Nýja dagblaðið - 05.08.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 05.08.1934, Blaðsíða 1
■ 2. ár. Reykjavík, sunnudaginn 5. ágúst 1934. 184. blað Hniimsi isliiá á erlendum markaði Ingólfur G. S. Espholín er nýkominn úr markaðsleitarferð um Engíand, Frakkland og Mið-Evrópu Ingólfur G. S. Espholin er nýkominn heim úr þriggja mánaða ferð erlendis í þeim tilgangi aðallega að kynna sér markaðsmöguleika fyrir hrað- fryst íslenzk matvæli. Er Ing- ólfur kunnur af uppgötvun, er hann hefir gert á sérstökum útbúnaði til hraðfrystingar, og tilraunum, er hann hefir gert til að hraðfrysta skyr og gera það á þann hátt að markaðs- vöru erlendis. Til þessarar far- ar fékk hann 3000 kr. styrk frá ríkinu. Blaðið hefir átt tal við Ing- ólf, og fer það hér á eftir. Engar nýjungai-, hag- kvæmar íslendingum. — Hvað hafið þér kynnt yður í utanförinni? — Aðalerindi mín voru að kynnast til hlítar öllu, er kæmi við væntanlegri sölu í ýmsum löndum Evrópu á matvælum af íslenzkum uppruna, sem hrað- frystar yrði samkvæmt aðferð minni, svo sem fiskur af ýms- um tegundum, fiskafurðir eins og hrogn, o. fl., skyr, slátur- afurðir, og jafnvel ávextir vermihúsa. — Erindi mitt var einnig að kynnast þeim tekn- isku nýjungum, sem væru á því sviði, er hér var um að ræða. Get ég strax skýrt frá því, að þrátt fyrir það, að ég mun hafa séð um hálft hundr- að nýtízku frystihús á ýmsum stöðum erlendis, skoðað mörg kæliskip, og átt tal við flestar þær verksmiðjur, er vinna að tilbúningi véla og útbúnaðar í þessari grein, varð ég ekki var neinnar nýjungar, sem að gagni gæti komið okkur ís- lendingum, heldur ekki að ég sæi neitt lærdómsríkt og mér áður óþekkt, — því miður. Þá var erindi mitt að athuga hvern stuðning ég gæti fengið erlendis, ef mér fyndist æski- legt að auka framleiðslu mína á hraðfrystum vörum úr því sem nú er. — Loks ætlaði ég mér að kynnast verkunarað- ferðum og vélum til hreinsun- ar á fiski. — Og að endingu var ég beðinn að kynna mér eftir föngum þær tilraunir, sem gerðar hafa verið erlendis með vélaþurkun á heyi; og sömuleiðis að athuga alveg sér- staka, nýja gei'ð af vermihús- um. Miklir markaðsmöguleik- ar, ef rétt er að farið. — Um hvaða lönd fóruð þér? —Ég kom við í Englandi, Erakklandi, Hollandi, Þýzka- landi, Tékko-Slovakiu, Austur- ríki, Sviss og Italiu. En mest af tímanum dvaldi ég í tveim, löndum, Englandi og Sviss. — Og árangurinn? — Möguleikarnir til að selja hraðfrystan fisk eru miklir, ef rétt er að farið. — Hvemig leizt yður á enska markaðinn ? — Ekki vel eins og nú standa sakir. Fyrirkomulag fisksölunn- ar í Englandi er mjög slæmt. Á markaðnum ægir saman skemmdum fiski og óskemmd- um og skemmdi fiskurinn dreg- ur verðið niður, auk þess sem þetta er mjög athugavert frá heilbrigðislegu sjónarmiði. Ég átti tal um þetta við einn af þekktustu læknum og heilbrigð isfulltrúum Englands, og hann sagði, að ástandið væri afleitt. Það sem við þurfum' að gera, er að senda okkar hraðfrysta fisk til Englands sem alveg sér- staka vörut’egund og ekki með hina venjulegu ensku fisksala sem milliliði. Við eigum ekki að senda hann út sem „flak- fisk“, því þá verður hann álit- inn vera samskonar vara og hinn venjulegi flakfiskur frá fisksölunum, sem er meira og minna skemmdur. Eftir því sem ég kemst næst, er réttast að senda fiskinn út í bitum, Vz—1 kg. að þyngd, innpakk- aðan, og þannig yrði hann seld- ur út úr búðunum. — En hin löndin? — I Frakklandi er skipulagn ing fisksölunnar einna lengst komin af þeim löndum, sem ég fór um. Þar í landi er frystur fiskur orðinn álíka viðurkennd vara og t. d. fryst kjöt í Eng- landi. Þar er orðið nokkuð al- gengt, að selja fiskinn innpakk- aðan á sama hátt og ég hefi áður minnst á. En sá fiskur, Framh. á 4. síðu nliili 20 ára minning heimsstyrjaldar- innar London, 4./8. FÚ. í dag eru liðin 20 ár síðan heimsstyrjöldin skali á. Ensku blöðin minnast þess öll og spyrja um leið: „Hve langt | hefir oss miðað síðan“? Rúss- neska blaðið Pravda bað Arthur Ilenderson, forseta afvopnunar- j i áðstefnunnar um orðsendingu | vegna dagsins og segir hann 1 þessari orðsendingu m. a.: „Þennan dag ber oss að nota til þess að helga oss alvarlega mál- ! efnum friðarins, og á engan hátt geta menn betur stutt friðinn heldur en með því, að snúast algerlega andvígur gegn ófriði meðal hvaða þjóða sem er“. Síðan fer hann nokkrum orðum um Þjóðabandalagið og viðleitni þess til þess að aftra styrjöldum og efla frið í ver- öldinni. Hann minnist einnig á þá milliríkjasamninga, sem gerð ! ir hafa verið í sama tilgangi < í upp á síðkastið og segir svo að I k'kum: „Taktnark heimsins er afvopnun, og þó að þetta tak- mark kunni að sýnast langt í burtu og þó að vegurinn þang- að virðist langur og örðugur, þá er það vegur, sem vér verð- urn að fara, ef vér eigum að komast hjá að endurtaka hörm- ungar þær, er hófust fyrir 20 árum“. Þjóðverjuœ neitað um meiri vörur, nema þeir greiði | eldri skuldir London, 4./8. FÚ. Ensk baðmullarverksmiðja, (sem ekki er nafngreind) hefir opinberlega tilkynnt, að hún muni fresta að aígreiða baðm- ullargarn til Þýzkalands og hætta við að láta spinna baðm- ullargarn sem þangað var ætl að til útflutnings, þangað til að skil hafi verið gerð fyrir vör- ur, sem þegar séu afhentar Þjóðverjum. I Berlín fara nú fram samn- ingaumleitanir milli stjórna Bretlands og Þýzkalands sem miða að því, að komast að samningum urn greiðslu á ensk- um baðmullarvörum fluttum til Þýzkalands og fyrirkomulag þeirra viðskipta í framtíðinni. Ef slíkir samningar takast ekki, mun spuni og útflutning- ur baðmullargarns til Þýzka- lands verða stöðvaður og það þýðir að 50 þús verkamenn verða atvinnulausir í lengri eða skemmri tíma. línuveiðarar á síld fyrir norðan og vestan. Akranes er eitt blómlegast kauptúnið hér á landi. Helzt þar í hendur útgerð og land- búnaður og sýna þorpsbúar mikinn dugnað í hvorutveggja. Verður hér í fáum dráttum sagt frá atvinnulífinu á Akra- nesi í sumar, en þó styttra en skyldi. Eru margar fram- kvæmdir Akurnesinga slíkar, að þær eru til fyrirmyndar og mættu um ýmsar einstakar skrifa heilar blaðagreinar. Má vel vera, að það verði gert í Nýja dagblaðinu seinna. Fyrir nokkrum árum síðan fékk Akraneshreppur allmikið landflæmi, Garðaland, sem var ríkiseign, til umráða. Var þeg- ar ráðist þar í stórfelldar rækt- unarframkvæmdir. Þar sem áður var óræktarflói er nú liomin fögur og frjósöm gras- slétta og búið fyrir nokkru að hirða fyrsta sláttinn, um 2000 hesta. Sést á því, að hér er ekki um neina smáræðisrækt- un að ræða, en Akumesingar ætla samt ekki að láta þar við sitja. Þeir eru stöðugt að leggja undir sig ný óræktar- svæði og breyta þeim í slétt og grösugt land. Á Akranesi eru í sumar um 120 kýr. Hafa flestir mjólkur- framleiðendur gengið í félag, sem stofnað var fyrir sköminu húsi o. fl. Formaður félagsins er Sigurður Símonarson. Akranes hefir verið löngum frægt fyrir mikla kartöflu- rækt.-í fyrra brást uppskeran alveg, vegna sýki. í ár hefir lítið borið á veikinni, enda hef- ir verið reynt að verjast henni með því að „sprauta“ öðru hvoru. Lítur nú vel út 1 görð- unum og er sumstaðar byrjað að taka upp og er vöxturinn góður. Fiskveiðar hafa ekki verið stundaðar aðrar undanfarið én lúðuveiðar. Hafa stundað hana nokkrir „trillu“-bátar og geng- ið vel. Aflinn hefir verið seld- ur jafnóðum til Reykjavíkur. Síldveiði er nú byrjuð frá Akranesi og sækja bátarnir vestur í Jökuldjúp. Síldin er fryst í íshúsunum á Akranesi og verður höfð til beitu á ver- tiðinni í vetur. Norður á síld fóru þrír mótorbátar og fjórir línuveið- arar frá Akranesi. Fiskþurkurinn hefir . gengið treglega vegna óþurka og et* mikið af fiski óþurkað ennþá. Mikið af fiski var selt óverkað og dregur það úr atvinnu heima fyrir. Við hafnargerðina á Akra- nesi vinna nú 67 menn. Um! 50 þeirra vinna þar á staðnum, en 17 menn vinna við stein- skipið, sem liggur uppi í Hval- firði. Var það keypt í Noregi Frh. á 4. aíðu. Nýtísku farartæki Alltaf er verið að finna upp á einhverju nýju á ýmsum sviðum. Myndin hér fyrir ofan sýnir nýjustu tegund áætl- unarbíla í nágrenni og útjöðrum Kaupmannahafnar. Er það stærðarbíll með annan minni vagn í togi. Það er ódýrara, og talið hagkvæmt á vissum stöðum. rá Akranesi Útlit fyrir góða kar- og á að annast um sölu og töfluuppskeru. Heyskap- vinnslu á mjólk félagsmanna. urinn gengur ágætlega. : Er þegar byrjað á undirbún- Um 70 manns vinna að j ingsframkvæmdum, byggingu á halnargerðinni. Bátar og !

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.