Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1965, Blaðsíða 9
o Um allar jarðir og á öllum öldum liafa þjóðir átt í vök að verjast sök- tim ágengni annarra og voldugra þjóða, er vilja þenja út veldi sitt Og gera sér önnur lönd að féþúfu eða nota þau á einhvern hátt sér til framdráttar. Svo hefur verið síðan í árdaga og svo er enn. Fíkn í auð og völd hefur löngum freistað til vondra verka, en það fer eftir aðstæðum og aldaranda, hvort þau eru framin op- inskátt eða leitast við að bregða yfir- þau blæju einhverra dyggða. Sumar þjóðir hafa öld eftir öld orðið leiksoppur þessara jllu ör- laga. Ein af þeim er írska þjóðin, sem háð hefur flestum þjóðum lengri og þjáningarfyllri baráttu fyr- ir rétti sínum til þess að lifa með tipprétt höfuð í landi sínu. Það má heita, að hún stæði linnulaust í átta aldir, og enn er írland bútað sundur í tvennt, þótt sjaldnar sé á það minnzt en skiptingu Þýzkalands og þrætueplanna í Asíu, af því að skipt- tng írlands er ekki þáttur í þeirri togstreitu, sem af mestu kappi er háð um þessar mundir, og verður ekki til áróðurs notuð. Okkur ber í rauninni skylda til ess að vita nokkur skil á frum. Við öfum fyrir satt, að írar hafi fyrstir manna sporað íslenzkan svörð, við eigum kyn okkar að rekja til írlands, kannski að meira leyti en við gerum Ókkur grein fyrir, og forfeður okkar af norrænu kyni áttu sinn þátt í því að veikja írland. Þar að auki hefur viðnám íra verið svo hetjulegt, að hina mestu aðdáun ætti að vekja. Nálega hver kynslóð í landinu gerði öld eftir öld uppreisn gegn harð- ' stjórn Englendinga, og 'þó að blómi þjóðarinnar félli hvað eftir annað í valinn í þessum róstum, léti lífið á aftökupöllum eða hrektist í útlegð, linnti þessum átökum aldrei nema um stundarsakir. Það er lögmál, að allar þjóðir, sem berjast í bökkum og fá lítt notið sín, leita sér hugsvölunar í fortíð sinni, ef þar verður auga komið á nokkuð það, sem veitir fróun. Þegar skugg- ar samtíðarinnar eru geigvænlegast- ir, verður liðin tíð máttugastur .afl- gjafi. Þangað má löngum sækja þrek og orku, þegar svo strangt blæs í fangið, að við uppgjöf heldur. Þetta gerðu frar, enda eiga þeir for tíð, sém ljómi leikur um. Og sá ljómi varð enn fegurri en ella, þegar hörm- ungamar þjökuðu þá. Fyrir fjórtán öldum var írland meðal þeirra landa, þar sem menntir stóðu með mestum blóma. Rómverska ríkið var komið á kné, og Vandalir og Húnar höfðu leikið rómverska menningu næsta grátt. En þá héldu írar við loganum á lampa siðmenningarinnar, unz aft- ur heiddi til á meginlandi Norður- álfu. Það er talið,_ að heilagur Pajrekur hafi kristnað írland, og frá írlandi barst kristinn dómur síðan til Eng- lands. írsku klaustrin urðu mennta- setur, þar sem skrifaðar voru og skreyttar fagrar bækur, og þeg- ar írsku munkarnir héldu í trúboðs- erindum til annarra landa, báru þeir með sér þau frækorn, sem víða báru ávöxt. Keltneskt menning er talin hafa staðið með mestum blóma frá því á sjöttu öld og fram á áttundu eða níundu öld. Þó háði það menning- arþrifum fra, að landið skiptist milli margra ættflökka, sem lágu I sífelld- um erjum. Þetta veikti þjóðina og kom henni í koll, þegar herskáir vík- ingar tóku að sækja hana heim. En þess var skammt að bíða, að dansk- ir og norskir víkingar gengju þar á land eins og á Englandi og Frakk- lgfldi og legðu undir sig stór land- svæði. í Brjánsbardaga unnu írar þó frægan sigur á aðkomumönnunum, en héldu ekki velli til langframa. Þessi mikla orrusta er okkur íslend- ingum hugstæð, því að í henni voru íslenzkir menn, svo sem fornsögur greina. Þar gerðist það, að Þorsteinn Síðu-Hallsson flýði ekki sem aðrir menn, er sigur fra var óumflýjan- legur, heldur nam sítaðar og batt skóþveng sinn. Þegar Kerþjálfaður Kylfisson kom að honum og spurði, hví hann leitaði ekki undankomu sem aðrir menn, galt hann það svar. sem ekki gat gleymzt: „Því“, sagði Þorsteinn, „að ég tek eigi heim í kveld, þar sem ég á heima úti á íslandi.“ Vilhjálmur bastarður vann sigur á Haraldi Guðnasyni á Englandi á elleftu öld. Hundrað árum síðar réðust norrænar og engilsax- neskar sveitir frá Englandi inn á ír- land og náðu undir sig hluta þess. Þessi innrás varð keltneskri menn- ingu mikið reiðarslag, og þó var það verra, sem á eftir fylgdi. Blóðugum átökum linnti ekki næstu aldirnar. Englendingar, sem nú má nefna svo, skildu ekki keltneska tungu og litu niður á keltneskt þjóðerni, og nokkr- um öldum síðar bætti við aðskilnað- ur í trúarefnum, þar eð Englending- ar og Skotar hverfðust frá kaþólsk- um átrúnaði, sem írar héldu fast við hann, hvað sem yfir dundi. Slíka for- dæmingu felldu Englendingar á íra, að kynblöndun var heft eftir föng- um með valdbeitingu, og bannað var með lögum, að Englendingar og írar tengdust hjúskaparböndum, keim- líkt og nú er bannað í Suður-Afriku, að hvítir menn og hörundsdökkir blandi blóði. Hver uppreisnin rak aðra, og allar voru þessar uppreisnir kæfðar I blóði. En svo megnt var hatur íra á kúgurum sínum, að aldrei varð nema stutt hlé. Iðulega voru upp- reisnir hafnar, þótt alls engar líkuf væru til nokkurs árangurs. Og að sjálf sögðu gengu írar hvað eftir annal í lið við þær þjóðir, sem Englending- ar áttu í höggi við, einkum Frakka og Spánverja, en guldu þess siðan þunglega, þegar Englendingar fengu ráðrúm til þess að hefna sín. Á sextándu öld hugðust Englend- ingar brjóta íra á bak aftur með því að setja niður enska gósseigend- ur þeirra á meðal.írskir landeigend- ur voru reknir af jörðum sínum, svo að nýju herramennirnir fengju oln- bogarými. Þannig urðu írar leigu- liðar útlendra jarðeigenda. Þessi jarðeignaaðall öðlaðist þó aldrei þegnrétt á írskri grund í vitund íra sjálfra, þótt hann sæti sem fastast á búgörðum sínum öld eftir öld. Jakob I Englakonungur gekk feti framar. Hann lét hefjast handa ura skipulagðar nýlendur enskra manna á írlandi, og í þessu skyni voru nokk- ur greifadæmi í Úlster tekin eignar- námi. Þarna gátu enskir menn eign- azt land, án þess að kaupa það nokkru verði, og þangað flykktt I f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 105

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.