Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 15.09.1963, Blaðsíða 19
vögnununi. Ég íór niður eftir með bréf til dótr.ur okkar í Randers — gekk við tii þess að koma því í lest- ina. Talaði við að'stoðarmannmn, og hann sagði mér þetta. Þafj hafði gerzt eitthvað hálitíma áður“. Pétur horfð: fast á hann. Rannsókn- araugum. Þag var eitthvað, sem hann var að reyna að kryfja til mergjar. Hann vætti vanrnar og mælti: „Segðu mér. Voss — þú hefur þó ekki átt ein- hvern þátt í þessu?“ „Ég?“ sagð) Voss. „Ertu með öllum mjalla, maður? Ég er örkumla mað- ur að hálfu leyti!“ Nú varð þögn, og Pétur virti Voss óaflátanlega fyrir sér. Loks tók Voss aftur til máis. Hann sagði: „A-pú. Manni vðrðu>’ samt sem áður svo einkennilega vig — eftir það, sem við höfum talað um. Það er líklega ekki lögg eftir í konjakkflöskunni, sem við vorum með um kvöldið?“ Pétur fór og sótti flöskuna, en Voss hlammaði sér niður og virti fyrir sér ofninn — það er að segja: hann horfði gegnum hanr. Auðvitað er lestin ljós- laus, og hvergi leggur neina skímu út úr vögnunum. En upp um reykháf- inn á eimvagninm hrjóta síur, sem dragast aftúr meg lestinni með reykn um. Uppljómaður reykjastrókur,-sem lyppast mjúklega yfir fremstu vögn- unum. Hann fylgir æðandi lestinni með augunum síðustu tvo kílómetr- ana, og þegar hún nemur staðar fyr- ir framan stöðvarbygginguna, hvæs- andi og stynjandi, smýgur Hansen með lipurð marðarins inn á milli' tveggja vagna og hverfur. En Voss smýgur eiunig inn á milli scjmu vagn anna meg murðarmýkt, og enginn veitir honum. eftirtekt. Allt er sam- vizkusamlega myrkvað, og farþegarn ir staulast ringiaðir út úr klefunum. Þar að auki er mjög dimmt yfir — í fáum orðura sagt: eitt af þessum öm- urlegu kvöidum, þegar allir þrá að komast heim. Jafnvel þótt heimilið sé ekki allt of friðsælt. Pétur Mikkelsen er kominn aftur. „Það er heimingurinn eftir“, segir hann. „Það er líka eins og manni veiti ekki af hressingu“. „Manni fmnst þetta dálítig ein- kennilegt" segir Voss og seilist eft- ir glasinu sínu. „En skyldi þetta nú ekki hafa ver- ið bezta iausnin, sem orðig gat?“ segir Pétur hugsi. „Áreiðaniega", segir litli maðurinn. En Pétur virðir hann einu sinni ihugandi fyrir sér. Það er eitthvað, sem er eins cg bögglag roð fyrir brjósti hans. Hann vantar svarið við reikningsdæmmu. „Klukkurna -, Péturl“ segir Voss. J.H. þýddl. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ ÓLAFUR GUNNARSSON: UM TRYSGVA UB Fyrir sextíu og tveimur árum er fyrst getið búferla hjá Trygve Lie. Fáir létu sig þá ferðalag hans skipta. Hann var að flytja búferlum frá Grúner- lökka til Grorud, sem nú eru hvort tveggja hlutar af Osló. En Grorud var þá drjúgan spöl utan við borgina. Það var þó ekki Trygve, sem réði flutningunum að því sinni, heldur móðir hans, sem hafði fest kaup á matsölu- húsi í Grorud, þar eð maður hennar hafði horfið til Ameríku, varð hún að sjá sér og börnum sínum. Ruth og Trygve, far- borða. Trygve var sex ára, þeg- ar þessi tíðindi gerðust. Hann er fæddur 16. júlí 1896. Móðir hans og systir höfðu far ið með lestinni, en Trygve sat í sófa„ sem var komið fyrir inn- an um annað dót, en aleiga fjöl- skyldunnar var flutt á einum hestvagni. Á leiðinni þurfti drengurinn margs að spyrja, einkum þegar hann sá stórbygg inguna Linderud, en eigandi hennar var þá einhver auöug- asti bóndi Noregs og kallaðist gósseigandi. Ökuþórinn tjáði drengnum ,að hann ætti hundr- að kýr og minnst fimmtíu her- bergi væru í húsi hans. „Og býr hann i þeim öllum?" spurði drengurinn öldungis for- viða, og hefur sjálfsagt ekki ór- að fyrir því þá, að hann ætti eftir að verða húsbóndi i einu stærsta húsi heimsins. í Grorud ólst Trygve upp. Hann var snemma mikill fyrir sér, án þess að vera óþægur. Vitanlega varð hann foringi hinna drengjanna og háðu þeir marga hildi við drengina í ná- grannaþorpinu undir forustu hans. Eins og aðrir norskir drengir fór hann ungur að renna sér niður brekkur, og í einni slíkri brekkuferð viðbeins brotnaði hann. Læknirinn, sem batt um brótið, spurði, hvað hann ætlaði að verða. „Hershöfðingi", svaraði hann. Minni mannvirðingum hafði hann engan áhuga á. Verkamenn í Grorud borðuðu TRYGVE LIE hja nioour lians. Trygve hafði þvi góð skilyrði til þess að kynn ast verkalýðnum, enda gerðist 'hann síðar verkalýðsforingi. Blaðakaup voru ekki eins al- menn þá og nú, svo að vanalega rifust borðgestirnir um dagblað ið, einkum þó árið 1905 meðan á stríðinu milli Japana og Rússa stóð. Trygve var þá orðinn læs, og tók hann að sér að lesa er- lendu fréttirnar upphátt fyrir alla meðan verið var að borða. Meðal verkamannanna voru nokkrir Svíar, og var Trygve engu síður hændur að þeim en löndum sínum. Þegar öldurnar risu sem hæst út af sambands- slitum Norðmanna og Svia 1905, var Trygve áhyggjufullur. Hon- um fannst ótækt, að Norðmenn og Svíar færu að berjast eins og helzt leit út fyrir um tíma, þótt því yrði afstýrt. Trygve Lie gekk vel i skóla og kennarinn, Johann Evje, hafði miklar mætur á honum. Má segja, að hann gengi drengn um að nokkru leyti i föðurstaö. John Falkberget rithöfundur var þá búsettur í Groru.d, en bæði hann og Johann Evje voru þjóðkunnir menn, og fannst drengum það mikið í munni, að 763

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.