Nýja dagblaðið - 01.03.1935, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 01.03.1935, Blaðsíða 2
8 B Ý J A B-AdBLABIÐ Nvtt! Víkings-ávaxtasykur er afbragðsgóður í sætsúpur. Notaður í stað- inn fyrir saft, sykur, sítrónur og allt annað krydd Fæst í öllum yerzlunum og kostar 50 aura platan. Reynið og ðæmið! Nýtt! Nýtt! Úrvals spadkjöt af dilkum og sauðum úr beztu fjár- héruðum landsins — altaf fyrirliggjandi í heilum og hálfum tuncum. Höfum einnig minni ílát. Samband ísl. samvinnuíélaga Sími 1080. ■ Nýju Rósarsápa, Möndlusápa. Baðsápa, Pálma- sápa, jafnast fyllilega á við beztu erlend- ar sápur. Biðjið um Sjafnar handsápur. Prjónavélar Husqvarna- prjónavéiar eru viðurkenndar tyrir gfæði Þó er verðið ótrúlega lágt Samband ísl. samvinnufélaga Einar Aggerholm Leiðrétting við imimæli mcsti hnefaleikanmður Dana. (JU5rlfinar PétUr8(ÍÓttUr Eins og skýrt hefir verið frá í blaðinu áður, var nýlega keppt um Evrópumeistaratign- ina í hnefaleik í Kaupmanna- höfn. Keppendurnir voru Ev- rópumeistarinn Eder og fær- asti hnefaleikamaður Dana, Einar Aggerholm. Úrslitin urðu þau, að Agg- erholm tapaði eftir skamma viðureign. En til þess að at- burður þessi yrði honum sem minnisstæðastur, einkum ef hann sigraði, hafði hann látið kvikmynda bardagann 6 eigin kostnað. Aggerholm hefir nú athugað inyndina gaumgæfilega og komist að þeirri niðurstöðu, að það var högg í hnakkann, ólöglegt högg, sem var þess valdandi, að hann féll. Hefir hann ákveðið að sýna stjórn danska hnefaleikasambandsins myndina og einnig að senda eftirmynd af henni til alþjóða- sambands hnefaleikara, sem hefir aðsetur í París. Hyggst Aggerholm að geta fengið hnefaleikinn við Eder dæmdan ógildan. En ósennilegt er talið að það muni hafa nokkra þýðingu. Það er erfitt að sjá það á kvikmynd, hvort um óleyfilegt högg sé að ræða eða ekki og svo þótti það greinilegt alla viðureign þeirra Edens út í gegn, að þannig myndi fara, sem fór. M.s. Dronning Alexandrine Sú breyting verður á áætlun skipsins, að það fer laugardaginn 2. marz kl. 8. slðd. (í stað 1. marz) til Kaupm.hafnar (um Vestm.- eyjar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla í dag. Fylgibróf yfir vörurkomi í dgg. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. - Simi 8025. Herra ritstjóri! í heiðruðu blaði yðar, sunnu- daginn 24. þ. m., er sagt frá húsmæðrafundi í Gamla Bíó þann 23. þ. m., og vildi ég biðja yður að birta eftirfarandi leið- réttingu í blaði yðar, einhvem næstu daga. 1 áminnstri fundarfrásögn er sagt að Guðrún Pétursdóttir hafi skýrt frá því, á Bíó-fund- inum, að hún o. fl. húsmæður hafi verið í þeirri nefnd, sem ætlaði að heimsækja okkur bændur á landsfundi bænda, en hafi hætt við það af þeirri á- stæðu, að hún fékk sannanir fyrir því, að þar væri óþjóðar- lýður, og hefir hún sennilega fengið þær sannanir hjá Morg- unblaðinu, Hvort hún telur okkur bændur óþjóðalýð alla jafnan, er mér ókunnugt um. A landsfundi bænda voru mætt- ir, sem fulltrúar, 128 bændur, nokkrir fleiri bændur sátu fundinn, en höfðu ekki at- kvæðisrétt. Leiðréttingin er aðallega vegna þeirrar missagnar G. P., um aðstöðu mína til þess að koma í veg fyrir að hún o. fl. konur fengju leyfi til að hefja umræður um mjólkurmálið á fundinum. — Ég leit svo á, að það mál heyrði alls ekki undir fundinn, vegna þess, að nú sem stendur er herferð íhaldsins í Reykjavík og kommúnista í sameiningu, árás á okkur sem framleiðum mjólk til neyzlu í Reykjavík. Það eru bændur í kjördæmum ólafs Thórs, Magn- úsar Jónssonar og Péturs Otte- j sens, og ef að fundahöld Guð- , rúnar í Ási og Einars Olgeirs- sonar, um að hætta að kaupa mjólk af okkur, bera nokkum verulegan árangur, þá kemur það niður á bændum á þessu svæði. | 16. þ. m., rétt áður en lands- fundur bænda skyldi settur, kom ég til Reykjavíkur. Frétti ég þá fyrst, að nefnd húsm. ætlaði að fá leyfi til að koma á bændafundinn og hefja umræð- ur um mjólkurmálið, og þær sömu konur hefðu heimsótt Eyjólf Jóhannsson framkv.- stjóra hjá M. R., til að fá hann til að mæla með sér við Ólaf Bjamason í Brautarholti, um leyfi til að mega koma á fund. Vegna þessara frétta fór ég strax á skrifstofu M. R. og átti t'al við E. J. um þetta mál, og sagði hann mér, að Guðrún Pétursdóttir hefði átt samtal við sig um þetta, og hann liti •svo á, að þetta mál (mjólkur- málið), ætti alls ekki að ræðast á landsfundi bænda, og þær húsmæður hefðu þangað ekkert erindi. En G. P. vildi samt komast á fundinn og bað E. J. að gefa sér upplýsingar umi það, hvar hægt væri að hitta Ó. B. Ég skýrði E. J. frá skoðun minni á þessu máli og var hann sömu skoðunar og ég. Áður en landsfundur bænda var settur, gerði ég tilraun til þess að ná tali af Ó. B., en hann kom ekki á fundinn fyr en rétt áður en hann var sett- ur. En annan mann úr undir- búningsnefndinni hitti ég og tjáði honúm frá erindi mínu við Ólaf og sagði hann mér þá, að hann væri búinn að tala um þetta við ólaf, og sér væri ó- hætt að fullyrða, að þeim hús- mæðrum yrði ekki leyft að koma á fundinn til þess að liefja umræður um mjólkur- málið, enda væri hann þeirrar skoðunar, að á fundinn ættu húsmæður ekkert erindi. Af framanrituðu vona ég að lesendur þessa blaðs sjái, að það var ekki vegna þess, að Sig. Bjarklind mundi „henda húsmæðrum út“, og ekki heldur vegna þess að bændur, sem fundinn sóttu, væru ó- þjóðalýður, að húsmæður sátu ekki landsfund bænda, heldur blátt áfram vegna þess, að nokkrir áhrifamenn vildu ekki að þær kæmu á fundinn til þess að ræða mjólkurmálið, og ættu húsmæður að vera okkur, sem eigum hlut að máli, þalíklátar fyrir, en launa okkur ekki með uppnefnum eða ósannindum. Konur í Reykjavík mega trúa l?ví, að bændur munu meta að verðleikum það starf þeirra og annara til að skaða okkur mjólkurframleiðendur, — Það verður munað, eins þó viðleitni þeirra og kommúnista nái ekki tilgangi sínum. Að endingu skora ég á ríkis- stjóm og stjórnarflokkana og aðra góða menn, að styðja okkur bændur og slaka hvergi til, hvað svo sem skaðræðis- menn vilja gjöra okkur mjólk- urframleiðendum til skaða, á einn eða annan hátt, heldur styðja okkur eftir megni í bar- áttunni við óvinina. Eyvindarstöðum, 25/2. 1935. Stefán Jónsson. Forsetl Finnlands fastur i lyitu Fyrsta febrúar var Svin- iiuvud forseta Finnlands boðið til miðdegisverðar hjá sendi- herra Dana í Helsingfors. Þegar kom að híbýlum sendi- herrans og forsetinn ásamt frú sinni voru á leið upp í bústað hans, vildi það til, að lyftan nam staðar mitt á milli hæða byggingarinar — og sat föst. Og hvernig sem reynt var, fékkst hún ekki úr stað. Það leit út fyrir, að Finnlandsfor- seti yrði að sitja þarna fastur óákveðinn tíma með hinni prúðbúnu og virðulegu frú sinni. Rafmagnsfræðingur var kvaddur til aðstoðar, en árang- urslaust. Lyftan bifaðist ekki. Að lokum var sóttur stigi og á þann hátt varð komist að lyftunni, eftir mikið brauk og braml. Og niður hann staulaðist svo að lokum hinn 74 ára gamli öldungur, með konu sinni — og þótti vel sloppið.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.