Pressan - 11.05.1994, Blaðsíða 4

Pressan - 11.05.1994, Blaðsíða 4
Þegar Bítlamir svitnuðu „BACKBEAT- BANDIÐ" TÓNLISTIN ÚR BACKBEAT ★★ (BÍÓMYNDIN: ★★★) Var Stuart Ferguson Victor Sutcliffe merkilegur hlekkur í Bítlakeðjunni sem síðar snerist utan um heiminn og fang- aði öskrandi aðdáendur? Nei. Stu gekk í hljómsveitina hans Johns Lennon, sem þá hét The Qu- arry Men en varð að lokum að Bítlunum, þegar hann var nítján ára, í janúar 1960. Þótt hann væri ffábær myndlistarmaður hafði hann nánast enga hæfileika sem hljóðfæraleikari. Lennon var hætt- P I ö t u (1 ó m a r dr. Gunna Magnús og Jóhann Magtiús og Jóhann ★★ „Oft fara félagamir fullnærri hættu- mörkum væmninnar og skjóta yfir strikið með sykurfroðu og vörumerkinu, skræku röddunum, sem síðar urðu breskum upp- tökumönnum ástæða til að kalla félagana „The Girls from Iceland“, þá þeir reyndu að meika það með Change.“ Reptilicus og The Hafler Trio Designer Time ?! „Það þarf visst hugrekki til að gera svona plötu, en ennþá meira hugrekki, já, beinlínis fifldirfsku, til að hlusta á hana.“ Ýmsir Algjörtkúl ★ „Það væri réttlætanlegt að gefa þetta safa út ef það væri selt undir þúsundkalli en ekki á fallu verðL“ Ýmsir Ringulreif ★ „í flestum tilfellum er útkoman áþekk hljómfræðilegu legókubbahúsi; kubbamir koma úr verksmiðjunni og hver sem er get- ur byggt Sagtmóðígur Fegurðin, blómin og guðdómurinn ★★★★ „Þeir spila eins og þeir eigi lífið að leysa þótt kunnáttan sé ekki upp á fjölmarga FÍH-fiska. Þeir leggja fram fimm verk, hvert öðm betra, sannkölluð svöðusár á eym hvers tónelsks manns.“ Egill ólafsson og LR Tónlistin úrEvu Lunu ★★★★ „Egill reiðir fram sextán lög og söng- texta sem halda sýningunni að miklu leyti saman. Heima í stofu gerir platan líka sitt gagn við að kippa manni í latínóliðinn.“ Nick Cave and the Bad Seeds Let Love in ★★★★ „Þótt Vondu fræin séu að bauka hvert í sínu horninu sameinast þau alltaf í bein- skeyttri en tilraunakenndri tónsúpu. Nick er þó aðalkokkurinn sem kemur með upp- skriftimar, — leggur línurnar fyrir þessa tíu rétta veislumáltíð.“ Morphine Curefor Pain ★★★ „Ef rokkbransinn er sjúkur er engin lækning í sjónmáli hér. Þetta er fínt til að hlusta á með bók á rykugum dívani eða sem baktjaldatónlist í spekingslcgum um- ræðuhópi.“ Elvis Costello Brutal Youth ★★★ „Útkoman er besta plata Costellos í háa herrans tíð. Elvis er frábær lagasmiður og hér iðar allt af grípandi melódíum og húrr- andi fínum popplögum.“ Pavement Crooked Rain Crooked Rain ★★★ „Platan er fínpússaðasta verk sveitar- innar, en Pavement hefur fínan húmor sem skín í gegn eins og vessafúllur fíla- pensill á meikuðu yfirborði.“ Beck Mellow Gold ★★★ „Textamir em sýrðir en sniðugir, oft glórulaust þmgl sem þó meikar sens. í tón- listinni ægir öllu saman í geggjuðum grauti.“ Soundgarden Superunknown ★★★ „Söngvarinn heldur stundum að hann sé Plant og vælir á þennan leiðinlega háa- C-hátt sem flest þungarokk er smitað af. Tónlistin er þó það góð að maður fyrirgef- ur honum vælið.“ ur í listaskólanum en Stu hélt áfram og fékk mynd eftir sig hengda upp á árlegri sýningu. John Moores, mikilvægur list-mógúll í Liverpool, varð hrifinn og borgaði Stu 65 pund fyrir myndina. Þetta voru miklir peningar og Stu keypti sér Hoefner-bassa að áeggjan Lennons, við lítinn fögnuð foreldr- anna. Stu var á báðum áttum, vissi að hann haíði hæfileika myndlistarmaður en vildi vera rokkari þótt hann gæti aldrei neitt og stæði yfirleitt með bakið í áhorfendur til að fela fákunnáttu sína. Á þessum tíma var Allan nokkur Williams umboðsmaður Bítlanna og honum bárust til eyrna krassandi sögur frá hljómsveitum sem gerðu út í Hamborg. Hann komst í samband við klúbbeigandann Bruno Koschmeier, sem rak nokkra ldúbba í melluhverfinu Die Grosse Freiheit, og eftir samninga- viðræður voru Stu, John, Paul, Ge- orge og Pete Best mættir til Hamborgar og léku í íyrsta skipti á erlendri grundu í Indra-ldúbbn- um 17. ágúst 1960. Þetta var sjúskaður klúbbur og sveínplássið, niðurnítt háaloft í vestrabíói hand- an götunnar, enn ömur- legra. Bítlarnir létu þetta þó ekki á sig fá, komust í kynni við spíttið og léku eins og óðir í Indra- klúbbnum — íjóra tima hvert kvöld og sex tíma um helgar — fyrir þrjátíu mörk á kjaft á dag. En Indra-ldúbburinn þoldi ekki Bítlana. Strax fyrsta kvöldið kvartaði kerlingin á efri hæðinni. Bítlarnir lækkuðu í lemstruðum mögnurun- um, en útkoman var hræðileg, „Long Tall Sally“ var ekki samið fyrir hvísl-útgáfu. Að lokum sá Koschmeier ekki annað ráð vænna en færa fimm- menningana yfir á Kais- erkeller-klúbbinn — miklu stærri stað — og þar fóru Bítlarnir fyrst að blómstra frá 4. október, næstu 58 svitastorknu kvöldin. Stu varð þó ekkert skárri bassa- leikari og McCartney var sínauð- andi í Lennon urn að reka Stu og fá að taka við bassanum. Þegar svo DR. GUIMIMI sem Bítlarnir með þýskri fyllibyttu 1960. Bítlarnir voru reknir heim til Eng- lands vegna Georges, sem var ekki Stuart Sutcliffe: Sjálfsmynd, líklega frá 1959. orðinn átján ára, var Sutcliffe orð- inn ástfanginn af ljósmyndaranum Astrid Kirchherr, og var alvarlega farinn að pæla í að helga sig mál- aralistinni... Jæja, þá hafiði það: Fyrstu 45 mínúturnar í Backbeat-myndinni sem Háskólabíó sýnir um þessar mundir. Og hvernig er svo myndin? Þetta er stórskemmtilegt bíó og að flestu leyti án allrar bíó- mynda/Hollívúdd-glans- skekkju. Leikararnir eru óhugnanlega líkir Ðe Bítles og þetta er skemmtileg saga, sem hér er sögð með kraft- miklum hætti. Svo er komin plata með Bítlalögunum í myndinni. Það var hóað í heita gruggj- álka og þeir látnir spreyta sig á þessum gömlu „kóver- lögum“ sem Lennon og kó rokkuðu upp forðum. Ef eitthvað er eru útgáfúr gruggjálkanna kraftminni en útgáfúr Bítlanna (kannski það sé bara geld- andi finpússning nútíma- upptökutækni?) og liðið (úr ekki verri sveitum en Sonic Youth, Nirvana og REM) læðir engu af eigin fjörefu- um í vellandi rokkið. Þetta er samt allt klassískt efni og það þyrfti mikla evróvisjón- skitu til að klúðra jafngóðu rokki og „Money“, „Twist and Shout“ og „C’mon Ev- erybody“. Fyrir þá sem finnst Ðe Bítles bestir er þetta Backbeat-dæmi al- gjört möst, alvöru rokkáhuga- mönnum ætti síður en svo að leið- ast á myndinni og geislaplatan er fin í hvaða partí sem er, en að vísu lítið meira. >lar úr bransanum Saint Etienne koma, koma ekki, koma... Hér á sama stað fyrir viku var því haldið fram að hin frábæra enska sveit St. Etienne myndi spila í nýja Kolaportinu 3. júní. Daginn eftir kom babb í bátinn; dæmið var flautað af og allt leit út fyrir að þetta væri ekki-frétt. Nú er staðan hinsvegar orðin sú að alllíklegt er að St. Etienne komi og spili þá föstudaginn 10. júní. Það hefur verið gengið frá flugmiðunum og upphitunaratrið- in, Páll Óskar og dansband Svölu Björgvins, hafa verið negld niður. Ekki hefur staðsetning tónleik- anna verið ákveðin, en maður vonar það besta... Plötur, plötur, plötur... Frá Skífunni er von á safn- plötu um mánaðamótin maí/júní sem heitir því frumlega nafni „Heyrðu 4". Að vanda verður ís- lenskum böndum og erlendum blandað saman í kunnug- legan hrærigraut. Dans- safnið „Trans-dans 2" kemur út á sama tíma eftir sömu uppskrift. Þar verð- ur m.a. fyrsta útgefna lag Svölu Björgvins, sem stefnt er að að gera að súperstjörnu í maí. Henni til aðstoðar eru diskótek- ararnir Margeir og Þór- hallur. Hætt hefur verið við að senda Bubba til Ja- maíka eins og planið var. Þess í stað verður öllum brögðum beitt til að rétt reggae-stemmning náist í einhverju af hljóðverum borgarinnar. Sólóplata Bubba er ekki á dagskrá fyrr en í haust, en aðdáendur meistarans fá eitt lag á plötu sem kemur í sumar með tónlist úr „Bíódögum". Auk Bubba-lagsins verða á plötunni gömul íslensk dægurlög frá þeim tíma þegar myndin gerist. SSSól er að fullvinna plötu sem kemur í haust og önnur plata Pláhnet- unnar er væntanleg von bráðar. Nafngiftar-snillingarnir hjá Spori eru vitanlega líka á fullu við að negla niður sínar sumar- 4B PRESSAN MIÐVIKUDAGURINN 11. MAÍ 1994 óháði listinn 20 vinsælustu iögin á íslandi Lag Toety • So Fine Hljomsveit Vikui • • *Eric Morillo 3 ........Waltari 2 3. (3) Btack Hote Sun • • • 5 4. (1! tt Aín’t Hard to Tell 4 5. (11) Do You Love Me • • ■ 3 6. (2) Oblivion 5 7. (6) Jailbird ••••••♦•• 4 8. Thursday •••••••• 1 9. (14). Up to Our Hips • ♦ • 3 11. (10) Gotta Lotta Love • 3 12. (13) The Theme 2 13. (—) Why Do We Care • 1 14. (9) Party in the Sky • • 5 15. (15) Sleep forever • • • • 3 16. (20) Get Undressed • • • 2 V / 18. (5) Do You Remember the Fírst Tíme • • • • • »Pulp 5 19. (8) Slowfinger •Transglobal Underground 5 20. (—) Positive ID •••••• • ••Renegade Soundwave 1 Vinsældalisti X-íns og PRESSUNNAR er leikinn á X-inu klukkan tólf á hádegi á hverjum fimmtudegi þegar PRESSAN er komin út. Vinsældavalið fer fram i síma 626977 virka daga klukkan 9-17. Vertu með í að veija tuttugu vinsælustu lóg- in á íslandi. Fantast Topp 5 1. Patrol •••»•••••«•••••••••••• Charlatans 2. Howyoudoin •••••••♦ •Renegado Soundwave 3. Good Fríonds And a Bottlu of Pills • »Pantera 4. The Becoming *• • ... *Nine Inch Nails 5. Sweet Potato Pie Skekkjan ••••••• • *Blur •Afghan Whigs 4. March of tho Pigs ••••*•••• »Nine Inch Naiis 5. Uniform ••*••••••••••••• • Inspir.rl Carpets Vinsæidalisti X-ins og PRESSUNNAR er valinn af hiustendum X-ins, atkvæöum frnmhaldsskolanemenda i samvínnu viö listafélog skólanna og upplýsingum plotu- snúöa á danshúsum bœjarins urn vinsælustu login. Numet i sviga visa til sætis á lista i síöustu viku safnplötur. „Reif í staurinn" kem- ur í byrjun júní með nýjum lögum frá Bong, Tweety, Bobb (Bong + Bubbleflies), Pís of Keik og nýrri útgáfu af Þú og ég- smellinum „Dans dans dans" með grúpp- unni Fluxus, sem Selma Björns- dóttir aðstoðar í laginu. Um miðj- an júní kemur svo „Algjört böst" með Alvöru Grétars Örvarssonar (Grýlu-lagið „Valur og jarðar- berjamaukið), Black out, In Blo- om, Dead Sea Apple, Fantasíu o.fl. Einnig eru plötur Dos Pilas og 1000 andlita væntanlegar um mánaðamótin og endurútgáfu- hrina — „Gæti eins verið" Þurs- anna, „Frelsi til sölu" Bubba, „Hljómar 2" og „Ljúfa líf" með Þú og ég — skellur á plötubúðum landsins 20. maí.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.