Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 06.05.1993, Blaðsíða 29
Fimmtudagurinn 6. mai 1993 HVERJIR ERU BESTIR PRESSAN 29 Þjálfarar fyrstudeildarliðanna velja PRESSULIÐIÐ Dagur p. SlGURÐARSON &ifgfá, w irí^ Nú er Ijóst aðþað verður annaðhvort FH eða Valur sem hlýtur hinn eftir- sótta íslandsmeist- aratitil í ár. Óhœtt er að segja að keppnistímabilið, sem núer brátt um garð gengið, hafi verið Valsmönnum sérlega hagstætt. Liðið er nú þegar orðið deildar- og bikarmeistari og leikur til úrslita um sjálfan íslands- meistaratitilinn. TRÚFAN í AFTURELDINGU... * Það fór eins og við ' spáðum hérna fyrir skömmu að Aftureld- ing mundi höggva skörð í raðir Frammara. En Aftureldingar- menn eru ekki hættir, því haft er fyrir satt að þeir ætli að tryggja sér Alexei Trúfan sem leikið hefur með FH í vetur. Trúfan hefur orð á sér fyrir að vera ffemur félagslega einangr- aður hér og var það helst Guð- mundur Guðmundsson, þjálfari Aftureldingar, sem náði sambandi við hann á meðan hann þjálfaði Víking. Þá verður líklega ekki rnikil fyrirstaða meðal FH-inga að láta Trúfan lausan, en á tímabili í vetur voru þeir að hugsa um að láta hann fara vegna óánægju með sókn- arleik hans. Hjá Aftureldingu yrði líklega helst treyst á Trúfan í vörninni. Af öðrum tíðindum má nefna að KA-menn hafa verið að bera víurnar í Bjarka Sigurðsson í Víkingi og þá er hugsanlegt að Konráð Olavsson leiki með Stjörnunni, sem búin er að missa Axel Björnsson í stöðu hægrihandarhomamanns. Þá er rætt um að Finnur Jóhanns- son, línumaður í Þór, fari aftur í Val ef Geir Sveinsson heldur utan. Geir Sveinsson GUNNAR BEINTEINSSON Patrekur JÓHANNESSON VALDIMAR GRÍMSSON — Margir þjálfarar hafa látið þau orð falla að Valsme'nn séu einfaldlega með besta liðið um þessar mundir og því skyldi engan undra að Valsmenn eru fjölmennastir í PRESSULIÐ- INU — liði sem þjálfarar fyrstudeildarfélaganna hafa val- ið. Sú aðferð var viðhöfð við val PRESSULIÐSINS að þjálfar- arnir völdu sjö leikmenn hver — einn leikmann í hverja stöðu. Þjálfararnir sem tóku þátt í valinu voru Gunnar Ein- arsson, þjálfari Stjörnunnar; Kristján Arason, þjálfari FH; Jan Larsen, þjálfari Þórs á Akureyri; Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf- ari Hauka; Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfoss; Gunnar K. Gunnarsson, þjálfari Víkings; Sigurður Gunnarsson, þjálfari IBV; Brynjar Kvaran, þjálfari ÍR; Alffeð Gíslason, þjálfari KA; og Þorbjörn Guðmundsson, þjálf- ari Vals. Ekki náðist í Eyjólf Bragason hjá Fram og Flans Guðmundsson hjá HK. Fróðlegt er að sjá hverja þeir telja bestu leikmennina, en nokkur nafnanna sem þeir velta upp hafa ekki verið til umræðu þegar valið hefur verið í lands- liðið. En byrjum á markvörðun- um. Sigmar Þröstur markvörður vetrar- ins Það þarf ekki að koma nein- um á óvart að Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður ÍBV, hlaut flest atkvæði þjálfaranna, eða fimm talsins. Þessi frábæri markvörður hefur óumdeilan- lega verið í banastuði í hand- boltanum í vetur og því vel að heiðrinum kominn. Einungis tveir aðrir markverðir komust á blað; þeir Bergsveinn Berg- sveinsson í FH, sem þrír þjálf- arar álitu að ætti að vera í PRESSULIÐINU, og Guð- mundur Hrafnkelsson hjá Val, sem hlaut tvö atkvæði. Valdimar Grimsson besti hornamaður- inn Valið virtist auðvelt þegar kom að því að velja besta hægri hornamann landsins, en þar hafði Valsarinn Valdimar Grímsson talsverða yfirburði. Sex þjálfarar af tíu töldu hann besta hægri hornamanninn, en aðrir sem komust á blað í hægra horninu voru Sigurður Sveinsson „míní“, sem fékk tvö atkvæði, og Matthías Matthíasson, hornamaðurinn knái úr ÍR, sem hlaut eitt at- kvæði. Athyglisvert er að Matt- hías er eini leikmaðurinn úr ÍR, „spútnikliði“ deildarinnar, sem hlýtur atkvæði. Valið um vinstra hornið var mun jafnara. Þar komust fjórir á blað; þeir Gunnar Beinteins- son, FH, Zoltan Belany, ÍBV, Páll Þórólfsson, Fram, sem nýverið skipti yfir í Aftureld- ingu, og Jakob Sigurðsson, Val. Gunnar hlaut flest atkvæði, en Belany kom honum næstur. Þeir félagar Páll og Jakob fengu hins vegar sitt atkvæðið hvor. Athygli vekur að sá sfðarnefhdi skuli vera nefhdur hér, í vali um besta leikmann ársins, þar sem Jakob var meiddur megnið af keppnistímabilinu. Lesendum til ffóðleiks má geta þess að það var þjálfari hans, Þorbjörn Jens- son, sem greiddi honum at- kvæði sitt. Siggi Sveins í sérflokki Það leikur ekki nokkur vafi á því í huga allra fyrstudeildar- þjálfaranna nema eins, Þor- björns Jenssonar, að Sigurður Sveinsson er yfirburðamaður í sinni stöðu. Siggi fékk níu at- kvæði, en það var Ólafur Stef- ánsson, hægri útispilari Vals- manna, sem hlaut atkvæði Þor- bjarnar. Mun jafnari keppni var um sæti vinstri útispilarans í PRESSULIÐINU. Þar var það hinn ungi og efnilegi Stjörnu- maður Patrekur Jóhannesson sem hlaut flest atkvæði, eða fjögur. Hann lék gríðarvel í vet- ur og átti stóran þátt í velgengni liðs síns fyrrihluta vetrar. Þá voru Slóvakinn Petr Baumruk í Haukum og Jón Kristjánsson í Val báðir nálægt því að komast í liðið, en þrír þjálfarar völdu hvorn þeirra um sig. Dagur besti leikstjórnandinn Valið um besta leikstjórn- andann var jafnt. Fjórir leik- menn voru tilnefndir og hlaut Dagur Sigurðarson, leikmað- ur Vals, stuðning flestra, eða fjögurra. Það var einu atkvæði meira en Guðjóni Árnasyni, miðjumanni FH, áskotnaðist. Tveir þjálfarar töldu Jón Krist- jánsson úr Val einnig besta leik- stjórnandann og er það athygl- isvert fyrir þær sakir að þrír aðrir þjálfarar töldu hann besta vinstri útispilarann. Samtals töldu því fimm þjálfarar að hann ætti heima í PRESSULIÐ- INU, en vegna dreifingar at- kvæðanna á tvær stöður kemst hann ekki inn. Hins vegar skýt- ur það skökku við að maðurinn skuli ekki vera í landsliðinu þar sem hann er greinilega með bestu handknattleiksmönnum landsins. Þá fékk gamla kemp- an Páll Ólafsson í Haukum einnig eitt atkvæði sem besti leikstjórnandinn. Besti línumaðurinn er svo Geir Sveinsson, en hann fékk öll atkvæði þjálfaranna. Glæsilegur árangur hjá Geir. Jónas Sigurgeirsson Betri en van Basten og Gullit Nýr snillingur í knattspyrnunni Knattspyrnusér- fræðingar í Hollandi eru á einu máli um að þar sé nýr undramaður í íþróttinni kominn fram. Hann heitir Clarence Seedorf og er aðeins 16 ára. Þrátt fyrir það er hann kom- inn í aðallið Ajax, án efa yngsti maðurinn til að vinna sér fast sæti í aðalliði í sögu félags- ins. Ajax er ffægt fyrir að frnna snillinga, nægir þar að nefna Marco van Basten, Frank Rijkaard, Ronald Koeman, Ruud Gull- it, Bryan Roy og Dennis Bergkamp svo fáein- ir séu nefndir. Seedorf er talinn bera af þeim öllum. Hann er ættaður frá Súrínam eins og Ruud Gullit, en sérfræðingar segja að strákurinn sé mun betri en Gullit og van Basten voru á hans aldri. Hann hefur leikið í öllum unglingalandsliðum Hollands, alveg upp í 21 árs liðið, þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára. Rætt er um að hann verði með hollenska liðinu í Bandaríkjunum á næsta ári — efliðiðkemst áffam. Handbolti PER BAUMRUK BESTIÚT- LENDING- URINN Þjálfarar fyrstudeildarlið- anna völdu einnig besta út- lendinginn í fyrstu deildinni, en þeir voru alls sjö sem léku þar á keppnistímabilinu. f huga flestra þeirra er ekki nokkur vafi á því að Hauka- maðurinn Petr Baumruk hafi leikið þeirra best í vetur. Aðrir sem komust á blað voru Michal Tonar, leik- maður HK í Kópavogi, og Zoltan Belany, sem leikur með Vestmanneyingum. At- hygli vakti að Serbinn f liði ÍR, Branislav Dimtrijevic, hlaut ekkert atkvæði, en hann þykir hafa staðið sig sérlega vel með ÍR, einkum undir lok keppnistímabils- Einu stúkur íslenskra íþróttafélaga Héráiandihafaaðeins tvö iþróttafé- lög, KR og Valur, ráðist íþað stórvirki að byggja stúku við leikvelli sína. Hin nýja stúka þeirra KR-inga er afar glæsileg á íslenskan mælikvarða, þótt hætt sé við að útlendingum þyki ekki mikið til hennar koma. Hvað ætli þeim finnist þá um stúku Valsmanna, sem eitt sinn fauk um koll og er hér skeytt í réttum stærðarhlutföllum inn í stúku þeirra KR-inga. Jordan og arftakinn Nú í miðri úrslitakeppni NBA er Ijóst að Chic- ago Bulls, með besta körfuknattleiksmann heims, Michael Jordan, í fararbroddi, ætla að gera allt til að verja titilinn. Almennt er hins vegar talið að hann sé búinn að fá verðugan arftaka þar sem er miðherjinn Shaquille O'Neal hjá Orlando Magic. Það er að sjálfsögðu margt ólíkt með þeim félögum; Jordan bakverði, sem hefur órðið stigahæsti leikmaður deildarinnar undanfarin sjö ár, og nýliðanum O'Neal, sem leikur sem miðherji. Það sem þeir eiga hins vegar sameiginlegt er að Jordan kom til Bulls þegar liðið var I mikilli lægð og lyfti því i hæstu hæðir og O'Neal virð- ist ætla að gera það sama við Magic. Jordan hefur á milli tveggja og tveggja og hálfs millj- arðs króna í tekjur á ári. Fær til dæmis um 1.300 milljónir vegna samnings við skófram- leiðanda, en hann notar nýja númer 13 í hverjum leik. (Skórnir hans eru seldir eftir hvern leik.) O’Neal fær 850 milljónir frá sínum skóframleiðanda; hann notar númer 20 og hafin er framleiðsla undir vörumerkinu Shaq Attaq. AirJordan þekkja allir. Jordan og O'Neal á góðri stundu. Það munar 18 sm á hæð þeirra og 50 kg í þyngd, O'Neal í vil, en Jordan er ennþá kóngurinn. Auðvitað á 'ONeal eftir að vinna afrekin, en fyrsta árið dugar vel til að byggja upp vænt- ingar í kringum hann. SUNDRAST VALSLIÐIÐ NÆSTAÁR?... JÁrangur Valsliðsins í I vetur er sérlega glæsi- legur, enda langt síðan jafnskemmtilegt lið hefur leikið. Hafa menn haft á orði að helst mætti líkja leik þess við leikstíl rússneska landsliðsins, þar sem djörf kerfi eru í gangi í takt við ríkulegt einstaklingsframtak. En því miður er útlit fýrir að Vals-^" ntenn haldi þessu góða liði ekki saman. Gert er ráð fyrir að Geir Sveinsson fari til Spánar á næsta ári. Jak- ob Sigurðsson mun vera á leið til Bandaríkj- anna í fram- haldsnám í efnafræði og sömuleiðis hyggur Jón Kristjánsson á framhaldsnám, en hann er verkfræðingur. Þá er allt eins búist við að Valdimar Gríms- son fái langþráð atvinnutilboð erlendis ffá.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.