Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 20.08.1967, Blaðsíða 13
Francis Drake (um 1540—1596) var hinn mesti ævintýramaður. Ungur að árum tók hann að leggja stund á sjórán og Var jafnan fc4ngsæll. Hnattferð hans færði honum mikinn auð, og auk þess sló Elísabet drottning hann heimkominn til riddara. Eftir þetta hófst Drake til mikils frama í sjóher Englendinga, stjórn- aði árás á spænska flotann í Cadizhöfn árið 1587 — „sveið skeggið á Spánarkon- Wngi," eins og það var kallað — og var í forystuliði Englendinga á Ermar- sundi árið eftir. Drake féll i ónáð um skeið, en var skipaður flotaforingi á ný árið 1595 og dó á hafi úti. átta í landinu, og var það ekki fyrr en á dögum dóttur Hinriks, Élísabetar 1. (1558—1603), að hún nýja kirkja fékk á sig nokkuð varanlegt snið. Samkvæmt þessum nýja sið’ var reynt að gera sem flestum til hæfis með því að fara bil beggja í trúarsetningum og guðsdýrkun. Niðurstaðan varð því sú, að enska kirkjan fullnægði hvorki kröfum kaþólskssinnaðra né ákafra mótmælen'da, og voru margir mjög óánægðir með hana. En þrátt fyrir ókyrrð og trú- málaátök innanlands, var síðari hluti 16. aldar tíniabil mikilla andlegra og efnahagslegra fram- fara og grósku, og þá áttu sér stað margvíslegar þjóðfélags- breytingar. Sjónhringurinn víkk- aði, og menn voru ekki Ieng- ur eins háðir því, sem var að gerast heima eða í næsta nágrenni, og áður var heldur sneru sér að fjarlægari verkefnum. Kom þetta greinilega fram í því, að verzlun og siglingar jukust stórum og sífellt fleiri at- hafnamenn íærðu út kvíarnar og hösluðu sér völl á nýjum vett- vangi. Margir dugmiklir Englending- ar fylgdust af áhuga með því, sem var að gerast i Evrópu og Ameríku á 16. öld. Það fór ekki fram hjá þeim, hvað nýlendur Spánverja og Portúgala voru arðvænlegar. Þeir vildu gjarna sjálfir verða hlut- gengir þátttakendur í kapphlaup- inu um auð og yfirráð á fram- andi slóðum. En við ramman reip var að draga, þar sem nýlendu- veldin töldu sig hafa þar einka- rétt og vildu ógjarnan hleypa öðrum að kjötkötlunum. Fyrst í stað beindist áhugi Englendinga einkum að því að finna nýjar siglingaleiðir til Asíu. Þannig hafði Hinrik 7. gert út leiðangur til Norður-Ameriku ár- ið 1497, aðeins fimm árum eftir að Kólumbus fór fyrstu ferð sína vestur. Þessum leiðangri stjórnaði ítalskur rnaður, John Cabot að nafni, og erindið var ekki að kanna lönd í Ameríku, heldur miklu fremur að finna hina svo- tiefndu norðvesturleið til Ind- íands og Kína, þar sem sagnir hermdu, að gnægðir væru gulls t»g grænna skóga Árangur af við- FYRRI HLUTI leitni Cabots var nauðalítill, því að hann varð að snúa heim frá ströndum Nýfundnalands sakir ísa og þoku. En engu að síður gátu Englendingar löngu síðar vitnað til þess, að þeir hefðu fyrst- ir manna byrjað að kanna Norð- ur-Ameríku, og gert tilkall til yfir- ráða þar á þeim forsendum. Á 16. öldinni voru svo gerðir út margir leiðangrar til að leita norðvestur- leiðarinnar norðan Ameríku og norðvesturleiðarinnar norðan Rússlands til Asíu. Þótt hvorugt tækist, þá varð þessi viðleitni mjög til þess að þjálfa menn í löngum sjóferðum og auka þeim áræði. Einnig urðu siglingarnar austur á bóginn til þess, að Eng- lendingar tóku upp mjög ábata- söm viðskipti við Rússa. Verzlun sú var einkum i höndum Moskvu- félagsins, sem stofnað var 1555. Mörg önnur verzlunarfélög sigldu í kjölfar þess. Það, sem síðar varð þeirra öflugast, Ensk-ind- verska félagið, var stofnað alda- mótaárið 1600. Áhugi Evrópumanna á nýjum og framandi löndum var mikill og fór sífellt vaxandi á 16. öld. í Englandi voru þannig fjölmarg- ir, sem hvöttu til þess í ræðu og riti, að stofnaðar yrðu enskar ný- lendur. Margir bentu einmitt á Norður-Ameríku sem sérlega vel hæfa til landnáms. Þessir áhuga- menn bentu á, að hafa mætti margvíslegan hagnað af nýlend- um, bæði beint og óbeint. Ný- lendur mundu sjá heimalandinu fyrir dýrum málmum og margvís- legum hráefnum. Slíkt þótti afar eftirsóknarvert á þessurn tímum, er hagfræðikenningar kaupskap arstefnunnar voru drottnandi. Einnig var á það bent, að margir mundu flytjast burt og setjast að í nýlendunum. Kæmi það í veg fyrir offjölgun fólks í heimaland- P í IV! I N N — 8UNNUDAGSBLAÐ 709

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.