Nýja dagblaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 01.05.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A ÐAG BLAÐIÐ OSRAM Dekalumen (DLm.) ljóskúlur eru 20°/o ljóssierkari eo eldri gerðír. Á háls hverrar ljóskúlu er letrað ljós- magnið (DLm.) og raistran m a- notkunin (Watt). Beztu Cigfaretturnar í 20 stk. pökkum á kr. 1,25 eru COMMANDER WESTMINSTER Vírgínía CIGARETTUR Búnar til hjá London. M.s. Dronning Alexandrine fer laugardaginn 2. maí kl. 8 síðd, til Kaupmanna- hafnar (um Vestmannaeyj- ar og Thorshavn). Farþegar sæki farseðla sem fyrst. Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Tryggvagötu. — Sími 8025. Brunatrvgg- ingariðgjöld lækka Þ. 20. aþríl s. 1. gekk í gildi nýr iðgjalda- taxti fyrir brunatryggingar Lækka Édgjöldín yfirleítt bæði utan Reykjavíkur og innan. Leitið nánari upplýsinga á skrifstofn vorri. Brut&adeild Sj óyátryggingarfélags Islands h. f. Sími 1700 (þrjar línur) Eimskip, 2. hæð. Notið Sjafuar-sápur. Samsæti verður haldið fyrir félagsmenn í Skíða- skálanum n. k. laugardag 2. maí með borðhaldi og dans á eftir, 4 manna hljómsveit skemmtir undir borðum, og slðan verður stiginn dana. Áskriftalisti liggur frammi til kl. 1 á laugardag hjá form, félagsins hr. L. H. Mttller. Þeir sem ætla að gista í Skíðaskálanum aðfaranótt sunnudags, panti það og greiði innan sama tíma hjá L. H. Mtlller. Stjórnin. * Allt með íslensknm skipum! Bókarfregn Magnús Ásgeirsson: ÞÝDD LJÓÐ, IV. Reykjavík — Bóka- deild Meiuiingarsjóðs — 1935. Oft er staðhæft að bókaút- gáfa sé meiri hér á íslandi en annarstaðar í heiminum. Þetta er líklega rétt, enda mætti oft svo virðast, samkv. bókaút- gáfunni, að hér á landi sé vel flestum treyst til að frum- semja læsilegar bækur, og öll- um, nema ef til vill fábjánum, til þess að þýða bækur. Þó er svo, ef menn íhuga hlutverk þýðandans og hversu auðvelt það sé meðalmanni, að þar á við að nokkru leyti það, sem Aldous Huxley segir í einu riti sínu, þar sem hann minnist þess er hann og aðrir smástrákar, bekkjarbræður lians, sátu óhreinir og andlega volaðir fyrir framan kennar- ann og áttu að endursegja eða „gera öðrum ljósar", með „eig- in orðum“, Ijóðlínur Shake- speare's, — skýra t. d.: „Að vera eða ekki ...“ með orðun- i:m: „Skyldi ég eiga að fyrir- fara mér eða ekki?“ — og seg- ir svo, m. a., í ádeilu á þessa fánýtu kennslutilraun, að hann telur: „Einskis manns „eigin orð“ nema Shakespeare’s sjálfs, megna að „gera öðrum l,ióst“ hvað Shakespeare var í huga, né heldur er t. d. kenn- ing Páls postula, flutt með „eigin orðum“ Billy Sunday*) kenning Páls postula". Undir þetta geta sjálfsagt flestir tekið. Og það er víst, að það er ekkert áhlaupaverk að færa snilldaiverk í búning erlendrar tungu, í bundnu eða óbundnu máli, án þess að það missi stónnikils við, Sá, seu það getur færzt í fang með von um góðan árangur, verður sjálfur að hafa í sér stórum skáldlega æð, a. m. k. að hafa mjög gott vald á þeirri tækni, sem hæfir mikilli skáld- legri andagift; vera minnugur á orðaval móðurmáls síns um athafna- og hugsanalíf, um ó- lífræna sem lífræna náttúru, og þaulkunnugur á tónborði tungunnar: kunna góð skil á Ijóss- og skuggaskiptum henn- ar, lit orðanna í leik og alvöru, *) Nafntogaöastl ofsatrúarblöðru selur meðal leikprédikara i Bandarikjunum. höfga þeirra og tóntegund. Og að auki verður hann að kunna skil á jafngildum orðum þeirr- ar tungu, er þýtt skal af, en svo nána og næma þekkingu á erlendu máli öðlast tiltölulega fáir menn. En nú er það að vísu svo, að íslendingar hafa x meðferð máls komizt lengra en í öðrum listgreinum, og þar sem bezt er á því sviði ef til vill fylli- lega til jafns við það, sem bezt er með stærstu menningarþjóð- um, enda höfum við verið svo heppnir að eignast fáeina af- bragðsþýðendur. En síðan Steingrímur og Matthías unnu sín miklu þýðingarafrek, höf- um við engan verulega mikií- virkan afbragðsþýðanda á bundið mál eignazt, fyrr en nú, að Magnús Ásgeirsson er búinn að ryðja sér rúm á þeim bekk. 1 þessari fjórðu bók þýddra ljóða, sem Magnús Ásgeirsson hefir látið frá sér fara á fáum árum, eru kvæði eftir nálega 30 höfunda og kennir margra grasa, allt frá Carl Sandburg, vestur í Ameríku, líklega mesta skáldi rímlausra ljóða á enska tungu síðan Whitman leið, — til hins mikia rúss- neska ljóðskálds, Alexis Tol- stoy. Hin þýddu kvæði ná yfir meira en öld í bókmenntasög- unni, frá Goethe, Shelley og Heine, til hinna merkari meðal allra yngstu skálda á Norður- löndum, en langmest er eftir engilsaxnesk og norræn skáld. Það væri nú ekki nema von- legt, að nokkrir misbrestir væru á verki þess manns, sem legði til glímu við slíkan fjölda góðskálda og stórskálda, frá ýmsum löndum og tímum, með hin ólíkustu viðhorf og framsetningu. En svo er ekki. Þessar þýðingar mega heita undantekningarlaust afbragðs vel gerðar, og jafn fjölúðug ljóðræna og þar kemur í ljós, er furðuleg. Einkenni hinna ó- líkustu skálda halda sér víð- ast aðdáanlega. Orðkynngi Kip- lings, hvort sem hún mögnuð í undirheimum hefur sig á flug, sem minnir á kafla í Manfreð, eins og t. d. sumstaðar í „Ný saga af Húsavíkur-Jóni“, eða leiðir í sýn volkaða víkings- og æfintýramenn á lekahripí í margra daga stólpadrifi og stórsjó; hin mikilfenglega fyr- irlitning í kyrrlátlega mein- fyndnum ádeilum Chester- tons, raeistara mótsagnanna; hin saíamikla ljóðræna Karlfeldts; gagnyrði Sand- burgs í litauðgum, óbundnum ljóðum; hispurslaus þróttur hins skrúðfjáandi, vélgenga raunsæis í „Stiginn“ eftir Lundquist, sem er eitt af yngstu ljóðskáldum Svía, en það kvæði, sem er rímlaust ljóð í frummálinu, hefir þýð- andinn fært í lauslega bundið mál af mestu snilld. Sýnishorn verða ekki tilfærð svo að haldi komi í ekki lengra máli og er það þó freisting, ekki sízt þar sem um er að i’æða kvæði yngstu skáldanna og sízt þekktu hér. En meðal þeirra má ennfremur sérstak- Iega nefna Ameríkumanninn Richard Hovey, Norðmennina Rudolf Nielsen og Nordahl Grieg, sem reyndar hefir þeg- ar getið sér óvenjulegan orðs- tír sem ljóð- og leikritaskáld, og Svíann Hjalmar Gullberg. Eftir hann eru þama tvö af- bragðskvæði og annað þeirra, „Berceuse funebre“, sem byrj- ar svona ógleymanlega í þýfc ingu Magnúsar: „Ei haf- sjór dulardimmri finnst ...“, eitt allra fegursta og einkenni- legasta kvæði í bókinni, sprott- Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.