Nýja dagblaðið - 05.04.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 05.04.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DACrBLAÐlÐ 3 Sambandsþíng bindíndísfélaga í skólum | NÝJA DAGBLAÐIÐ j 8 Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ | | Ritstjóri: J Dr. phil. porkell Jóhannesson. | Ritstjómarskrifstofur: { Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. | | Afgr. og augiýsingaskrifstofa: | | úusturstræti 12. Sími 2323. | Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. J Áskriftargj. kr. 2,00 ó mánuði. j 8 í lausasölu 10 aura eint. j Prentsmiðjan Acta. j Hveriism er um að keuua? Ég held að mér sé óhætt að seg'.ja, að um ekkert sé m'eiri óánægja hér í Reykjavík, en það ófremdarástand, sem nú er á sundmálum bæjarins. Ég held líka að ég megi segja það, að óánægjan yfir þessum málum sé nokkuð svipuð hjá mönnum, hvaða stj órnmálaflokki sem þeir tilheyra; jafnvel þeir, sem ánægðir eru með íhald 1 hvaða tnynd, sem það kemur fram, eru nú óánægðir yfir því, að geta hvergi baðað sig. Þó verð ég sennilega að undanskilja hér íhaldsmeirihlutann eða ef til vill réttara sagt „íhalds- nazista“-meirihlutann í bæjar- stjórn Reykjavíkur, því að þessum 8 mönnum er það að kenna: Að sundlaugarnar hafa verið ónothæfar síðan fyrir hátíðir í vetur. Að ekkert er ennþá farið að undirbúa það að fullgera sund- höllina, þrátt fyrir það, að á fjárhagsáætlun bæjarins eru veittar 100 þús. krónur til þessa verks, þrátt fyrir það, a, Alþingi samþykkti í vetur að greiða 2/5 hluta kostnaðar við byggingu sundhallarinnar og þrátt fyrir öll kosingaloforðin fyrir bæjarstjórnarkosningarn. ar í vetur, bæði í „privat“- bréfum íhalds & nazista. Enn er það þessum 8 mönn- um að kenna, að ekkert gengur rneð að undirbúa baðstað í Nauthólsvík. Ég segi þetta af því, að allsstaðar er spurt, þar sem menn mætast í Reykjavík. Hverjum er það að kenna að sundlauganrar eru vatnslausar? Hverjum er það að kenna að ekki er farið að vinna við sundhöllina? Hverjum er það að kenna að ekki er farið að byggj a sundskála í Nauthóls- vík? Rétt er að taka það fram, að enn er eitt svar við öllum þessum spurningum. Það er al- varlegasta svarið og hljóðar svo: Allt þetta er þeim að kenna, sem voru svo ógæfu- samir að kjósa þessa fulltrúa til þess að stjórna málum Reykjavíkurbæjar um næstu 4 ár; á þessum mönnum hvílir ábyrgðin með öllum sínum þunga, bæði um þessi rriái og önnur, er að stjóm bæjarins lúta. Það er rétt fyrir þessa kjós- endur að gera sér grein fyrir því, að kosningarréttinum fylg- ir ábyrgð og að allir þeir, sem greitt hafa bæjarstj órnar- Annað þing Sambands bind- indisfélaga í skólum var haldið í hátíðasal menntaskólans í Reykjavík dagana 29. og 81. apríl. Dagurinn þar á milli var hafður til nefndarstarfa. Sambandið er nú rúmlega tveggja ára gamalt. Það var stofnað á útmánuðum 1982 af bindindisfélögum í skólum hér í Reykjavík. Nú eru 17 félög í sambandinu og félagsmenn um eitt þúsund. Á síðastl. ári hafði það 2500 kr. ríkisstyrk til starísemi sinnar. Fyrir það fé kostaði það mann til ferðar um Aust- ur-, Norður- og Vesturland á síðastliðnu hausti, sem hélt fyrirlestra og vann að stofnun nýrra félaga í skólunum á því svæði. Ennfremur hafa verið sendir menn í sömu erindum til Reykholts, Hvanneyrar, Laug- arvatns og Vestmannaeyja. Hafa fyrir forgöngu sambands- ins verið haldnir einn eða fleiri fyrirlestrar við nál. alla æðri skóla landsins. Það hefir útveg- að fræðandi skuggamyndir um áfengið, sem sýndar hafa verið í nokkrum skólum. Sérstakt blað hefir það gefið út þrisvar sinnum. Fjögur útvarpserindi um bindindismálið hafa verið flutt fyrir atbeina þess. Ýmsa aðra starfsemi hefir það haft með höndum. í flestum félög- unum hefir líka verið algott starf. Á sambandsþinginu nú mættu fulltrúar frá 11 félögum eða frá eftirtöldum félögum: Málfundafélagi Laugarvatns- skóla 15, Bindindisfélagi Menntaskólans á Akureyri 2, Gagnfræðaskólans á ísafirði 1, Gagnfræðaskólans í Vestm.- eyjum 1, Unglingaskólans á Siglufirði 1, Flensborgar- skólans 4, Menntaskólans í Reykjavík 12, Kennaraskólans 4, Samvinnuskólans 4, Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga 7 og Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 11. Alls mættir 62 fulltrúar. í þessum 11 félögum eru um 750 félagsmenn. Auk venjulegra þingstarfa var starfsemi sambandsins skipulögð á næsta starfsári. Stjórn sambandsins skipa nú: Helgi Scheving forseti, Sigurð- ur Ölafsson gjaldkeri, Þórarinn Þórarinsson ritari, Haukur Þorsteinsson og Fi’iðrik Á. Brekkan. Meðal þeirra tillagna, er samþykktar voru á Sambands- þinginu eru eftirfarandi: I. Þingið samþykkir að skora meirihlutanum atkvæði, eru í samábyrgð, meðal annars um þessi mál. Það er rétt fyrir þessa menn að reyna að gera sér grein fyrir því: Að þeir hafa eyðilagt möguleika skóla- fólks og fjölmargra annara til þess að nema sund og að þeir hafa lagt á sig eríiði til þess að inna af hendi neikvæð störf. á fræðslumálastjórn, að hlutast til um, að meðal fræðslukvik- mynda þeirra, sem hún lætur sýna fyrir skóláfólk, séu mynd- ir, sem sýna áhrif áfengis. II. Ársþing sambandsins samþykkir að fela stjórninni að skora á kennslumálaráð- herra, að hann hlutist til um: 1. að bindindisfræðsla sú, er fara skal fram í skólum, sé fullkomnuð eins og frekast er kostur á og að til hennar sé vandað með bókum og tækjum í hvívetna, svo að hún komi að verulegum notum. 2. að bindindisfræðsla sé haf- in í öllum skólum landsins, þar sem hún ekki er fyrirskipuð. Sé sú fræðsla bein og sérstök fræðsla um skaðsemi áfengis- | nautnarinnar í öllum myndum, ' framkvæmd sem hver önnur kennsla í skólum eftir full- komnustu aðferðum og beztu tækjum. En þar sem búast má við, að ekki sé hægt að koma slíkri fræðslu við, þegar í stað og undirbúningslaust, er skorað á kennslumálaráðherrann að gera þær ráðstafanir til bráða- birgða, að leitað sé samkomu- lags við skólastjóra um óbeina fræðslu í þessum málum, þ. e. að fræðslan fari fram í sam- bandi við aðrar námsgreinar, því að í engum skóla er hörgull á námsgi’einum, sem hægt er | að tengja bindindisfræðslu við. i Má t. d. nefna námsgreinir sem sögu, náttúru -og eðlisfræði, og síðast en ekki sízt hagfræði og þjóðfélagsíræði. Sambands- þingið væntir þess, að kennslu- málaráðherra sjái sér fært að taka þessar tillögur til greina, ekki sízt þegar á það er litið, að þær eru samþykktar af full- trúum skólanemanda. III. Þingið samþykkir, að fela stjóminni að sækja um til út- varpsráðsins, að stjómin fái til umráða eitt útvai’pserindi á mámjði, á þeim tíma árs, sem skólar almennt starfa. Jafn- framt fari stjórnin þess á leit - við skólastjóra Alþýðuskól- anna, að þeir sjái svo um, að nemendur hlusti á erindi þessi. IV. Annað þing Sambands bindindisfélaga í skólum skorar á kennslumálastjóm að hlutazt til um, að láta menn þá, að öðru jöfnu ganga fyrir kenn- araembættum, sem vitað er um, að eru bindindismenn. V. Þingið skorar á Sam- bandsstjórn að leita samstarfs við Samband ungmennafél. ls~ lands, um að vinna að auknu bindindisstarfi meðal ungra manna í landinu. VI. Annað þing Sambands bindindisfélaga í skólum skor- ar á landsstjórnina og Alþingi að sjá um, að í sambandi við væntanlega samþykkt nýrra á- fengislaga, séu settar sem öfl- ugastar varnir gegn áfengis- neyzlu og að sölustöðum: á- fengis vei’ði a. m. k. ekki fjölg- að frá því, sem nú er. VII. Annað þing Sambands Höfum alltaf plötur, sungnar af hon- um, fyrirliggjandi. — Einnig; Ég syng um þig. ® TITANIA komin og margt fleira Hljöðfærahúsíð • AtSabúð Bankastræti 7 Laugaveg 38 Byggmgarsamvinnulélag Reykjavikur Eldhús- iunréttmgar Þeir, sem vilja gera tilboð, vitji uppdrátta og útboðslýsinga til Þorláks Ófeigssonar Laugav. 97, í dag kl. 5—7, gegn 5 kr. skilatryggingu. k- , --------- ; * fc fát ítcitiPttti úq íihiti £auyfip«3 34 Jk i Í3O0 .KcgbtAotfi Býður ekki viðskiptavinum sínum annað en fullkomna kem- iska hreinsun, litun og pressun. (Notar eingöngu beztu efni og vélar). Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarí þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru bezt og reynsl- an mest. Sækjum og sendum. Karlakór Reykfavikur Sösgstjóri Sigurður Þórðarson Samsöngur í G-amla Bíó sunuud. 8. april kl. 3 e. h. Pianoundirspil: Ungfrú Anna Péturs. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar og hjá Katrínu Viðar. bindindisfélaga í skólum skorar á alla meðlimi sambandsins, að vinna að því eftir fremsta megpi, að reglur þær, sem sett- ar eru gegn áfengisneyzlu, séu sem bezt haldnar, og að fyrir brot á þeim komi lög- ákveðnar refsingar. Nefnir þingið þar alveg sérstaklega launbruggun þá, sem víða á sér stað í landinu". Þá var ennfremur samþykkt, að vinna að stofnun bindindis- félags hér í Reykjavík, fyrir þá, sem starfað hafa í bind- indisfélögum skólanna, en eru nú komnir úr skólum. Var kos- in nefnd til að undirbúa þetta mál og mun vera ákveðið, að boða til stofnfundar slíks fé- lagsskapar næsta miðvikudag. Mun það verða auglýst nánara síðar. Skaftfellíngur fer á laugardag næstkomandi, 7. þessa mán. með vörur til Víkur og einnig til Vestm,- eyja, ef rúm leyfir. Flutningur óskast tilkynntur á föstudag. Skiívísír kaupendur blaðsins gerðu því mikinn greiða, ef þeir greiddu blaðið án þess að þurfi að fara oft með reikninga til þeirra.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.