Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 02.10.1966, Page 12
Hraunfossar við Hvítá. Yfir hraunkambinn sér upp í Hvítársíðu .Þorvaldsstaðir eru nokkru innar, einn svonefndra Króks bæja. Ljósmynd: Páll Jónsson. vist með Sigurði í Efstabæ Ættvísi hefur löngum verið • ein- kenni á íslendingum, og nægir í því sambandi að vitna til íslendinga- sagna. Okkur er það tamt að vilja vita nokkur deili á ætt náungans og uppruna, og hér í fámennu landi og ættarnafnasnauðu hafa komið til sögu ýmsar ættir — niðjar ákveðins manns eða ákveðinna hjóna — sem bera nafn manns eða staðar og allir kannast við. Er óþarft að tína til dæmi í því sambandi. Meðal þeirra ætta, sem kunnar hafa orðið á síðari árum, er Efsta- bæjarætt, afkomendur Sigurðar Vig- fússonar í Efstabæ í Skorradal. Efstibær er innst í Skorradal norðan- verðum, norðan Fitjár, drjúgan spöl fyrir innan Skorradalsvatn, og á land suður á Botnsheiði og upp á háls þann, sem skilur Lundarreykjadal og Skorradal. Efstibær er víðlend jörð, og þar þykir sauðland gott, en nú um skeið hefur jörðin verið í eyði og er nytjuð frá bæjunum Sarpi og Háafelli í Skorradal. Hjónin Sigurður Vigfússon og Hild- ur Jónsdóttir bjuggu í Efstabæ frá 1880 til 1898. Þeim fer nú óðum fækkandi, sem muna Efstabæjarheim- ilið á þeirri tið, er þau hjón voru á dögum. En í Hveragerði býr son- ardóttir Sigurðar, Lingný Sig- urðardóttir (na'fnið er sett sam- an úr Erlingur og Guðný), sem dvaldi árlengt í Efstabæ fyrir rösk- um sjö áratugum. Hún kann af mörgu að segja frá lið- inni tíð, og hún varð við þeirri bón okkar að greina lítið eitt frá Efstabæjarheimilinu gamla. — Við vorum sjö systur heima á Lingný Sigurðardóttir fæddist hinn 29. september 1879 á Þor- valdsstöðum í Hvítársíðu, dóttir Sigurðar Sigurðssonar, bónda þar, og Guðnýjar Erlingsdóttur, konu hans. Lingný giftist Guðmundi Magnússyni, skósmið í Reykjavík, og eignuðust þau eina dóttur barna, Þóru. Lingný bjó um skeið á Þorvaldsstöðum, en undanfarin tólf ár hefur hún verið heimilis- föst hjá dóttur sinni í Hveragerði. Þorvaldsstöðum og Sigurður í Efsta- bæ gerði pabba boð um það, að hann mætti senda til sín einhverja stelp- una. Þetta var árið 1894. Ég varð fyrir valinu og hélt nýfermd suður k LINGNÝ SIGURÐARDÓTTIR FRÁ ÞORVALDSSTÖÐUM SEGIR FRÁ \ 852 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.