Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1963, Blaðsíða 21
ar og jafnvægis, er falinn broddur: — sláturtíg haustsins. „Skuldafenið" kallar Hanna Ryggen þann myndvef, er hún óf eftir á, að þessum árum liðnum, um óréttinn lögboðna í návígi: Dýpra og dýpra sökkva þeir örmu í örvæntinguna, þeir fátæku í skulda- fenið, þegar frumstæð framleiðslu- tækin eru tekin upp í skuld út úr greipum þeirra. Gegnlýst öngþveitið sýnir siðustu átök einstaklinga, bjarg- lausra, manneskjunnar í myndvefn- um reyna að halda sér á floti í ófær- unni, afmyndaðir líkamir í hálfu kafi örvænis: veiðarfæri og árabátar tekn- ir í afgjald, afrakstur búanna í tíund, valdhafauppboðin vegna ógreiddra landskulda og úttektar í fríðu orsök- uðu uppflosnun búandliðs, eyddar jarðir, dautt útræði. Vefurinn er ofinn í auðlegð hlýrra jarðlita og gefinn tónn hvers atriðis frásagnarinnar í skírum táknrænum myndasamröðunum, nærfærin alúð lögð með hverjum þræði. Þessi djúpa samkennd sýnir, að persónuleg reynsla liggur að baki, og situr í. Þessi verk öll eru unnin áður út- varpið setti Örlandið í samband við umheiminn. Þá var Hanna Ryggen stödd hjá sjálfri sér. Er þessi manneskja þá frá upphafi vega sinna, frá upphafi langleiða sinna í vefjunum, samkvæm sjálfri sér: nasar uppi neikvæðið í návist- inni, hafi hún engin tengsl við fjar- lægðina? Lífslúxusinn var heldur ekki að- fluttur í kreppuárunum eftir fyrra stríð á austurútsker Norður-Noregs; fátæktin sú að vera slyppur, skrimta slétt, virðist þarna magna óttaleysi hins óttalausa, átökin ala ekki á ugg. Opnum augum imætir Hanna Ryggen hverju og einu, nýtir að jöfnu sæld og angur. Smáskortinn þann, sem varla tekur að nefna, áhaldaleysið til uppdráttagerðar að myndvefjunum, gerir hún að tileinkun sinni frá uþp- hafi, vana, sem hefur enzt henni æv- ina enn, gerir aldrei neinar teikning- ar áður nýr vefur er sleginn, ullinni bregður hún beint í uppistöðu vefsins án milliliða, hefur jafnvel átta álna myndsýn í minni, þótt vinnan við vef- inn taki árstíðahringinn og betur, uppdráttinn á hún í huga sér. Þessi allóvenjulegi verkmáti hefur einnig í höndum hennar orðið að jöfnu styrk- ur og tap, veldur því ásamt marg- hyggjunni, að heildarsvipur mynd- vefjanna rofnar á stundum, jafnyel oftast, secn auga væri þar jafnt og þétt skotið í skjálg, en einstök svæði innan myndflatanna þeim mun feg- urri, unnin beint úr hjartagrópum án hiks eða leitar að einhverju, sem gæti farið betur. Fátæktina þessa að eiga í fyrstu ekki efni til vinnuteikninga, mætti einng kalla ávinning, sé það ávinn- ingur að vera sérstæðasti myndvefari, sem norskur listvefnaður á í dag. Allt neikvæði hefur orðið að magn- an. Umkomuleysi í einkahag að um- hyggju um hina, einangrunin að breiðvegi, árásin á stórglæpi aldar okkar hafa orðið Hönnu Ryggen frægðin, sé slíkt einhvers virði. Óveðri virðast sí og æ nýslotað í vefjum þessarar konu. Áhlaup í að- sigi aftur, eða rétt óskollið yfir. „Verhau“ = illviðraboði, heitir einn Örlandsvefurinn, „Örlandsyndi“ heitir annar. Þar nýtir vefarinn í stundar rofi ládeyðuna, umlykur Örlandið glithulu, sem væri úteyjan nýrisin úr sæ, þvegin, og langaldan skolaði þar enn betur þá svörtu strönd, er ekki verður þvegin hvít. SJARHDÝR Framhald af bls. 651. lambið. Bangsi heldur þá áfram líka. hélt dýrið sig alltaf í svipaðri fjar Lægð, og smáþefaði til hans. Þótti Stefáni þessi samfylgd heldur óvið- feldin, sem von var. Er þessu hafði farið fram um hríð, breytir dýrið allt í einu um stefnu, og snýr fram á ísinn. Hvarf það honum þar sjón- um, og varð þess ekki vart framar Þá kom og bjarndýr heim í Eld járnsstaði á Langanesi. Skall þar hurð nærri hælum, að það yrði ekki manns bani, jafnvel manna. Maður, sem var að sækja vatn, varð dýrsins fyrst var. Snerist það þegar að honum, og slapp hann nauðulega í bæinn, sem var torfbær, og komsl þar upp á loft. Dýrið fylgdi honum fast eftir og brauzt inn í bæinn, Ung. lingsstúlka þar á bænum komst við allmikla áhættu út og gat gert aðvart mönnum, sem voru í fjárhúsum Tókst svo að ráða niðurlögum dýrs ins meðan það var að gæða sér á hundi, sem það hafði drepið. Sýnir þetta, eins og áður var á drepið, hversu bjarndýr geta verið viðsjál. séu þau soltin. Síðan þetta gerðist hafa bjarndýr ekki gengið á land á Sléttu eða Langa nesi, eða annars staðar hérlendis (greinin var rituð áður en bjarndýrið var drepið i Hornsvík fyrir skömmu), svo að mér sé kunnugt um, enda tæp- lega hægt að segja að hafís hafi orðið hér landfastur síðan, eins og vikið er að í upphafi þessa þáttar. Stefán Kr. Vigfússon. SKJOHl Framhald af bls. 659. ina og gerði mér engar vonir um að ná í þá. Fór ég nú heddur hægt til að byrja með, svona eftir því sem ég fann, að Skjóni vildi. En það fór fljótt að lagast samkomulagið hjá (okkur að venju. Fór ég af baki á mínum vissu stöðum, ef Skjóni litli þyrfti að stanza. Það verður maður Bð passa, þvi að hestarnir eru vana- fastir, en geri maður það ekki, þá letjast þeir í bili, en annars fá þeir meira fjör við hverja áningu og þeim mun meira sem maður þarf að flýta sér, er þetta áríðandi. Jæja, nú var ég farinn að ríða léttar, og þegar ég kem að húsinu í Hafursey, þá eru þeir sendimennirnir að fara á bak. Það kemur stanz á þá, þykir leitt að fara á undan en vilja auðvitað ekki stanza meira, bjóða mér að verða samferða, en ég sagði þehn að fara, því ég stanzi hér eins og ég sé van- ur. Auðvitað verða þeir fegnir og settu á sprettinn. Ég stanza allt að því tíu mínútur eða vel það. Þegar ég fer á stað finn ég fljótt, að Skjóni veit af hestunum á undan. Og þegar ég kem vestur fyrir eyjarhornið og sé út á sandinn keim ég auðvitað hvergi auga á þá. En nú er Skjóni •litli reglulega í e'ssinu sinu, og þegar ég er kominn út yfir sandinn og út f Skiphelli, sem er nokkuð lengra út með hcmrunum, þá eru þar sendi- mennirnir. Þegar ég er komlnn af baki, spyr annar maðurinn: Hvernig ferðu að því að ferðast svona á ein- um hesti? En áður en ég fæ svarað, segir hinn maðurinn: Ekki þykir mér það svo mikið, en að hesturinn blæs ekki nös og ekki vott undir eyra það þykir mér galdur í meira lagi. Úr því erum við saimferða að Vík. En báðir þessir menn voru þekktir að því að ríða greitt og áttu viljuga hesta. Sjálfum mér er þa óskiljan- legt enn í dag, hvað Skjóna litla gat miðað vel áfram, en aldrei fékk ég eins glöggan mælikvarða á það sem í þessari ferð. Eftir að ég var með hvort tveggja, Fossinn og Ásana, var ég að mestu leyti sjálfur við gegningn og hirð- ingu í Ásum. Var ég þá al-ltaf með einn eða tvo hesta með mér, þvi að hestlaus gat ég aldrei verið, en með- an Skjóni litli var og hét dugði mér hann einn, ef því var að skipta. Eitt sinn, sem oftar er ég var í Ásum að vetrarlagi, og þá með Skjóna Utla einan, þurfti ég að skreppa út fyrir sandinn og heim. Morguninn eftir fór ég aftur að Ásum og kom aðeins við í Kaupfélaginu og tyllti Skjóna í pakkhúsportinu á meðan. Þá spurði pakkhúsmaðurinn, Guðlaug ur Jón&son, er hann leit á Skjóna: — Hvað gefurðu Skjóna þínum U1 þess að hafa hann svona digran og falleg- an með þessari brúkun? En mér varð orðfátt, því að galdurinn var ekki annar en sá að ég gaf honum yfir- leitt ekki annað en gott og ljúffengt, snemma slegið hey og tók hann snemma á gjöf að haustinu. Hann var allra hesta fljótastur að taka við sér, sem kallað er, bæði á heyi á haustin og grængresi á vörin. Aldrei leið Skjóna litia eins illa á ferðalagi T t M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 669

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.