Vísir Sunnudagsblað - 24.05.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 24.05.1942, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 8.- SÍI»A\ Jafnvel slungnustu glæpa- mehn geta farið mjög heimsku- lega að ráði sínu, þegar þeir fremja afbrot. Hér fara á eftir nokkur dæmi um það. Maður nokkur hafði myrt konu sína og landflóttamann. Hann hafði i'engið þennan flótta- mann til þess að standa við garðshliðið heima hjá sér, þeg- ar hann ásamt konu sinni kom lieim úr leikhúsinu. Þar skaut hann svo bæði tvö, en sagði síð- an lögreglunni, að hann hefði verið neyddur til þess að drepa flóttanianninn i sjálfsvörn, en sér liefði ekki tekízt það fyrr en glæpamaðurinn var búinn að myrða frúna. Lögreglan tók að rannsaka málið og komst strax að raun um það, hver var morð- inginn, því manngarmurinn liafði ekki athugað að hylja sönnunargögnin gegn séi’, — en þau voru fingraförin á skamm- byssunni í iiendi flóttamansins. • Innbrotsþjófur Iiafði bi-otizt inn i hús, þar sem enginn var heima. Hann stal öllum silfur- mununum, sem hann fann í hús- inu. Þegar hann hafði lokið við þetta verk, var hann svo þreytt- ur, að hann settist niður til þess að hvíla sig augnablik. En þetta varð honum til tjóns, ef svo má að oi’ði komast, því hann vakn- aði við það, að lögreglan stóð yfir honum. Ibúarnir í húsinu höfðu kom- ið heim rétt eftir að liinn þreytti ferðalangur hafði sofnað. • Gi’æðgi varð einum þjóf að fjörtjóni. Þessi þjófur hefði ekki náðst, ef hann hefði setið á sér og látjð vei'a að bragða á köku, sem var í boi'ðstofunni — Annar náungi hafði fi’eistast til þess að bíta í ost, sem var á „vinnustaðnum". Lögreglan þurfti aðeins að láta þessa herra „bíta“ i eitlhvað, og þar með var málið sannað. • Á hóteli einu var stolið pen- ingum og einum hnetupoka. Þjófarnir fóru leiðar sinnar eft- ir „vel unnið“ verk, en átu hnet- urnar á leiðinni og hentu skurn- inu. Lögreglan rakti slóð þeirra eins og „þefandi liundur“ til þess staðar, sem þeir földu sig á. ?■ !Að s|á þenna ingl! Eftir myndinni að dæma, eru menn farnir að fljúga — mcira að segja vængjalausir, vélarlausir og skrúfulausir. Þessi þarna á mynd- inni er samt ekki neinn fljúgandi Hollendingur, heldur fljúgandi K.R.-ingur, eldfimur og fagurlimaður, sem tekur dýnustökk á fim- leikaæfingu. Nú eru innanhússæíingarnar að mestu hættar hjá íþrótta- félögun’úm, en þeim mun meiri rækt verður lögð við útiæfingarnar. Gjaldkeri við fyrírtæki sótti einu sinni mikla peningafúlgu í bankann. Hann liafði peningana í litlu veski. Elnnig var hann með pappírsvöpdul undir hend- inni. Maður nokkur veitti gjald- > keranum eftirför og tókst að ná i veskið og pappíi’svöndulinn. Þjófurinn leastaði von bráðar veskinu frá sér, því hann þóttist þess fullviss, að peningai'nir væru geymdir í pappírsvendlin- um. Það má geta nærri, að gjaldkerinn var ánægður, þegar hann litlu síðar kom á skrifstof- una nteð peningana með sér, er voru vel geymdir í veskinu. • Innbrotsþjófur liafði stolið nokkrum vekjaraklukkum í búð. Honuni til stórrar raunar byrjaði ein helv.... klukkan að hringja í þeim svifum, er hann var að fara út úr búðinni. Þá var hann tekinn fastur. Þjófur nokkur var svo ham- ingjusamur yfir að hafa stolið 1000 krónum,. að liann gleymdi að taka með sér verkfæratösku « sína, þegar hann fór. Á henni var nafn og heimilisfang þjófsins. • Sálfræðingui’, sem. hefir feng- izt við að athuga skapgerð fólks, segir að „gentlemen“ séu alls ekki gefnir fyrir ljóshærðar stúlkui’, en hann segir þó ekkert um það, hverjir séu aðdáendur þeirra. Vonandi eru það þó þeir, sem ekki eru í eðli sínu „gentle- nien“. • London er stærsta boi’g í ver- öldinni, með 8.650.000 íbúa. En athugandi er það, að hún er líka ríkasta borg í heimi. Þá má geta þess, að i þessai’i stóru borg eni aðeins 121 maður sem lifa á landbúnaði. Eiga 151 kú, 250 kindur og 93& svín. • Gyðingurinn við son sinn: Ilve mikið er tvisvar sinnum tveir? Sonui’inn: Sex. Gyðingurinn: Það er ekki rétt, Abie. Það eru fjórir. Sonurinn: Eg veit það, pabbi, en eg vissi, að þú mundir strax „prútla". • Gyðingur nokkur var veikur, Hann ætlaði að fara lii læknis, sem vinur lians þekkti. Hann fór fyrst til vinar síns og sagði við liann: „Moe, cg er veikur maður. Eg þarf að fara til Iæknis.“ „Nú, já. Því fei'ðu ekki til Isaks vinar míns?“ „Er það ekki svo dýrl?“ „Jú, reymdar er það dýrt. — Hann tekur 15 kr. fyrir fyrstu heimsóknina, en úr því aðeins 3 kr.“ Næsta dag fór Gyðingui’inn til læknisins. Þegar Isak kom í dyrnar, reis hann á fætur, gekk til lians og sagði: „.Tæja læknir, hér er eg nú aftur.“ • Ung stúlka bauð Rubenstein, hinum fræga píanóleikara, heim til sín og bað hann að lilusta á sig leika. „Hvað finnst yður að eg eigi að gera?“ spurði ungfrú- in, þegar hún Iiafði lokið liljóð- færaleik sínunx. „Gifta yður,“ svaraði Ruben- stein. • — Eg ætla að ía skammbyssu. — Handa yður sjálfum? — Nei, fyrir óvin minn. • Klæðnaður nútímastúlkunnar er eins og gaddavíi*. Ilann gætir eignai’innar án j>ess að varna út- sýnisins. • Frúin: Móðir mín var mjög slöpp í moi’gun; við létum hana mæla sig og hún var með 40 stiga hita. Ilvað haldið þér að sé að henni? Læknir: Ekki neitt sérstakl. Hún er bax-a dauð. • Það verður að ala börnin upp — og svo er þeim lient út. • Gestui’, sem var sladdur í samkvæmi, snéri sér að manni, sem stóð við hlið hans og tók að gagnrýna söng lconunnar, sem var að skemmta fólkinu: „Voðalega hefir þessi kona Ijóta i’ödd! Þekkið þér liana?“ ,,.Tá, þelta er konan mín.“ „Ó — afsakið. Auðvitað er þetta ekki liennar’ eiginlega rödd. Þetla er svoddan leiðinda lag, sem hún er að syngja. Vitið þér hver hefir sanxið þetta liræðilega lag?“ „Eg gerði það,“ var svarið. íri nokkur las á legstein í kii’kjugarðinum. Á steininum stóð: „Hér hvílir .lögfræðingur, ráðvandur maður“. Þá varð íi'- anum að orði: „Hver skyldi trúa því, að hér væri pláss fyrir tvo mfenn; í svona litlum graf- reit.“ Gyðingurinn: Eg vildi gefa þúsund dollai’a fyrir að vera milljónamæi'ingur. • S V A R við grein Björns Bjarnarsonar, er birtist í Sunnudagsblaði Vísis 5. þ. m. Bjarnargreiða þessum, þjóð, þú með eiði liafna, að gerilssneyða gömul Ijóð, galla veiða og safna. Andans speki og elliglöp, aldrei saman feta . Það er illt að sníkja snöp hjá snilli þeirra er geta. Mætlu skáldin skammasl sín ef skrifuðu nokkuð fleira, fyr en lýla-lausu þín Ijóð þau fá að heyra. Spá mín er þér yrði þá ekki vært með penna, gœlu dauðir gröfurfi frá goldið ritdóm þenna. Einar Gunnarsson.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.