Nýja dagblaðið - 25.05.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 25.05.1934, Blaðsíða 2
M t J A DAOBLABIB Öfild .OSí Rcykjavíkur SAð gefnu tilefni tilkynniat heiðruðum almenningi, ilo^væmt undangengnum aamningum við Málara- meistarafélag Reykjavíkur um kaup málarasveina, hefir Málarameistarafélag Reykjavíkur ákveðið, að seld vinna skuli vera kr. 2.05 pr. klukkustund fyrir málarasveina og kaup meistara kr. 2.20 pr. klst. í dagvinnu frá 1 maí 1934, Frá sama tíma hefir félagið ákveðið að vinna eftir verðskrá án tilboða eða í tímavinnu. S t j ó r n i n. Uianhússmáining er komin ásamt mjög fjölbreyttu úrvali af allskonar málninga vörum, Distemper, mattfarvi, löguð málning og allskonar lökk allir litir o. fl. o. fl. — Allir gera beztu kaupin í Málning & Járnvörur Simi 2876 Laugaveg 25 $imi 2876 TYRKNESKAR CIGARETTUR Ú(D)STK- PAKKINN KOSTAR FÁST I ÖLLUM VERZLUNUM Frá Stórstúkuþinginn Byggingargamvinnufélag Beykjavikur Framh. af 1. síðu. d) Að samþykkt verði lög um bindindismálanefndir, með líku fyrirkomulagi því sem er í Noregi. e) Að fá presta landsins til að sameinast tun, að bindindis- prédikanir verði fluttar í kirkj- unum, að minnsta kosti einn sunnudag á ári“. Stórstúkuþingið fól fram- kvæmdanefnd sinni að gjöra sitt ítrasta til þess að koma í veg fyrir náðanir þeirra af- brotamanna, er vegna drykkju- skapar og annarar óreglu hafa misst rétt til þess að gegma ábyrgðarmiklum störfum, svo sem bifreiðastjóm o. s. frv. Ennfremur var samþykkt tiL laga þess efnis, að krefjast blóðrannsókna í bifreiðaslysa- málum, þegar vafi leikur á um orsökn slyssins, en líkur gætu bent til, að það hafi hlotist af nautn áfengra drykkja. Útboð Þeir sem vilja gera tilboð í veggfóðrun og dúk- lagningar í húsum félagsins, geta fengið uppdrætti og útboðslýsingu í dag kl. 6—7 hjá Þorláki Ófeigssyni Laugaveg 97 gegn 10 króna skilatryggingu. r artorgi 1 Sími 4260 Forstjóri: Jón Olatsson $. Býður yður hagkvæmar líftryggingar. — r* Spyrjist fyrir um ýmsar líftryggingar á L! skrifstofu félagsins eða hjá tryggingamanni f þess Kristjáni Pétnrssyni Vesturgötn 67 Sfmi í 1 6 0 í embætti reglunnar voru þessir meim kosnir fyrir næsta kjörtímabil: Stórtemplar: Friðrik Ás mundsson Brekkan rithöfundur. Höfum til: Kanslari: Jón Bergsveinsson, erindreki Slysavamafél. íslands. Varatemplar: Guðrún Ein- arsdóttir, frú, Hafnarfirði. Gæziumaður unglingastarfs: Steindór Bjömsson, efnisvörð- ur Landsímans. Gæzlumaður löggjafarstarfs: Felix Guðmundsson, kirkju- garðsvörður. Fræðslustjóri: Einar Bjöms- son blaðamaður. Ritari: Jóhann ögm. Odds- son, kaupmaður. Gjaldkeri: Jakob Möller bæj~ arfulltrúi. Fregnritari: Helgi Helgason, verzlunarstjóri. Kapelán: Gísli Sigurgeirsson, verkstjóri, Hafnarfirði. Fyrv. stórtemplar: Sigfús Sigurhjartarson, cand. theol. Umboðsmaður hátemplars: Borgþór Jósefsson, fyrv. bæjar. gjaldkeri. Girðingarefni svo serri: Vírnet Tréstaura Járnstaura Refanet Garðanet Hænsnanet Sléttan vír Virlykkjur Samband ísl. samvínnufélaga Sími 1080. RAUÐA HÚSIÐ. liti hans, en hingað til höfðu þau verið hulin undir skegginu, nú, þegar hann var nauðrakaður, komu þau í Íjós og hann var vissulega það vesalmenni, sem hann lézt vera. — Þú ert alveg prýðilegur, sagði ég. Hann var einkennilegr og vakti athygli mína á ýmsum haganlegum smámunum, sem ég hafði ekki veitt eftirtekt. Ég leit út í forsalinn. Þar var enginn. Við lædd- umst inn í bókaherbergið, hann klifraði niður í ganginn og hvarf. Ég fór aftur inn í svefnherberg- ið, tók öll fötin, sem hann hafði verið í, vafði þau saman í einn böggul og kastaði þeim niður í gang- inn. Síðan settist ég niðtir í forsalnum og beið. - Þér heyrðuð framburð Stevens, vinnukonunnar. Strax og hún hafði gengið áleiðis til musterins, fór ég inn í vinnustofuna. Ég fór með hendina niður í vasann og greip utan um byssuna. Hann lézt vera Robert — þvaðraði eitthvað um það, að hann hefði getað unnið svo mikið inn, að hann hefði getað komist frá Ástralíu; dálitlar upp- lýsingar mér til fróðleiks. Þarnæst talaði hann með sinni venjulegu rödd, þegar hann hugsaði til hinnar vel undirbúnu hefndar, sem beið miss Noris. — Nú kemur að mér. Bíddu bara. Það var þetta sem Elise heyrði. Hún hafði ekkert að gera þang- að og hún hefði getað eyðilagt allt saman, en eins og það fór, var það hið allra bezta, sem fyrir gat komið. Því það var einmitt slíkur framburður, sem ég þarfnaðist, framburður annarar manneskju, um að Mark og Robert hefðu verið saman inni í her- berginu. Ég sagði ekkert. Ég þorði ekki að eiga það á hættu að málrómur minn heyrðist inni í herberg- inu. Ég bara hló að veslings, lítilfjörlega heimsk- ingjanum og tók upp byssuna og skaut hann. Síðan fór ég aftur inn í bókaherbergið og beið — ná- kvæmlega eins og ég sagði fyrir réttinum. Getið þér ímyndað yður, mr. Gillingham, hvers- konar hræðsla greip mig, þegar ég allt í einu sá yður? Getið þér ímyndað yður hugarástand morð- ingja, sem (að því er hann heldur) hefir gert ráð fyrir hverjum einasta möguleika, en stendur svo skyndilega frammi íyrir nýju, óvæntu verkefni? Hvaða áhrif skyldi koma yðar hafa að lokum? Ef til vill engin, og þó — Og ég hafði gleymt að opna gluggann. Ég veit ekki hvort þér álítið, að ég hafi sýnt hyggindi við undirbúning morðsins. Ef til vill ekki. En ef ég verðskulda nokkurt lof því viðvíkjandi, þá er það fyrir það, hvernig ég bjargaði mér úr þeirri hættu, sem koma yðar gat haft fyrir mig. Já, ég gat oþnað gluggann beint fyrir framan nefið á yður, mr. Giilingham, hinn retta glugga líka, eins og þér voruð svo góðir að segja. Og lyklarnir —- já það var skarplega hugsað af yður, en ég- held að ég hafi verið ennþá slyngari. Ég lék á yður með lyklana, sem ég komst líka að raun um, þegar ég hleraði á tal yðar við Beverley á leikvellinum. Hvar ég var þá? 0, þér megið geta upp á launganginum, mr. Gillingham. En hvað segi ég? Hefi ég í raun og veru leikið á yður ? Þér hafið nú uppgötvað leyndarmálið — að Robert var Mark — og það er það eina, sem hefir nokkra þýðingu. Hvemig komust þér að því? það fæ ég aldrei að vita. Hvar var það sem mér hafði misheppnast? Ef til vill hafið þér gabbað mig allan tímann. Kannske þér hafið vitað um lyklana, gluggann, já, og einnig um launganginn. Þér eruð skarpur maður, mr. Gillingham. í Ég þurfti að sjá fyrir fötum Marks. Ég gat ef, til vill látið þau liggja kyr á ganginum, en leynd- ardómurnn með ganginn var nú sama sem opin- ber. Miss Noris vissi um hann. Það var ef til vill það skammsýnasta í fyrirætlunum mínum, að miss Noris vissi um ganginn. Þess vegna lét ég fötin í sýkið, þegar fulltrúinn var svo góðviljaður að slæða í því fyrst. Nokkrir lyklar hurfu með þeim, en ég hélt eftir byssunni. Það var vel gert, mr. Gilling- ham. Ég held að það sé ekki neitt meira, sem ég þarf að segja yður. Þetta er orðið langt bréf, en það er líka það seinasta, sem ég skrifa. Sú var tíðin, að mér fannst framtíðin brosa við mér, ekki í Rauða húsinu, og ekki einsömlum. Það var ef til vill aldrei meira en góður draumur, því ég var hennar ekki fremur verður, en Mark var. En ég myndi hafa gert hana hamingjusama, mr. Gillingham. Guð minn góður, hvað ég hafði lagt mikið að mér til þess að gera hana hamingj usama! En nú er það ómögulegt. Að bjóða henni morðingja er jafn svívirðilegt og að bjóða henni drykkjumann. Og Mark dó sökum

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.