Pressan - 19.05.1994, Blaðsíða 12

Pressan - 19.05.1994, Blaðsíða 12
Leitað ráða hjá Það eru til fleiri spádómsað- ferðir en að leggja Tarotspil eða að lesa úr stjörnukortum. í Kína er t.d. mikið um andatrú og reyna margir að fá framliðnar verur til að segja fyrir um óorðna hluti. Sumir ganga svo langt að gera til- raun til að fara sjálfir inn í dánarheiminn, hitta andana og spyrja þá um framtíðina. Það þarf ekki að vera eins erfitt og það hljómar. Meira að segja þú prófað þetta, lesandi „Mao Tung tók aldrei neina pólitíska ákvörð- un án þess að ráðfœra sig við I Ching. “ ur, og er aðferðin sem hér segir: Rétt áður en þú tekur á þig náðir áttu að setjast fyr- ir ffaman borð, og á því skal vera mynd af látnum forföður eða ástvini. Svart kerti verður að vera logandi þar við hlið. Horfðu á myndina nokkra stund, en ímyndaðu þér svo að sá dauði stígi út úr mynd- inni og standi hjá þér í fúllri stærð. Hann tekur í báðar hendur þínar og togar í þig. Haltu þá áffam að nota ímyndunaraflið og láttu sem þú farir út úr líkamanum. í þessu hugarástandi máttu spyrja draugsa að því sem þú vilt, en svo skaltu biðja hann um að þér vitrist svarið í draumi. Auðvitað er þetta allt bara í þykjustunni, en samt er mikilvægt að þér finnist sem afturgangan sé þarna raunverulega og þú sért að tala við hana fyrir utan líkama þinn. Svo slekkurðu á kertinu og ferð að sofa. Ef allt fer að óskum muntu í alvörunni fara inn í ósýni- lega heiminn þá um nóttina og hitta vofu ástvinarins eða forföður- ins undir fjögur augu. Samt er ekki víst að þetta takist í fyrsta kasti, en þá er bara að reyna aftur og mun það vonandi heppnast á endan- um... öllu auðveldari spádómsaðferð felst í notkun kínverskrar bókar sem kölluð er I Ching. Þessi bók er til í mörgum þýðingum og er frumtextinn u.þ.b. 3000 ára gam- all. I Ching hefúr náð mikilli út- breiðslu á Vesturlöndum á þess- ari öid, þótt fáir kunni á bókina hér á landi. Samt er sáraauð- velt að nota hana og miklu einfaldara en að leggja Tarotspil. Maður verð- ur að læra hvað hvert spil táknar ef vel á að fara og getur það tekið dágóðan tíma. Á hinn bóginn krefst kínverska að- ferðin ekki annars en að henda upp þremur peningum og um leið er bókin spurð um framtíð- ina. I Ching er í 64 köflum og er hverj- um þeirra skipt í sex hluta eða vers. Eftir að hafa kastað pen- ingunum sex sinnum alls, og gáð hvort upp hafi komið krónur eða skjaldarmerki, veit mað- ur hvaða kafla og vers á að lesa. Þar er svarið við spurningunni. Hér væri of langt mál að vera með nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þetta er gert, en útskýring- arnar eru í öllum útgáfum af I Ching. Hafa ber í huga að líkt og Biblían er þessi kínverska bók eld- gömul og eru svörin því dálítið gamaldags. Þar að auki er táknmál mikið notað. Því verður að beita ímyndunaraflinu þegar textinn er lesinn, rétt eins og þegar maður ræður drauma. Það gefur augaleið að þetta er hinn prýðilegasti sam- kvæmisleikur, en sumir verða háðir honum og ganga svo langt að fara ekki einu sinni út í búð án þess að ráðfæra sig við bókina fyrst. Til að gefa einhverja hugmynd um stemmninguna í kringum I Ching eru hér tvö dæmi. Segjum sem svo að þú sért ástfangin(n) og viljir vita hvort þú munir komast á I Ching séns með viðkomandi. Svarið gæti hljómar svona: „Aukning. Enginn skaði. Að halda áffam leiðir til gæfu. Þú eignast þræl án fjöl- skyldu.“ Þetta myndi þýða að þú ættir góða möguleika. Þó væri ekki líklegt að þú stofnaðir fjölskyldu með þrælnum. En útkoman væri öllu neikvæðari ef svarið væri þannig: „Þú stígur á rófu tígrisdýrs- ins sem étur þig. Ógæfa!“ Þetta þýðir að þú eigir að halda þig í fjar- lægð. Þú hefur greinilega hrifist af lélegum pappír, en það er „tígr- ísdýrið sem étur þig“. Ástarsam- band með svoleiðis manneskju færi mjög illa með þig. Ekki ómerkari maður en rithöf- undurinn Philip K. Dick (1928-1982) hélt mikið upp á I Ching. Hann er frægastur fyrir að hafa skrifað sögurnar sem mynd- irnar „Blade Runner“ og „Total Recall“ eru byggðar á. Einhvern tímann hugðist hann byrja á nýrri bók, en fékk engar hugmyndir. Þá kastaði hann peningum, gáði í I Ching og fékk umsvifalaust inn- blástur. Svo settist hann við ritvél- ina og byrjaði að skrifa. Þegar hann var kominn í þrot kastaði hann peningunum aftur og síðan koll af kolli þangað til hann hafði lokið við bókina. Þetta var „The Man in the High Castle“, sem þykir með bestu verkum Dicks. Fleiri frægir hafa notað I Ching reglulega. Mao Tse-Tung tók t.d. aldrei neina pólitíska ákvörðun án þess að ráðfæra sig við bókina. Svipað var upp á teningnum hjá galdrakarlinum Aleister Crowley, en flestir þekkja hann fýrir vel heppnuð Tarot-spil sem hann hannaði. Samt bað hann I Ching, en ekki spilin, um heilræði þegar mikið lá við. Listamanninum Erró tókst líka oft að spá með bókinni á sínum yngri árum og sálfræðingn- um Carl Jung þótti hún svo merki- leg að hann skrifaði inngang að einni útgáfu hennar. En eins og áð- ur sagði eru fleiri þýðingar til og án efa er sú besta „Rediscovering the I Ching“, sem Greg nokkur Whinc- up á heiðurinn af. Hefur hún feng- ist hér á landi og væri helst að leita hennar í Bóksölu stúdenta, því mér er tjáð að þar ráði dulspekingar ríkjum... Saga sem þarf engar hækjur JAN WIESE: UNDRIN ÁTORGINU ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ 1994 ★★★ Norðmaðurinn Jan Wiese var í allmörg ár ffam- kvæmdastjóri norska bóka- forlagsins Cappelen og formaður Félags norskra bókaútgefenda. Á gamals aldri (hann er fæddur 1928) sneri hann sér að skáld- sagnaritun. (Þetta er sambærilegt við það ef Halldór Guðmundsson og Jóhann Páll Valdimarsson sendu ffá sér skáldsögu á sjötugs- aldri, sem væri æði forvitnilegt.) Affakstur vinnu Jans Wiese er Undrin á torginu, bók sem fengið hefúr mikið og verðskuldað lof norskra gagnrýnenda. Sagan gerist árið 1989 í Róm. Rúmlega ftmmtugur bókavörður situr f fangelsi og rifjar upp hvernig skjöl og minnispunktar í gömlu handriti tóku smám saman völd í lífi hans og breyttu því í harmleik. I þessari bók eru þrír menn sem setja sögu sína á blað. Aðeins einn þeirra, bókavörðurinn, er tuttug- ustu aldar maður. Hinir tveir lifðu á miðöldum. Annar þeirra, sagna- maðurinn, hefur syndgað, lifir í iðrun og finnur enga ró. Það eru sögur hans sem gera listamanni bæjarins kleift að skynja tilfinning- ar sínar, kryfja þær og ljúka við listaverk sitt, mynd af guðsmóður með bam sitt. Það eru sögur þess- ara tveggja manna sem bókavörð- urinn les og þær leiða til glæps hans. Spenna sögunnar felst að stórum hluta til í þessum glæp. Mér finnst Wiese ekki takast fuílkomlega að halda spennunni nógu lengi. Það er eins og hann vandi sig þar ekki „Þetta er sambœrilegt við það e/Halldór Guðmundsson og Jóhann Páll Valdi- marsson sendu frá sér skáldsögu á sjö- tugsaldri, sem vceri æði forvitnilegt. “ nægilega mikið. Hann gefúr of mikið í skyn of snemma. Þeir les- endur sem eru þrautþjálfaðir í lestri sakamálasagna uppgötva glæpinn áður en kemur að síðustu blaðsíðunum og það gerir að verk- um að síðasti hluti bókarinnar glatar töluverðu af áhrifamætti sín- um. Með bestu hlutum verksins eru þeir kaflar sem lýsa samskiptum sagnamannsins og listamannsins, þessara tveggja manna sem báðir leita ffiðþægingar í gegnum list sína. Áhrifamestu hlutar verksins eru þær sögur sem Wiese lætur sagnameistarann segja listamann- inum. Þær eru af ýmsum toga en í dæmisagnastíl. Úr þeim má meðal annars lesa boðskap um mátt kær- leikans og tilfinninganna og sið- ferðislega nauðsyn þess að dæma ekki. Wiese tekst á skýran og sannfær- andi hátt að tengja saman hin ólíku tímaskeið sögunnar. Hann skrifar lipran og aðgengilegan texta og hefur hér samið bók sem er nokkuð óvenjuleg sé miðað við þau söguefni sem norrænir nú- tímahöfundar hafa hingað til valið sér. Wiese notast ekki við krús- ídúllulegar stíltilraunir heldur læt- ur söguna um að fanga athygli les- andans. Sagan í þessu verki er ein- faldlega svo góð að það þarf engar hækjur. Ásgeir Ásgeirsson þýðir bókina og hefur unnið verk sitt af vand- virkni. Tuttle og Kabakov á Annarri hæð Y N D L I S T GUIXIIMAR J. ÁRIMASOIM „ Tuttle leggur rœkt við hið fíngerða, brothœtta og handahófskennda. “ Richard Tuttle og llya Kabakov í sýn- ingarsalnum Ann- arri hæð. í stuttu máli: Tveir athyglisverðir og sérstakir erlendir listamenn, sem vert er að gefa gaum, ann- ar að sýna núna, hinn á Listahá- tíð. eir Pétur Arason og Ingólfur Arnarson, sem sjá um sýn- ingarsalinn Aðra hæð, hafa sannað að það þarf ekki viðamiklar opinberar sýningar til að fá verk nafntogaðra erlendra listamanna hingað til lands. Þeir hafa tvö lítil herbergi til umráða á hæðinni fyrir ofan Levi’s-búðina á Laugavegin- um og fara ekki í launkofa með að þeir sýna einungis verk eftir lista- menn sem þeir hafa sjálfir áhuga á. Það er skammt stórra högga á milli hjá þeim félögum um þessar mundir, því nú stendur yfir sýning á verkum ameríska listamannsins Richards Tuttle, en á Listahátíð verður sýning á verkum rússneska listamannsins Ilya Kabakov. Einn Kani Sú myndlist sem hefúr verið áberandi á Annarri hæð hefur hneigst til „minimalisma“ eða naumhyggju. Það hefúr hins vegar reynst erfitt að festa hendur á þess- ari stefnu, þar sem einu sannköll- uðu minimalistarnir eru fylgjendur upprunalegu minimalistanna, því að þeir sem fyrst hlutu þessa nafn- bót, þar á meðal Donald Judd, Ri- chard Serra og Dan Flavin, vilja ekkert við hana kannast. Enda er nafnið yfirleitt notað á frekar yfir- borðskenndan hátt um verk sem eru mjög einföld að innri samsetn- ingu, hvít eða litlaus, ferköntuð eða kassalaga, og stundum svo naum að þau eru aDt að því ósýnileg. Þetta á ekki við um verk Ri- chards Tuttle, en hann kom fram eftir miðjan sjöunda áratuginn og var þá strax talinn til „postmini- malista11 eða síðnaumhyggjumanna (líka kallað „eccentric abstraction", sérviskuleg abstraktlist) og voru þá aðeins liðin nokkur ár frá því að Judd og félagar komu ffarn á sjón- arsviðið. Það sem einkennir síð- naumhyggjuna er óreiðukennd samsetning og notkun á óvenjuleg- um og mjúkum efnum eins og gúmmíi, plasti og taui. Tuttle vakti fyrst athygli fyrir átthyrninga úr lit- uðu taui sem voru nældir á vegg og lagðir á gólf, og alla tíð síðan hefur hann notað frekar létt og forgengi- leg efni eins og vírspotta, kuðlaðan pappír og spónaplötur, stundum í örsmáum verkum. Verk effir Judd og Flavin hafa verið til sýnis í sýningarsalnum og í Viðey má sjá útiskúlptúr eftir Serra, þannig að það er athyglisvert að sjá myndir Tuttles til saman- burðar. Hann er algjör andstæða þeirra að mörgu leyti og miklu evr- ópskari í efnistökum. Verk þeirra þremenninga eru formföst og óhagganleg, byggð á beinum línum og réttum homum, en Tuttle legg- ur frekar rækt við hið fíngerða, brothætta og handahófskennda. Á sýningunni eru þrír skúlptúrar, sem standa á gólfi og halla upp að vegg, gerðir úr tré, pappa og plasti. Þetta em ekki myndir af neinum þekkjanlegum hlutum og búa ekki yfir táknrænni tilvísun, en eru greinilega sprottnar af persónulegri reynslu eða upplifun á umhverf- inu. Á einum veggnum eru vatns- litaskissur rammaðar inn í gyllta ramma, þar sem umgjörðin skiptir ekki minna máli en innihaldið, nokkurs konar mynd-hlutir, eða lágmynd af myndum, sem eru eins og minning úr fortíðinni. Það er þessi persónulegi hljóðláti tónn í verkum Tuttles ásamt knöppum og óformlegum stíl sem gerir verk hans sérstök og maður finnur viss- an samhljóm með verkum nokk- urra íslenskra listamanna og kemur Sólveig Aðalsteinsdóttir, sem ný- lega sýndi á Kjarvalsstöðum, upp í hugann í því sambandi. Einn Rússi Effir Tuttle-sýninguna tekur við Listahátíðarsýning á verkum rúss- neska myndlistarmannsins Ilya Kabakov. Það er of snemmt að segja frá sýningu áður en hún er sett upp, en þar sem Listahátíð er skammt undan og Kabakov ís- lenskum almenningi að öllum lík- indum ókunnur þá er ástæða til að benda fólki á þennan viðburð. Ka- bakov er sá myndlistarmaður frá fyrrum Sovétlýðveldum sem hefur notið mestrar velgengni effir upp- lausn þeirra, upppantaður mörg ár ffam í tímann, eins og sumir óperusöngvarar sem óþarfi er að nefna. Verk hans eru innsetningar, eða margbrotnar sviðsetningar á mannlegum sitúasjónum, þar sem saman fara bókmenntalegar tilvís- anir, frásagnarlegar fléttur og heimspekilegar vangaveltur um hlutskipti litla mannsins í sið- menningu sem er að hruni komin. Sviðsetningar hans geta verið dramatískar og hann er óhræddur við að nota öll meðul til að vekja sterk viðbrögð hjá áhorfandanum. Sem dæmi um það má nefna að á alþjóðlegri listsýningu, Documenta 9 í Þýskalandi fýrir tveimur árum, innréttaði hann dæmigerða íbúð rússneskrar fjölskyidu, með öllu sem henni tilheyrir, inni á þröngu og gömlu almenningssalerni, með öllu sem því tilheyrir. Eftir því sem næst verður komist verður ekki um slíka innsetningu að ræða í sýning- arsalnum Annarri hæð, heldur verða til sýnis uppdrættir af inn- setningum sem ekki hafa komið til framkvæmda. En það er ástæða að missa ekki þessa sýningu út af myndlistarrúntinum á Listahátíð. 12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 19. MAÍ 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.