Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 20.09.1964, Blaðsíða 8
BRÉFIN FRÁ ANDRÉE HEIMSKAUTSFARA og veiðistöðunum utan Ennis. Vopn- uðust menn því, sem hendi var næst , — stöngum, rám, árum og brodd- stöfum. Höfðu dregizt saman um hundrað og fimmtíu menn, er skip- ið lónaði inn með landinu milli Önd- verðarness og Gufuskála. Finnur Jónsson var fyrír nokkru orðinn sýslumaður Snæfellinga og sat l á Sveinsstöðum undir Enni. Lítt virðist hann hafa haft sig frammi þar ytra, en bréf skrifaði hann í snatri á íslenzku, dönsku og latínu til foringja hins ókunna skips. Var nú vandinn sá að finna menn, sem vildu leggja sig í þá hættu að færa skipsforingjanum bréfið. Til þeirrar farar munu fáir hafa verið fúsir. En hvort sem um það var þingað langa stund eða skamma, þá varð það úr, að tveir menn stígu á kænu og settust undir árar. Þessir menn voru Ólafur Björnsson, er þá var bóndi á Kjalvegi, og búðsetumaður einn af Sandi, Sigurður Jónsson í Salabúð. Má hafa það fyrir satt, að engir nema fullhugar hafi léð máls á því að tak- ast þessa för á hendur. Nú höfðu komumenn skotið út báti. Steig þar á margt manna, og var bátnum stefnt upp í Skarðsvík, nokkuð utan við Gufuskála. Urðu þeir Ólafur á vegi skipsbátsins og vildu fá mönnum þeim, er á honum voru, bréf sýslumannsins, en þeir bentu til skips og vildu ekki veita bréfinu viðtöku. Héldu þeir Ólafur þá áfram að skipshlið, afhentu þar bréfið, án þess að þeim væri neitt gert til miska. Sneru þeir síðan aft- ur til lands og sögðu heimamönnum, að þeir skyldu fleygja frá sér vopn- um sínum, því að skipsmenn færu með friði. Meðan þessu fór fram höfðu tuttugu menn farið á njósn út Skarðsvík, þar sem skipsbáturinn tók land, en meginliðið beið átekta. Urðu njósnarmenn harla fegnir, er þeir sáu, að komumenn voru óvopnaðir og tóku ofan fyrir landsmönnum í kveðjuskyni. Liðsforingjar, sem í flokknum voru, höfðu nú tal af Finni sýslu- manni og gerðu honum skiljanlegt, að þeir vildu sigla til hafnar í Ólafs- vík. Voru þeir Ólafur og Sigurður sendir út í skipíð á ný til þess að veita komumönnum þá aðstoð, sem þeir þörfnuðust. — Skip þetta hét ; Pitthein, og er í heimildum sagt hafa i verið „fransk-batavískt lýðveldis- skip“ fra Súrinam í Suður-Ámeríku, , og var á því hundrað og sjötíu manna áhöfn. Bendir þó ýmislegt til þess, , að skiptið hafi í rauninni verið hol- , lenzkt. Leki hafði komið að skipinu, i og varð að dæla í sífellu til þess að halda því á floti. Komu þeir Olaf- • ur því heilu og höldnu til Ólafsvík- ' ur, þar sem það var fram undir lok maimánaðar, og mun frammistaða Veturinn 1899 fór Jóhann Magnús son, bóndi á Rifi á Melrakkasléttu, til selveiða út á ís, sem var víð land ið. Ekki er þess getið, hvort hann varð fengsæll á seli, en í þessari ferð fann hann flösku, sem í var bréf. Hirti hann flöskuna eins og lög gera ráð fyrir og hafði hana heim með sér, og kom nú í ljós, að bréfið í henni var jneð stimpli Sví- ans Salómons Ágústs Andrées, sem lagt hafði af stað frá Svalbarða við 3. mann í loftbelg 11. júlí 1897 og ætlaði til noiðurskautsins, en ekki komið fram. Var bréfið áritað til stjórnar heimskautsleiðang ursins í Gautaborg og þess óskað, að finnandi kæmi því til næstu póst- stöðvar. Um þessar mund ir var Páll kandi- dat Bjarnason á Sigurðarstöðum á Sléttu. Var farið með bréfið til hans, og opnaði hann það, en fékk ekki les ið. Var það síðan sent til útlanda. Um svipað leyti fannst annað bréf frá Andrée í korkvarinni flösku í Króksfirði. Með það var farið til Borðeyrar, þar sem það var opnað. Hafði bréf þetta verið skrifað sama daginn og þeir Andrée lögðu af stað frá Svalbarða og þeir félagar allir skrifað nöfn sín undir það. Sögðu þeir þar, að þeir væru þeirra þennan dag hafa verið mjög rómuð á sinni tíð. ★ Áður en skilizt er við þetta mál skal þess svo getið, að fyrr í þess- um þáttum er ranglega sagt, að Ólaf- ur á Munaðarhóli hefði smíðað pre- dikunarstólinn í Ingjaldshólskirkju og skorið á hann postulamyndir. Pre- dikunarstóllínn var þýzkur að upp- runa og tréskurðurinn verk þarlendra manna. Kirkjuna smíðaði Ólafur ár- ið 1796. Það er og rangt, að Keflavík hafi verið eign Kolbeinsstaðakirkju. Hún var hálf konungseign, og hálf eign Miklaholtskirk j u. Staðarstaðarkirk j a átti Gufuskála og Hítardalskirkja Hellu, sem var sjálfstæð jörð innan við Höskuldsá, og voru þar sjö búð- setumenn í kringum 1800. Þá bjó þar Guðmundur Jónsson, kunnur skammt norðan við Svalbarða í sex hundruð metra hæð yfir sjó og liðí öllum vel. Kváðust þeir hafa fleygt fleiri flöskum í sjóinn, og ef til vill hefur það verið einhver þeirra, sem barst að landi á Sléttu. Teódór Ólafsson ar um þetta leyti verzlunarstjóri á Borðeyri, og sendi hann hinn fóthvatasta mann, er völ var á, með bréfið suður til Reykjavíkur, þar sem það var fengið landshöfðingja í hendur. Mun hann hafa sent það utan með fyrstu ferð. Það er aftur á móti af þeim Andrée og félögum hans að segja, að örlög þeirra urðu ekki kunn fyrr en í ágústmánuði 1930. Þá fann áhöfn norsks selveiði- skips, er Brattvogur hét, bækistöð þeirra félaga á Hvítey, ásamt dagbók um þeirra, vel læsilegum, og leifum af farangri þeirra. Þeir höfðu neyðzt til þess að yfirgefa loftbelginn á ísn um, um tvö hundruð og áttatíu kíló- metra frá þeim stað, þar sem förin hófst. Þeir komust til Hvíteyjar 5. október um haustið, þar sem einn þeirra dó skömmu síðar. Hinir báðir dóu einnig bráðlega, enda voru þeir illa búnir að skjólfatnaði. Líkin kom ust til Stokkhólms 5. október 1930, réttum þrjátíu og þremur árum eftir að þeir tóku land á Hvítey. Síðasta bréfið frá Andrée, sem fram kom, flutti bréfdúfa til Stokk- hólms, og var það skrifað 19. júlí 1897 — hinn sama dag og loftsigl- ingunni lauk. Þá var enn allt í góðu gengi. (Heimild: ísland, Vor Tids Leksi- kon). garðyrkjumaður, er meðal annars ræktaði grænkál og hvítkál, og munu þeír Björn Björnsson og Jón reið- ingur hafa komið bangað eftir hans dag. Salthúsin í Rifi og Keflavík lét Jakob Severin Plum, kaupmaður í Ólafsvík, reisa skömmu fyrir alda- mótin gegn harðri andspyrnu sumra Snæfellinga, einkum séra Sæmundar Hólms, er óttuðust, að saltfiskverkun hefðí það í för með sér, að sveita- bændur fengju ekki keypta skreið. (Helztu heimildir: Dómabók, dóms skjöl, skiptabók og bréfasafn Snæ- fellsnessýslu, hreppsbók og sátta- bók Neshrepps utan Ennis, Lands- yfirréttardómar, manntal 1801, Lbs. 166 8vo., Lbs. 1146 8vo., Reise- iagttagelser eftir J.S.Plum, Histori- en om mín Handel eftir J.S. Plum, Árbælcur Jóns Espólíns, Sögur af Snæfellsnesi eftir Oscar Clausen. t.»i J'«t» Vj MV . / l \0 /V* >' iv / 0 ° •, SUXS, C - . / 872 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.