Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.2002, Blaðsíða 8
8 ∼ Lesbók Handritasýning 2002 Morgunblaðið Áður en bókfell var tekið í notkun var það fægt með vikursteini og stundum kalki til að slétta yfirborð þess enn frekar og gera það þannig úr garði að blek gengi sem best inn í að. Að því búnu var skrifflöturinn afmarkaður, merkt var fyrir línum og dálkum með því að stinga göt eða gera smáskurði með jöfnu millibili á spássíur opnunnar. Síðan notuðu menn yfirleitt reglustiku og drógu línur milli gatanna. Ýmist var skorið með hnífi eða dregið með beini, blýteini eða bleki til að marka línur og dálka á síðurnar. Merkingarnar sjást í sumum tilfellum enn á bókfellinu. Skinnblöðin voru lögð saman í kver, ef til vill áður en skriftir hófust því annars þurfti að gæta þess að skrifa textann rétt á laus blöðin eftir því hvern- ig þau röðuðust í kverið. Oft voru fjórar arkir í kveri, þó sú tala sé ekki algild, og hver bók samsett úr mörgum kverum. Þar sem skinnið varð ekki eins báð- um megin var sú regla höfð víða í Evrópu að leggja skinnblöðin þannig sam- an að sú hlið sem sneri að holdinu, svokallaður holdrosi lagðist við holdrosa og háramur við háram til að yfirbragð opinnar bókar yrði fallegra. Þeirri reglu er ekki alltaf fylgt í íslenskum handritum. Sökum þess að skinnið var dýr efniviður var gjarnan reynt að nýta það þó einhverjir smágallar væru á því. Rifur voru þá saumaðar saman og skrifað umhverfis göt. Af sömu ástæðu má finna blöð í handritum, misstór eða óregluleg að lögun, sem sýna að skinnið hefur verið nýtt til hins ýtrasta. Pennar, blek og litir Pennar voru um aldir gerðir úr fjöðrum enda er orðið penni tökuorð úr lat- ínu myndað af orðinu penna sem þýðir fjöður. Fjaðrapennar voru notaðir til skriftar hér á landi allt frá upphafi ritunar og fram á 19. öldina þegar stál- pennar komu til sögunnar. Pennar voru gerðir úr fjöðrum stórra fugla, svo sem álfta eða gæsa, en fjaðrir af vinstri vængnum þóttu falla betur að hend- inni en fjaðrir af hægri væng. Við pennagerðina voru fanirnar að mestu skornar af fjöðurstafnum og mergurinn dreginn út. Þá myndaðist eins konar „hylki“ eftir endilöngum pennanum, sambærilegt við fyllingar í pennum nú- tímans. Þegar pennanum var stungið í blekbyttuna gat hylkið fyllst af bleki fyrir tilverknað hárpípukrafts sem dró blekið upp í fjöðrina. Oft var reynt að láta hverja pennafyllingu af bleki endast til skriftar í eina línu í handriti. Pennaoddurinn var skorinn til og hertur í heitum sandi á pönnu áður en skriftir hófust. Skrifarar þurftu síðan að skera pennann reglulega, rétt eins og blýanta þarf að ydda, því oddurinn slitnaði og við það varð skriftin feitari. Pennaskurður var nákvæmnisverk sem þurfti að framkvæma á ákveðinn hátt. Meðfram því að bókfell varð aðalefni í bréfa- og bókagerð var þróað blek sem hentaði við skriftir á skinn. Á miðöldum var hið svokallaða barksýrublek al- gengast í Evrópu. Það var gert úr blöndu af járnsúlfati og barksýru sem best þótti að vinna úr galleplum, hnúðum sem myndast á eikartrjám utan um egg skordýra sem verpa undir berki trjánna. Gallepli eru afar rík af berkju sem auð- velt er að vinna og þau þykja því kjörin til barksýrugerðar. Þau eru einnig nefnd blekber á íslensku og vísar það heiti til nota þeirra við blekgerð. Samsetning bleksins virðist hafa verið vandaverk. Stundum urðu stafir svartir og gljáandi, stundum brúnleitari og gæti það hafa farið eftir hlutfalli járnsúlfatsins í blekinu. Á miðöldum var sótbleki stundum blandað við bark- sýrublekið sem varð þá dökkt, þykkt og upphleypt en litbrigði bleksins gátu annars verið fjölbreytileg, allt frá gráum til brúns eða grænum til svarts. Barksýrublek inniheldur efni sem dökkna þegar þau komast í samband við súrefni og þess vegna verða þau yfirleitt dekkri á skrifaðri síðu en í blekbytt- unni. Agnirnar í blekinu smjúga inn í trefjar skinnblaðsins þannig að skriftin endist vel og erfiðara er að útmá hana fyrir vikið. Við ákveðin skilyrði og á löngum tíma gat það gerst að blekið smygi of langt inn í skinnið og kæmi í gegn hinum megin á síðunni. Ef illa tókst til við blekgerð gat svo farið að blekið æti sig í gegnum bókfellið, þó engin dæmi þess finnist í íslenskum handritum. Á hinn bóginn var vel heppnað blek endingargott og smitaðist ekki út í skinnið umhverfis stafina. Líklega hafa Íslendingar notað erlent blek við skriftir fyrst eftir að ritlistin barst hingað en þegar tímar liðu komust þeir upp á lag með að búa til blek úr efnum úr íslenskri náttúru. Sem fyrr segir eru engar lýsingar til á blekgerð á Íslandi til forna en í heimildum frá 17. öld er sagt frá aðferð við blekgerð og er hún talin gömul. Til blekgerðar hefur verið notað sortulyng, soðið í járn- potti með ólaufguðum víðileggjum, eflaust til að fá eins konar barksýru eða kvoðu. Síðan var sortulitunarlegi bætt við blekið til að dekkja það. Sorta er dökkur mýrarleir sem notaður var til að lita svört klæði en dökkur litur henn- ar er talinn stafa af járnsúlfati. Þegar blekið hélst í dropa á nögl manns voru yfirborðseiginleikar þess orðnir eins og best var á kosið, þannig að það rynni ekki út á skriftarfletinum heldur smygi hæfilega langt inn í skinnið. Í Ferða- bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, sem upphaflega kom út 1752– 57, segir Eggert um blekgerð: Meginið af því bleki, sem notað er á Íslandi, er búið til úr víði, sem hér segir: Tekið er sortulyngsseyði og því blandað við sortu og soðið saman eins og til litunar. Ýmsir nota þó aðeins hið svartasta af legi þessum. Í löginn eru lagðir spænir af hráum víði, og eru þeir látnir liggja þar um hríð. Síðan er lög- urinn seyddur, þangað til hann verður þykkur og stundum dálítið lím- kenndur. Þegar hann er orðinn svo þykkur, að hnöttóttur dropi situr kyrr, ef hann er látinn drjúpa á nögl manns, er blekið fullgert. Þó þarf að sía það. Blek þetta er allvel svart og gljáir mjög, en ef of mikill víðisafi er í því, þornar það seint, og eftir nokkur ár verður pappírinn mórauður, af því að það brýzt í honum (Ferðabók I (1974), bls. 101). Í íslenskum miðaldahandritum, einkum frá því um 1400 og síðar, er blekið aðeins frábrugðið því sem notað var annars staðar í Evrópu. Stafirnir eru oft svartir og gljáandi, næstum því upphleyptir og því auðvelt að lesa þá þó nokkur hundruð ár séu liðin frá því þeir voru skrifaðir. Ef til vill hefur ein- hvers konar kvoðu stundum verið bætt í blekið til að fá gljáa í það. Rauðar fyrirsagnir í handritum voru skrifaðar með litarefnum en kálfsblóð hefur aldrei verið notað til skriftar á skinn eins og stundum hefur verið haldið fram. Um kvoðuna segir Eggert Ólafsson: Við vitum eigi, hvort menn í öðrum löndum nota kvoðu eða júgurlím. En það er almannarómur, að hún hafi fyrr á tímum verið notuð í blek til að skrifa með á bókfell, áður en pappír varð almenningsvara nálægt siðaskiptunum. Sennilega hafa allar norrænar þjóðir notað hana sérstaklega á vetrum og vor- in, þegar mest var um hana. Kvoðan er fyrsti mjólkurvökvinn sem fram kem- ur í júgrinu á ungum ám og kvígum, áður en þær bera í fyrsta sinn. Hún er gul, þykk og límkennd. Hún er oftast kölluð klár, en þó heldur kvoða, sem eiginlega er nafnið á tærum, bráðnum harpix, sem hún líkist mjög. Sérstaka lagni þarf til að mjólka kvoðuna. Nú er hún notuð til að líma bækur, tré og fleiri hluti. Það er sagt að hinir gljáandi, upphleyptu og ávölu stafir á fornum skinnhandritum séu gerðir af þessari kvoðu, en ekki vita menn, hvers konar sverta hefir verið notuð. Það eitt er víst, að kvoðan getur haldizt þannig og gljáð út af fyrir sig. Hún verður harðari en gúmmí og er betri en bæði það og eggjahvíta, sem menn fyrr á tímum notuðu mikið í málaralistinni, að því leyti, að hún blotnar ekki upp í raka eða vatni. Eigi alls fyrir löngu, meðan menn rituðu enn afsöl eigna og aðra mikilvæga gerninga á skinn, notuðu þeir þykksoðið víðiblek, sem þegar hefur verið lýst (bls. 115). Litir í handritalýsingum Þær skreyttu skinnbækur sem varðveist hafa hér á landi eru fæstar jafn glæsilegar og erlendar bækur. Litir í íslenskum handritum eru yfirleitt ekki eins skærir og í evrópskum handritum en sá munur gæti stafað af varðveislu íslensku handritanna sem flest eru dekkri en hin evrópsku. Ekki er vitað með vissu hvaðan Íslendingar fengu litina í handritin en líklega hafa menn annars vegar notað jurtaliti en hins vegar innflutta liti frá Evrópu, mestmegn- is í formi litasteina. Litarefnin voru mulin niður í fíngert duft sem síðan var blandað saman við bindiefni á borð við eggjarauðu, eggjahvítu eða fiskilím til að festa litinn við bókfellið. Ein aðferðin fólst í að þeyta eggjahvítu í froðu og láta hana standa uns hún rann út. Þá var auðvelt að blanda litaduftinu saman við og blandan festist vel við skinnið. Sá hængur var þó á að nokkuð auðvelt var að leysa lit- inn upp með vatni svo ef til vill var öðrum bindiefnum bætt við. Eina rannsóknin sem gerð hefur verið á litanotkun í íslensku handriti fór fram í University College í Lundúnum árið 1993. Við rannsóknina var notuð smásjártækni sem gerði mönnum kleift að kanna litina í bókinni án þess að hrófla nokkuð við henni. Handritið sem skoðað var, Skarðsbók Jónsbókar, er eitt af fegurstu og mest skreyttu handritunum sem varðveist hafa, skrifað 1363. Í lýsingum á síðum handritsins fundust sex litir, rauði liturinn v e r m - i l i o n , gult o r p i m e n t , rauðgulur r e a l g a r , rautt okkur (r e d o c r e ), blátt a z u r i t e og beinhvíta (b o n e w h i t e ). Aðrir litir, einkum grænblá og blá litbrigði, voru ekki kannaðir til hlítar en virðast blöndur af litnum v e r d i g r i s , sem er unninn úr spanskgrænu, sem og dökkgrænn litur sem gæti verið blanda af v e r d i g r i s og g r e e n e a r t h eða grænum leir. Meg- inniðurstaða rannsóknarinnar var að hráefni litanna sem unnt var að greina með vissu í lýsingum Skarðsbókar fyndust ekki í íslenskri náttúru heldur væri um innflutt litarefni að ræða, samskonar og notuð voru við handritalýs- ingar annars staðar í Evrópu. Skriftir og skrifarar Á miðöldum störfuðu skrifarar víða um Evrópu við að skrifa upp bækur á bókfell. Bókaframleiðsla fór einkum fram í klaustrum því reglulega þurfti að auka og endurnýja bókakost þeirra auk þess sem klaustrin hafa haft tekjur af bókagerð fyrir aðra. Stétt atvinnuskrifara varð jafnframt til utan klaustranna er fram liðu stundir, sérstaklega með vexti háskólanna eftir 1200 sem þörfn- uðust kennslubóka af ýmsu tagi, svo sem sögu- og lögbóka, guðfræði-, lækn- isfræði- og heimspekirita. Á sama tíma jókst skrifræði til muna og veraldleg yfirvöld þurftu á æ fleiri skrifurum að halda til að láta rita og skrifa upp ýmis skjöl, svo sem samninga og yfirlýsingar. Þegar tímar liðu störfuðu skrifarar einnig í þjónustu ríkra höfðingja sem vildu eignast bækur jafnframt því sem leikmennirnir sjálfir spreyttu sig eitthvað á skrifum til eigin nota, einkum á pappír á 15. öld. Bækur voru afritaðar af miklum krafti á Íslandi þrátt fyrir fámennið en bókaframleiðsla var ekki jafn bundin við klaustur og í Evrópu. Þó svo að munkar og nunnur hafi starfað sem skrifarar á Íslandi er talið að skrift- arkunnátta hafi verið algengari meðal leikmanna en í Evrópu og því hafi fleiri skrifarar komið úr röðum þeirra, einkum efnaðra bænda. Höfðingjar höfðu aðgang að menntun sem var forsenda þess að geta lesið og skrifað enda bendir ótrúlegur fjöldi varðveittra handrita sem geymir annað en kirkjulegt efni til þess að hér hafi verið menn sem vildu og gátu skrifað þannig bækur. Auk þess má með samanburði við fornbréf rekja margar rithendur á bókum til leikmanna en þó hafa klerkar einnig skrifað veraldlegar bækur, einkum konungasögur. Aðstæður við skriftir Heimildir um vinnuumhverfi og vinnubrögð íslenskra skrifara eru af skornum skammti þó athugasemdir skrifara á spássíum handrita, einkum frá síðari hluta miðalda, geti gefið hugmynd um aðstæður þeirra og líðan. Er- lendar heimildir geta þó fyllt í eyðurnar að einhverju marki. Skrifarastarfið var erfitt enda mikið nákvæmnis- og þolinmæðisverk auk þess sem vinnuaðstæður á miðöldum voru ólíkar því sem fólk á að venjast nú á tímum. Af ótta við að skemma verðmæt handrit voru skrifstofur klaustranna í Evrópu hvorki upphitaðar né upplýstar á annan hátt en með dagsljósi. Á Ís- landi hlýtur þó að hafa verið notað ljós í mesta skammdeginu því að ekki var hægt að leggja skriftir alveg af, bréfaskriftir voru til dæmis nauðsynlegar árið um kring. Þó má telja líklegt að bókaframleiðsla hafi að einhverju leyti verið árs- tíðabundin og vor, sumur og haust verið ákjósanlegust til skrifta þegar bjart- ast var. Eftirfarandi athugasemd á spássíu í íslensku rímnahandriti gæti bent til þess að við ljósaskiptin hafi skrifari þurft að ljúka störfum: „Nú er myrkur komið, mengrund.“ Ef marka má aðra spássíugrein í sama handriti hefur kuldinn sorfið að íslenskum skrifurum eins og starfsbræðrum þeirra á meg- inlandinu: „Illt er að skrifa í útnyrðingi.“ Í skrifstofum evrópsku klaustranna var krafist algerrar þagnar til að tryggja einbeitni enda ritun texta mikið nákvæmnisverk. Ekki mátti koma inn og ónáða skrifara með ómerkum athugasemdum eftir að skriftir hófust. Skrifarar störfuðu í sérstökum herbergjum eða í almennum vistarverum klaustursins Snepill úr Arnbælisbók AM 135 4to. Hér hefur skrifari hlaupið yfir textabút í forritinu. Til að bæta úr því hefur skinnbút með leiðréttingu verið skeytt inn í bókina. Við verkun bókfells var strengt skinn skafið með hálfmánalöguðum hníf.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.