um Evrópu. Hún hefur íklæðst svans- ham í kynningum sínum á verkinu og í allri umgjörð. GUNNAR HERSVEINN túlkar hér táknmálið sem Björk notar, greinir texta hennar og tónlist og metur innihaldið. Hann telur Vespertine vera heilsteypt verk um grísku goðsöguna af svaninum, sem flekaði Ledu, og um leið um samband mannsins við æðri mátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.