Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 11.10.1964, Blaðsíða 2
BÆNDA NNA IÁ átjándu og nítjándu öld var mikið gert-af því í Rússlandi að prenta og lita stórar, ódýrar mynd ir, er ætlaðar voru til híbýlaprýði hjá fátækum almenningi. Söluna önnuðust farandsalar, sem ferðuð ust með þær þorp úr þorpi um hinar miklu sléttur landsins. Margar þessara mynda voru af trúarlegum rótum sprottnar, því að slíkt var dágóður söluvaming- ur í ■ byggðum strangtrúaðrar sveitaalþýðu. Aðrir voru af keis- aranum og öðru stórmenni í lífi og sögu Rússa, frægum orrustum, mikilfenglegum stórhýsum eða fögrum stöðum, sumar sýndu at- burði og söguhetjur úr alkunnum þjóðvísum eða munnmælasögum, og loks voru nokkrar af alls kon- ar forynjum og kynjadýrum, er stundum voru hugarsmíðar einar, en stundum áttu að vera af fom- aldardýrum eða dýmm í fjarlæg- um löndum. Fólk hafði úr miklu að velja og gat kosið sér það, er hugur þess girntist frekast. Þessar myndir voru oftast gerð- ar í litlum prentstofum eða vinnu- stofum í smábæjum víðs vegar um landið. Var algengt, að myndin væri látin ganga mann frá manni, unz hún var fullgerð, líkt og tíðk- ast við iðju ýmiss konar. Litaði þá sami maðurinn ávallt sömu hluti myndarinnar, en síðan tók hinn næsti við og litaði aðra myndarhluta með öðram lit. Að sjálfsögðu þótti mikils um vert að nota sem skærasta liti, því að þeir gengu mest í augun á fólki. Þessi myndagerð var ekki merki leg þótt handbragð margra sem við þetta fengust, væri óaðfinnanlegt. Eigi að síður hafa sumar þessara mynda orðið allfrægar á seinni -tímum. Og með þessum hætti var fierð hin fyrsta mynd af mammúti eða loðfíl, sem upp var dregin í heiminum,, svo að kunnugt sé. Hún var prentuð árið 1859 — sama árið og Uppruni tegundanna eftir Darwin kom út. Það var ekki fyrr en sjö ámm síðar, að I. Brandt birti lýsingu á loðfíl, ásamt mynd, í ritum vísindaaka- demíunnar í Pétursborg, er þá hét svo, hvort tveggja í verulegum at- riðum miðað við vöxt og skapnað indverskra fíla. Þá var þó til í skjalasafni akademíunnar teikn- ing af loðfílsskrokki, sem fannst við mynni stórfljótsins Lenu árið 1799. Japanskur kaupmaður, Bolt- únoff, dró mynd þessa mynd upp á fundarstaðnum, og var hún einn ig birt í ritum akademíunnar þetta sama ár með grein um fundinn eftir K. Bergs. Mynd sú af loðfíl, sem farand- salarnir bám í pjönkum sínum um landið árið 1859, var gerð í bænum Mestera, sem er við ána Kljasma, um tvö hundruð og. sjö- tíu kílómetra norðaustan við Moskvu. Þar var að verki prentari, T | M I JN N — SUNNUDAUSBLAÐ 938

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.