Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 22.09.1963, Blaðsíða 14
þetta tók vörin að bólgna ískyggi- lega, og hann þóttist fullvel vita, að hann gæti varygðarleysi um kennt: Yrmlingur úr vatninu hafði vitaskuld bitið sig fastan í vörina og búizt um í holdinu. Ketill leitaði ýmissa ráða til þess að fá bót ráðna á meini sínu. Ólafur Sigurðsson á Vindhæli á Skaga- strönd, nefndarmaður, sem fór með lækningar, hafði skorið bita úr vör- inni, og virtist um sinn sem úr myndi rætast. En áður en varði tók þetta illkynjaða mein sig upp að nýju, og segja sagnir, að Ketill hefði þá í ráði að sigla til Kaup- mannahafnar sér til lækningar, en yrði of seinn fyrir og missti af Hafn arfjarðarskipi, sem hann ætlaði að taka sér far með. Dró meinið i vör- inni hann til dauða eftir miklar þjáningar snemma árs 1802. Samtímis gengu yfir mikil harð- indi norðan lands, og varð veturinn 1802 flestum lengri og strangari með jarðbönn fram á sumar. Misst.i þá fjöldi bænda búfénað sinn.'en hitt, sem af skrimti, varð til lítilla nytja það árið. Á Strjúgsstöðum lifðu af tvær kýr og.kvíga, þrír hest ar og eitthvað um þrjátiu kindur, auk kúgildanna, og komu aðeins fjórar ær lömbum á legg. Og nú fór sem ekki var fátítt: Eigandn jarðarinnar leizt ekki á blikuna, þegar bóndinn var failinn frá og eft ir sat ekkjan ein með mikla ómegð og skertan bústofn. Hann vildi hana sem aiira fyrst burt af jörð- inni. Guðrún virðist hafa þráazt við, en jarðareigandi gerði sér þá hægt um hönd og lét bera'hana út. Stóð hún þá vegalaus uppi meö móður sína ellimóða og börnin fimm og þar á ofan vanfær. Sú blómgun, sem hún hafði búið við um nokkurt skeið í Langadalnurn, var aðeins skin á milli skúra, og upp frá þessum degi var alit henn- ar líf þrotlaus barátta við raunir og áföll, sum svo þung, að fáum var jafnstrangt boðiö. En þá kom líka í ljós, hvað í henni bjó. Þrek henn- ar reyndist meira en nokkurn gat grunað, og það var dómur samtið- ar hennar, að henni hefði lítt eða ekki sézt bregða, hvað sem að iiönd um bar, utan einu sinni. Guðrúnu tókst að koma sér fyrir að Geitaskarði til bráðabirgða, og þar ól hún sveinbarn þetta sama ár. Lét hún skíra drenginn Ketii eftir hinum látna manni sinum. Og hófst nú stríð hennar við að sjá sér og sínum farborða. Það vildi henni þó til, að nún var ekki með öllu snauð. Ketiil hafði látið eftir eignir, sem virtar voru nálega hundrað og áttatíu dali, og féll helmingurinn af því í hlut hennar, auk morgungjafarinn ar. Sýslumaður Húnvetninga, Vil- hjálmur Frímann Krog, fram- kvæmdi skiptin haustið 1802 og fól eignir drengjanna umsjá Ölafs hreppstjóra Jónssonar á Æsustöð- um, sem kvæntur var systur Ketils, en Sigurður Jónsson í Stafni skyldi vera fjárhaldsmaðúr telpnanna. — Guðrún hefur líklega verið nokkuð ítæk við skiptin og ekki kært sig um forsjá annarra, því að sýslumað ur lét þess getið, að hann teldi sér „óviðkomandi að tilskipa ekkjunni tilsjónarmann“, en benti á bróður hennar, Jón Hallsson, vinnumann á Eyvindarstöðum, sem líklegastan ráðgjafa henni til handa, þótt henni væri eigi að síður í sjálfs- vald sett, hvern hún veldi sér. Mun það mál sannast, að ekki hafi far- ið nema miðlungi gott orð af þess- um bróður hennar. En Guðrún var fær um að ráða sér sjálf. Hún fékk fljótlega ábúð á Núpi á Laxárdal, og þar hafði hún sum barnanna hjá sér, en önnur voru látin hjóta framfærslu hjá vandalausum meö tilgjöf af arfin- um. Hafði hún Ketilríði, Jón og Ketil lengst af hjá sér, en Guð- mundur og Natan virðast hafa al- izt upp annars staðar og hafa að líkindum átt allstranga ævi. Það er að minnsta kosti kunnugt, að Guömundur svalt í fóstrinu á Þor- brandsstöðum í Langadal. Hitt er óvíst, hvar Guðrún hefur alizt upp, enda varð hún ekki langlíf — and- aðist um fimmtán ára gömul kring- um 1814. En aldrei þáði Guðrún Halldórsdóttir nokkurn styrk af sveit til uppeldis börnum sinum, og þótti það vel af sér vikið, því að oft var misært á bernskuárum þeirra. En ekki færðu börnin henni ein- skæra gleði. Það kom brátt i ljós, að Jón var vitskertur, Guðmundur lenti ungur í þjófnaðarmáli ogþeg ar Guðrún litla dó, kviknaði sá orð rómur, að reimt væri eftir hana. Sú saga hófst með þeim hætti, að hún átti að hafa feykt tréspónun- um framan i Guðmund, bróður sinn, er hann var að smíða utah um likið. Það var auðvitað ekki nein nýlunda, að unglingur félli í valinn, og urðu margar mæður að sætta sig við meiri barnamissi en húsfreyjan á Núpi, en hitt var fá- gætari raun, þrátt fyrir allan draugaganginn á þessum tíma, að börnin gengju aftur. IV. Guðrún bjó á Núpi í mörg ár. Virðist hún hafa lítið umleikis framan af, en þegar á leið búskap hennar þar, tók hún sér fyrirvinnu. Vorið 1818 flutti hún sig um set að Öxl, öðru nafni Skollhóli, hjáleigu frá Geitaskarði, er þá hafði fyrir skömmu verið byggð á Laxárdal. Fylgdu Jón og Ketilríður henni þangað, en Ketill fór nú frá henni austur í Skagafjörð, þar sem móð- urfrændur hans bjuggu. Um svipað leyti fluttust roskin hjón frá Enni í Höskuldsstaðasókn, Jón Árnason og Helga Markúsdótt- ir, að Sneis, er mun hafa verið eign arjörð þeirra, en vinnumaður, sem hjá þeim hafði verið, Bjarni Guð- laugsson, réðst að Geitaskarði. — Þetta fólk átti eftir að koma mjög -Í?i, ýeytií ~ /fbl Kvittun Jóns hreppstjóra í Stapakoti fyrir móttöku böðulslaunanna, sem Guð- mundur Ketilsson gaf. Hún er á þessa Iei3: — Hér meS vtSkannast UndirskrifaS- ur að hafa móti tekið af herra Sýslumanni Blöndahl þeim 60 Ríkisbánkadölum Reiðusilfurs, sem Bóndi Guðmundur Ketilsson á lllugastöðum gaf til Kirkju- hvamms hrepps Fátækra kassa, en hönum voru borgaðir fyrir aftöku Sakaper- sónanna Friðrlks Sigurðssonar og Agnesar Magnúsdóttur, fyrir hverja Sextíu Rik- isbánkadali hér með in duplo qvittera. Stapakoti, þann 20ta Maji 1831. J. Sigurðsson. 782 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.