Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.2002, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.2002, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. DESEMBER 2002 3 Steinar Bragi hefur fengið góða dóma fyrir skáldsögu sína Áhyggjudúkkur sem gerist að mestu í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg- inn og næsta nágrenni. Í samtali við Þröst Helgason talar Steinar Bragi meðal annars um þessar góðu viðtökur. Imre Kertesz fær Nóbelinn í bókmenntum afhentan í mánuðinum. Hjalti Kristgeirsson fjallar um þennan ungverska rithöfund sem enginn virtist þekkja þegar nóbelsnefndin dró hann fram úr ermi sinni. Í greininni kemur meðal annars fram að ekki eru allir jafn ánægðir með útnefningu Kertesz í heima- landi hans þar sem allt logar í pólitískum átökum. FORSÍÐUMYNDIN er af sýningunni Reykjavík í hers höndum sem hefst í Borgarskjalasafni Reykjavíkur í dag. Þ AÐ er ástæða til þess að byrja á að óska Stefáni Karli og Regnbogabörnum til ham- ingju með þann áfanga sem náðst hefur, annars vegar að stofna samtökin og hins vegar að fá húsnæði undir þau í góðu sveitarfélagi. Þetta mikla starf hefur vakið athygli og sýnir berlega hvers vegna enginn á að sitja hjá í umræðu á þeim forsendum að framlag viðkomandi skipti ekki máli. En það er tvennt annað sem Stefán hefur vakið athygli á sem mér finnst gríðarlega mikilvægt að fólk taki eftir. Annað er það að orðið einelti er kannski ekki það besta enda er ekki einungis mikilvægt að hlúa að fórn- arlömbum heldur má benda á að t.d. í ensku er orðið bullying notað sem vísar á gerand- ann. Það er nefnilega ekki síður mikilvægt að vinna með þá og byggja upp kerfi þar sem menn eru ekki bara að laga skaðann heldur að fyrirbyggja hann. Betra er heilt en vel gróið. Hitt er að uppeldi hefst heima við og að það er geysilega mikilvægt að foreldrar átti sig á því. Alltof algengt er að foreldrar hafi samband við skólana og vilji velta vanda- málum heimilanna yfir á þá. Þar með er skólinn ekki einungis orðinn menntastofnun heldur einnig uppeldisstofnun, dagvist- arstofnun, greiningar- og félagsmiðstöð. Lítum aðeins á þetta. Hvað af þessu er skólinn? Vissulega allt. En hvað hefur forgang? Ef við einbeitum okkur að grunnskól- anum þá má segja að menntunarhlutverkið sé frá gömlum tíma leiðandi verkefnið og það sem kennarar eru best búnir undir. Það að leiðbeina fólki í gegnum hin ýmsu fög, skrift, lestur, sögu, stærðfræði, íslensku, handmenntir og hvað þetta nú allt heitir. Hann er einnig að verða í æ ríkarai mæli dagvistarstofnun og það má sjá m.a. af há- værum mótmælum afmarkaðra hópa for- eldra sem jafnvel hafa hótað málsókn vegna vetrarfrídaga og skipulagsdaga. Spurningin er hversu langt eigi að ganga í undanláts- semi við slíkt. Benda má á að í ýmsum lönd- um taka skólar sér allt að viku leyfi og það jafnvel tvívegis á vetri. Þá er samfélagið stillt inn á slík leyfi sem koma ofan á löng páska- og jólafrí. Á haustin taka Svíar til dæmis skíðafrí og í kringum Þakkargjörð- arhátíð er nokkurra daga frí í mörgum ríkj- um Bandaríkjanna. Þó svo dagvistarhlutverk skólans sé að verða viðurkennt og það allt upp í fram- haldsskólann, þá er ekki þar með sagt að hann eigi að taka við af fjölskyldunni. All- tént hefur það verið víkjandi stefna hér á landi að hafa börn á heimavist. Það þýðir að foreldri verður að gera ráð fyrir því að eyða tíma með barni sínu og verður að setja vinnu sinni þann ramma að slíkt sé hægt. Hvað uppeldishlutverkið varðar hefur skólinn vissum skyldum að gegna. Hins vegar liggur grunnverkefnið hjá foreldrum. Þar ber að ala börn upp í hlutum eins og umgengni, mannasiðum og fleiru. Það eru foreldrar sem bera ábyrgð á t.d. klæðnaði barna sinna og það eru foreldrar sem eiga að bera ábyrgð á hátterni barna sinna. Þeir eiga vitaskuld ekki að mæla upp í þeim óartugheit eða velta yfir á skólann slíkum málum með því t.d. að kvarta undan aga- leysi í skólum, þegar sömu foreldrar rísa öndverðir yfir því að kennarar skuli reyna að halda uppi aga. Það getur vitaskuld komið upp ágrein- ingur við skólann en þá er bæði kennurum og ekki síður foreldrum hollt að halda barninu til hliðar í rökræðum sínum og láta það ekki blandast inn í deilur með því að hlýða á illmælgi um hinn aðilann, t.d. skól- ann, þannig að barnið tapi trausti til þess- arar stofnunar sem það þarf verulega á að halda og það í vaxandi mæli miðað við þjóð- félagsþróunina. Segja má að kröfurnar sem gerðar eru til skólanna og þau viðhorf sem endurspeglast í þeim séu harla óraunhæf og kannski eru þau vísbending um að menn hafi misst sjón- ar á raunverulegu hlutverki skólans. Hvað varðar hin verkefnin þá er það nú skólanna að greina vandamál nemendanna, jafnvel að hafa milligöngu um meðferð- arleiðir og sjá um lyfjagjafir. Og slíkt þykir mörgum sjálfsagt. Aftur á móti eru dæmi þess að greining- unum hafi verið hafnað af foreldrum, sem, kannski af skiljanlegum ástæðum, áttu erf- itt með að horfast í augu við vanda barna sinna. Þá er komið að síðasta hlutverkinu sem felst í skólanum en það er félagsmiðstöðv- arhlutverkið. Þar þarf skólinn virkilega að líta til málanna því þarna myndast fé- lagaböndin og þá getur mótast fjandskapur sem endist fram á fullorðinsár. Þegar hópur barna þarf að starfa saman daglangt í litlu rými þar sem erfitt er að velja og hafna samstarfsfólki verður skólinn að gæta þess að börnin læri að starfa saman, leika sér á heilbrigðan hátt sem og að efla skilning á kostum og göllum samferðamanna sinna. Í mínum huga er eitthvað það mikilvæg- asta sem foreldri getur gefið barni sínu það að opna hugann fyrir öllu því jákvæða sem í kringum það er og að læra að meta um- hverfi sitt. Neikvætt lífsviðhorf í garð manna og málefna leiðir til fordóma, höfn- unar og þess að fólk fer á mis við margt. Meðal þess sem ég geri bæði í mínu starfi og á áhugasviðinu er að ferðast með hópa ungmenna til keppni eða annarra starfa. Þá sér maður vel viðhorf barnanna í garð alls konar málefna. Þau sem ekki þekkja annað lýsa ótrúlegri neikvæðni í garð margra teg- unda tónlistar, kvikmynda og leikhúss. Þeg- ar þau svo fá að upplifa þessa hluti við- urkenna flest þeirra að hlutirnir hafi verið ánægjulegir. Og hvað í ósköpunum skyldi fá t.d. sjö ára barn til þess að kalla félaga sinn homma? Síðan hvenær varð það uppnefni smábarna? Þegar ferðast er með slíkum hópum sér maður hvaðan alls konar ósiðir koma, mat- arvenjur og margt annað. Þá finnur maður einnig að þessi börn venjast því að heyra talað um menn og málefni á marga vegu. Slíkt heyra kennarar einnig glögglega. Það er þess vegna mjög áríðandi að for- eldrar ungra sem aldraðra barna og börn þeirra nýti sér tímann sem framundan er til að vera saman og gera ánægjulega hluti saman. Slíkt leiðir af sér hefðir sem fylgja börnunum í okkur frá kynslóð til kynslóðar. Festa og öryggi er lykill allra sambanda en kannski er það sterkasti lykillinn í sam- bandi barns við aðra, hvort sem það eru kennarar eða foreldrar. Núna láta mörg okkar það fara í taug- arnar á sér að einstaka verslanir dragi upp jólaskraut í október og að menn rugli sam- an jólum og aðventu. Jólahaldið, sem tekur orðið mun meira en aðventuna og snýst orð- ið um árangur kaupahéðna fremur en trú- mál, er þó einhver ánægjulegasti tími sam- veru. Þá vinnum við að því að gleðja hvert annað og njóta þess að eiga frítímann og tækifærin saman. Hvílíkt tækifæri. Notum það vel. Gleðileg jól. GLEYMUM EKKI RABB M A G N Ú S Þ O R K E L S S O N maggi@flensborg.is WILLIAM CARLOS WILLIAMS FULLKOMNUN ÁRNI IBSEN ÞÝDDI Ó unaðslega epli! fagurlega, fullkomlega rotið, lögun þess svotil heil – ef til vill ögn herpt efst en að því slepptu fullkomið að öllu leyti! Ó unaðslega epli! baðað svo dökku brúnu sem þekur hið óspillta yfirborð! Enginn hefur snert þig síðan ég lét þig á handrið pallsins fyrir mánuði til að þroskast. Enginn. Enginn! William Carlos Williams (1883-1963) var eitt fremsta ljóðskáld Bandaríkjanna á tuttugustu öld. Ljóðið Fullkomnun er fengið úr nýútkominni bók, Myndir frá Bruegel, sem inniheldur þýðingar Árna Ibsen á ljóðum Williams. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 4 7 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI Hvers virði er tunga, sem týnist? „Enda þótt gott vald þjóðar á ensku eða öðrum heimsmálum geti örvað viðskipti og efnahagslíf eins og sumar rannsóknir hag- fræðinga virðast sýna, þá er einnig hægt að hugsa sér hið gagnstæða: að staðföst rækt við þjóðtunguna umfram önnur mál sé til marks um þrautseigju einnig á öðrum svið- um – þess háttar þrautseigju, sem getur skilað mönnum góðum lífskjörum til langs tíma litið,“ segir Þorvaldur Gylfason í svari sínu við þessari spurningu. Hvað eru góðar bókmenntir? „Eitt viðbragðið við erfiðum spurningum um góða og fallega hluti er að neita því að hægt sé að svara þeim af viti. Þeir séu ekk- ert nema einstaklingsbundin smekksatriði þegar bezt lætur, og þegar verst lætur al- mannasmekkur sem við höfum látið um- heiminn þröngva upp á okkur,“ segir Þor- steinn Gylfason í svari sínu við þessari spurningu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.