Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1965, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 20.06.1965, Blaðsíða 6
srtöfum a-b og herra ögtriundsens signeti. Þar eftir var þetta niðurlagt í eina kistu, sem og svo var for- sigluð með áðurnefndum signetum.“ Einar Þórðarson kvaðst eiga sjóð- inn í skinnskjóðunni, hér um sjötíu spesíur, en tal krónupeninga gat hann ekki tilgreint. „Eitt ógrundað svar kom — hann ætti betala herra ísfjörð eina skuld.“ — Steinmóður svaraði engu. Einar sagði siðar í vott- anna áheyrn, að þeir hefðu verið tveir um innbrotið án meðvitara. Næsta dag var enn tínt saman lít- ilfjörlegt dót, er fangarnir áttu: Eng- elskur sjálfskeiðungur, hárgreiða, „nokkuð af hestahófsnöglum" og bandspottar. Svo er að bíða og sjá hvað setur. En staðgengill sýslumannsins er deig- ur að ganga í dansinn. Það verður óþolinmóðum löng bið. Séra Jón sendir annan boðbera suður í Breið- dal, þá var kominn 7. nóvember og þolinmæði á þrotum. Það er þó ekki hangið aðgerðar- laust í Örums-húsi: Spjallað er við fangana. í fyrstu voru vífilengjur í svörum, en þeir urðu opinskárri, er frá leið. Prestur lofaði, að þeir yrðu nokkurn veginn fríir, ef þeir segðu satt. Það losnaði um málbein, þrátt fyrir þagnareið — sitt af hverju sagt um tildrög og framkvæmd kirkju- ránsins. Á leiðinni ofan yfir „gekk stóri kassinn í stykki austan til í Ketilsstaðahálsinum við ána Köldu- kvísl.“ Það er ýmislegt í viðburðarás- inni. Séra Jón verður ioks úrkuia von- ar um, að Þórður á Ósi láti sjá sig — og gætir lítilla hlýinda í mágaást- inni. En hér verður ekki hímt í höm til eilífðarnóns. Tæpast gæti talizt goðgá, þó að reynt væri að klóra í bakka og taka upp sjálfsvörn, ef ævintýrariddurum á aö haldast uppi að virða að engu eignarrétt annarra manna. Anno 1803, 8. dag nóvembermán- aðar, setti séra Jón í Vallanesi fund í kaupmanns Örums-húsi í Eskifjarð- arkaupstað. Fundargerð var færð á tveim tungumálum: dönsku og ís- lenzku. Presturinn vill gera heyrin- kunnugt, hvaða fjármunum var úr kirkjunni rænt, því að eigi hefur allt endurheimzt. Einnig ætlar hann að spyrja fangana, svo að vottfastur verði þeirra framburður til bévísing- ar um ránsmálið. Séra Jón innir að því við verzl- unarmanninn, Knút Schiöth, hvort hann vilji taka af sér eið. Því er svarað neitandi. En í sama mund ber að af tilviljun Lewer faktor við Kyhnsverzlun í Reyðurfirði. Hann gengur undir áraburð guðsmannsins, en Schiöth vék út meðan eiðurinn var fluttur. Þá „promemoríu“ las prestur af skrifuðu blaði svohljóðandi: „Það sver ég, Jón Stefánsson, prest ur til Vallaneskirkju, og segi almátt- ugum guði og þessari fólkssamkomu, að þann annan nóvember síðastlið- inn fyrirfann ég og mín kona okk- ar kirkjú svoleiðis á sig komna: Glerglugginn í kórnum á fremri síðuna var upp brotinn og í kirkj- unni ein tvílæst snikkaraverkskista uppbrotin, (slúttanlegast eftir öllu áliti með dönsku sporjárni upp brot- in), út af hvörri kistu nóttina fyrir hafði verið burt stolinn einn tré- kassi með messingslás fyrir og þar við hangandi lykli. í þessum kassa voru forvaraðir átta hundruð ríkis- dalir til gamals spesíetals, hvar i bland vóru þrjú hundruð nýjar spesí- ur og fjórtán gamlar spesíur, 102 hálfar engelskar spesíur, einn eng- elskur gulldúkat, 26 hollenzkir ein- fætlingar, hitt annað í heilum og hálfum krónum og ríksortum. Fyrir utan þennan kassa, sem var burt stolinn, höfðu og svo út af öðr- um fjórum minni kössum verið út- valdir og burt stolnir í heilum pen- ingum, hvar af sumir tilheyrðu kirkj- unni og sumir mér sjálfum, í það allra ringasta 63 rdl. spesíe. Hér fyrir utan voru þar margir aðrir hlutir í kirkjunni svo mikið fordérfaðir, kistur um veltar, klæði sundur rifin, og margir hlutir með blóði yfirstökktir, svo ég ekki get enn nú til fulls þetta fullkomlegar útskýrt, því ég veit enn nú ekki sjálfur, hvað mikið í kirkjunni hef- ur veriö fordérfað og burt stolið. Svo sannarlega hjálpi mér guð og hans heilaga orð. Jón Stefánsson, prestur til Vallaneskirkju. í vora áheyrn hefur nefndur prest- ur, herra Jón Stefánsson, svoleiðis korporlega gefið yfirlýsingar um allt það áðurnefnda með sínum eiði. Það attestera: Andréas Fridrich Lewer, faktor á Reyðarfirði. G. Ögmundsson. M. Hartmann. A. Börresen. H. Nielsen Melbye. J. H. Biering. G .Indriðason." Guðmundur Ögmundsson lagði svo fram skýrslu um handtöku fanganna, sem sátu í vörzlu uppi á lofti þarna í húsinu, og hvað fannst í -fórum þeirra. Steinmóður Oddsson var inn kall- aður, „laus og liðugur" og fyrir hann lagðar liðlega tuttugu spurn- ingar, er hann svaraði hiklaust og skilmerkilega. Þegar Einar Þórðar- son mætir, eru sömu spurningar end- urteknar. Svör fanganna i öllu sam- hljóða. Svarið við fyrstu spurningunni lof- aði æsispennandi viðburðum, sem tekið gætu í hnúkana, líkt og svipti- byljir milli austfirzkra fjalla. — Hver var upphafs ráðamaður til innbrotsins í Vallaneskirkju? — Snikkarinn Þorsteinn Melsteð á Helgustöðum. Einar Þórðarson brauzt fyrst inn í kirkjuna og var með sporjárn, sem Melsteð hafði afhent honum í því tilliti að brjóta kistuna upp með því. Síra Jón Stefánsson spyr: — Varst þú sá, sem braut upp kistuna með Melsteðs sporjárni? — Já, ég var sá hinn sami, svar- aði Einar. — Hvor af ykkur tók á móti þeim stóra kassa? — Ég sjálfur bar hann út, svaraði Steinmóður. Einar Þórðarson safnaði saman peningum úr minni kössunum. Síra Jón spyrhann að lokum:' — Hafið þið Steinmóður þá ráð- ið þessum fyrirtökum? — Nei, Melsteð hefur lagt orð til þess alls saman. — Hvemig kunnu Melsteð eða þið Steinmóður að vita, hvar mínir pen- ingar voru? — Melsteð hefur útspurt það af Jóni Jónssyni í sumar, hvar yðar preningar væru forvaraðir. Hinn níunda mánaðarins var rann- sókn málsins lítið sinnt. Voru að vísu raktar garnir úr föngunum til upp- bótar á áður gerðar játningar. Þær : irheyrslur stóðu stutta stund. En vegna óveðurs var ekki lagt út í nein stórræði þennan dag. 7. Húsranusókn á bæ sýslumanns. Þess er áður getið, að Þórður sýslumaður Thorlacius sat í Eski- fjarðarkaupstað fyrsta veturinn á fs- landi. Hann keypti þar i firðinum hús og jörð af ekkju fyrirrennara síns. Fluttist þangað um vorið, en seldi samsumars. Frú Gyða segir í Endurminningum: „Maðurinn minn gerði svofelldan samning við verzlunarstjórann og verzlunarþjóninn á Reyðarfirði, að við skyldum fá húsnæði þeirra til íbúðar gegn því, að þeir fengju fæði hjá okkur, „þeir ætluðu sjálfir að halda til í sölubúðinni." Vorið 1803, síðara hiuta maímán aðar, sigldi kaupskip inn Reyðar fjörð og hvarf til Eskifjarðar. Næsta dag riðu sýslumannshjónjn þangað að leita frétta. Óþolinmæði er aug- Ijós. Það er eins og eitthvað sérstakt búi undir. „Við fengum töluvert af fréttum frá Kaupmannahöfn,“ segir frú Thorlacius, en nefnir eigi hverj- ar voru. Það er vitað mál, að þau áttu in- mitt von á mikilvægum fréttum með vorskipunum .Faðir frúarinnar kom til þeirra í heimsókn sumarið áður og hjálpaði til við biiferlafhitning 534 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.