Nýja dagblaðið - 16.06.1938, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 16.06.1938, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Islenzk skinn og alþýdan Eftir Halldór Krístjánsson irá Kirkjubóli I Önundarfirði Sennilega eru allir sammála um það, að merkileg framför hafi orðið í skinnaiðnaði ís- lendinga síðustu árin. Prýðileg- ir hlutir eru nú unnir úr skinn- um okkar innanlands í stað þess, sem öll vinna við verkun þeirra og framleiðslu úr þeim var áður keypt erlendis. Það er alltaf gleðiefni, að þjóðin hafi tök á að uppfylla þarfir sínar sjálf. Og einn liðurinn i þeirri lífsvenjubreytingu, sem verður að komast á, er einmitt sá, að skinnin okkar verði fullunnin til fatnaðar o. fl. nýtilegra efna innanlands, en ekki flutt sem ódýrt hráefni út úr landi, sem atvinnuleysi þjakar sárlega. Þess vegna fagna allir góðir ís- lendingar því, sem samvinnu- mennirnir hafa afrekað í þess- um efnum. En jafnframt því að gleðjast yfir þessu, sem þegar hefir náðst, verður að gera sér ljóst að hverju eigi að keppa næst. Og víst eru það mikil verkefni, sem biða úrlausnar á þessu sviði. Töluvert vantar á að því sé komið í æskilegt horf. Það er enganveginn nægilegt að skinnaiðnaðurinn sé stór- iðnaður. Margskonar smáiðnað- ur getur þrifizt í skjóli verk- smiðjurekstursins, ef rétt er á haldið. Og það er rétt að stuðla að því, að heimilisiðnaður landsmanna geti orðið sem mestur og beztur. Skinnaiðnaður okkar þarf að komast í svipað horf og ullar- iðnaðurinn. Ullarverksmiðjur hafa umboðsmenn við hverja höfn og taka þar við ull manna og skila henni aftur i því á- standi, sem óskað er. Sumir láta vinna úr henni dúka, aðrir band eða lopa. Það fer allt eftir því hverjar ástæður þeir sjá sig hafa til vinnslu heimafyrir. Víða eru loparnir spunnir á handspunavélar, sem eru sam- eign margra fjölskyldna heima 1 sveitunum. Prjónavélar eru víða og mikið nótaðar og sum- staðar er ofið. Á þann hátt get- ur sveitafólkið gert sér tóm- stundirnar verðmætar með hjálp ullarverksmiðjanna. En auk alls þessa hafa verksmiðj- urnar saumastofur sínar fyrir þá, sem telja sér hentara að kaupa fullunnin föt, og verzla víðsvegar með band og lopa og dúka. Eitthvað líkt þessu þarf að verða um skinnaiðnaðinn. —• Verkuð skinn þurfa að verða al- menn verzlunarvara eins og lopar, band og dúkar frá ullar- verksmiðjunum, auk þess sem menn þyrftu að eiga þess kost að fá skinnin verkuð fyrir sig eins og þeir vilja. . Slíkt yrði eflaust til þess, að skinnin tækju veglegan sess í heimilisiðnaði íslendinga. Ým- iskonar skjólföt yrðu saumuð úr þeim í heimahúsum, auk þess, sem þau yrðu höfð til bók- bands, reiðtýgja, aktýgja o. fl. Þá myndi slíkt líka flýta fyrir útbreiðslu ýmiskonar smávegis listiðnaðar og hannyrða, sem þjóðin er að læra. Skinnin eiga að setja svip á íslenzka klæðamenningu kom- andi tíma. Margar hagar og iðjusamar hendur bíða þess að fá vel verkuð skinn til að vinna úr. Fullkomin verksmiðjutækni á þar að koma alþýðunni til hjálpar. Fólkinu þarf að gefast lcostur á að vinna nauðsynjar sínar sjálft eftir því, sem það hefir manndóm og ástæður til. Verksmiðjur okkar vinna gott verk til þjóðþrifa, þegar þær stuðla að því, að svo verði, eins og ullarverksmiðjurnar. Þjóð- arhögum okkar er þannig var- ið, að ástæða er til að gleðjast yfir hverjum sem getur gert sér tímann verðmætan. Fólkið treystir samvinnumönnunum til forystu i þeim efnum fram- vegis eins og hingað til. K. A. Wallcnberg látinn Nýlega lézt í Svíþjóð einn helzti fjármálamaður Svía, Knut A. Wallenberg. Hann var utanríkisráðherra Svía meðan á heimsstyrjöldinni stóð og var jafnan í fremstu röð í atvinnu- og viðsklptalífi Svíþjóðar. — Hann var einn af aðaleigendum Stockholms Enskilda Bank, sem annaðist lánveitinguna til Sogsvirkjunarinnar árið 1934. Umferðaslys hafa nokkur orðið á Akureyri undanfarna daga. Ingibjörg Þorleifsdóttir Glerárgötu 6 á Akureyri varð fyrir bifhjóli. Klemmdist annar fótur hennar milli gangstéttar og hjólsins og meiddist hún allmikið. Á sunnu- dagskvöldið varð Halldóra Sig- urbjörnsdóttir frá Grímsey einnig fyrir bifhjóli, er hún var á gangi I Brekkugötu. Brotnaði hægri handleggur hennar illa. Hafliði Guðmundsson, sem á hjólinu var, slöngvaðist af þvi og féll 1 götuna. Fékk hann heilahristing og nokkurn á- verka á höfuðið. Smjör frá MJ'ÓLKURSAMLAGIEYFIRÐINGA oftast fyrirliggjandi 1 % kg. pökkum, 25 kg. kútum og 50 kg. kvartilum. Samband íslenzkra samvinnuiélag'a. er opið fyrir dvalargesti og ferðafólk. — Upplýsingar á Laugarvatni gefnr Berg- steinn Kristjánsson. Áœtlunarferðir dag- lega frá Bifreiðast. Islands kl. 10 f. h. Kjötverzlanir Seljum hreínsaðar kindagarnir. GARIVASTÖÐEV, Beykjavik. Simi 4241. — IIREÐAVATÁ — Þar er fegursti staðurinn 1 Borgarfirði. Aðal ánlngarstaður ferðamanna, er fara miiH Suður- og Norðurlands. SUungsveiði 1 þrem vötnum, laxveiði 1 Norðurá, fossar, lækir, skógur, hraun, hlíðar, brekkur, hvammar o. s. frv. Vissara er fyrir ferðamenn, að panta með dálitmn fyrirvara máltiðir 1 Hreðavatnsskála. Og þeir, sem ætla að dvelja á Hreðavatnl, í sumarleyfinu, ættu að tryggja sér rúm sem allra fyrst, þvi venjulega vUja íleiri búa að Hreðavatni :í júli og framan af ágúst, heldur en að komast. — Simastöð er i Hreðavatnsskála. VIRCINIA CICARETTUR 20STK. pakkinn kostar KR. |* 50 Reykjavík - Akureyri Næsta hraðferð um Ákranes til Áknr- eyrar er á mánudag. Bifreiðastöð Steindórs. Sími 1580. GriMr Magnnsson heiur opnað lækníngastofu í Suðurgöfu 4« Viðtalstímí 2—3. Kjarnar — (Essensar) Böfum birgðlr af ýmiskon- ar kjörnum tU iðnaðar. — ÁFEJVGISVEBZLUIV BÍKISINS IIIIIIIIIIIIIIIIHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimillllllllllUUUIIHUIHillMIMIIIIIIIIIIIU ► Borgíð Nýja dagblaðíð! ■aaUIIIUIHIIIIIHHHUIIUIIUHIIIIIIIIIHIIIUHIIHIIIIUIIUIUHUIUIIUIUIIUIIHnUHIIIUIUIIUIIUIUIIUIUIHUHIUIIUIIUIUIIMIIUIIIII

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.