Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 29.03.1970, Blaðsíða 17
Hannes M. Þórðarson: DÓTTIR DALSINS Sogandi brim og boðar bera þér lífsins 63, kröfu, a3 komir þegar, kona, á fjöldans slóð. Dalinn þú ávailt dáir, dreypir hans veigum á. Mótar hann vit þitt, vilja, vænleik og ástarþrá. Ást þín er ijúfa lindin leitandi fram um grund, brosandi rós á bala bjartri við morgunstund, fossandi fjallalækur freyðandi yfir stein, angandi blöð á birki, bylgjandi akurrein. Báran við sandinn suðar, svífur að vitum mér seltu- og svarðarilmur, svo er eg einn hjá þér. Ástinni enginn gleymir, ástin er blóm á teig. Ást þín er daggardropinn, draumanna tærust veig. metra langir með nokkuð grasi vöxnum hlíðum, renna samnefnd- ar ár, er koma saman í eitt í mynni þeirra, og heita eftir það Þverá. í tungusporðinum á milli ánna eru svonefndar Kirkjutung- ur. Eru uppi ýmsar sagnir um það, að þar liafi fyrst kirkja verið', en ekki á Stað. Er sagt, að þá hafi á Farmannsdalsá verið steinbogi, sem kirkjukór'gekk yfir til tíða í Kirkjutungum. Þá á Kleppa að hafa búið á Kleppustöðum, sem eru innstir bæja í dalnum og alveg inn undir heiðinni. Kleppa er í sögnum þessum tröll mikið og rammheiðin, enda fjandskapaðist hún eftir mætti við kristinn sið. Samkvæmt þjóðsögunni átti Kleppa hof á Hofstöðum, sem eru sunnan megin Staðarár, litlu neð ar en gegnt Staðnum. Einhverju sinni, er hún kom fi’á blóti í hofi sínu og heyrði hljóminn frá klukk- um Kirkjutungna, brá henni svo illa við, að hún stóðst ekki lengur rnátið, en brá sér fram á Fax-- mannsdal og braut niður steinbog- ann á ánni. Var ætlun hennar, að þá tækjust af kirkjugöngur fóíks í dalnum og tíðasöngur. En er henni varð ekki að þeirri von sinni, sluttist hún búferlum norður að Bæ í TrékyHisvík og leitaði hælis hjá Finnboga ranima. í nánari við- kynningu samdi þeim þó ekki sem bezt, og eru ýnisar sögur af þeirra samskiptum, sem þarftaust er að rekja hér. Þar sem sagt er, að steinboginn hafi verið, rennur áin í þi'öngu djúpu gljúfri, en klettabríkur eru báðum megin, hvor á rnóti ann- ari'i. Staðhættir þarna í árgljúfr- inu hafa gert það eðlilegt, að slík munnmæli yrðu tit, þar sem fólk hefur haft sarnnar spurnir af stein- bogum yfir ár á hraunsvæðum landisin'S. í Kirkjutungunum sér enn votta fyrir tún- gróðri, húsatóftum og garð- lagi, svo að enginn vafi leikur á, að þar hefur verið um byggt ból að ræða, þótt erfitt sé nú í það að ráða, lxvers eðlis hafi verið. En þar sexn þetta er i stað arins landi frá fyrstu tíð, er lang- sennilegast, að þarna séu leifar af seli og seltúni hinna fyrri Staðar- presta, þó að engar sögur fari. af því nú á tímum. í Jafðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1709 er sagt, að selvegur á Stað sé geysilangur, en hins er ekki getið, hvar selið sé. Ummælin gefa þó til kynna, að Staðarprest- ur, sem þá var Jón Ánnason, síðar Skálholtsbiskup og búsýslumað ur hinn mesti, hafi haft ásauð staðarins í seli, og kemur þá vart annar staður til greina en fyrrnefndar Kiikjutungur. Þó að í jarðabókinni sé talað um geysilangan selveg, er ekki mik- ið mark á því takandi, enda er það rangt að því, er Kirkjutungur snex-t ir. Ollum er fyrir löngu ljóst, að Jarðabók ÁM.. og P.V, ýkir gífur- lega allt, sem til ókosta verður tal- á jörðunum, hvort heldur þær eru stórar eða smáar. Er þetta vel skilj anlegt, þegar haft er í huga, að bændur og búaliðai', sem sögðu fyr- ir um jai'ðalýslnguna, hafa búizt við xnjög auknuni sköttum og álög- um af ýmsu tagl vegna þessa jarða- bókastarfs. Fyrrnefnd jarðabók getur einn ig þess, að sumir hyggi, að bjáleig- an Aratunga sé forn selstaða frá heimastaðnum, en aðrir telji að þar hafi verið gamalt býli, enda er jörð- in þá uppbyggð fyrir fjörutíu ár- um, leigð með þrem kúgildum og sextíu álna landskuld. Samkvænxt þessu er það aðeins ágizkun manna, að Aratunga sé forn sel staða fi'á heimastaðnum. En hafi einhvern tíma svo verið, þá mætti til sanns vegar færa orð jarðabók- arinnar um geysilegan selveg. Það kemur þó ekki til greina árið 1709, þegar Aratunga heíur verið byggt býli í fjörutíu ár, með leigupen- ingi og fullri landskuld. Ekki eru kunnar neinar heimild ir urn það, hvenær kirkja er fyrst reist á Stað í Steingrímsfirði, senndtega þó einlivex'n tíma á fynrl T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAI 257

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.