Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.04.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. APRÍL 2002 SAMHLIÐA sýningunni í Listasafni Ak- ureyrar verða kynntar kvikmyndir eftir þrjá rússneska höfunda í samvinnu við MÍR, Menningartengsl Íslands og Rúss- lands: Sergei Eisenstein (Verkfall, 1925), Vsevolod Púdovkín (Endalok St. Pétursborgar, 1927) og Dziga Vértov (Maður með kvikmyndavél, 1929). Myndirnar verða sýndar kl. 14.30 alla daga nema mánudaga. Einnig er hægt að óska eftir sérstökum sýningum. Aðalstyrktaraðili sýningarinnar er Útgerðarfélag Akureyringa. Einnig styrkja Fiskmiðlun Norðurlands, Hamp- iðjan, Marel, SÍF, Harpa-Sjöfn og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna sýninguna. Sýningin stendur til 26. maí. Lista- safnið er opið alla daga frá kl. 13-18. Að- gangseyrir kr. 350. Frítt fyrir börn og eldri borgara. Frítt á fimmtudögum. Á FYRRA helmingi 20. aldar steðjuðu að almenningi í Rússlandi og Sovétríkjun- um miklir erfiðleikar og hörmungar. Þetta flókna og mótsagnarkennda tímabil skóp ekki aðeins venjulegu fólki örlög, heldur endur- speglaðist það í verkum flestra sovéskra lista- manna sem eru af margvíslegum toga. Á fjórða áratugnum tók sósíalískt raunsæi að mótast og var kallað stalínískt sósíalískt raunsæi fram til 1953 í virðingarskyni við hinn „mikla leiðtoga“. Þetta var stíll líflegra og skín- andi bæja og stanslausra glaðlegra hátíðahalda. Sumir listgagnrýnendur á sjötta áratugnum kölluðu hann „sigurstílinn“, en ef til vill væri nær að kalla hann stíl hinnar „stalínísku para- dísar“. Listamönnum var falið gríðarlega mik- ilvægt verkefni: að raungera ævintýri Stalíns, að umbreyta goðsögn í veruleika. Myndlistar- mennirnir höfðu mikla ábyrgðarkennd og reyndu því markvisst að miðla skipulagðri ham- ingju og sannfæra sjálfa sig um nauðsyn skap- andi iðju sinnar. Fáir gera sér grein fyrir því hve margir rúss- neskir myndlistarmenn voru nánast sniðgengn- ir á þessum tíma eða þeir gerðu hvort tveggja – máluðu eftir pöntun í opinbera stílnum en unnu jafnframt að sjálfstæðri listsköpun. Þessir lista- menn, sem mættu vanþóknun opinberra aðila og áttu í sífelldri innri baráttu, sköpuðu lista- verk sem virðast nú gefa gleggri mynd af rúss- neskri menningu á miðri 20. öld. Óskiljanlegir „vinstrisinnar“ þurrkaðir út Strax eftir októberbyltinguna árið 1917 hóf Kommúnistaflokkur bolsévika að beina sköpun- armætti myndlistarmanna mjög ákveðið í átt að raunsæi sem var gegnsýrt af hugtökum marx- lenínískrar hugmyndafræði og ætlað að túlka hagsmuni alþýðunnar sem hafði stofnað hið kommúníska ríki. Óhlutbundinni myndlist og abstraktlist var útskúfað. Natúralismi og ljós- myndaleg nákvæmni urðu ráðandi viðmiðanir í myndlist sem var talið vera sönn eftirlíking veruleikans. „Söguleg“ málaralist varð ríkjandi, en þó voru ekki sýndir viðburðir úr fortíðinni heldur var minnst opinberra ráðstefna og funda sem talin voru hafa sögulegt og óhagganlegt gildi. Í ráðandi hugmyndafræði í Sovétríkjunum frá öndverðum þriðja áratugnum fram á ofan- verðan níunda áratuginn ríkti einhliða túlkun á listviðburðum á þriðja áratugnum og gefið var til kynna að um þá hefðu ekki risið neinar deilur. En nú er alkunnugt að sósíalíska raunsæið kom fram á þriðja áratugnum í kjölfar harðra átaka milli ólíkra hópa listamanna. Hvergi urðu átökin greinilegri en milli listamanna með ýmsar „vinstrisinnaðar“ tilhneigingar (framúrstefnu- listamenn voru kallaðir „vinstrisinnar“) og Rússneska listamannasambandsins, stærstu og áhrifamestu samtaka listamanna. Eftir bylting- una virtust „vinstrisinnaðir“ listamenn hafa nokkur ítök og sáu til dæmis um skreytingar á byltingarhátíðum fyrstu árin. En þegar fram liðu stundir gerðu sovésk stjórnvöld sér grein fyrir hvers konar listamannahreyfing hér var á ferðinni: hún beindi sjónum frá daglegu lífi, gerði tilkall til pólitískra valda og var fullkom- lega óskiljanleg öllum þorra almennings. Ein- mitt um þetta leyti lék Rússneska listamanna- sambandið út trompspili sínu. Allar stöður og styrkveitingar virtust vera í þess höndum. Í baráttu sinni við fulltrúa „formalískrar“ mynd- listar varði Rússneska listamannasambandið tilverurétt raunsæislegrar myndlistar og helstu greina hennar, sögulegra málverka, alþýðulist- ar og annarrar hefðbundinnar myndlistar, and- lits- og landslagsmálverka, og þróaði þær á nýj- um hugmyndafræðilegum og þematískum grunni. Sköpuð var ný söguleg og byltingarsinnuð grein myndlistar. Styrjaldarmálverk fengu nýj- an efnivið og nýtt hugmyndafræðilegt hlutverk. Í þessum greinum myndlistarinnar var fjallað um hin nýju og mikilvægu málefni: alþýðuna sem skóp söguna, gerði októberbyltinguna og vann hetjudáðir í borgarastyrjöldinni; einingu leiðtogans og almúgans. Í raunsæislegum verk- um var fjallað um brýnustu málefni dagsins. Andlitsmyndir sprengdu af sér rammann: stofn- endur fyrsta sósíalíska ríkisins í heiminum, leiðtogar Kommúnistaflokksins og sovésk stjórnvöld, verkamenn, bændur og fulltrúar starfandi menntamanna urðu hinar sönnu hetjur portrettmálverka. Hefðbundin lands- lagsmálverk gengu í endurnýjun lífdaga og frá þeim þróaðist nýtt iðnaðarlandslag. Frá upphafi gaf Rússneska listamannasambandið skýr fyr- irmæli um aðferðir og viðfangsefni sem hinir sósíalísku raunsæismenn notuðu. Á öndverðum fjórða áratugnum urðu afdrifa- ríkir atburðir í opinberu og listrænu lífi í Sov- étríkjunum. Árið 1932 gaf miðstjórn Kommún- istaflokksins út tilskipun þess efnis að endurskipuleggja þyrfti bókmenntaleg og list- ræn samtök og láta þau sæta sérstöku eftirliti. Þessi tilskipun setti varanlegt mark á starfsemi margra hópa listamanna og batt enda á skamm- vinnt og óstöðugt bandalag framúrstefnulistar og stjórnvalda. Nú þótti óhlutbundin og ab- strakt list ótæk með öllu. Hið eina rétta og hið eina sem stóð til boða (ef myndlistarmenn ætl- uðu að lifa af) var að búa til list í samræmi við raunsæislegar hefðir. Að öðrum kosti var mönn- um útskúfað. Engu að síður ákváðu sumir myndlistarmenn að brjóta í bága við það „hvað og hvernig listamaður ætti að hugsa“. Mynd- listin á tímabilinu 1914–1956 samanstóð ekki að- eins af „sviplausum myndum af leiðtogum“ sem voru málaðar á risastóran striga eða gerðar að tröllauknum minnisvörðum, heldur blómstruðu einnig margar bestu greinar rússneskrar raunsæishefðar og starfandi var rússneskur skóli myndlistarmanna í háum gæðaflokki. Sú ímynd sem heimurinn hefur af rússneskri myndlist tók sífelldum breytingum eftir því sem leið á 20. öldina og afstaða áhorfenda breyttist líka og spannaði allt frá fortakslausri höfnun til smeðjulegrar velþóknunar. Enn þann dag í dag hefur aðeins lítið brot af þeirri myndlist sem varð til í Rússlandi á þessu dramatíska tímabili komið fyrir almenningssjónir með skipulögðum hætti. Þar til á ofanverðum níunda áratugnum beindist athygli vestrænna listfræðinga ein- göngu að afrekum súprematista og konstrúktíf- ista, með Vasylíj Kandínskíj, Kazímír Malevítsj, Vladímír Tatlín og fleiri í fararbroddi. Um nokk- urra áratuga skeið ríkti raunar það þversagn- arkennda ástand að rússneskir framúrstefnu- listamenn voru betur þekktir á Vesturlöndum en í heimalandi sínu. Kommúnistaflokkurinn, sem stjórnaði listastarfsemi í landinu, lagði sig í framkróka með að má þá út úr rússneskri lista- sögu. Á miðjum níunda áratugnum fór Rússland að sýna á sér nýja og áður óþekkta hlið. Bæði listgagnrýnendur og almenningur kynntust mörgum nýjum nöfnum og gerðu margar nýjar uppgötvanir. Verk eftir Malevítsj, Kandínskíj, Fílonov og aðra myndlistarmenn frá þriðja ára- tugnum voru sýnd með pompi og prakt í helstu söfnum, ekki bara á Vesturlöndum heldur líka í Moskvu og Sankti Pétursborg. Draumar og tálsýnir Í upphafi tíunda áratugarins, eftir hrun Sov- étríkjanna, fóru menn svo allt í einu að beina sjónum að þeim ríkisáróðri og persónudýrkun sem Stalín hóf opinberlega árið 1932. Þetta var að vissu marki endurspeglun á pólitísku and- rúmslofti í Rússlandi á perestrojka-tímabilinu. Fyrri hluti tíunda áratugarins var merkilegur ekki aðeins vegna hruns Sovétríkjanna, heldur líka vegna annars mikilvægs atburðar: endir var bundinn á völd Kommúnistaflokksins. Við þess- ar breyttu pólitísku aðstæður var farið að sýna almenningi, í fyrstu á Vesturlöndum, verk sem höfðu fram að því verið lokuð inni í geymslum og báru kennimark sósíalíska raunsæisins á upp- hafsskeiði þess. Rússnesk myndlist mótaðist af þessum tveimur andstæðu tilhneigingum á þessum miklu umbrotatímum, eins og sýningin ber vitni um. Á fyrstu árunum eftir byltinguna tóku margir myndlistarmenn þátt í listalífinu af miklum eld- móði. Þar til á fjórða áratugnum var hægt að beita ýmsum stílbrigðum og tjáningarformum þrátt fyrir hina opinberu listastefnu. Þessu til sönnunar eru hér sýnd verk rússnesku fram- úrstefnumannanna Olgu Rozanova, Pjotr Sok- olov og Tatjönu Glebova sem lærðu hjá meist- urum framúrstefnunnar á borð við Pavel Fílonov, Kazímír Malevítsj og Vladímír Tatlín. Fá verk á sýningunni eru dæmigerð fyrir list Trönumálarahópsins sem voru ein stærstu sam- tök myndlistarmanna á þriðja áratugnum ásamt Rússneska listamannasambandinu. Listamenn innan Trönumálarahópsins leituðu að nýjum stíl í samræmi við nýtt inntak. Þeir sniðgengu hug- myndir heimildastefnunnar og þverskölluðust við að þróa áfram myndlistarhefðir fortíðarinn- ar. Þessir listamenn sem urðu vitni að og þátt- takendur í októberbyltingunni og borgarastyrj- öldinni brugðust við þessum atburðum og leituðust við að færa samtímaleg efni í nýjan listrænan búning með því að brengla fjarvídd með óvæntum hætti og beita myndlíkingum. Á fjórða áratugnum lögðu þeir í fyrstu áfram rækt við stíl sinn, en næstu tvo áratugina þróaðist myndlist þeirra yfir í það að verða tilbrigði við sósíalískt raunsæi. Flest verkin á sýningunni og þau sem dæmigerðust eru tilheyra raunsæis- listamönnum sem aðhylltust aðferð sósíalíska raunsæisins sem var ráðandi í marga áratugi. Ráðandi grein myndlistar á þriðja áratugnum varð söguleg byltingarsinnuð myndlist. Mynd- listarmenn leituðust í verkum sínum við að túlka málstað byltingarinnar, að sýna hve einstök hún væri í veraldarsögunni. En sumir aðrir mynd- listarmenn settu sér hóflegra markmið og reyndu að endurskapa ákveðna atburði í þessari stórbrotnu sögulegu framvindu á sem nákvæm- astan hátt. Ívan Vladímírov, Georgíj Savítskíj og Robert Frents voru sérstaklega afkastamikl- ir á þessu sviði. Þrátt fyrir ólíkar aðferðir eiga verk þeirra margt sameiginlegt, þar á meðal ýmis myndefni svo sem götubardaga, götuvígi, mótmælagöngur og skotbardaga. Með teikning- um sínum lýstu þeir þeim átökum sem þeir höfðu sjálfir orðið vitni að á götum og torgum. Andlitsmyndir af leiðtogum októberbylting- arinnar og Kommúnistaflokksins voru mest áberandi á sýningum á þessum tíma. Stalín hvatti til þess að gerð yrðu verk tileinkuð Lenín, besta persónugervingi hinnar nýju hugsjónar sovéttímabilsins. Þessi hugmynd hafði áhrif á starf margra listamanna, þar á meðal þeirra sem sýnd eru verk eftir á sýningunni. Það voru einmitt andlitsmyndirnar af Lenín eftir bylting- una sem ruddu brautina fyrir persónudýrkun Stalíns, eins og hún birtist í myndlist. Myndlistarmenn á þriðja og fjórða áratugn- um leituðu að táknum tímans, einkum í mann- gerðum og einstaklingum. Þetta sést bæði á andlitsmyndum af frægum leiðtogum bylting- arinnar og dæmigerðum ímyndum af venjulegu fólki. Á þriðja og fjórða áratugnum þróaðist portrettmyndagerð í tvo meginstrauma: mynd- listarmenn héldu áfram að vinna að sálfræðileg- um portrettmyndum, en fóru jafnframt að gera hópmyndir með almennum dráttum sem end- urspegluðu einkenni fólks á þeim tíma. Áhugi á að skapa nýtt sósíalískt samfélag og rómantík daglegs lífs urðu til þess að myndlist- armenn tóku að vinna gríðarstór verk. Hin nýja afstaða til vinnunnar, sem var talin örvandi og göfgandi og gæða manneskjuna fegurð, varð eitt aðalþemað í verkum myndlistarmanna. Enn er ógetið verka á sýningunni eftir þá ljóðrænu myndlistarmenn sem sniðgengu op- inber viðfangsefni en leituðu sér myndefna í fjölskyldulífi eða úti í fagurri náttúru. Friðsælt líf sovéskrar alþýðu einkennir til dæmis verk eftir Víktor Kíseljov, „Safnað undirskriftum fyrir friði“. Á sýningunni „Skipulögð hamingja“ eru lista- verk af margvíslegu tagi. Þau veita áhorfand- anum tækifæri til að mynda sér sjálfstæða skoð- un á opinberri og óopinberri list á tímabilinu 1914–1956 og velta fyrir sér tengslunum milli framúrstefnu þriðja áratugarins og sósíalíska raunsæisins á fjórða, fimmta og sjötta áratugn- um. SKIPULÖGÐ HAMINGJA Í Listasafni Akureyrar verður opnuð sýning á rússneskri myndlist í dag kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina „Skipu- lögð hamingja: Rússnesk myndlist 1914–1956“. Er hún sérstaklega unnin í samvinnu við Fagurlistasafnið í Arkangelsk sem er eitt af stærstu listasöfnum Rúss- lands. ZOJA KÚLETSJOVA fjallar um þetta tímabil sem var gríðarlegt átakatímabil í sögu Rússlands. Borís Alexandrovítsj Golopolosov (1900–1983): Við grafhýsi Leníns. Sorgardagur í minningu V.I. Leníns. 1926, olía, strigi, 110,5 x 147,5 cm. Höfundur er yfirmaður nútímalistadeildarinnar við Listasafnið í Arkangelsk. Kvikmyndir sýndar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.