Nýja dagblaðið - 03.04.1938, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 03.04.1938, Blaðsíða 1
Fallegustu og beztu SKÍÐAPEYSURNAR fyrir alla fjölskylduna. V E S T A Laugaveg 40. Sími 4197. n*miA ID/^GrlB 11/^0 IHÐ 6. ár. Reykjavík, sunnudaginn 3. apríl 1938. % 78. blað ANNÁLL 93. dagur ársins. Sólaruppkoma kl. 5,42. Sólarlag kl. 7,20. — Árdegisháflæður í Reykjavík kl. 7. Veðurútlit f Reykjavík: Þykknar upp með sunnan-átt, þeg- ar líður á daginn. Ljósatími bifreiða er frá kl. 7,30 síðd. til kl. 5,35 árd. Næturlæknir er i nótt Bergsveinn Ólafsson, Há- vallagötu 47, sími 4985. — Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunn og Reykjavík- urapóteki. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, KJósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjarnar- nes. Fagranes til Akraness. Til Rvíkur: Mosfellssveitar-, Kjalar- ness-, Kjósar-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður. Seltjamar- nes. Lyra frá útlöndum. Grímsness- og Blskupstungnapóstar. Fagranes frá Akranesi. Bifreið stolið. í fyrrakvöld var bifreið, eign Ingi- bergs Þorkelssonar byggingarmeistara, stolið frá húsinu nr. 5 við Njarðar- götu. Bifreiðin fannst í gærdag við Sölvhólsgötu, óskemmd og í góðu ásig- komulagi. Óvíst er hver valdur hefir verið að hvarfinu. Dánarfregn. Frú Ásthildur Thorstelnsson andað- ist í fyrrakvöld, eftir alllanga legu. Garðyrkjuráðunautur bæjarins hefir verið ráðinn fyrst um sinn Matthías Ásgeirsson. Karlakór Akureyrar syngur hér i siðasta sinn í Gamla Bíó kl. 3 í dag. Karlakórinn Fóstbræður heldur fyrsta samsöng sinn á þess- um vetri í Gamla Bió næstk. þriðju- dagskvöld. Esperanto breiðist út meir og meir um víða veröld, eins og sjá má í sýningar- skemmunni í Austurstræti, sem Har- aldur Árnason hefir vinsamlegast léð Esperantó-félaginu í Reykjavík til mn- ráða þessa dagana. Þar má sjá ofur- lítið sýnishorn af hinum miklu esper- anto-bókmenntum, blöðum, leiðarvís- um landa og ferðamannaskrifstofa handa ferðafólki, póstkortum o. s. frv. úr öllum heimsálfum. Og þar gefur einnig að líta hvað hægt er að gera fyrir tllstilli Esperantos til þess að breiða út þekkklngu á íslandi. , A. Grænmetisverzlunin heíir aistýrt verð- hækkun kartaílna Chíang Kai Shek fær einræðisvald Verð peírra hefír verið nær óbreytt Vantraustið Útvarpsumræðurnar Kínverjar sækja Sram til Shanghai LONDON: Chiang Kai Shek var 1 gær veitt einræðisvald af Kuomintangflokknum, en þing Kuomintang áskilur sér þó réttinn til að hafa yfirumsjón með stjórninni innanlands. Þá hefir og þing Kuomintang samþykkt ályktun, þar sem það tjáir sig mótfallið kommún- isma. Allar líkur benda til þess, að Kín- verjar hagnýti sér það nú, hve Japanir hafa veikt aðstöðu sina í nánd við Shanghai með því að taka varalið úr herbúðum sínum þar. Er sagt, að Kín- verjar hafi sótt þarna fram um 70 mílna veg á 10 dögum og eigi nú að- eins 60 enskar mílur ófarnar til Shanghai. Hafa ýmsir smáflokkar, sem héldu þar uppi smáskæruhernaði, sam- einast aðalhernum. Á Lunhai vigstöðvunum hefir Jap- önum ekki tekizt að ná aftur landi því, er þeir töpuðu fyrri hluta vikunnar. — FÚ. Lerída enn á valdi stjórnar- ínnar IONDON: Stjórnarherinn heldur enn uppi vörninni við Lerida. Hægri armur upp- reisnarmanna sækir áfram í áttina til strandarinnar og er nú sagt, að hann eigi ekki ófarnar nema 25 enskar míl- ur til sjávar. Spánska stjórnin hefir endurskipu- lagt stjórn hersins á Austur-Spáni. Posa hershöfðingi, sem hefir haft her- stjórnina þar, hefir verið vikið frá, en Perea hershöfðlngi, sem verið hefir (Frh. á 4. síðu.) meðan aðrar vörur hafa hækkað Nyja dagblaðið hefir snú- ið sér til Árna Eylands, for- stjóra Grænmetisverzlunar ríkisins og fengið hjá hon- um yfirlit um verðlag á kar- töflum undanfarin ár. Er það birt á öðrum stað í blað- inu. Þetta yfirlit gefur full-. komlega til kynna, að veru- leg verðhækkun hefði orðið á kartöflum á s. 1. ári, ef Grænmetisverzlunarinnar hefði ekki notið við. Yfirlitinu fylgdu eftirfar- andi skýringar frá forstjóra Grænmetisverzlunarinnar: ÁRNI G. EYLANDS Smásöluverð á kartöflum 1934—1937 ií; samkv. skýrslum Hagstofu íslands. 1934: 1935: 1936: 1937: Janúar 25 au. 30 au. 32 au. 30 au. i|; « Febrúar 25 — 30 — 38 — 30 — f » Marz 25 — 30 — 37 — 31 — t | Apríl 26 — 30 — 36 — 33 — ;j: | Maí 28 — 30 — 34 — 34 — I | Júní 29 — 34 — 34 — 35 — :j: ;í: Júlí 42 — 51 — 34 — 42 — :!: í: Ágúst 45 — 49 — 51 — 52 — | í: September 35 — 37 — 40 — 43 — $ Október 30 — 33 — 31 — 30 — 1 ; Nóvember 29 — 30 — 29 — 31 — |: Desember 30 — 31 — 29 — 30 — | Meðaltal jan.-des. 30,7 - co C7I 1 35,4- 35 — jí :í: Vlsitala matvöruv. 182,4 183,0 186,5 191,6 hefjast kl. 8,15 ann- ad kvöld V antrauststillaga Sj álf stæðisflokks- ins var lögð fram á Alþingi í gær. Til- lagan er flutt af Ólafi Thors og er svohljóðandi: Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á núverandi ríkisstjórn. Tillagan kemur til umræðu í sam- einuðu þingi annað kvöld kl. 8,15 og tala ræðumenn flokkanna í þessari röð: SJálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur, Alþýðuflokkur, Kommúnista- flokkur og Bændaflokkur. Hver flokk- ur fær 40 mín. og verður ekki nema ein umferð þetta kvöld. Á þriðjudagskvöld heldur umræðan áfram og verða þá tvær umferðir, önn- ur í 25 mín. og hin í 10 mín. Röð flokkanna verður önnur. Verður Fram- sóknarflokkurinn seinastur í fyrri um- ferðinni, en Sjálfstæðisflokkurinn i seinni umferðinni. Vínnulög’gfjöfin Frv. nefndarinnar veröur lagt fram á morgun Frumvarp um stéttarfélög og vinnu- deilur mun verða lagt fram á Alþtngi á morgun. Frv. verður flutt af Gísla Guðmundssyni, en er samið af nefnd, sem atvinnumálaráðherra skipaði síð- astl. haust til þess að undirbúa slíka löggjöf og hefir efni þess áður verið getið hér í blaðinu. Eins og skýrt var frá í yfirlýsingu forsætisráðherra á Alþingi síðastl. fimmtudag hefir náðst samkomulag um það milli Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins að afgreiða slíka lög- gjöf á yfirstandandi Alþingi. Kviknar í Varðarhúsinu. Klukkan rúmlega 10,30 í gærkvöldi var slökkviliðð kvatt á vettvang. Hafði eldur orðið laus í Varðarhúsinu. Slökkviliðinu tókst eftir nokkurra hríð að vinna bug á eldinum. Neðri hæð- in skemmdist þó talsvert, sérstaklega Hafnfirzku stúkurnar Morgunstjarnan og Daníelsher, hafa ákvarðað að halda sameiginlegan fund i Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði annað kvöld. Hefst hann kl. 8V4. Á þennan fund munu sækja embættis- menn stúkunnar Frón i Reykjavík, og munu helztu leiðtogar stúknanna þriggja halda ræður. Stúkan Frón ann- ast öll skemmtiatriði. Tilgangurinn með þessum fundi er að auka kynningu við hafnfirzka bindindismenn, og efla starfsþrótt þeirra. Miðstjórn Framsóknarflokksins held- ur fund mánudaginn 4. þ. m. í Edduhúsinu. — Fundurinn hefst kl. 5 e. h. Konungur hefir stað- fest skipun atvinnu- málaráðherra Forsætisráðherra skýrði frá því í sameinuðu þingi í gær, að honum hefði í gær borizt skeyti frá konungi, þar sem konungur staðfesti þá tiU- lögu hans að skipa Skúla Guðmunds- son atvinnumálaráðherra. Forsætisráðherra skýrði jafnframt frá því, að enn væri ekki endanlega ákveðin verkaskiptingin milli ráð- herranna. Slys um borð í Esju Póstmaðurinn á Esju fótbrotnaði síðdegis í fyrradag, er skipið fékk á sig brotsjó. Þessi atburður gerðist út af Hornströndum. Var þar þá rok af norðri. Því hefir verið haldið fram, að Grænmetisverzlun ríkisins hafi orðið til þess að gera aðal- söluvöru þá, sem hún verzlar með, kartöflur, dýrari fyrir neytendur, en þær voru áður, og væru nú, ef verzlunin væri frjáls, sem kallað er. Sum blöð hafa jafnvel reiknað út heild- söluálagningu Grænmetisverzl- unar ríkisins og lagt þannig fram tölulegar „sannanir“ fyrir þessari skoðun. Ég hefi lítið gert að þvi að hnekkja skrifum né tali um rekstur Grænmetisverzlunar ríkisins, en nú liggja fyrir frá Hagstofu íslands skýrslur um verðlag á kartöflum til neyt- enda (smásöluverð) til ársloka 1937. Skera þær glöggt úr um það, hvort rekstur Grænmetis- verzlunar ríkisins hefir orðið til þess að hækka vöruna fyrir neytendum eða ekki. Tölur Hagstofunnar birtast hér á öðrum stað í töluformi, sem auðvelt er að átta sig á. Hún sýnir verðið mánaðarlega árin 1934—37. Auk þess er með- alverð allra mánaða hvers árs. Neðst er vísitala Hagstofunnar, er sýnir breytingar á verðlagi á matvælum yfirleitt þessi sömu fjögur ár. Grænmetisverzlun ríkisins tók til starfa 1. maí 1936 og tölurnar eftir þann tíma settar með feitu letri. Tölurnar tala sínu máli, en það sem ég bið menn helzt að athuga, er þetta: Meðalverðið sýnir að kartöflur hafa hækk- að úr 34,5 aura kg. 1935, í 35 aura kg. 1937, eða 1,45%. Á sama tíma hefir visitala mat- vöruverðs hækkað úr 183 upp í 191,6 eða 4,7%. Má því heita, að verð á kartöflum til neytenda hafi sama og ekkert hækkað og (Frh. á 4. síðu.) Róstusamt á fundí íhaldskvenna Tvivegís stíllt tíl iriðar með pví að slökkva ljosin íhaldskvennafélagið Hvöt hélt fund í Oddfellow-húsinu í fyrrakvöld. Mættu þar yfir 100 konur. Svo mikil sundurþykkja og upp- lausn ríkti á fundi þessum, að með einsdæmum var og hefir þó friðsemd- inni ekki verið fyrir að fara á fundum Hvatar í vetur. Kyrlátt fólk, sem stóð stuggur af ósköpunum, varð tvívegis til þess að slökkva ljósin í fundar- salnum, þegar hvað mest gekk á. Stjórnarkosning fór fram á fund- inum og olli hún miklum deilum. Vildu fleiri komast í stjómina en tök voru á, og munu þær, sem féllu, sízt ætla sér að vera friðflytjendur í fé- laginu framvegis. Gengu sumar þess- ara Hvatar-kvenna af fundi.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.