Nýja dagblaðið - 18.09.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 18.09.1934, Blaðsíða 4
W ♦ J A DAOBLAÐIÐ ÍDAG Sólaruppkoma ki. 5.59. Sólarlag kl. 6.44. Flóð árdegis kl. 0.15. Flóð síðdegis kl. 1.05. Veðurspá: Breytileg átt og hœg- viðri. pokusúld frameftir degin- um en birtir tii síðdegis. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 7.25—5.20. Sttfn, skrifstofor o. IL Landsbókasafnið .............. 1-7 Alþýðubókasafniö .. 10-18 og 1-10 pjóðskjalasafnið ............. 1-4 þjóðminjasafnið .............. 1-3 Náttúrugripasafnið ........... 2-3 Landsbankinn ...............'. 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., KlapparsL .... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan .......... 10-5 Skrifstofa útvarpsins 10-12 og 1-6 Landssíminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (Skrifst.t.) 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins .... 9-12 og 1-6 F.imskipafélagið ............. 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Söfusamband íslenzkra fisk- framleiðenda ...... 10-12 og 1-6 Skrifst. bæjarins .... 9-12 og 1-4 Skrifstofa lögreglustj. 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra .... 10-12 og 1-4 Trýggingarstofnun ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6 Skipaskoðunar- og skréningarst. rikisins ............ 10-12 og 1-6 Helxisóknartíiiil sjúkrahúsa: Landspítalinn ................ 3-4 Landakotsspitalinn ........... 3-5 Laugamesspitali ............ 12^-2 Kieppur ...................... 1-6 Vífilstaðahælið 12%-1% og 3%-4% Fæðingarh., Biriksg. 37 .. 1-3 og 8-9 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Sólheimar ................... 3-4% Elliheimiliö ................. 1-4 Næturvörður í Ingólfsapóteki og Laugavegsapóteki. Næturlæknir: Bergsveinn Ólafsson Suðurg. 4, sími 3677. Skemmtanir og samkomur: Arnoid F'öldesy: Hljómleikai- í Gamla Bíó kl. 7.30. Samgttngnr og póstferBlz: Suðurland til Borgamess. Kuðurlandspóstur kemur. Goðafoss væntanlegur að riorðan. Dagakrá útvazpslns: Kl 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 10,10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,25 Grammófóntónleikar: Létt lög. 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Celló-sóló (pórhallur Ámason). 20,30 Fréttir. 21,00 Erindi: Um hljóðfæri og hljóðfærasamleik, VII (Jón Leifs). Norskur prestur hefir nýlega orðið að láta af embætti fyrir ýmsar yfirsjónir, sem sóknarbörn hans gáfu honum að sök. Ein þyngsta ásökunin var sú, að hann hefði einu sinni við líkfylgd hait með sér brennivinsflösku og hvað eftir annað dmkkið úr flöskunni, að öllum viðstöddum áhorfandi, og þrátt fyrir það þó hann sæti i vagninum við hliðina á lík- kiatunni. Skipafréttir. Gullfoss fór vestur og norður i gærkvöldi. Goðafoss fór frá Siglufirði í gærkvöldi. Brúarfoss kom til Grimsby í gær- morgun og fór þaðan i gærkvöldi. Dettifoss kom til Hull í gær- morgun Lagarfoss fór frá Kaup- mannahöfn í gærkvöldi. Selfoss fór til Antwerpjen í gær. „Eldborg" hefir verið leigð Guðm. Jóhannssyni skipstj., til fiskveiða og flutninga á ísfiski frá Norður- og Austurlandi, til Eng- lands. Um helmingur skipshafn- arinnar eru Borgnesingar. Ráðgert er að „Eldborgin" gangi frá Borgarnesi á fiskveiðar á vertíð- inni í vetur. Farþegar með Gullfossi vestur og norður i gær: Jóhanna Knud- sen, .Tónas -Magnússon og frú, Sigurður Thoroddsen, Finnbogi R. þorvaldsson, Jón A. Jónsson, Ól- afur Pálsson, Gunnar Andrew o. m. fl. • , Aheit á Strandakirkju kr. 2, trá N. N. Hjónaefni. Síðastl. Igugardag opinberuðu trúlofun sína Sigríður S. þorbeigsdóttir Háholti og Sig- fred S. Sigurðsson verzlunarmað- ur Laugaveg 49. Stóðu Heimwehrmenn að morði Dollfnss? Winkler, áður vara- kanzlari í ráðuneyti Dollfuss og foringi austurríska bændaflokks- ins, dvelur nú í Tékko-Slovakiu og birtist nýlega við hann viðtal í Praga Montagsblatt, sem vakið hefir mikla athygli. Segir hann að bæði Fey og Schuschnigg hafi staðið í nánu sambandi við aust- urriska nazista og ýtt undir þá til uppreisnar. Segir hann, að nazistar hafi talið Schuschnigg sér engu síður hliðhollan, en Rintelen, sendiherra í Rómaborg, sem átti að taka við völdum, ef nazistabyltingin heppnaðist Innflutningur á llfandi skepn- um. Samkv. verzlunarskýrslum 1932 voru það ár fluttar inn 25 sauðkindur, 30 svfn, 1 hundur, 91 loðdýr og 10 hænsni. Fyrsti réttardagur var í gær. Jón Leifs hefir verið ráðinn til þess að starfa að tónlistarmálum útvarpsins og takast á hendur stjórn þeiira mála og gildir ráðningin frá næstu áramótum ti) 30. sept 1936. Af sildveiðum eru komnir línu- bátarnir Ármann, Sigríður og Rifsnes. Theódór og Valtýr reikna. Theó- dór Arnbjarnarson og Valtýr Stefánsson leggja saman 1 Mbl. á sunnudaginn var og gefa bænd- um ráð um fóðurbætisgjöf í vétur. Bezt að gefa lýsi, segja þeir, og er nóg að gefa kindinni 5 grömm á dag, „og erm þá 200 fjár um lítrann“. Bendir þessi útreikningur til að hér sé ekki um menn að ræða, sem stundað hafa búfræðinám, því þeir álíta að lýsi hafi sömu eðlisþyngd og \ atn. Sannleikurinn er sá, að lýsislítrinn vegur um 800 grömm og skakkar því æðimiklu. Er illt til þess að vita, að menn, sem kannske einhverjir glepjast til að trúa, vegna sérnáms þeirra, skuli gefa slíkar ráðleggingar. Veðrið í gær. í fyrrinótt rigndi mikið á Austfjörðum og mældist úrkoman á Vattamesi 23 mm. Framan af deginum rigndi einig á norðausturlandi, en stytti upp þegar leið á dag- inn. Sunnan og vestanlands var þokusúld og rigndi sumstaðar litilsháttai'. Silkisokkar. Árið 1932 voi*u fluttir inn silkisokkar fyrir kr. 167.923. I kvöld 18. sept. kl. 7,30 i Gamla Bio Arnold ölde heimsfrægur celloleikari sy Emil Thoroddsen aðstoðar Aðg3>ngumiðar kr. 3,00 stúka, 2,50, og 2,00 hjá Katrínu Viðar og Bókaverzlun Eymundsens og við innganginn, eftir kl. 7. DlVANAR, DÝNUR og alls konar stoppuð hús- gögn. — Vandað efni. Vönduð vinna. Vatnsstíg 3. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur. „Lifi foringinn“! l London 17/9. FÚ. Nýjar reglur um form opin- berra bréfaviðskifta milli Fas- ista á Ítalíu voru birtar á ít- alíu í dag. Slík bréf mega nú ekki lengur enda á orðunum „yðar einlægur" eða „virð- ingarfyllst" eins og hingað til hefir tíðkast, heldur ber að rita orðin „lengi lifi foring- inn“, næst á undan undir- skrift. Bíll drepur hest. það slys vildi til aðfaranótt sunnudagsins síð- | astliðinn, að bíllinn RE 717 ók á iiest rétt innan- við sandgryfjuni- ar og beið hann bana af. Hafði hesturinn verið að fara upp á veginn, en hurðarhúnn á bílnum rekist í höíuðið á honum. pegar lögreglan kom á vettvang nokkru seinna, var hesturinn enn með lífsmarki og skaut hún hann, svo iiann kveidist ekki lengur. Eig- andi hestsins er Jón Arinbjarnar- son, Bergstaðastræti 65. ísfisksalan. Maí seldi í Hull i gær bátafisk að norðan fyrir 1019 sterlingspund, Haukanes seldi í Grímsby bátafisk af Vestfjörðum, 1152 vættir fyrir 644 sterl.pd., Júpíter seldi bátafisk frá Eyja- firði, 1960 vættir fyrir 724 sterl- ingspund, að frádregnum tolli. Kaupfélag Vestur-Húnvetnlnga t r nýlega farið að gefa út fjöl- ritað mál, Félagstíðindi K. V. H., og ræðir það ýms hagsmunamál kaupfélagsins og héraðsbúa og flytur einnig fróðleik um sam- vinnumál eftir því sem rúm leyf- ir. Er áreiðanlegt, að blaðið get- ur orðið hlutaðeigendum að góð- um notum og ættu kaupfélögin ylírleitt að taka upp þennan sið. Nýtt met í 50 m. sundi. Klara Klængsdóttir frá Álafossi setti nýtt met í 50 m. sundi, frjáls að- ferð, i sundlaugunum á sunnu- daginn, á innanfélagsmóti Ár- manns. Synti hún vegalengdina á 40.8 sek., en gamla metið er 43 sek. Klnra er 14 ára gömul og er þetta góð byrjun. Símablaðiö 4. tbl. yfirstandandi árgangs er nýlega komið út. Ræðir það ýms félagsmál síma- manna. »Gustav Holm« Framli. af I. síðu. í júlí og vorum þar í 40 daga. Vorum við 45 vísindamenn með aðstoðarmönnum og 20 skipsmenn. Auk þessa höfðum við 5 íslenzka hesta til þess að flytja fomminjar ofan af jöklinum og fjöllunum niður að sjó, og stóð á þessum flutn- ingum allt sumarið. Einn ís- lending höfðum við til þess að annast um hestana. Loks höfð- urri við eina flugvél. Rannsókn fór fram á svæð- inu frá Scoresbysund og norður á 74 breiddargráðu eða hérumbil yfir 5 gráða breitt land. Einnig rannsökuðum við langt inn á jökulinn upp í 3000 m. hæð. Sumarið var slæmt og tafði veðrið ökkur mikið, það voru stöðugar þokur, ■ stormár og ísar. Við mistum líka 2 mót- orbáta með nokkru dóti, en ekkert manntjón varð. Ég hefi stjórnað leiðöngrunum til Grænlands á hverju sumri síð- an 1926, að einu sumri undan- teknu, 1928, og á þessum tíma farið þangað með 400 manns samtals og aldrei orðið mann- tjón, sem betur fer. — Hvemig varð hinn vís- indalegi árangur af ferðinni ? — Vísindalegi árangurinn varð ágætur, þrátt fyrir óveðr- ið. Má þar þakka því að vís- indamennimir höfðu allir ver- ið þama áður, svo þetta var áframhald á starfi frá þvi í fyrra. Við fundum í suxnar á nesi einu við Franz Jósefs- fjörðinn, í 600—800 m. hæð, afmyndun af beinagrind úr ferfættu dýri, sem hefir veríð á þróunarstiginu á milli fisks og spendýrs. Eru þetta þær stærstu og greinilegustu af- myndanir, sem1 hafa fundizt. Þessir fundir sýna, að miklu heitara hefir verið á Græn- landi en nú er. Nokkra gamla eldgýgi fundum við nú einnig í innlandsísnum, sem ekki var vitað um áður. — Hvenær haldið þér svo heim? — Eftir nokkra daga, þegar búið er að taka kol og gera við skemmdir á skipinu, en það skemmdist dálítið í óveðr- inu, sem við fengum fyrir norðan landið. £ Odýrn § aug^lýBÍn^aruar. Kaup Og sala Agætis lundafiður til sölu. Ódýrt. Farsgerðin Laugaveg 58. Sími 3464. Hið nýendurbætta, ágæta Flóra-smjörlíki kostar aðeins kr. 1,30 kg. og fæst 1 Kaup- félagi Reykjavíkur, sími 1245. Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Austurstræti 14, þriðju hæð, opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 8618 (heima). Helgi Sveinflson. BRÉFSEFNI og margskonar ritföng. Kaupfélag Reykjavíkur. Nýr hvalur fæst í Tryggva- götu, bak við verzlun Geirs Zoéga 30 aura kg. Tilkjnnmgar Get tekið nokkra m,enn í þjónustu. Upplýsingar á Lind- argötu 14, efstu hæð. Til Stykkishólms hvern mánudag og fimmtu- dag. Aðalstöðin. — Sími 1888. Bifbastab ilar Hverflsg. 6 estir Slmi 1508 Bragi Steingrímsson, dýra- læknir. Eiríksgata 29 Simi 3970 Kenniila Kennari með sérmenntun í smábamakennslu, rekur smá- bamaskóla í vesturbænum. — Upplýsingar á Bergstaðastræti 40, sími 3923. Atyinna Unglingsstúlka óskar eftir atvinnu hálfan daginn, ekki vist. Tilboð merkt „Atvinna“, sendist á afgr. Nýja dagblaðs- ins fyrir fimmtudag. Vanur og reglusamur veit- ingaþjónn óskar eftir atvinnu við veitingastörf gegn fæði og einhverju mánaðarkaupi. Til- boð leggist inn á afgr. þessa blaðs fyrir 21. þ. m., merkt „Veitingaþjónn“. Stúlka óskast á veitingahús yfir haustið í nágrannakaup- túni. A. v. á. Stúlka, helzt dálítið vön mat- reiðslu, óskast hálfan eða all- an daginn. Létt vinna. A. v. á. Húsnœði Húsnæði fyrir iðnaðarfyrir- tæki óskast 1. nóvember. Til- boð sendist á afgreiðslu Nýja dagblaðsins merkt „Iðnaður“. Kennaraskólapiltur óskar eftir öðrum með sér í her- bergi. Uppl. í símá 2497. Bílskúr til leigu á Berg- staðastræti 82. Guðm. Kr. Guðmundsson. Sími 1896.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.