Nýja dagblaðið - 14.04.1935, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 14.04.1935, Blaðsíða 3
s f a a DkOB&AIII 8 NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h-f." Ritstjórar: Gísli Guðmundsson. Hallgrímur Jónasson. Ritstjórnarskrifstofumar Laugv. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifetofa Austurstr. 12. Sími 2323. Áskriítargjald kr. 2,00 á mán. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Sannvirðisverzlun Hvernig á almenningur að verjast verðhækkun á erlendum nauðsynja- vörum? Lönd þau sem hingað t.il hafa keypt aðalframleiðsluvör- ur okkar Islendinga, hafa kippt að sér hendinni, og telja sér um' sinn ekki hentugt að kaupa nema hluta af >ví vörumagni sem við höfum selt þeim' á und- anförnum árum, og sum! jafn- vel mjög lítinn hluta. Og yfirleitt er þetta eins- konar mynd af ástandinu í heiminum, eins og stendur. Við þessu eru ýms ráð, sem sjálfsagt er að grípa til, svo sem nýjar verkunaraðferðir á fiski, svo honum verði komið á markað með fleiri þjóðum. En eitt bjargráðið er þó sjálf- sagðast, og það er, að kaupa ekki meira af vörum frá út- löndum en við erum menn til að borga. Og úr því að salan til út- landa minnkar stórlega, þá hljóta einnig innkaup þaðan að minnka líka. Þessa nauðsyn skilja allir, nema ef til vill þeir grunn- færustu þeirra manna, sem kosið hafa að hfa af milliliða- starfsemi. Þegar innflutningur vöru færist langt niður fyrir það venjulega, þá styður margt að því, að vöruverðið hækki, og er þegar farið að bera á því hér. Eftirspurnin minnkar ekki jafn snögglega og innflutn- ingurinn verður að gera að þessu sinni, og þvi sjá verzlan- ir sér fært að hækka verðlag. Verzlunarkostnaður færist heldur eigi jafn ört saman og umsetningin, og þess vegna hafa verzlanir tilhneigingu til þess einnig af þeim ástæðum, að hækka verðálagningu sína. Verzlanafjöldinn hér í Rvík hefir verið svo mikill, að m. k. með miatvörur, að þær munu fæstar hafa teljandi sjóði upp á að hlaupa, þegar slík áföll koma, sem þessi, og er þar enn ein ástæðan til hækkandi verð- lags. Og sé ekkert viðnám veitt, þá hækkar verðlagið úr hófi fram. Þess vegna er það einmitt á slíkum tímum, sem þessum, að almenningur þarf sérstak- lega að gefa kaupfélögunum gaum. Síðastliðin tvö ár hefir Kaupfélag Reykjavíkur haft opna búð hér í bænum, félags- menn eru ekki mjög margir, en samt hefir það skilað við- skiptamönnum sínum tíunda Um bréfaskriftir flokkanna Fyrir nokkrum mánuðum vann unglingur, sem ekki var vanur vélritun að því að rita bréf fyrir miðstjórn Fram’- sóknarflokksins. I bréfinu í eyndust að vera allmargar rit- villur, en áður en gætt var að því, höfðu nokkur eintök venð send í eitt hérað. Var þá strax brugðið við og þeim mönnum sent bréfið eins og það átti að vera, með skýringu á mistök- unum. Þar með var sá þáttur búinn. Mbl. hefir nú eftir marga mánuði fengið þetta bréf með ritvillum viðvaningsins og birtir það með ítarlegum skýr- ingum. Við að lesa bréfið í Mbl. bluta af andvirði ársúttektar hvers viðskiptamanns ulm sig bæði þessi ár. En einmitt nú mundi það reynast öruggasta úrræðið fyrir almenning í Reykjavík, að halda viðskiptum sínum til þessa félags. Félagið mundi stilla verðlagi í hóf, og fjölgi félagsmönnum þess og við- skiptamönnum verulega, niundi það setja svip á allt verðlag í bænum á þeim vörum, sem það \ erzlar méð. Það er því ekki aðeins beinn hagur að því fyrir bæjarbúa að taka upp almenn sldfti við eigin verzlun, kaupfélagsverzl- un, heidur miklu fremur mjög mikill óbeinn hagur. Með því móti kæmust menn hjá verð- hækkun á vöru, sem annars hlyti á þeim1 að lenda sam- kvæmt lögmáli hinnar frjálsu samkeppni. En kaupfélagsverzlun er sannvirðisverzlun. komu mér í hug ýmsar hálf- heimspekilegar hugleiðingar viðvíkjandi Mbl. og aðstandend- um þess. Mér datt fyrst í hug munur- inn á anda og efni pólitísku bréfanna, sem við Framsókn- armenn sendum út, og and- stæðingar okkar íhaldsmenn. Bréfið frá 7. jan. tekur áhinni alvarlegu hlið málanna. í því eru skýringar, sem eru studd- ar með rökum. I því er ekki persónuleg ádeila á nokkurn andstæðing. En ef athugaðar eru bréfa- skriftir íhaldsmanna, þá er ekki höfð hin sama aðferð. Ég ætla að nefna þrjú dæmi, úr þeim bréfaskriftum, og nefna hliðina sem vissi að mér sem andstæðingi. Ég tek fyrst nokkurra ára dæmi um bréf, sem Pétur Otte- sen sendi vélritað til kjósenda sinna, áreiðanlega búið til á skrifstofu flokksins. Þetta var veturinn 1930. Þar fræðir Pét- ur Borgfirðinga á því, að ég liggi brjálaður á heimili mínu. Þetta sé áreiðanlega rétt, enda engin bót í því að vera vel af guði gefinn. Menn, sem séu það, verði engu síður brjáláð- ir heldur en annað fólk. Nú leið tíminn þangað til haustið 1934. Þá var ég í stuttri kynningarferð á Spáni. Menn skyldu nú halda, að ekki væri beinlínis goðgá, þó að íslenzkuy þingmaður heimsækti það land, sem fram að þessu hefir keypt allramést af ís- lenzkri framleiðslu. En varla er ég kominn heim, þegar ég frétti, að bréf sé útgengið frá Mbhmönnum og komið norður í Skagafjörð undirritað af Magnúsi fyrrum docent, þar sem haldið var fram, að ég væri á Spáni til að svíkja Is- land, með þjóðhættulegum 1 eynisamningum. Síðan heyrðist aldrei méira um það. En stundum hefir mér dottið í hug, að sumir forkólf- ar íhaldsins kynnu nú á tímum að finna það, sem kallað er hæðni örlaganna í þessari lyga- sögu. Ég kem að þriðja dæminu. Bréfi Ólafs Thors frá 10. sept. Mestur hluti bréfsins eru dóna- leg illyrði og lygasögur um mig. Þannig er drengskapur og pólitískur þroski íhaldsins. Það ritar ekki bréf til samherja sinna um alvarleg málefni, heldur þá tegund af persónu. legu níði um andstæðinga sína, sem það treystir sér ekki til að setja fram í blaðagreinum. í þessari aðferð kemur fram bæði menningarleysi og dreng- skaparleysi. Ég geri ekki ráð fyrir að þessar þrjár upplognu aðdróttanir um mig hafi skað- að mig neitt. En þær eru sett- ar fram til að skaða mig, þann flokk, sem ég telst til, og þau mál, sem, við berjumst fyrir. Og í öllum tilfellunum vita þessir íhaldsforkólfar, að þeir eru að segja ósatt, að fram- koma þeirra er ódrengileg. En þeir vinna verkið samt, af því þeir finna, að málstaður þeirra leyfir þeim slík meðul. Ég vil nefna fjórða dæmið, um drengskaparvöntun íhalds- leiðtoganna. Kfistján Alberts- son er náfrændi þeirra Korp- úlfsstaðafeðga, og á flestan hátt betri maður en þeir. En samt gerir hann það bragð daginn fyrir kosningamar í vor, að rita í eitt af stórblöð- um Khafnar níðgrein um Fram_ sóknarflokkinn, méð dylgjum og illindum við einstaka menn í flokknum. Sem betur fer eru þetta einsdæmi, að íslendingar nú á dögum beri hatursorð inn- lendu ágreiningsmálanna út yfir pollinn. En Kristján Al- bertsson kann ekki þessa mannasiði. Hann kann ekki að hegða sér eins og íslendingi sæmir. Hann vill fá að sýna, að hann sé af sama bergi brot- inn og forráðamenn Mbl.- scefnunnar. 1 þessu liggur hinn djúptæki munur á Framsóknarflokknum og íhaldsflokknum1. Ihaldsmenn vantar drengskap í leiknum. Þeir eiga svo mikið eftir að læra af pólitískum mannasið- um, að þeir hafa undrast, nú fyrir nokkrum dögum, að leiðandi menn úr Framsóknar- flokknum og Alþýðuflokknum skyldu ekki flytja pólitísku deilurnar út yfir gröf og dauða. Ég vil að síðustu víkja fáein- um orðum að ritstjórum Mbl. Þeir reyna að leiða hugann að því, hvílíka sálarkvöl við Fram. sóknarmenn munum hafa af því að sjá í Mbl. prentmynd af vel sömdu og góðlátlegu bréfi rneð nokkrum ritvillum. En hvað halda Valtýr og Jón Xjartansson, að íhaldið líði við að sjá Mbl. ár eftir ár. Ung- lingurinn, sem misritaði Fram- sóknarbréfið í janúar, er nú íyrir löngu orðinn æfður vél- ritari. En engin æfing hjálpar þeim Valtý og Jóni. Allt þeirra líf er upptekið af því að dreifa hugsunarvillum og ósannindum út um landið, með því aðal- merki heimskunnar og mennt- unarleysisins, sem ekki á sinn líka. I stað þess að við Fram- sóknarmenn leiðréttum strax liið misritaða bréf, þá stendur Mbl.flokkurinn varnarlaus gagnvart ávirðingum Jóns og Valtýs. Ár eftir ár, dag eftir dag verður íhaldið að þola að hinn óstöðvandi flaumur heimskuvaðalsins renni inn í liibýli þeirra úr útgáfuher- bergjum Mbl. Mér finnst að í- haldið eigi það að mér, að ég Framh. á 4. síðu. Hflfum opnað nýja söiubúð fyrir húsgugn é Laugaveg I I Þad er ekki að tala um það, að alltai eru Erliogs stólar beztir í búðinni eru einnig til sýnis og sölu dagstofu- skápar, borð og fleira frá húsgagnavinnustofu G-uðjöns Péturssonar & Jóns Benjaminssonar Njálsgötu 10 Húsgagnaverzlun Erlinés Jönssonar Laugaveg 11 -- Baldursgötu 30 ; Sími 4166 i i Vinnustofurnar eru eftir sem áður í húsí okkar, Baldursgötu 30 Góð hvíld er gulii betri! Hvar hvílist þór bezt? Auðvitað í stólum irá EBLINGI

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.