Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 09.04.1992, Blaðsíða 29
sér íbúðarkaupum, ekki síður en hvort gler er tvöfalt, veggir sprungnir, raf- lagnir góðar og... Birtan getur skipt sköpum fyrir sálar- heill manna, við megum ekki gera lítið úr því. Alls kyns sniðugar lausnir eru til að auka birtuskilyrðin sem um leið virðist stækka rými. Litir skipta höfuð- máli í því sambandi, en eins og allir vita stækka ljósir litir vistarverur en þeir dekkri hafa gagnstæð áhrif. Viður getur líka orðið til að umturna um- hverfmu... HÚS ERU TIL AÐ BÚA í Hús verður að vera vel hannað bæði „að utan“ og „innan“, ákjósanlegast er gott samspil þama á milli. Góð hönnun felur í sér að farið hafi verið ofan í saumana á öllum þáttum. Það er því sama hvort fólk er að kaupa eldra hús eða reisa nýtt; sama reglan gildir um að skoða beri skipulag ekki síður en ytri umbúðir. Hafa í huga að hús em til að búa í og fleira hefur áhrif en það sem augað nemur í fyrsta kasti... MISTÖK Á MIS- TÖK OFAN Að lokum má minnast þess hversu margir hafa farið halloka á íbúðarkaup- um og endurbótum. Það er ekki nógu oft brýnt fyrir fólki að slíkt stúss kostar áætlunargerð, ef ekki á að glopra því niður sem að er stefnt. Lftilvæg mistök geta undið upp á sig og kostað heilmik- inn aur, — sérstaklega hvimleitt þegar fjárráð em knöpp og áædanir þurfa að standast. Vísitölur, af ýmsum uppruna, gera áætlanir hérlendis að vísu erfiðar og oít ómarktækar, en það má þó alltaf reyna... LÝSING GJÖR- SAMLEGA VAN- RÆKT „Ljós gefur líf,“ segir þýski hönnuð- urinn Tom Schlotfeldt. Samkvæmt honum er lýsingu heimila oft ábóta- vant, jafnvel alger skandall og gjörsam- lega vanrækt atriði. Náttúmlegt ljós er auðvitað fallegast en þar sem við höf- um takmarkað magn af því hérlendis að vetri er eins fallegt að bæta það upp með kraftaverki rafmagnsins. An þess að fólk átti sig á því gerir lýsing meira en að veita birtu því hún skýrir útlínur með því að kasta ljósinu á ákveðna staði en skyggja aðra. Birtan skapar líka stemmningu; rómantík, kulda, notalegheit... Varist hönn- UNARGALLA Og ef.áfram er haldið... þá hreinlega æpir íslenskur vetrardrabbinn á birtu og ljós. Hönnuðir húsa þurfa því að taka mið af þessu en það er með ólíkindum hversu dimm mörg íslensk hús eru. Slíkur hönnunargalli þrengir híbýh og ber að skoða þegar fólk er að velta fyrir Á ÞAKIÐ OG SVALIRNAR ÞAKDÚKAR VARANLEG VATNSVÖRN BYGGQAVERKHE Reykjavíkurvegi 60, 222 Hafnarfjörður Sími 91-54644 - Fax nr. 54959 s/ss/sssasssss/sssmsÆrs/s •• •• TVOFOLD LIMING - MARGFÖLD ENDING! GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333 Vantar þig rafmagn í sumarbústaðínn Tímabundinn afsláttur tengigjalda 1992 Rafmagnsveitur ríkisins hafa ákveðið að veita tímabundinn afslátt frá gjaldskrá um tengigjöld í sumarhúsahverfum árið 1992. Afsláttur þessi er byggður á því að hægt sé í samvinnu við umsækjendurað náfram meiri hagkvæmni við heimtaugalagnir. Eftirfarandi meginskilyrði eru fyrir afslættinum: 1. Um er að ræða hverfi sem þegar hafa verið rafvædd að einhverju leyti. Um ný hverfi gilda almennir skilmálar gjaldskrár, sjá þó lið 7. 2. Umsókn heimtaugar þarf að berast fyrir 15. maí 1992. 3. Gengið skal frá greiðslu fyrir 10. júní 1992. 4. Unnt þarf að vera að tengja a.m.k. 10 heimtaugar í sama hverfi, eða 5 á sömu spennistöð, í einni verklotu. 5. Verktími (dagsetning) verði ákveðinn í samráði umsækjanda og Rafmagns- veitnanna. Umsækjendur tilnefni einn tengilið í hverju tilviki. 6. Umsækjendur munu sjá til þess að nauðsynlegum frágangi innan lóðarmarka, samkvæmt skilmálum í gildandi gjaldskrá, sé lokið á réttum tíma, sbr. lið 5. 7. Heimilt er að víkja frá þessum skilmálum, þar sem aðrar jafn hagstæðar aðstæður gefa tilefni til afsláttar að mati Rafmagnsveitnanna. Rafmagnsveit- urnar munu yfirfara umsóknir og gefa svör um afslátt fyrir 5. júní 1992. Þessi afsláttur nemur 22,8%, þannig að grunngjald lækkar úr 162.000 kr. (án vsk.) í 125.000 kr. (án vsk.) Þeim aðilum sem eiga óafgreiddar umsóknir frá fyrra ári, er bent á að hafa samband við Rafmagnsveiturnar hið fyrsta. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Irfonrli of/ REYKJAVÍK 91-605500 IHaUUrdH^ STYKKISHÓLMUR 93-81154 BLÖNDUÓS 95-24600 AKUREYRI 96-26500 EGILSSTAÐIR 97-11300 HVOLSVÖLLUR 98-78232

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.