Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Blaðsíða 7
Inkarnir lögðu vegi um endilangt rfkl sltt. 3:54,4). Og Inkunum var það nauð- syn að komast hratt yfir. Ríki þeirra var svo víðáttumikið, að ógerlegt hefði verið að halda því öllu í föst- um skorðum, stýra því öllu frá ein- um miðdepli og bæla niður uppreisn ir, hefði vegakerfið ekki verið jafn fullkomið og raun bar vitni. Q Huyana Capac, Sapa Inka, lézt árið 1527. Hann hafði ríkt síðan árið 1493, að Topa Inka, faðir hans, lézt, og ríkið hafði aldrei verið voldugra en á stjórnarárum hans. En Huyana Capac lézt án þess að velja eftirmann sinn. Æðstu embætrismennirnir í höfuð- borginni útnefndu til tignarinnar einn son hans, Huasear að nafni, en hann sat í Cuzco. Hiiis vegar átti hinn látni Inka annan son, sem var búsettur þar sem nú er Equador, og hann hafði verið föður sínum mjög handgenginn síðustu árin og fylgt honum á ferð- um hans. Þessi sonur hét Atahuallpa, og nú gerði hann einnig kröfu til ríkisins. Hann var útnefndur Inka í Quito, annarri mestu borg ríkisins, höfuðborg hins forna Chimúríkis, og þar með hófst borgarastyrjöld, sem stóð í fimm ár í lokaorrustunni vann Atahuallpa sigur yfir hersveitum bróður síns; Huascar var tekinn hönd- um og herforingjar hans drepnir, og Atahuallpa gat haldið innreið sína í höfuðborgina snemma vors 1532. Skömmu eftir að Atahuallpa fagn- aði lokasigri yfir bróður sínum komu skip af hafi til Tumbez, norðarlega á strönd InKan'kisins. Þeim réð spænskur ævintýramaður, Francisco Pizarro að nafni. Hann var lítillar ættar og óskilgetinn, og hann hafði eins og fleiri látið berast með straumnum vestur um haf í leit að ævintýrum og auðæfum. Hans verður fyrst vart í Ameríku árið 1510. Þá er hann kominn til Haiti, sem Spánverj- ar nefndu Ilispaníolu, og þaðan tek- ur hann þátt í leiðangri til megin- landsins. Síðar gerist hann liðsmað- ur Balboas, sem fyrstur hvítra manna leit Kyrrahafið augum árið 1513, Pizarro var i för með Balboa í þeirri ferð. (Eftir að leið hafði verið fundin yfir Mið-Ameríku settu Spánverjar fljót- lega upp bækistöðvar á Kyrrahafs- strönd. Óljósar fregnir bárust þang- að um, að í suðri væri mikið ævin- týraland og þar meira gull saman kom ið en dæmi væru til annars staðar. Þéssar fregnir voru þó mjög óljósar. því að Indíánar á Panamaeiði höfðu engin bein samskipti við Inkaríkið, og Inkunum var ókunnugt um Indi ánaríkin norðar í álfunni. Þetta atriði er mikilvægt til skilnings á því, hve vel Spánverjum varð ágengt að ná yf- ráðum í Suður og Mið-Ameríku. Hefðu Inkarnir til dæmis haft fregnir T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ af aðgerðum Spánverja í Vestur- Ind- íum og sigri Hernandos Cortézar yfir Aztekaríkinu í Mexíkó, er ekki að efa, að þeir hefðu séð fyrir, að senn kæmi röðin að þeim og búið sig til varn- ar. En þeir voru óvitandi um þessi stórtíðindi, til þeirra barst ekkert nema blærinn, sú tilfinning, að eitt- hvað væri á seyði, sem þeir höfðu ekki hugmynd um hvað var. Pizarro tók þátt í sjóferðum suður með Kyrrahafsströndinni á næstu ár- um og hafði þá áreiðanlegri fregnir af auð og glæsibrag Inkaríkisins. Einn skipstjóra hans. Ruiz að nafni, fyrsti maðurinn er sigldi suður yfir mið- baug Kyrrahafsmegin við Ameríku, hitti að máli tvo borgara frá Tumpez og þeir skýrðu honum frá því, að í höllum höfðingja þeirra væri gull og silfur algengara byggingarefni en við- ur. Ruiz ákvað að hafa þessa menn með sér, svo að þeir gætu sjálfir skýrt Pizarro frá þessari .dýrð. Og árið 1927 fór Pizarro sjálfur alla leið til Tumbez. Þar var tekið höfðinglega á móti honum. Indíánarnir, sem Ruiz hafði fært Pizarro, skýrðu löndum sínum frá því, að þessir ókunnu menn væru guðdómlegar verur, sem ekki vildu gera íbúunum neitt mein, lield- ur aðeins kynnast siðum þeirra og háttum. Meðal þeirra, sem komu á fund Pizarros, var háttsettur embætt- ismaður, sem Spánverjar kölluðu orejon vegna alls þess gulls, sem hann og aðrir Jnkar báru í eyrunum. Pizarro sagði honum, að hann væri þegn voldugasta konungs jarðarinn- ar og kominn lil að halda fram yfir- ráðum hans yfir landinu, og þar að auki hygðist hann frelsa íbúa þess frá myrkri heiðindómsins og færa þeim trúna á hinn eina sanna guð, Jesúm Krist. Inkann hlustaði á allt þetta tal með hinni mestu kurteisi. og andmælti því í engu. En skýrsla um komu Pizarros og abhafnir hans allar í Tumpez voru sendar til Huayna Capacs, Sapa Inka í Cuzco, sem þá lá á dánarbeði Pizarro hafði ekki bolmagn til að láta skríða til skarar gegn Inkarík- inu að þessu sinni. Hann sneri von bráðar aftur til Panama og þaðan hélt hann heim til Spánar til að fá stuðning krúnunnar til herferðarinn- ar. Til Tumbez kom hann ekki aftur fyrr en 1532, en þau fimm ár, sem hann hafði verið fjarverandi, hafði borgarastyrjöldin geisað í Inkaríkinu Íinnulítið. Er ekki að efa, að þau átök hafa átt mikinn þátt í að veikja ríkið og rýra varnarmátt þess og gera það að auðveldari bráð Spán- Framhald á 1027. siðu. 1015

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.