Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 18.08.1968, Blaðsíða 15
Jóna Guðrún Vilhjálmsdóttin Fjögur á ferð - og hin fimmta á reiki Sumarið er dásamlegasti tími érsins. Það töfrar mann með ÖU- um sínum unaði og fegurð, svo að lífið verður einn vordraumur. Sólin gyllir móa, fuglasöngur er í lofti, blóm lifna i dölum, lömbin leika sér í haga. Lækirnir hoppa hjalandi niður fjallshlíðarnar.bár- an vaggar létt við fjörusandinn, og upp frá ströndum rísa fjöll í fögrum litbrigðum með jökla að baki. Alla þessa fegurð eigum við. Þróttugur lífsgeisli er sumarið, þótt dvöl þess sé stutt og það aðeins gestur, sem kemur og fer. Ég ætla að segja hér frá atviki, sem kom fyrir mig fyrir 22 árum. Þá var ég nýgift bóndakona í sveit. Við hjónin vorum á ferð milli bæja síðla sumars. Dásamleg kyrrð ríkti yfir láði og legi þenn- an dag, Sannarlega vorum við samgróin íslenzkri sumarnáttúru.' Einn hest vorum við með í þess- ari ferð, því að himr hestarnir voru í haga og facr.st okkur ekki taka því að sækja þá, því að þetta var ekki löng leið. Ég vildi, að við færum bara gangandi, en bóndi minn vildi það ekki. Það var Bleikur. reiðhestur bónda míns, fjörhestur mikill stólpagripur, en fótviss og örugg- ur, er var með í förinni, og sat ég hann, en bóndi minn gekk. Ég lét Bleik lötra í hægðum sínum, því að ég þorði ekki að hleypa neinum galsa i hann, enda ekki mitt meðfæri. Ég var heldur ekki ein i ráðum. Við hjónin ræddum um daginn og veginn, en Bleikur hristi haus- inn við og við, sjáanlega óánægð- ur með þessa konu, sem ekki vildi láta gamminn geysa. En ég hugs- aði nú um fleirE. en sjálfa mig og þó mest um það, sem ég bar undir belti. Það átti hug minn all- an. Ég var ung þá og lífsglöð, um- hverfið heillaði mig, hlíðarnar gul- brúnar af berjalyngi, brekkurnar lokkandí grænar í geislandi sól. Við sigum áfram, hægt og hægt. Sólin hellti geislum yfir bæi og byggð. Lögurinn var spegilsléttur svo langt sem augað eygði. Sann- arlega var bjart í hug okkar og hjarta þennan eftirminnilega sól- skinsdag, og við vorum ekkert að flýta okkur, því að daginn áttum við sjálf. Hundurinn okkar, Bósi, rölti á eftir okkur, letilegur í hitanum. Allt í einu kemur hann í hend- ingskasti fram íyzir hestinn, teygir trýnið upp í loftið og rekur upp ámátlegt gelt: í-vo-ov-ó-voo. Það var svo nístandi, að mér varð ó- notalega við. Bleikur snarstanzar, kippir í tauminn sperrir eyrun og hlustar. Þá var eins og hvislað væri að mér: Hingað og ekki lengra. Bleikur hristi sig, eins og hann vildi losna við mig af baki sér. Bóndi minn hjálpaði mér af baki, því að Bleikur varð skyndi- lega staður. Einhver ónotakennd fór um mig. Engin hreyfing, ekk- ert skrjáf i lyngi. En fljótlega hvarf það, sem að mér hlóðst, eins og dögg fyrir sólu. Bóndi minn fór nú á bak, og um leið fór Bleikur að ókyrr- ast. Eins og hendi væri veif'ið stekkur Bleikur út undan sér og tryllist -alveg. Þá var mér nóg boðið. Ég titraði eins og lauf i vindi, því að þessi læti í skepnun- um orkuðu á mig eins og svipu- högg. Og nú tók Bósi aftur til að gelta, enn ámátlegar en áður. Ég herti mig upp og hugsaði: Komi það, sem koma skal. Ég vissi, að biði mín eitthvað óvænt, yrði það ekki umflúið. Bleikur frísar og prjónar, tekur svo snöggt viðbragð og er horfinn mér sjónum. Ég hljóðaði upp yfir mig, því að ég hélt, að bóndi minn mundi ekki sitja hann í þessum ham og liggja slasaður einhvers staðar úti í mó- um. Ég varð alveg magnlaus. Hiti og kuldi fór í bylgjum um mig, og fæturnir báru mig varla, svo bágt var ástand mítt. Ég vissi, að ég var ein, en einhvern grun hafði ég samt um, að eitthvað fleira væri hér á ferð. Djúpt i vitund minni magnaðist kynleg óró eins og fyrirboði. Jú, grunur minn var rétt- ur. Hvað sá ég? Kemur ekki kona eftir brekkunni, heldur fasmikil? Furðaði mig mjög, hvað hún fór hratt yfir. Ég bar ekki kennsl á hana. Það var eins og hún yrði mín ekki vör, þótt hún væri skammt frá mér. Einhver kulda- hríslingur fór um mig, þegar ég veitti henni athygli. Hún var í svörtu vaðmálspilsi og með ljósa svuntu, blárri treyju með ullar- hyrnu á herðum og skýluklút, sem slútti fram yfir andlitið og skyggði á það. Þó fannst mér eins og allt heimsins böl væri letrað á það og skuggar hins liðna hvíldu yfir því. Konan var með pinkil, sem hún var að hagræða og mátti ekki af sjá — sennilega hennar dýrasti fjársjóður, aleiga hennar innan í klútdulu. Ég bíð í ömurlegri þögn. Allt í einu leggur á mig ískaldan gust, sem smýgur í gegnum merg og bein. í sama h '' íer konan fram hjá mér. Þessi vaniíðan hvarf þó fljótlega, þegar konan var horfin mér sjónum. Ég sá hana aldrei meir. ' Ég varð lömuð af skelfingu )g hugsun min öll irumst á ringul- reið. Var ég að tapa vitinu? Hvnð hafði komið fyrir mig? Brátt náði ég þó hugarjafnvægi, og bóndi minn kom til mín heill á húfi, og fannst mér þá ljúfur vorblær um mig anda. Ég sagði honum frá þessari sýn minni og létti þannig af mér því, sem hlóðst að mér — Ég sá þetta allt, segir hann hljóðlega. Þó vissi Bieikur af þessu á undan okkur og forðaði bér frá bráðri hættu. Mér létti stórum í návist bónda míns var allt mitf öryggi, og allt. sem farið hafði úr skorðum, koms* í samt lag, en fegnust varð ég, er við komumst á bæinn, sem vi? ætluðum á. Ég sagði bóndanum á bænuro frá því, sem fyrir mig hafði borið. — Jæja, sagði hann. Hún hefur verið að fé sér göngutúr 1 sólskir- inu. — Hún hver? spyr ég. Það brá fyrir bliki í augum hans. Framhald á 6M. síSu. T I M 1 N N — SUNNUDAGSBL*® 615

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.