Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 10.09.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. SEPTEMBER 1992 „Sniðugt hjá þér að taka viðtal við Sigurð Sverri. Mér finnst hann með fallegri karlmönnum á ís- landi, bæði karlmannlegur og svo hefur hann þennan innri spiritúal kraft,“ sagði ung kona við mig á dögunum. Sigurður Sverrir Páls- son hefúr ekki verið mikið í sviðs- ljósinu, er oftast bak við kvik- myndatökuvél eða á klippiborði. Hann rekur kvikmyndagerðina Lifandi myndir, ásamt félögum sínum, og hefur mest gert heim- ildamyndir, síðast Verstöðina fs- land sem sýnd var við metaðsókn í vor. Hjá Lifandi myndum taka þeir allt á filmu meðan aðrir taka á vídeó og það er sagt að þeir kunni ekki á vídeó. Sigurði Sverri fannst þetta mikið hrós. Fyrsta íslenska bíómyndin sem hann tók var Land og synir og nú síðast Sód- óma-Reykjavík eftir Óskar Jónas- son. TILFINNING í HANDRITI Um hvað snýst kvikmynda- taka? „Kvikmyndataka snýst um að leysa vandamál. Þegar ég fæ handrit í hendur loka ég mig af, les handritið og reyni að fá tilfinn- ingu fyrir því og ná ákveðnum grunntón sem fylgir mér frá upp- hafi og hefur áhrif á hvernig ég nálgast verkið. Ég var með þeim fyrstu sem fóru í kvikmyndatöku sem sérfag. Þetta var spennandi. Ég lá í bíó einsog aðrir krakkar, en námið var fúllkomlega óraunhæft á sínum tíma. Ég var í klippingum hjá Sjónvarpinu og seinna f tökum og stjórn upptöku. Eftir fjögur ár fannst mér ég vera staðnaður í færibandaframleiðslu og fram- leiddi eftir pöntun. Það var engin sköpun. Ég óskaði eftir að komast í ársleyfi tíl að endurmennta mig og fá nýjar hugmyndir en yfir- maður minn varð ekki við þeirri ósk og þá hætti ég bara. Ég valdi kvikmyndatöku því ég botnaði minnst í henni. Mér fannst ég skilja allt annað, sem var mis- skilningur. Ég skildi það seinna. Maður er að læra þetta svo lengi sem maður lifir. Það er kostur. Þá staðnar maður ekki. Ég tek gam- anmynd öðruvsi en drama t.d. út ffá lýsingu. Þótt Sódóma sé undir- heimamynd er hún gamanmynd svo ég lýsi hana upp.“ GAMANSAMIR UNDIR- HEIMAR Ertu þá að lýsa upp undir- heitnana? „Þetta eru gamansamir undir- heimar. Ég held að Sódóma gefi ekki innsýn í hina eiginlegu und- irheima í Reykjavík, sem hljóta að vera harðari. Viðkvæðið hjá okk- ur Óskari var: „Þetta er bara gam- anmynd.“ Við leyfðum okkur alls- kyns hluti í hreyfingu vélarinnar, gáfúm okkur frelsi og nutum þess að búa til gamanmynd. Samstarf- ið við Óskar gat ekki verið betra. Hann er mjög þægilegur og hefúr ferskar hugmyndir. fslenskir kvik- myndatökumenn hafa átt undir högg að sækja. Þegar myndir hafa verið fjármagnaðar erlendis frá hefur venjulega verið sett fram krafa um einn mann, kvikmynda- tökumanninn, sem er næstæðstur á eftir leikstjóra. Óskar var með skólafélaga sinfi, Breta, á umsókn til Kvikmyndasjóðs en fékk ekki leyfi fyrir honum því Bretar voru ekki með fjármagn í Sódómu. Ég held að Óskar hafi ekki áttað sig á þessu en hann tók því með karl- mennsku að þurfa að skipta um mann. Það er mikilvægt að ís- lenskir tökumenn geti sýnt land og þjóð með sínum hætti.“ LOFTRÆSTISTOKKAR, GULLFISKAR OG FLÓÐ Hvernig tilfinning var að lesa handrit Sódómu? „Bara gaman. Eitthvað skemmtilegt. Mér fannst að ef okkur tækist að halda í andann í handritinu yrði þetta skemmtileg mynd. Það voru ýmis vandamál fýrir mig að leysa einsog flóð í Ell- iðaánum, svo átti að steypa gull- fiskum oní klósett og myndavélin að elta þá eftir klóakinu útí sjó. Við notuðum lokaða vatnsrenni- braut, hentum vélinni niður í lok- aðri tunnu ýmist með manni eða án. Þegar gullfiskunum var steypt niður hengdum við myndavélina í snæri og létum hana snúast á fleygiferð. Það tók nokkra daga og útheimti milda hugsun en svo fór að lokum að gullfiskaatriðmu var sleppt. Svo brýst leikari inn bak- dyramegin í Sódómu að bjarga stúlku sem er þar í haldi, fer inní loftræstistokka og það kostaði heilabrot að fylgja honum eftir og lýsa. Elliðaárnar eru hinsvegar leyndarmál, menn geta spáð í það en það var erfitt að fá leyfi fyrir flóði. Ég sagði við Óskar eftir fyrstu vikuna að ég hefði lært meira á viku en á mörgum árum. Mér finnst það heillandi. Óskar hefúr sérstakan húmor sem skilar sér, húmor sem er hefðbundinn og óhefðbundinn í senn, kemur á óvart. Óskar er myndlistarskóla- genginn, sem er kostur, hefur ákveðnar skoðanir á uppbyggingu mynda og það var alltaf skemmti- legt að heyra athugasemdir hans.“ KLIPPING ER HJARTA KVIKMYNDAGERÐAR „Kvikmyndataka er bara eitt af því sem ég hef verið að vrnna við. Stór hluti fer í undirbúning og síð- an klippingu og hljóðsetningu. Sá tími sem maður er í tökum er því miður alltof stuttur. Maður lærir mikið um kvikmyndatöku við að klippa. Klipping er hjarta kvik- myndagerðarinnar. Ég get líkt því við myndhöggvara sem sækir sér stein tíl að höggva í. Allt annað er hráefni en klippingin mótar og meitlar verkið. Það verður að taka mynd þannig að hún passi í klipp- ingu. Tökumaður þyldr yfirleitt of náinn eigin verki tíl að klippa það. Ég er tiltölulega laus við þetta því fyrir mér öðlast verkið sjálfstætt líf í klippiborðinu og góðar tökur geta orðið slæmar og öfugt. Góð klipping og góð kvikmyndataka eru nokkuð sem þú tekur ekki eft- ir. Góð kvikmyndataka þjónar verkinu og er ósýnileg. Þetta er skoðun sem hefur ekki breyst hjá mér gegnum árin og ég hef reynt að hafa að leiðarljósi. Þetta er varla tækni sem hægt er að læra, frekar tilfinning sem er meðfædd og þróast með reynslu. Kvik- myndatakan má aldrei trana sér fram. Ég á erfitt með að þola myndir þar sem t.d. maður kemur inní herbergi og myndavélin er uppí lampaskermi eða ef maður opnar ísskáp og þú horfir á hann innanúr ísskápnum. Þetta er ekki frumlegt, það bara truflar og menn nota stundum svona trix tO að fela að þeir hafa ekkert að segja. Svo getur verið að það þjóni sögunni og þá er það í lagi. Það er alltaf að koma ný tækni og margir í þessum bransa eru mikil tækni- frík en sagan skiptir höfuðmáli þegar öllu er á botninn hvolft.“ HUNDRAÐ OG EITTHVAÐ SÖGUR „Sagan verður að halda áhorf- anda föngnum og það má aldrei leggja of mikið uppúr tækni á kostnað hennar. Það er auðvitað alltaf verið að segja sömu sögum- ar. Mér skilst að góður maður hafi reiknað út að það séu u.þ.b. 116 sögur sem verið er að segja, með ýmsum blæbrigðum. Yfirleitt veistu hvernig mynd endar og sjaldgæft að maður fái nýjan flöt á söguna. Annaðhvort eru bíó- myndir góðar eða vondar, að flokka þær í gamanmyndir eða dramatískar er bara fyrir sérfræð- inga. Stundum ertu í skapi til að horfa á góða dramatíska mynd og stundum gamanmynd. Það hefúr viljað loða við að dramatískar myndir séu álitnar merkilegri, meiri list. Þá erum við komin út á hálan ís, hvað er list? List er kannski það sem hittír þig í hjart- að.“ Áttu uppáhaldsbíómyndir eða kvikmyndatökumenn? „Það er alltaf að breytast. Ég var hrifinn af Vitninu, góð saga og vel kvikmynduð. John Seale sá um tökuna. Skrítið að þegar ég sá Regnmanninn hreif myndatakan strax og það kom í Ijós að þar var Seale að verki. Sven Nykvist hefúr sagt að fólk tali um að það þekki myndir hans á fyrstu sekúndum.“ Áttarþú þig á þínum stíl? „Nei, en kannski aðrir geri það. Það hefur mótað mig að ég hef nánast ekkert verið í auglýsingum en mikið í heimildamyndum. Það hefúr áhrif, allt önnur hugsun, svo kannski er ég ekki nógu uppá- tækjasamur. Ég reyni að gagnrýna mig í botn, maður getur alltaf gert miklu betur. En ég er hlynntur því að það verði gerðar fleiri myndir einsog Veggfóður og Sódóma, þar er um íslenskan nútímaveruleika að ræða og kostnaði haldið í lág- marki. Við sáum á Börnum nátt- úrunnar að umheimurinn hefur áhuga á alíslenskum veruleika." BÍÓMYNDIR VERÐUR AÐ SÝNAÍBÍÓ Er til islenskur veruleiki? „Eftir því sem flæðir inn meira af erlendum áhrifum því meira virði er að halda í þjóðareinkenni. Ég vísa þeirri ábyrgð til íslenskra rithöfúnda og þeirra sem skrifa að hafa uppi á þessum veruleika ef hann er til.“ Nú er mikið talað um of- neyslu myndefhis. „Ég er sammála því að hún sé of mikil þótt það sé paradox af manni í mínu starfi. Ég er jafnsek- ur og aðrir að vera of latur að horfa á myndir í bíó. Versta við sjónvarp er að það sýnir bíó- myndir. Þær á að sýna á tjaldi. Bíómynd verður afmynduð, ljót og þú sérð ekki nema hluta henn- ar í sjónvarpi. Sjónvarp er fiínt fyr- ir fréttir og fræðsluþætti. Það er vísindalega sannað að það hefúr ólík áhrif á heilann eftir því hvort þú horfir á mynd á tjaldi eða í sjónvarpi. Þú horfir á ljós og skugga á tjaldi sem virkar á hægra heilahvelið þar sem tilfinningalíf- ið, ímyndunaraflið, rytmi og hlustun eiga aðsetur en í sjónvarpi horfir þú á elektróníska mynd sem virkar á vinstra heilahvelið og þar með rökhyggjuna. Það er kannski hluti af því hversvegna Verstöðm fsland varð svo vinsæl. Það er sjaldgæft að fólk sjái heún- ildamyndir í bíó. Okkur hjá Lif- PRESSAN/JIM SMART andi myndum langar líka að gera mynd um róður í gamla daga. Menn sátu á sömu þóftunni allan dagin'n eða lengur og ekkert nema himinn og haf.“ PERSÓNULEG SÝN ER MIK- ILVÆG Finnst þér gaman að gera heimildamyndir? „Já, mjög spennandi. Það eru til margar tegundir af heimilda- myndum. Það má endurskapa gamla tímann en mér finnst ekki síður áríðandi að gera heimilda- myndir um nútímann. Eftir að Sjónvarpið byrjaði með Kastljós og fréttaskýringaþætti er ekkert lengur um það að kvikmynda- gerðarmenn geri eigin slíka þætti þar sem persónuleg sýn kemur í ljós og eftirsjá að því. Það kallar á meiri skoðanaskiptí. Hitt er möt- un. Það er einsog maður megi ekki hafa eina skoðun í dag og aðra á morgun. Það verður að núlla allt út jafnóðum. Mér finnst að Sjónvarpið eigi ekki að fram- leiða neitt nema fréttír. Ég hef líka áhyggjur af því að nánast allt heimildaefni er tekið upp á vídeó. í því hágæðasjónvarpi sem er væntanlegt verður ekki hægt að sýna þetta efni. Hinsvegar ef tekið er á filmu skilar það fúllum mynd- gæðum. Þetta sjá aðrar þjóðir og eru að vinna margt aftur á filmu. Hér er þetta viðkvæmt og má ekki tala um það. Ég hef áhyggjur af því að enginn annar hefiir áhyggj- ur af þessu.“ Hvað ertu að gera þegar þú ert ekki í vinnunni? „Ég hef voðalega gaman af mörgu en fyrirtækið tekur mikinn tíma. Ég á þrjú uppkomin börn og konan mín hefur haft meira af uppeldi þeirra að segja. Að vera í tökum er svipað og að vera á tog- ara; ég rétt kemst heim, í sturtu, sef og upp affur. Þótt komi ftídag- ur er ég að hugsa um verkið. Eg hef gaman af því að smíða og halda við húsinu og lesa góða bók ef ég hef tíma.“______________ Elisabet Jökulsdóttii

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.