Nýja dagblaðið - 01.12.1936, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 01.12.1936, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Beztu kertin framleíðir Verksmiðjan Sjöfn Akureyrí. J” ólakerti Brúarfoss Skrautkerti ler á föstudagskvöld 4. desember til Vest- A.ltariskerti. Samband isl. samvinnufélaga Simi 1080 Ijaröa, en ekki norður. Mðlierkisfiiu Jóns Þorleifssonar Fullveldisfagnað heldur Knattspyrnufélag Reykjavíkur 1. desember kl 9 síðd. í K.-R.-húsinu SKEMMTISKRÁ s 1. Einsöngur. Hr. Jakob Havsteen. Yið hljóðfærið Skúli Hallddrsson. 2. Danssýning. Rigmor Hansson og Sigurjón sýna nýj- ustu tízkudansa. M. a. „Thrucin“ og nýjan Vínarvals, 3. D A N Z. — Hin ágæta og fjöruga hljómsveit K. R.- hússins leikur. Aðgöngumiðar seldir í K. R- húsinu 1. desem. ber kl. 4—8 síðdegis. Stjórn K. R. í vinnustofunni að Blátúni við Kaplaskjólsveg, er op- in daglega frá kl. 11—9. TS. a u p i ð 1. desember Kl. 10,30. Skrúðganga stúdenta frá Garði niður á Austurvöll. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar. Kl. 11 Ræða af svölum Alþingishússins: prófessor Ólafur Lárusson. Kl. 11,20 Skrúðganga frá Austurvelli suður að grunni háskólans. Lagður hornsteinninn að háskóla byggingunni. Kl. 2,30 Skemmtun í Gamla Bíó: Ræða: Gunnar Thoroddsen, alþm. Upplestur: Sigurður Skúlason, magister M.A.-kvartettinn Pianosolo: frk. Jórunn Viðar. M.A.-kvartettinn. Aðgangur kr. 2,00. Kl. 7 hefst dansleikur stúdenta með borðhaldi að Hótel Borg. abússm jör frá Akureyri og Húsavík alltaf til nýtt og gott, í V, kg. stykkjum, 5 kg. pinklum og kútum á 25 og 50 kg. Samband ísl. samvínnufélaga Sími 1080. Sír Austin Chamberlain England og Þýzkaland þegar von Ribbentrop, hinn nýi sendiherra þjóðverja í Lon- don, kom þangað til þess að taka við stöðunpi, lét hann þau orð íalla, að England og þýzkaland œtti að standa saman, vegna þess að þau hefðu sameiginlegt áhugamál, þar sem vœri barátt- an á móti kommúnistum. Nokkru seinna mótmœlti hann við Eden utanríkismálaráherra orðum, sem féOu í brezka þinginu um júnímorðin í þýzkalandi. Eden svaraði með því einu, að vel mætti vera að orðin hefðu verið óheppileg, en brezkir þing- menn hefðu málfrelsi og við það yrði að setja. — Meðfylgjandi grein Sir Austen Chamberlain fyrv. utanríkis- ráðherra og eins áhrifamesta manns enska íhaldsflokksins, má skoða sem svar Englendinga við tilmælum þjóðverja um sam- eiginlega baráttu gegn kommúnismanum og afskiptum þjóðverja af ensku stjórnmálalífi. Höfuðþunginn í grein Chamberlain er þó um nýlendukröfur þjóðverja og ummæli Görings í því sambandi. þó Chamberlain hagi orðum sínum með meiri varkámi og stiOingu, gefa þau engu siður fuOkomna vitneskju um afstöðu hans, en hún mun í fullu samrœmi við skoðanir enskra íhaldsmanna yfirleitt. ÞA Ð leið nokkur tími, sem sendiherraembættið þýzka í London var óskipað. Svo kom von Ribbentrop. Hann er eng- anveginn ókunnur okkur. Á síðari árum hefir hann komið oft til London, bæði sem opin- ber fulltrúi og óbreyttur ferða- maður. Hann hefir áunnið sér bæði pólitíska og persónulega vini í Englandi. Og engu síður vegna persónulegrar fram- komu en hæfileika sinna til þess að vera fulltrúi voldugrar þjóðar, á hann alltaf vissar hjartanlegar móttökur. En það er slæmt, að fyrstu orð hans, þegar hann steig á enska grund sem þýzkur sendi- herra, skyldu verða sú, að Þýzkaland og England ættu að tengja vináttubönd sín með því að skoða þriðja stórveldið (Rússland) sem sameiginlegan, svarinn óvin. Slík orð í munni sendiherra eru jafn óvenjuleg og þau eru illa valin. Sækist einhver eftir vináttu okkar, verður það að vera vegna okk- ar sjálfra. Gagnkvæm samúð og sameiginleg áhugamál er \aranlegri og heilbrigðari grundvöllur vináttu en hleypi- dómar og andúð. En enginn í þessu landi óskar eftir því að gera úlfalda úr mýflugunni eða fást við nokkuð það, sem get- ur komið af stað illu, hættu- legu og óréttmætu slúðri. Hann hafði rétt fyrir sér, sem sagði: „Ég hefi aldrei iðr- ast þess, sem ég hefi ekki sagt, en ég hefi oft fengið tilefni til þess að sjá eftir því, sem ég | hefi sagt“. I Englandi er engin sa'múð 1 með korí.múnisma til. í því til- ' liti er bæði aðstaða jafnaðar- ' flokksins og verkalýðsféiag- i anna jafn ákveðin og ósveigj- j anleg eins og allra enskra : hægrimanna. Kommúnisminn er jafn ósamræmanlegur erfða- kenningum okkar og þjóðlífi sem nazisminn. Hjá okkur rík- ir fullkomið þingstjórnarlýð- ræði, sem hefir fest djúpar rætur í þjóðlífinu á síðastliðn- um öldum. Við getum vel við- urkennt þær umbætur sem báðar þessar stjómmálastefn- ur koma á heima fyrir, án þess að við þurfum að apa eftir þeim á nokkum hátt. Við leys- um vandamál okkar eftir eig- in geðþótta og álítum okkar að- ferðir beztar, án þess þó að taka þær upp eða skipta okkur neitt af innanríkismálum þeirra. Við erum jafnlítið hrifnir af Þýzkalandi Hitlers og Rússlandi Stalins. Okkur l’innst ekki meiri ástæða til þess að predika krossferð gegn kommúnismanum en fasism- anum. Við viðurkennum, að báðar stefnumar virðast hafa náð fótfestu, hver á sínum stað. En við látum okkur nægja að lifa og láta önnur lönd um að vinna fyrir framtíða, hvert a sinn hátt, svo framarlega sem þau vilja varðveita friðinn og unna öðmm jafnréttis og frelsis. Rifrildið á milli nazista og bolsjevikka er ekki sæm- andi brezkum þegnum. En vinátta voldugrar þjóðar er mikils virði, og okkur er sagt að það sé í vinsamlegum erindagjörðum, sem von Rib- bentrop er kominn. Þessvegna er það miður, að þýzka stjóm- in skyldi velja einmitt stund- ina fyrir hingaðkomu sendi- herrans til þess að halda tvær ræður í Berlín, sem síður en svo eru líklegar til þess að létta erindi hans hér. Þegar Göring hershöfðingi fylgdi hinni nýju fjögra ára áætlun Þýzkalands úr hlaði, á- ; ætluninni um að Þjóðverjar verði sjálfum sér nógir, ,bað bann landa sína að vera við- búna að girða fastar sultaról- ina, leggja á sig nýjar byrðar og hvatti þá til þess að taka með gleði á móti þeim skyld- SIR AUSTIN CHAMBERLAIN. um, sem nú væru lagðar þeim á herðar. Menn verða að hafa í huga, að ef haftastefnan á nú að verða ráðandi í heiminum, þá em það ekki einungis Þjóð- verjar, sem verða að þola aukn- ar álögur. Okkur þykir leitt að Þjóðverjar skuli taka upp þessa pólitík með auknum krafti, án tillits til annara, svo sem Bandaríkjanna, Englands og Frakklands, sem eru að streitast við að koma myntinni á fastan grundvöll og afnema liömlur á frjálsum alþjóðavið- skiptum. En við viðurkennum rétt Þýzkalands til þess að ráða sjálfir sinni viðskipta- pólitík engu síður en stjómar- fyrirkomulagi. Við álítum að- eins að aðferðir Þjóðverja í þessum sökum séu ekki þær réttu, en gerum engar kröfur til að skipta okkur af þeim né Framh. á 3. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.