Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 02.02.1969, Blaðsíða 19
auki ókjðrin ÖU aí matvöa*u: Sölt- uð svínssíða, reykt svínslæri, síldar kaggi, margs konar kryddvarning- ur, og fullur kassi af niðursuðu- dósum, sem í var allt frá kanad- ískum laxi til grænsúrs í glös- um. Sjálfur veifaði Kalli vindla- kassa, þegar hann stökk út úr bíln- um, og vasana hafði hann fyllt af karamellum handa börnunum. Það átti bersýnilega að slá upp veizlu í skósmiðshúsinu. En þegar átti að fara að moða úr þessu, ruglaðist Elna svo í ríminu innan um þvílíkar ofurgnægtir, líkt og barn í leikfangabúð, að hun varð að biðja Kalla liðsinnis. Kalli úr- skurðaði tafarlaust, að hún skyldi láta teninga í pott og sjóða kraft- súpu, steikja flesk og hafa aprikós- ur í ábæti. Það kom sér vel, að Kalli skyldi vilja súpu, því að Elna var einna bezt á vegi stödd með djúpa diska — þá átti hún þrjá heila. Þegar þeir frændurnir höfðu fengið nægju sína af súpu, ætlaði hún að þvo diskana, áður en þeir tækju til við fleskið. En þá skarst Kalli í leikinn og sagði skýrt og skorinort, að þess konar nostur væri hreinn óþarfi. Síðan gerði hann sér hægt um hönd og hvolfdi diski sínum, og aðrir fóru að dæmi hans, og svo hesthúsuðu menn fleskið af diskbotnunum. Þegar að ábætinum kom, varð þrautaráðið að fiska aprikósurnar beint upp úr dósunum og drefcka löginn af barmi. Þegar fullorðna fólkið hafði matazt, réðust börnin að leifunum eins og hungraðir úlfar, en Elna hitaði kaffi, og karlmennirnir fóru út og lögðust í birkikjarrið á ásn- um við veginn, svo að maturinn sjatnaði notalega í þeim. Svo leið fram á daginn. Börn- in komu öll út í birkikjarrið, og frændurnir reyktu vindla, og Kalli sagði þakklátum áheyrendum ótal sögur. Orðin voru gleypt af vörum hans með augum og eyrurn. Fyrst rómaði hann, hve fallegt væri þarna í ásnum, og Algautur kinkaði kolli til áamþykkis, forviða á því, að hann skyldi ekki fyrr hafa séð þessa náttúrufegurð, sem þó kostaði engan mann grænan eyri. Af ásnum glitti spegilslétt og sólmerlað vatnið á milli elristofn- anna á bakkanum liandan við veg- inn, og hinum megin við vatnið var skógi vaxinn háls, þar sem hávaxin furutré, sem gnæfðu yfir lágskóginn, bar við Ijósan himin. Þegar Kalli hafði sungið náttúru Sviþjóðar Iof og dýrð, fór hann að spjalla um Ameríku og hætti manna þar. Hann talaði um undur tækninnar, ofboðslegan hraðann, bófaflokkana, forsetana, smyglar- ana og rafmagnsstólana. Frásögn sína lífgaði hann með auðskildum samanburði og hressilegum orða- tiltækjum: „Viðliksa langt og þvert yfir vatnið þarna,“ „þritvar sinnum stærra en Brennukirkja,“ „digur eins og vindmylla,“ „fljótur eins og djöfullinn byssubrenndur.“ Um sjálfan sig og sína hætti var hann sjá, hvað framorðið væri: Arm- bandsúrið á úlnliðnum var líka úr gulli. Hún var af þessu tagi, fá- tæktin hans. Ha-ha. Sólin gekk til viðar, en þó að hún væri horfin, sló enn gullnum roða á jaðra skýsins, sem sveif yfir hæðunum í vestri. Villi, elzti drengurinn, sem orðinn var þrett- án ára, spurði allt í einu, hvar Ameríka væri, og Kalli benti á skýið. Villi varð að lyfta yngstu telpunni upp á bringu sór, svo að hún gæti líka séð Ameríku. Jú, náttúrlega var þetta sæluland ein- undai-lega fátalaðu,r ogr orðvar. Hann var ánægður með starfið, sagði hann. En öllu meira sagði hann ekki um það. Hér í Svíþjóð þætti það kannski laglegur skild- ingur, sem hann bar úr býtum, en á amerískan mælikvarða var hann að kalla fátækur. Ynni maður fyr- ir dölum, varð maður líka að borga í dölum — í kringum það vai*ð ekki komizt. Algautur og Elna litu hvort á annað, þegar Kalli vék að fátækt sinni. Þetta voru drýgindadylgjur, sem létu kunnuglega í eyrum á Smálandi. Loks tók degi að halla, og Kaili setti á sig dökk gleraugu, þegar sólargeislar féllu á hann undir björkunum. Og var það ekki eins og þau grunaði: Spengurnar voru úr gulli. Hann tók upp blýant og fór að stanga úr gulltönnum sín- um: Hann sat í gullhólki. Hann rak fram vinstri höndina til þess að hvers staðar iangt í burtu undir þessu gullbrydda skýi. Allir mændu á það. Morguninn eftir birtist Kalli létt klæddari. Hann var kominn í lax- bleika silkiskyrtu og víðar, ljós- gráar flónelsbuxur með belti. Hann hafði undir eins kunnað vel við sig í bjarkarlundinum við veginn, og þar mátti heita, að hann settist að. Hann lá þar makindalega á bak- inu í grasinu, spýtti upp i loftð og reykti vindla. Þegar á öðrum degi varð Algautur að fara með leista sinn og önnur tæki út í lundinn, svo að hann gæti slegið tvær flugur í einu höggi: Sinnt vinnu sinni og spjallað við Kalla. Því að nú brá svo við, að fólk þyrptdst til hans með skó sína. Og þó að liann hefði helzt kosið að helga gesti sínum einum hverja stund, dirfðist hann ekki að hafna þeirri vinnu, sem honum bauðst. Og Kalld var á sama máli. — Lemdu bara eins og þú eigir T ! M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 91

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.