Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Blaðsíða 8
Holtastaðlr í Langadal, þar sem Jóhann og Björn bjuggu. (Ljósmynd: P.J.) liann hafa verið hæglátur í umgengni. Ber þess og að gæta, að á hans dög- um þóttu áflog nágranna og sambýl- ismanna ekki sérlegt tiltökumál, því að alsiða var um land allt, að menn létu hendur skipta, þegar út af bar, en óöld mikil var í Húnaþingi, og ckki sízt í Langadal, á fyrri hluta nítjándu aldar. í kvennamálum var Björn ekki við eina fjöl felldur, og voru konur annars vegar í öllu því, er sögulegast gerðist í lífi hans. Tengdafaðir hans, Guðmundur Sig- urðsson á Móbergi, eignaðist tuttugu börn í hjónabandi og tvö launbörn að auki. Meðal barna hans vai' fjöldi dætra. Ein dætra hans var Medónía, sögð fríð sýnum og dugmikil. Þegar Medónía var komin lítið eitt yfir tví- tugt, eignaðist hún tvö börn með árs millibili. Kenndi hún sínum mannin- wn hvort barn, og virðast þeir hafa gengizt við krógunum. En svo er sem það orð hafi brátt lagzt á, að mágur hennar, Björn Ólafsson, væri faðir þeirra og hefði keypt aðra til þess að játa faðerninu, enda kom þar, að Björn tók stúlkuna á heimili sitt og hafði þær systur báðar sér við hönd. Margrætt var í sveitinni um þessi mál, en þeir, sem um kunna hafa vilj- að vanda, fengu ekki rönd við reist. Árið 1829 bar svo til tíðinda, að nafntogaður maðui', Jóhann Jónsson, fluttist að Holtastöðum í sambýli við Björn. Fékk hann þar til íveru stofu til hliðar við bæjardyr, hafði þar tvö rúmstæði, hlóð taði í annað, en svaf sjálfur í hinu. Var Medónía þá van- fær í þriðja sinn, og verður ekki ann- að séð en hugur hennar hafi fyiir nokkru verið tekinn að hneigjast til Jóhanns, öðrum þræði að minnsta kosti. Medónía ól barn sitt um sumarið og kenndi Jóhanni, og um svipað f leyti var lýst með þeim af predikun- arstól í Holtastaðakirkju. Ekki vissi Björn af því, að þetta var í ráðum. Hann var þennan dag við kirkju á Svínavatni, en frétti á heimleiðinni, hvað gerzt liafði um daginn. Var hann allmikið drukkinnt og sló í harða brýnu með þeim Jóhanni, er hann kom heim. Virðist mega hafa fyrir satt, að Björn hafi haft mjög í hótunum við Jóhann, ef hann gengi að eiga Medóníu og jafnvel sagt, að það skyldi verða beggja þeirra bani, en jafnframt boðið fé, ef Jóhann hætti við þetta hjónaband. Má í það ráða, að Björn haíi látið af hendi við Jóhann handskrift svokallaða, skuld- bindingu um greiðslu eða ávísun á fjármuni í annax’ra fórum. Svo fór og, að lýsingum var hætt, og voru þau Jóhann og Medónía ekki gefin saman að sinni, enda kom síðar fram, að hún var ekki enn gengin Birni úr greipum að fullu og öllu. Þessir atburðir urðu að sjólfsögðu héraðsfleygir og jafnvel fleira sagt en satt var, svo sem títt er, þegar því lík umræðuefni eru í hvers manns munni. Um þessar mundir var séra Ólafur Tómasson prestur í Blöndudalshól- um, faðir Stefáns fína, er var alþekkt ur förumaður á nítjándu öld, sem og systir hans ein, Helga. Þótti pi'esti skylt að láta málið til sín taka þetta haust, kannske þó ekki í fyrsta sinn, og vanda um við Björn, að hann héldi Medóníu á heimilLsínu og hamlaði giftingu hennar. En Björn brást reið ur við og hafði fortölur prests að engu. Loft hefur að sjálfsögðu verið lævi blandið á Holtastöðum þessi misseri, en svo var raunar í sveitinni allri, því að um þetta leyti stóð sem hæst rannsókn og málar’ekstur vegna marg- endurtekins þjófnaðar á Strjúgi og víðar. Hafði þar hver annan fyrir sök um, og voru dylgjur miklar og við- sjár með mönnum. Mútur voru born- ar á vitni, og menn falaðir til mann- drápa. Meðal þeirra, sem áttu í vök að verjast, var Jóhann á Holtastöðum. Á honum hvildi gamall grunur um stuldi, og nú fannst þýfi frá Strjúgi milli þils og veggjar í stofu hans, þótt sýknaður væri hann að lokum. En þótt hann væri flæktur í ill mál, fékk Björn ekki varnað því, að Medónía drægist að honum. Fór svo, að Björn Framhald á 45. síðu. 32 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.