Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 Skoðanakönnun Skáls fyrir PRESSUNA Sjálfstæðisflokkurinn ekki minni í fjögur ár Alþýðubandalagið sópar til sín fylgi. Kvennalistinn tapar á landsþinginu. Framsókn og kratar halda sínu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst minni í skoðanakönn- unum Skáls en nú síðan ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar var að rakna upp á haustmánuðum 1988. Nú mælist fylgi flokksins 33,3 prósent ef miðað er við þá sem tóku afstöðu. Ríkisstjórnarsetan hefur leikið þá Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson misjafnlega. Jón Baldvin og kratarnir halda sínu fylgi en stór hluti af stuðn- ingsmönnum Davíðs og sjálfstæðis- manna hefur snúið bakinu við flokknum. FJÓRÐUNGUR ÞJÓÐAR- INNAR SNÚIST GEGN SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM Flokkurinn mælist með rúm- lega 3 prósentustigum minna fylgi en í síðustu könnun í september, rúmlega 5 prósentustigum minna fylgi en í síðustu kosningum og 24 prósentustigum minna íylgi en þegar hann reis hæst í skoðanakönnunum frá miðju ári 1990 og fram að kosningum um vorið 1991. Frá þeim tíma hefur því fjórðungur þjóðarinnar snú- ið baki við flokknum. Frá því Davið Oddsson myndaði ríkisstjórn sína 1. maí síðastliðinn hefur Sjálf- stæðisflokkurinn mælst með minna en 40 prósenta fylgi. Það hljóta að vera slæm tíðindi fyrir flokkinn þar sem hann hefur vana- lega mælst með yfir 50 pró- senta fylgi í könnunum þeg- ar hann hefur ekki fengið nema um og yfir 40 prósent upp úr kjörkössunum. I síðustu könnun Skáís fyrir kosningamar 1991 fékk flokkurinn þannig um 45 prósenta fylgi en uppskar ekki nema 38,6 prósent í kosningunum. Ef reiknað er með sama mismun í dag gefur niðurstaða könnunarinnar nú ekki vonir um nema 28,5 pró- senta fylgi í kosningum eða svipað og flokkurinn fékk eftir að Albert Guðmundsson klauf hann árið 1987. Sjálfstæðismenn hljóta því að vona að tímarnir hafi breyst og flokkurinn mælist ekki lengur stærri í könnunum en kosning- um. En fylgi flokksins nú, 33,3 pró- sent, gæfi sjálfstæðismönnum 21 þingmann. 5 þingmenn Sjálfstæð- isflokksins yrðu því atvinnulausir ef gengið væri til kosninga í dag. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Á SIGLINGU Alþýðubandalagið er hins veg- ar á mikilli siglingu. Flokkurinn mælist nú með 18,1 prósents fylgi eða tæplega 5 prósentustigum meira en í könnuninni í septem- ber. Á undanförnum fimm árum hefur Alþýðubandalagið aðeins einu sinni mælst með viðlíka fýlgi í könnunum Skáfs. Það var í nóv- ember á síðasta ári. En þrátt fyrir mikla sveiflu til Alþýðubandalagsins nú er staða flokksins ekki svo góð. Fylgi hans nú er 3,7 prósentustigum meira en hann fékk í síðustu kosning- um. Framsóknarflokkurinn hefur Að ofan sést hvernig þingsæti skiptust á milli flokkanna miðað við niður- stööu skoðanakönnunarinnar. Innan svigans er raunveruleg tala þingmanna hvers flokks, en innst gefur að Ifta stuðninginn, sem að baki liggur. PRESSAN/AM hins vegar bætt við sig 4,4 pró- sentustigum ffá kosningum. Stjórnarandstaðan hefur því skilað Alþýðubandalaginu minna fylgi en Framsókn. Mikil sveifla til allaballa nú sýnir hins vegar að þeir eru fyrst núna að uppskera fylgi vegna óvinsælda ríkisstjórn- arinnar. Fylgi Alþýðubandalagsins nú gæfi flokknum 11 þingmenn eða tveimur fleiri en nú. KVENNAUSTTNN AFTUR UNDIR10 PRÓSENTIN Kvennalistinn virðist hins veg- ar ekkert græða á óvinsældum ríkisstjórnarinnar. Hann mælist nú með 9,2 prósenta fylgi, sem er 2,1 prósentustigi lakari útkoma en í könnuninni í september. Það er líka aðeins 0,3 prósentum meira fylgi en í síðustu kosningum. Þetta verður að teljast dapurleg frammistaða hjá stjórnarand- stöðuflokki — ekki síst í ljósi þess að könnunin var gerð sömu helgi og Kvennalistinn hélt landsþing sitt. Kvennalistinn hefur hangið í 10 prósentum í könnunum Skáís undanfarin þrjú ár. Hann fer sjaldan mjög langt niður fyrir 10 prósentin og mjög sjaldan hátt yfir þau. Flokkurinn virðist því fastur þarna — honum tekst hvorki að laða til sín fleiri kjósendur né fæla traustustu stuðningsmenn sína frá. Þrátt fyrir litla fylgisaukningu frá kosningum mundi Kvennalist- inn samt bæta við sig einni þing- konu ef niðurstöður þessarar könnunar væru kosningaúrslit. KRATAR OG FRAMSÓKN HAGGAST VART Minnst sveifla er á fylgi Fram- sóknar og krata. Framsóknar- flokkurinn fær 23,3 prósenta fýlgi í þessari könnun eða 1,3 prósent- ustigum meira en í september. Eins og áður sagði er það 4,4 pró- sentustigum meira en í síðustu kosningum. Framsóknarflokkur- inn er því sá stjórnarandstöðu- Kratarnir snúa baki við stjórninni Ríkisstjórnin tap- ar fylgi frá í haust. Hún er eftir sem áður vinsælli en ríkisstjórn Stein- gríms Hermanns- sonar. Fjórðung- ur krata styður ekki stjórnina. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur tapað fýlgi á undanförnum mánuðum. Af þeim sem tóku af- stöðu í skoðanakönnun sem Ská- fs gerði fýrir PRESSUNA sögðust 44,6 prósent styðja stjórnina en 55,4 sögðust ekki gera það. f sept- ember sögðust 47,6 prósent styðja stjórnina. Hún hefur því tapað réttum 3 prósentustigum á tveimur mánuðum. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Davíðs njóti ekki meirihlutafýlgis þjóð- arinnar er hún langtum vinsælli en ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Sú ríkisstjórn fór allt niður í um 27 prósenta fylgi — tæplega þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar voru á móti henni. Stuðningur við ríkisstjórn Davíðs hefur sveiflast frá 43 og upp í 48 prósenta fýlgi frá því hún tók við, ef undan er skilin könn- un sem gerð var á hveitibrauðs- dögum hennar. Þá mældist fylgið í rétt tæpum 60 prósentum. Fylg- ið hefur mælst minnst í nóvem- ber í fýrra og maí á þessu ári. ——Fylgið í dag er rétt aðeins meira en í þessum tveimur mánuðum. / Það sem vekuf •athygli víð könnunina nú er að kratar virðast vera orðnir afhuga ríkijstjórn- inni. Nú segjast 24 prósent þeirra ekki styðja stjórnina eða eru í vafa en fyrir tveimur mánuðum voru aðeins 8 prósent krata þess- arar skoðunar. 13 prósent sjálf- stæðismanna segjast vera and- stæðingar stjórnarinnar eða geta ekki gert upp hug sinn, en fyrir tveimur mánuðum gáfu 10 pró- sent þeirra sömu svör. En á sama tíma og stuðningur fylgismanna stjórnarflokkanna við ríkisstjórnina virðist fara þverrandi eykst stuðningur við hana meðal þeirra sem segjast styðja einhvern stjórnarand- stöðuflokkinn. Þannig segjast 7 prósent stuðningsmanna Kvennalista styðja stjórnina og 14 prósent framsóknarmanna. Al- þýðubandalagsmenn eru hins vegar ekki í neinum vafa um af- stöðuna til ríkisstjórnarinnar. Enginn þeirra styður stjórnina. Afþeim sem ekki tóku afstöðu til stjórnmálaflokkanna en gátu myndað sér skoðun á ríkisstjórn- inni sögðust 75 prósent vera á móti henni en 25 prósent með. flokkur sem græðir mest á óvin- sældum ríkisstjómarinnar. Samkvæmt niðurstöðu þessar- ar könnunar fengi Framsóknar- flokkurinn 15 þingmenn eða tveimur fleiri en hann hefur nú. Kratarnir fá 15,7 prósenta fýlgi í þessari könnun. Það er 0,7 pró- sentustigum minna en í septem- ber en 0,2 prósentustigum meira en íkosningunum 1991. Kratar mega því vel við una, sérstaklega í ljósi þess hversu miklu samstarfsflokkurinn hefur tapað. Það er athyglisvert að krat- ar hafa ekki mælst hærri í könn- unum Skáís en að jafnaði undan- farna mánuði síðan á hveiti- brauðsdögum ríkisstjómar Stein- gríms Hermannssonar. Niðurstöður þessarar könnun- ar mundu tryggja krötum óbreytta þingmannatölu. ÞINGMEIRIHLUTINN FAI.I.INN Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengju sjálfstæðis- menn og kratar samtals 31 þing- mann. Meirihluti ríkisstjórnarinn- ar á Alþingi væri þá fallinn. Eins og áður sagði héldu krat- arnir sínu en sjálfstæðismenn misstu fimm þingmenn sem stjórnarandstaðan mundi skipta nokkuð bróðurlega á milli sín. Framsókn og Alþýðubandalag fengju hvor flokkur íýrir sig tvo og Kvennalistinn einn. Fylgi ríkisstjóma 1987-1992

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.