Nýja dagblaðið - 02.09.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 02.09.1934, Blaðsíða 4
DAQBLAÐIÐ Vera Simíllon Mjólkuríélag’Bhúsinu, Siœi 3371. HeimeaiiDÍ 3084 Ókeypis ráðleggingar á mánud. kl, 61/*—7V,. < ÍDAG Sólaruppkoma kl. 5,13. Sólarlag kl. 7,40. Flóð árdlegis kl. 12,05. Flóð síðdegis kl. 12,05. Veðurspá: Suðaustan og austan gola. Dálítil rigning öðru hvoru. Ljósatimi hjóla og bifreiða kl. 8,10—4,40. Söfn, skrifstofur o. fl. þjóðminjasai'nið .............. 1-3 Náttúrugí'ipasaínið ........... 2-3 Listasafn Einars Jónssonar .. 1-3 I.andsbókasafnið . r.. opið kl. 1-7 Listasafn Einars Jónssonar .... 1-3 Pósthúsið...................10—11 Landssíminn ............. opinn 8-9 Lögregluvarðst. opin allan sólarhr. Messur: í dómkirkjunni kl. 11 séra Frið- rik Hallgrímsson. í íríkirkjunni kl. 5 séra Árni Sig- urðsson. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landspítalinn ...»......... kl. 2-4 Landa&otsspítalinn ........... 3-5 Laugamesspítali ............ 12%-2 Vífilstaðahœlið 12i/2-iy2 og 3i/2-4y2 Kleppur ...................... 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 1-3 og 8-9 Sólheimar .................... 3-5 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Farsóttahúsið ................ 3-5 Næturvörður í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Næturlæknir: Valtýr Albertsson, Túngötu 3, sími 3251. Næturlæknir aðra nótt: Gísli Fr. Petersen. Skemmtanir og samkomur: Drengjamótið ki. 10. Knattspymumót III. fl. kl. lOogll. Knattspyrnumót II. fl. kl. 5. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,40 Veðurfregnir. 11,00 Messa í Dómkirkjunni (síra Friðrik Hall- grímsson). 15,00 Miðdegisútvarp. 1S,45 Barnatími (síra Friðrik Hall- grímssno). 19,10 Veðurfregnir. Til- kynningar. 19,25 Grammófóntón- leikar. 19,50 Tónleikar. Auglýsing- ar 20,00 Klukkusláttur. Grammó- fónn: Edv. Grieg: Cello-sónata í A-moll. 20,30 Fréttir. 21,00 Erindi: íslenzk ber (dr. Gunnlaugur Claes- sen). 21,30 Danslög til kl. 24. Á mánudag: Kl. 10,00 Veðurfregnir 12,15 Há- aegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,25 Grammófóntónleikar. 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Tónleikar: Alþýðu- lög (Útvarpshljómsveitin). 20,30 P'réttir. 21,00 Frá útlöndum: „Drottins útvalda þjóð“ (Vilhj. ]). Gíslason). 21,30 Tónleikar: a) Ein- söngur (Daniel þorkelsson). b) Grammófónn: Stravinsky: Eldfugl- inn; sami: Suite. Kjötverðið i bænum hefir nú lækkað, bæði í heildsölu og smá- sölu, samkv. ákvörðun kjötverð- lagsnefndarinnar. þessi fyrsta verðskráning gildir aðeins fyrst um sinn og mun eins og venju- lega um þetta leyti árs verða meiri lækkun bráðlega á kjöti. Smásöluverðið hefir lækkað um 12 aura kg. Kjötverðlagsnefndin er nú búin að skipa eftirlitsnefnd- ir á hinum ýmsu verðlagssvæð- um. N Ý J Annáll Skipafréttir. Gullfoss var í gær á leið til Kaupmannahafnar. Goða- foss fór frá Hamborg í gœr. Brú- arfoss kom frá útlöndum í fyrra- kvöld. Dettifoss var á Akureyri í gœr. Lagarfoss fór kl. 10 í gær- kvöldi til útlanda. Selfoss var á Kópaskeri í gær. Gestir í bænum. Gunnar þórðar- son, bóndi, Grænumýrartungu, Finnur Jónsson alþm. ísafirði. Vilhjálmur JJór kaupfélagsstjóri varð 35 ára í gær. Séra Páll Sigruðsson, prestur í Bolungavík, talar á Voraldarsam- komu i Varðarhúsinu i kvöld kl. kl. 8V2. Allir velkomnir. Bara Oddurl Maðurinn hjá Verzlunarráðinu þykist víst ekki hafa vaxið að metorðum af skrif- um sínum i Mbl. Áður birti hann grein með undirskriftinni „dr. Oddur Guðjónsson“. í gær heitir liann bara Oddurl Og mun flest- um finnast nóg, sem greinina lesa. Greinin „Á tunga vor að týn- ast?“, er birtist hér í blaðinu fyr- ii skömmu, undirrituð B. B. er ekki eftir Björn Bjamarson í Giafarholti. Sólskin í Reykjaví. Um 160 klst. sólskin var hér í bænum síðastl. ágústmánuði, sagði Veðurstofan blaðinu í gær. Meðaltalið er 170 klst. Farþegar með Brúarfoss frá út- löndum 31. ágúst síðastliðinn: Guðlaugui' Rosinkranz ritstjóri, Karl Jónsson læknir og frú, Sveinn Ingvarsson foretjóri, Leif- ur Asgeirsson skólastjóri og frú, Guðmundur Ólafsson og frú, Sig- urður Ólafsson kaupmaður og frú, Andrés Andrésson, frú Valborg Einárs.son o. fl. Drengjamótið heldur áfram í dag' kl. 10 f. h. verður þá keppt í hástökki og stangarstökki og vefðlaun afhent fyrir mótið. Kepp- endúr og- starfsmenn áminntir að mæt'á stundvislega. Skátar (piltar og stúlkur), fund- ui' verður haldinn í Varðarhús- inu á mánudag kl. 8% e. h. Mál sem varða öll íélögin verða rædd. I jölmennið . Bankamálið. Rannsókn í seðla- hvarfsmálinu og ávísanasvikamál- inu, sem upp komst í sambandi við það er nu um það bi' lokið og verður dómur kveðinn upp í þessum mánu*i. Rigning á ágústmánuði. í Rvík var úrkoman 65 mm., sem er nokkru meira en meðaltal, en það er 52 mm. í ágúst mánuði var hér alls 11 rigningarlausir dagar. Ameríski flugmaðurinn, dr. Light kom hingað í fyrrakvöld frá Angmagsalik eftir rúmlega sjö klst. flug. Með honum er loft- skeytamaður, Richard Wilson. í gærmorgun tóku þeir bensín á flugvélina og fara héðan áleiðis til Bretlandseyja strax og veður leyfir. Ekki er vitað í hvaða er- indum þeir eru, en dr. Light segir það vera skemmtiflug. Meðan þeir eru hér í bænum dvelja þeir á Hótél Borg. Nýlega kom eldur upp í hlöðu þorsteins Björnssonar kaupm. i Ilafnarfirði og brunnu um 200 heyhestar. Knattspyrnumót II. flokks. Mótið stendur nú þannig: Fram hefir unnið Val með 1 :0 og gert jafn- tefli við Víking, en Valur hefir unnið K. R. með 1 :0. í dag kl. 5 keppa I<. R. og Víkingur. Að- gangur ókeyþis. Knattspyrnumót III. fl. í dag kl. 10 keppa Fram og Víkingui- og kl. 11 K. II. og Valur. Fisktökuskipin. Hekla tekur hér fisk og fer væntanlega annað kvöld áleiðis tii Spánar, en kemur við i Færeyjum og fullhleður þar. Katla er væntanleg að vestan á morgun og fer sennilega annað kvöld til Italíu. Columbus tekur fisk á Eyjafirði. Edda var í Stykkishólmi 1 gær. Enn bjargar sundkunnátta mannslífi. Nú í vikunni féll lít.ill drengur fram af bryggjunni í Húsavík. Sonur sýslumannsins þar, Jóhann Havsteen var þai- rétt lijá og fleygði sér eftir lionum og lókst að b.jarga honum frá drukkn- un. Úr Norður-þingeyjarsýslu. Sí- feldar rigningar og þurkleysur nafa verið í Norður-þingeyjar- sýslu, og eru mikil hey úti. 011 hey, að heita rnó, eru óhirt yzt á Langanesi. þar er rnikið hey skemmt, og næstum ónýtt. — Tog- arinn Hafsteinn kom nýlega til ]>órshafnar, til þess að kaupa báta- íisk. Afli þar hefir vei'ið sæmilega góður undanfarna tvo mánuði. Ekki ein báran stfik með sæ- símann. Sæsíminn bilaði aftur í fvrrakvöld og var viðgerð þá ný- lokið á öðrum stað. Er þetta átt- unda bilunin frá því í júli í fyrra. Togurum er kennt um þessa bil- un. Sjávarhiti og ís við Island 1933 Eftir frásögn Bjarna Sæ- mundssonar í Ægi. Bjami Sæmundsson fiski- fræðingur skrifar í seinasta hefti Ægis um ísrek við Græn- land 'og Island á síðastl. ári. Styðst hann að mestu við Nau- tiskmeteorologisk Aarbog, frá veðurstofunni í Kaupmánna- höfn. Um ísrek og sjávarhita við Grænland segist honum á þessa leið: . „Við ísland var lítill . ís þetta ár. Eftir ofsaveður af VSV rak um miðjan febrúar j töluvert af ís' upp að Vest- j fjörðum frá Kögri að Bjarg- töngum, en varð hvergi land- fastur og stóð stutt við. Með honum var sagt, að hefði kom- ið mikil þorskganga, sem hvarf svo með honum. í apríl varð íss vart nokkura daga út af Straumnesi og Kögri. í júlí sást einn borgar- ísjaki úti fyrir Húnaflóa, eins og fyrirrennari ísbreiðunnar, Einfalt rád Árni Eylands harmar það í Morgunblaðinu nýlega, að úti verði á Hvanneyri mikið af góðum engjum af því að hús- rúm vanti þar fyrir hey og skepnur. Skólastj órinn er að kafna í heyi, og veit ekki hvað hann á við þau að gera. Hér er einfalt að ráða heilt. Ekki er annað en byggja aftur eitthvað af býlunum sem lögð hafa verið undir Hvanneyri. Hvítárós var síðast lagður undir. Þar voru milli 10 og 20 nautgi’ipir, um 80 fjár og 10— 20 hross. Staðarhóll hafði verið lagður undir áður. Þar var minna bú, en þó nokkurt. Bæði þessi býli eru lögð und- ir Hvanneyri af núverandi skólastjóra, sem að því er Árni segir, veit nú ekkert hvað hann á að gera með heyið sem heyjaðist í landi þessara jarða. Áður var lagt undir Hvann- eyri: Ásgarður, Svíri, Tungu- kot, Hamrakot, Kista og Skóg- arkot. Það er því einfalt ráð iað fjölga aftur býlunum. Lofa aft- ur fleiri fjölskyldum að fram- leiða sjálfstætt, nógir vilja verða til þess, ef möguleikam- ir eru aftur skapaðir. x. Yfir 130 tnenn farastíGulafljótinu London, 1./9. FÚ. Manchuriskt gufuskip sökk í dag í Gulafljótinu. Aðeins fá- um mönnum varð bjargað. Ekki er vitað með vissu, hve margir farþegar voru með skip. inu, en tala þeirra, sem fór- ust, mun vera milli 130—160. sem þá teygði sig yfir undir ísland, eins og áður er minnst á. Annars var íslaust hér. Árið 1933 hefir verið líkt fyrirrennurum sínum, hvað þessar slóðir snertir, eitt ís- leysisárið enn, hið 9. í röðinni. Sjávarhitinn hér við land hef- ir líkt og víðar í N-Atlanzhafi og Norðurhafi verið hærri þetta ár en að méðaltali, eins og hann líka hefir verið við austanvert landið (NA-, A. og SA-land) og sumarið og haustið, enda var síldin mjög stöðug við A- land þetta ár og beinhákarlar sáust við Austfirði norðan- verða um sumarið (sbr. Ægi XXVI, bls. 242) : Suðrænan háfisk hér áður óséðan (Notid- anus griseus), rak um haustið á Kvískerjafjöru í Öræfum og verá má, að hin mikla flyðru- ganga, sem sagt er að hafi ver- I ið við Grímsey þetta sumar, j liafi verið að þakka óvenju 1 heitum sjó á þeim slóðum“. # Odýrn $ auf;Jýsmg‘arD«.r. Hásuæði 3 sólríkar stofur og eldhús til leigu. Öll þægindi nema gas. Sími 2185. Námsstúlka óskar eftir her- bergi (og- helzt fæði á sama stað) nálægt kennaraskólanum. A. v. á. Lítið herbergi í Suðaustur- bænum óskast 1. okt. A. v. á. Til leigu þriggja herbergja íbúð með öllum þægindum í nýju húsi í Sogamýri. Leiguna má greiða að einhverju leyti með fæði og þjónustu. Avá. Ibúð óskast 1. okt. 3—4 her- bergi með öllum þægindum. Upplýsingar í síma 2775. Forstofustofa til leigu mán- aðartíma. Gott tækifæri fyrir íerðamann. A. v. á. 1—2 herbergi og eldhús með þægindum óskast 1. okt. Uppl. í síma 4259. 2 herbergi með aðgangi að eldhúsi til leigu 1. okt. í húsi mínu við Tjarnarbraut. Ólafur Þ. Kristjánsson, Hafnarfirði. Gott herbergi óskast með miðstöðvarhita. A. v. á. Tilkyimiugar Beztu og ódýrustu sunnu- dagaferðirnar verða nú eins og áður frá Vörubílastöðinni í Reykjavík. Sími 1471. Til Ólafsvíkur hvern mánu- dag. Bifröst. Sími 1508. Til Stykkishólms hvern mánudag og fimmtu- dag. Aðalstöðin. — Simi 1383. I Veðráttan í ágúst Framh. af 1. síðu. stórrigningar, einkum á Aust- fjörðum sunnanverðum. Hér sunnan. og suðvestan- lands má kalla, að verið hafi sæmileg veðrátta fyrstu þrjár vikumar, því þó þurkar hafi ekki verið stöðugir, hafa kom- ið góðir þurkdagar öðru hvoru. Síðan 20. mánaðarins má heita, að verið hafi óþurkar um allt land. Hlýindi munu hafa verið vel í meðallagi um allt land. — Um fyrri helgi gerði kulda- kast nyrðra og snjóaði þá niður í miðjar hlíðar á Vest- fjörðum og í Eyjafirði. Frosts hefir ekki orðið vart í byggð, svo vitað sé. I ágústmánuði í fyrra gekk heyskapurinn vel norðanlands, en miklu ver hér syðra.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.