Nýja dagblaðið - 14.09.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 14.09.1934, Blaðsíða 3
NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f." Ritatjóri: Gísli Guðmundsson, Tjamargötu 39. Sími 4245. Ritstjómarskrifstefumar Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Simi 2323; Askriftargj. kr. 1,50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Arta. Smjörlíkisverðiö og Reykvíkingar Reykvíkingar hafa nú um nokkur ár keypt brauðin með tvennskonar verði. Alþýðubrauðgerðin og Kaup- félagsbrauðgerðin hafa selt rúgbrauðin á 40 aura, en öll önnur brauðgerðarhús hafa selt þessa sömu brauðtegund á 45 aura. Líklega gæti þetta ekki hafa komið fyrir í nokkurri annari borg. Nú hefir Kaupfélag Eyfirð- inga lækkað verð á annari nauð synjavöru. Það hefir lækkað verðið á smjörlíki um 40 aura á kíló. Á framleiðslu smjörlíkisverk smiðjanna í landinu, eins og hún var á fyrra ári, samkvæmt skýrslu Landsbankans, nemur þessi lækkun fullum 50 þúsund krónum á ári. Og vissulega mundi drjúgur hluti af þeirri fjárhæð koma Reykvíkingum til góða, ef þeir notfærðu sér það tækifæri, sem nú býðst til þess að kaupa ó- dýrt smjörlíki, og létu ekki fara fyrir sér um smjörlíkið eins og brauðin, að kaupa það með tvennskonar verði. Hér er sem sé ekki um neina smámuni að ræða. Verðlækkun- in nemur sem svarar ókeypis smjörlíki í ca 100 daga af ár^ inu! í einu bæjarblaðinu var ný- lega minnst á verðlækkun á mjólk. Og var jafnvel talið sjálfsagt að hún yrði látin lækka til mikilla muna þegar er mjólkurlögin gengu í gildi. Tilgangur mjólkurlaganna er sá, að draga úr hinum1 gífurlega dreyfingarkostnaði mjólkurinn- ar, til hagsbóta fyrir hvort- tveggju, framleiðendur og neyt endur. Og víst er um það, að vonir manna um að þetta megi tak- ast, styðjast ekki að litlu leyti við árangur þann, sem Kaupfé- lag Eyfirðinga hefir náð um mjólkurhreinsun og dreifingu mjólkur, en hjá þeim hefir kostnaðurinn ekki farið nema í 6 aura, þótt sami tilkostnaður hafi verið 18 aurar í Reykja- vík. Nú vita það allir nlenn, að þótt mjólkurverðið hafi verið hátt í Reykjavík, þá hafa bændumir, sem mjólkina fram- leiða handa Reykvíkingum, ekki fengið hátt verð fyrir hana. Þessvegna munu líka flestir Reykvíkingar kunna sér hóf með það, að heim'ta ekki ótímabæra lækkun á mjólkinni. En flest heimili kaupa bæði mjólk og smjörlíki. Til hyers er tennaraskólinn? Eftir frn Aðalbjörgu Sigurðardóttur Grein með þessari yfirskrift birtist í Nýja dagblaðinu í dag, en þar sem hún er ekki gagnrýni á Kennaraskólann, eins og vænta hefði mátt eftir fyrirsögninni, heldur á gjprðir skólanefndar barnaskólanna í Reykjavík, sem ég er formað- ur fyrir, þá vil ég leyfa mér að ræða málið dálítið nánar. Greinin er skrifuð af óá- nægju út af meðmælum skóla- nefndar með 16 umsækjendum um kennarastöður við barna- skólana í Reykjavík. Skilst mér það aðallega vera tvennt, sem skólanefnd er gefið að sök: Að hún hafi flaustrað þessu verki af á 2—3 kl.st. og að hún hafi gefið meðmæii 4 umsækjendum, sem ekki hafi kennararéttindi. Nokkuð er það fljótfærnis- leg ályktun að gera ráð fyrir því, að þetta verk skólanefnd- ar hafi verið unnið á þessum eina fundi, jafnvel þó hann stæði nærri því 4 kl.st., en ekki 2—3. Þeir tveir menn, sem nýir eru í skólanefndinni, minntust á það, að réttara mundi að hafa tvo fundi um málið, en skrifstofa fræðslu- málastjóra herti á því, að mál- ið væri afgreitt sem fyrst, þar eð því hafði seinkað óhæfilega, bæði vegna fjarveru sumra skólanefndarmannanna og þess að kosning eins mannsins var í raun réttri ekki afgreidd fyr en á síðasta bæjarstjómar- fundi. Ég sagði þeim þ>ví, að málið yrði að afgreiðast á þessum fundi, enda gerði ég ráð fyrir því. að skólanefndar- mennimir myndu hafa kynnt sér málið eftir því sem unnt væri á undan fundinum og myndað sér sínar skoðanir. Er mér líka kunnugt um, að þeir tveir skólanefndarmenn, sem hér um ræðir, fóru yfir og at- huguðu umsóknirnar og með- mælin á undan fundinum. Hvað sjálfri mér viðvíkur, þá get ég fullyrt, að á bak við þenna fund liggur márgra daga starf, ef ég á að telja öll þau viðtöl, sem ég hefi átt við umsækjendurna og vini Geta húsbændur auðveldlega reiknað, hvað verðlækkun IFlóra-smjörlíkisins samsvarar mikilli lækkun á mjólkinni, sem þeir kaupa. ; En í flestum tilfellum mun ; smjöi’líkislækkunin svara til 3 ; —5 aura lækkun á hvern mjólk urlítra, sem heimilin kaupa, ef þau nota smjörlíki á annað borð. En þá mun ekki blása byr- lega um lækkun vöruverðlags hér í Reykjavík, ef almenning- ur ekki skapar verzlunum að- hald um að hafa á boðstólum þá vöruna, sem ódýrust er, hlut fallslega við gæði. * þeirra og meðmælendur, bæði munnlega og skriflega. Sömu- leiðis hefi ég leitað mér upp- lýsinga í skrifstofu fræðslu- málastjóra og rætt um kenn- aravalið oftar en einu sinni við fyrv. fræðslumálastjóra, Helga Elíasson. Hversu glögg ég kann að vera að greina hið rétta úr öllum þeim skýrslum, sem manni berast á þenn- an veg, skal ég ekkert um segja, þær eru líka sjálfsagt oft heldur lítils virði. Hitt fullyrði ég, að ég hefði ekkert verið færari um að taka réttar ákvarðanir í þessu máli, þó ég hefði fengið nokkurra daga umhugsunarfrest í viðbót. Þykist ég vita, að þeir skóla- nefndarmennirnir, sem áður áttu sæti í nefndinni, þeir Pét- ur Halldórsson og Guðmundur Ásbjamarson, hafi haft sömu skilyrði til undirbúnings og ég. Þá kem ég að hinu atrið- inu, sem er auðvitað aðalkjami greinarinnar, því, að skóla- nefnd hafi mælt méð fjómm mönnum í kennarastöður, sem ekki höfðu kennararéttindi. Það skal tekið fram til skýr- iiigar, að af þeim 8 kennara- stöðum, sem sennilega verða lausar hér við skólana í haust, ætlaðist skólanefnd til að þrjár væru helgaðar sérgreinum: teikning, handavinnu og söng. Mér er engin launung á því, að skólanefnd lítur svo á, að henni beri skylda til að sjá um, að sérgreinamar kenni fólk, sem sérþekkingu hafi í þeim ákveðnu námsgreinum, sem það tekur að sér. Ef það hefir að auki almennakennara- menntun og próf, þá er það gott og blessað, og sjálfsagt, að kennaramenntaði maðurinn sitji fyrir stöðunni að öðru jöfnu. Hitt má kennarastéttin ekki láta sér detta í hug, að kennarar taki að sér þá kennslu, sem þeir geta ekki verið færir um að leysa af hendi, nema því að eins að þeir læri þær námsgreinar ein- hversstaðar annars staðar en í Kennaraskólanum, eins og hann er og hefir verið; á ég þar aðallega við söng og handavinnu. Einn af þeim fjórum, sem greinarhöf. í Nýja dagblaðinu segir, að ekki hafi kennara- réttindi, mun vera Brynjúlfur Þorláksson, sem skólanefnd mælti með sem söngkennara. Er hann Reykvíkingum að svo góðu kunnur, sem fyrirtaks söngstjóri og kennari, að ég býst við, að erfitt verði að koma þeim í skilning um, að skólanefnd hafi framið þarna mikið glapræði. En við þetta bætist svo, að samkvæmt upp- lýsingum fræðslumálastjóra, hefir Brynjúlfur Þorláksson fullkomin kennararéttindi, enda þótt hann hafi ekkikenn- B I Ð arapróf, þar eð hann hafði kennt söng við bamaskóla Reykjavíkur í 10 ár, áður en lögin um kennararéttindi, bundin við kennarapróf, gengu í gildi. Hinir þrír umsækj endurnir, sem skólanefnd mælti með og ekki höfðu kennararéttindi, voru tvær handavinnukennslu- konur, önnur til vara, svo aldrei gat nema önnur komizt að, og kennslukona í teikningu til vara. Sú kennslukonan í teikningu, sem fékk aðalmeð- mælin, hefir kennarapróf, en hefir þó sérstaklega lagt teikn- ingu fyrir sig. Sýnist það nokkurnvegin sjálfsagt, að fræðslumálastjórnin veiti henni stöðuna, svo ekki er lík- legt, að þarna sé mjög mikil hætta á ferðum fyrir kennara- stéttina. Mundi skólanefnd sjálfsagt ekki hafa mælt með neinum til vara í þessa stöðu, ef þess væri ,ekki krafist í nýrri tilskipun frá fræðslu- málastjórninni, að skólanefnd tilnefndi varamann í hverja stöðu. Þótti hefndinni þá rétt- ara að mæla með stúlku, sem henni var kunnugt um, að lært hafði að kenna börnum teikningu, en einhverjum kennara, sem henni var alveg ókunnugt um, að því er þessa námsgrein áhrærði. Mér sýnist þá, að mesta á- virðing nefndarinnar sé sú, að hún gaf Arnheiði Jónsdóttur aðalmeðmæli sín, sem handa- vinnukennslukonu, því að hún er sú eina af þessum þrem ó- réttmætu umsækjendum, sem nokkur líkindi eru til að koni- ist að stöðu við skólana hér. Ég get vel tekið það fram í þessu sambandi, að ég tel Arn- heiði Jónsdóttur þá einu af þeim 70—80 umsækjendum, sem um var að ræða, sem að svo stöddu er fær um að taka að sér það starf, sem skóla- nefnd ætlar henni, sem sé yf- irumsjón méð handavinnu- kennslunni í öllum bamaskól- unum hér. Vel getur þó verið, að einhver kennslukonan með- al umsækjendanna geti kennt handavinnu, og hafi eitthvað kynnt sér skólahandavinnu sérstaklega, en það er þá ekki vegna kennáraprófs hennar, heldur vegna „siglingar“, „námskeiða“ og þess, að hún hefir „kynnt“ sér þetta eða hitt, sem Sigurvin Einarsson virðist tala um með svo mik- illi fyrirlitningu. Annars er rétt að geta þess, að lítilsháttar var byrjað á handavinnukennslu við „Kenn- araskóla lslands“ síðastliðið haust. Arnheiður Jónsdóttir var fengin til að annast þá kennslu. Heyrt hefi ég, að hún muni þykja fullgóð til þess að hafa þá kennslu á hendi fram- vegis, enda eru víst ekki gerð- ar kröfur til þess, að kennarar við Kennaraskólann hafi kem - arapróf. En ef svo einhverjum af kennaraprófslausu kennur- unum frá Kennaraskólanum skyldi einhverntíma detta í hug að fara að keppa við læri- sveina sína um stöðu við ein- hvern barnaskóla landsins, þá rís auðvitað kennarastéttin t upp og hrópar: „Á hann að vera jafn rétthár oss hinum, próflaus maðurinn. Til hvers er þá Kennaraskólinn?“ Þá hefir skólanefnd það enn- fremur sér til afsökunar í þessu vali sínu, að á kennara- námskeiði því, sem haldið var í vor, var Amheiður Jóns- dóttir fengin til að hjálpa sænska handavinnukennaran- um, sem hér var, við kennsl- una. Sennilega hefir það verið „Sambandsstjórn íslenzkra barnakennara“, sem réði hana til þessa starfs, að minnsta kosti var það ekki skólanefnd Reykjavíkur. Sigurvin Einarsson vitnar í ályktun, sem gerð var á kenn- araþinginu í vor, þess efnis, að mótmæla því, að nokkur maður sé „settur eða slcipað- ur við barnaskólana, til þess að kenna almennar greinar eða sérgreinar, sem ekki hefir próf frá Kennaraskóla Islands, nema því að eins, að enginn bjóðist með slíku prófi“. Þetta er nú rödd kennaranna, en fleiri eru þeir, sem einhvern rétt þykjast hafa til að hlut- ast til um skólamálin, en kenn- ararnir einir saman, að minnsta kosti mun foreldrun- um finnast sér koma þau dá- lítið við. Það er því ekki fjarri lagi að hlusta á rödd frá öðrum fundi, sem haldinn var hér í Reykjavík á líkum tíma og kennaraþingið, en það er 4. Landsfundur kvenna. Á þeim fundi voru mættar konur víðs- vegar að af landinu, höfðu ýmsar þeirra átt sæti í skóla- og fræðslunefndum heima í héruðum sínum. Fræðslumálin voru á dagskrá einn daginn, og urðu um þau langar um- ræður. Allar þær konur, sem töluðu, létu í ljósi óánægju sína yfir því, að kennarar þeir, sem útskrifuðust af Kennara- skólanum, gætu ekki tekið að sér að kenna söng og handa- vinnu. Væri því ekki nenta um tvennt að gera, annaðhvort að fá einhverja aðra til þess að kenna þessar námsgreinar, eða þær yrðu ekki kenndar. Er það þetta síðarnefnda, sem verið er nú að stefna að hér í Reykjavík? Ekki veit ég til þess, að ein einasta af handa- vinnukennslukonunum við skól- ana hér hafi kennarapróf, nema í sérgrein sinni; ekki heldur hinn ágæti teiknikenn- ari skólans, Unnur Briem. Ég tek hér eina málsgrein orðrétta upp úr fundargjörð Landsfundarins: „Allar voru konumar óá- nægðar yfir því, hvernig Kennaraskólinn væri, þar sem vantaði í hann handavinnu- kennslu og fleiri nauðsynlegar námsgreinar, samkvæmt nú- tímakröfum.“ í sambandi við fræðslumál- in voru méðal annars eftir- farandi tillögur samþykktar, með samhljóða atkvæðum: I. 4. Landsfundur íslenzkra kvenna skorar á fræðslumála- stjórnina að sjá um, að nú þegar sé tekin upp kennsla í Kennaraskólanum í samræmi Framh. á 4. síðu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.