Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 03.06.1962, Blaðsíða 5
að hann hefur haldið uppi fyrirspurn- um um það, hvaða lyf þeim voru lát- in í té úr lyfjabúðinni í Nesi við Sel- tjörn. Af einhverjum ástæð'um hefur honum verið í mun að fá vitneskju um þetta, hvoit sem það hefur staðið i sambacadi við reikningsskil hans eða er vísbending um, að þá þegar hafi verið á kreiki sagan um eitrið, er Steinunni átti að hafa verið byrl- að. En þess hefur áður verið getið, að Steinunn fékk alls engin lyf úr lyfjabúðinni hið siðasta ár, sem hún lifði. Þannig hélt þeim Bjarna og Stein- unni áfram að bregða fyrir annað veifið, þótt smám saman fennti í slóð þeirra. Og svo dró senn til þeirra tíð- inda, að um annað var að hugsa en dauða sakamenn. Styrjöld og siglinga- teppa olli búsveltu á íslandi. TJtlend- ur víkingur tók land í Reykjavík og fór með ránum. Jörundur hundadaga- konungur kom fram á sjónarsviðið, kollvarpaði stjórn Dana og settist sjálfur á veldisstól. Embættismenn, sem ekki vildu þjóna honum, voru sviptir störfum og nýir skipaðir i þeirra stað. Þá varð Guðmundur sýslumaður Scheving amtmaður í stað Stefáns Þórarinssonar á Möðruvöll- um. En ekki hafði hann nema fáa daga notið þeirrar upphefðar, er enn kom enskt skip af hafi og hafði Jör- und á brott. Þeir, sem hann hafði upphafið, voru ekki lengur öfunds- verðir. Guðmundur Scheving hrökkl- aðist úr sýslumannsembætti i Barða- strandarsýslu að nokkrum misserum liðnum. En það varð landi og þjóð ekki til tjóns, því að hann gerðist merkur brautryðjandi um þilskipaút- veg í Flatey, og verður hans lengur minnzt fyrir það framtalc heldur en þótt hann hefði gránað í sýslumanns- embætti í Haga, hversu hátt sem hann hefði reitt refsivöndinn yfir brotleg urr lýð i héraði sínu. En til munu þeir þó hafa verið, sem seint gekk úr minni sú saga, er hér hefur verið rakin. Náin skyld menni þeirra Bjarna og Steinunnai voru mörg, og örlög þeirra hvildu þungt á þeim. Faðir Steinunnar dó haustið 1813, og þau orð, sem prestur- inn á Brjánslæk skrifaði í prestsþjón- ustubókina. er hann hafði jarðað gamla manninn, vekja hugboð um hve döpur honum varð ellin: „Sveinn Jónsson frá Grænhól, fróm leiks mæðumaður, 72 ára, lét eftir sig 21 afkomanda í þiiðja lið, dó úr bólgu“. XXXIV Nú liðu meira en hundrað ár. Vind- ar gnauðuðu um kuml Bjarna frá Sjöundá á Gálgahæð við mynni árinn- ar Otfu, og regn lamdi Steinkudys á Skólavörðuholti. Það hold, er forðum hafði strítt við meiri freistingar en það fékk staðizt, tærðist af beinunum undir fargi grjótsins. Sá einn var munurinn, að enginn kunni skil á dys Bjarna, hins svartskeggjaða saka- manns, á strönd framandi lands, en þeir, sem leið áttu hjá legstað Stein- unnar, geymdu í minni sér meg; drættina úr sögu hennar, juku við og drógu frá og felldu að hugmynd- um sinnar tíðar um hvatir manna og rök mannlegrar breytni. Elfur tímans gerðist óðstreym. Ný viðhorf blöstu við nýjum kynslóðum, nýir siðir héldu innreið sína, nýjar athafnir komu til sögunnar. Reykja- víkurkaupstaður tók að teygja sig upp með gömlu götunni í áttina að Steinkudys. Og einn góðan veðurdag var hafizt handa um hafnargerð í höfuðstað íslands. Grjót til uppfyll- ingar var tekið á Skólavörðuholti og flutt á járnbrautaivögnum niður til strandar, þar sem höfnin skyldi gerð Þetta var árið 1913. Þannig var haldið áfram misserum saman. Allt, sem var lauslegt, var flegið ofan af Skólavörðuholtinu, svo að eftir var ber klöppin. Lengi vel var þó sneitt hjá Steinkudys. Sumarið 1914 var þó dysin rudd og i ársbyrjun 1915 var svo komið, að jarðlaginu hafði verið sópað brott allt í kringum í hana, svo að hún var eins og stöpull á nöktu holtinu. Föstu- daginn 8. janúar var tekið' að hrynja svo úr dysinni, að fótagafl kistunnar var kominn í ljós. Morguninn eftir kom Matthias Þórð- arson, forstöðumaður Þjóðminjasafns- ins, á vettvang með verkamenn og lét rjúfa dysina. Kistan var enn heil- leg, en þó fúin orðin, lokið fallið nið- ur í hana og fótagafl dottinn úr, enda allt úr óvönduðum við'i í öndverðu Samt tókst að ná henni í heilu lagi. Var fjölum rennt undir botn henr og meðfram hliðum og bundið að. Með þessum umbúnaði var henni ýtt inn í kassa, er síðan var borinn í kjallara safnahússins við Hverfis- götu. Þar voru beinin skoðuð þr'emur dögum síðar í viðurvist þriggja lækna, Guðmundar Björnssonar land- læknis, Júlíusar Halldórssonar og Magga Júl. Magnúss, sonar hans. Pétur Brynjólfsson ljósmyndari var fenginn til þess að taka mynd af þeim og kistunni. Beinin voru rotin nokkuð. Einkurn voru rif, liðir og smábein öll mjög eydd, en hin stærri bein voru öll heilleg. Lá beinagrindin í þéttum leir, er hrunið hafði niður í kistuna og fyllt hana til hálfs. Þess sáust glögg merki, að hey hafði verið látið undir höfuðið, en hvergi sást neinn vottur líkklæða, nema örlitlar leifar klúts, sem líklegt er, að breiddur hafi verið yfir andlit líksins. Hár fannst ekki, og hefur það sennilega verið klippt af höfði líksins, þegar það var krufið. Glögg merki sáust um krufninguna. Speldi hafð'i verið sagað úr fallega lagaðri höfuðljúpunni fast við augna- brýnnar. og var beinsárið eggslétt, nema á einum stað, þar sem brotið hafði verið frá. Mælingar voru gerð ar á beinunum. og var af þeim álykt- að, að Steinunn hefði tæpast r ' meðalhæð kvenna á sinni tíð. Þótti líklegast, að hún hefði ekki verið nema um eitt hundrað og fimmtíu sentimetrar á hæð Raddir voru í fyrstu uppi um það, að þjóðminjavörður myndi ætla að varð- veita bein Steinunnar í safninu. En það var brátt borið til baka og mönn- um tjáð, að beinin yrðu grafin í vígð- um reit, þótt meira en eitt hundrað og níu ár væru liðin frá dauða Stein- unnar. Mun Matthías Þórðarson hafa leitað urn það álits stjórnarvalda, með hverjum hætti beinin skyldu í mold lögð, og varð sú niðurstaðan, að þau skyldu greftruð í kyrrþey og án ræðu, en þó fylgt venjulegum útfararsiðum Skólavörðuholt og umhverfi Steinkudysjar. Tölurnar sýna hæðarmál, nema sá staður þar sem Skólavarðan er merkt með tölunni 1 og Steinkudys með krossi og tölunni 2. Steinkudys var 950 fet frá Skólavörðunni i rétt landsuður. Uppdráttur- Inn gerður eftir frumteikningu Matthiasar Þórðarsonar þjóðmlnjavarðar. T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 317

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.