Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 06.10.1963, Blaðsíða 9
svarta-5* Gyðingaofsóknir dauða: og bændauppreisnir I Þegar engill dauðans fór um lönd- in, vaknaði að jafnaði sú spurning, hverjum slikt væri að' kenna. í forn- öld drápu bændur á Norðurlöndum konunga sína, þegar illa áraði, og í hinum kristnu þjóðfélögum Norður- álfu var sú tilhneiging lengi enn rík- ari en meðal heiðinna Norðurlanda- þjóða að' leita uppi einhvern þann að- ila, sem hefnast mætti á. þegar þung áföll riðu yfir. Áföllin voru refsing guðs, en hverjir voru þeir. sem höfðu reitt hann til reiði? Eftir að Lúthers- trú komst á um norðanverða álfuna, var lengt venja að snúa hefndinni á hendur galdranornum, því að trú á djöflafár og fjölkynngi magnaðist með henni um allan helming, og þúsundum saman var fólk brennt í þeirri full- vissu að með því væri verið að upp- ræta illgresi á akri herrans, er ella fylltist ofsareiði. Það brást ekki í svartadauða frek- ar en endranær, að upp hæfist mikil leit að sökudólgunum. Plágan var auð- vitað því að kenna, að einhverjir höfðu egnt himnaföðurinn til reiðt Galdraofsóknir voru þá ekki komnar í þá tízku. er síðar varð, og því var hefndinni snúið á hendur Gyðingum. Hverjir voru liklegri til þess að eiga sök á bessu en sú þjóð, sem hafði dæmt Krist til dauða? Orðrómurinn magnaðist, og á skammri stundu blossaði upp stjórn- laust Gyðingahatur, sem leiddi af sér óskaplegri ofsóknir en þekkzt höfðu á Vesturlöndum fram að þeim tíma. Mönnum nægðu ékki þær ásakanir á hendur Gyðingum, að þeir hefðu skapraunað guði svo með athæfi sínu, að hann kvislaði fólkið niður. held- ur komst brátt í almæli, að þeir hefðu eitrað drykkjarvatnið í brunn- Af spjöldum sögunnar III um og jafnvel sjálft andrúmsloftið. En ekki var það ný bóla, að Gyð'ing- ar væru hafðir act skotspæni. Það voru í rauninni landvinningar Araba, sem leitt höfðu Gyðinga til Evrópu. Þeir komu í slóð arabísku herjanna. fóru með' kaupskap og komust með dugnaði sínum tU allmikilla valda. Nokkrum öldum fyrir svartadauða dafnaði blómleg Gyðingamenning á Spáni, einkum á sviði læknisfræði, greidd meS peningum, en aS nokkru leyti heimspeki og stjörnufræði, og marg- ir Gyðingar komust þar til metorðá. Frá Spáni bárust þeir norður á bóg- inn, og var tekið tveim höndum, bæði í Frakklandi og Englandi, enda gerð- ust sumir þeirra hirðlæknar og stjórn- málaerindrekai konunga. En þegar krossferðirnar hófust, varð skyndi- lega breyting á. Umburð'arlyndi í trú- málum rauk út í veður og vind, hat- ur á öllum, sem ekki voru kristnir, blossaði upp. Margt Gyðinganna hafði haldið fast við trú feðra sinna, og nú tóku riddarar, sem voru að búa stg undir krossferð', guði til dýrðar og kristinni trú til vegsemdar, að drepa Gyðinga, sem þeir náðu til í heimaborgum sínum. í Suður-Frakk- landi kom til hryllilegs blóðbaðs árið 1096, og fordæmi hinna frönsku ridd- ara var fyigt 1 mörgum löndum, eink- um þó í Rínarlöndum. Eftir þetta kom æ ofan í æ tH Gyðingaofsókna í Norðurálfu, og ólst þar varla upp nokkur kynslóð Gyð- inga, er ekki fengi að minnsta kosti einu sinni á ævi sinni að þola slíkar múgæsingar. Upphaflega voru þess- ar ofsóknir sprottnar af trúarofstæki, en þegar fram í sótti, voru þær af öðrum toga spunnar. Þar kom með- al annars til greina, að Gyð'ingamir féllu ekki inn í lénsskipulag miðald- í fríðu. anna. Þeir gátu ekki fengið lén, og þeir gátu ekki heldur gefið sig undir lénsherra. Það stafaði af því, að þeir gátu ekki af trúarástæð'um svarið hina kristnu trúnaðareiða, og þar að auki bannaði forn venja, sem átti rætur að rekja allt til hinna fyrstu kristnu keisara Rómaveldis, að þeir væru kvaddir til vonna. Þeir voru því neyddir til þess að setjast að í bæj- unum, þar sem þeir fengust við' kaup- mennsku. Þetta hlaut óhjákvæmilega að leiða til þess að þeir yrðu mikils megandi á verzlunarsviðinu. í fram- haldi af því leiddi svo af sjálfu sér, eins og í pottinn var búið, að þeir færu að stunda útlán. Kirkjan bann- aði kristnum mörnum að taka vexti af peningum og studdist þar við ýmsa ritningarstaði, og kirkjuþing marg- ítrekuðu þetta bann, er þó tók ekki til Gyðinga og annarra „heiðingja“, sem Bændur koma til aðalsmannsins með landskuldina. Afgjöldin eru að nokkru leyti T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 825

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.