Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 23.07.1967, Blaðsíða 20
inn fyrir. Mig langar að sýna þór dálítið. Drengurinn streittist titrandi á móti. Hún var svo handköld. En hún brosti á ný, vingjarnlegu, lokk andi brosi, og síeppti honum. — Vertu ekki hræddur. Ég er ekki reið. Vertu ekki hræddur. Mig langar bara að sýna þér töfra- spegilinn minn. — Töfraspegil? Lúkas deplaði augunum og leit framan í Astl. Hún var góðleg að sjá, fögur og góðleg. — Já. Viltu sjá hann? Hún dró tjöldin betur til hliðar, svo að unnt væri að opna gluggann. Oft vill fara svo, að forvitni drengja verði ótta þeirra yfirsterk- ari. Og Lúkas klifraði yfir glugga- kistuna og fylgdi Asti að speglin- um. Hún var nú eins og hún átti að sér. — Þarna sérðu, kurraði hún, — þetta er einstakur spegill. Drengurinn tók að færa úg fjær. — Já, mælti hún og tók um hendlegg honum. — Ég verð að fara í gegnum þennan spegil á hverjum degi til þess að halda lifi. Ég er hér um bil fimm hundruð ára, skal ég segja þér . . . bætti hún við með stolti. — Slepptu mér! Slepptu mór! veinaði drengurinn. — Nei, nei, góði. Ég get það ekki. Enginn má vita um töfra- spegilinn minn. Ég get ekki lifað án hans. Um hann liggja dyrnar að gröf minni. Drengurinn fór að kjökra. Hún strauk honum blíðlega um nárið og dró hann enn nær speglinum. — Þessi spegill, raulaði hún, -- skilur á milli lífs míns og dauða. Komdu. Ég skal sýna þér. Hún raulaði lágt og dró t.úkas enn lengra. — Vertu ekki ræddur. Vertu ekki hræddur. Þú meiðir þig ekki. Komdu með mér. Komdu með mér, góði. Þú meiðir þig ekki. Ég veit það. Ég hef farið svo oft í gegn. Þau komu upp að speglinum. Hún hélt áfram, unz hún var korn- in hálfa leið í gegnum glerið Þá sneri hún sér við og reyndi að knýja drenginn áfram. Hann æpti. Silfurflötur spegils- ins leystist upp, og saggafullur, grýttur gangur blasti við sjónum. Hann skynjaði lykt þá af myglu og mosa, sem ríkir í hellum. Dimmt gapið varð að helli, að gröf! T í W » N N — SUNVUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.